Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977
21
Benedikt Gröndal
Síðasta Reykjavíkurbréf
Morgunblaðsins fyrir páska var
helgað Alþýðuflokknum og af-
stöðu hans til varnarmála.
Höfðu skrif ungra jafnaðar-
manna á SUJ-siðu Alþýðublaðs-
ins komið bréfritara i uppnám,
svo að hann krafðist skýringa
frá forystu flokksins og bauð
fram rúm á siðum Morgun-
blaðsins í þeim tilgangi. Þetta
boð tel ég sjálfsagt að þiggja.
í Reykjavíkurbréfinu var
býsnazt yfir stefnu og orð-
bragði hinna ungu jafnaðar-
manna i varnarmálum og talið,
að kommúnistar séu að koma
sér upp deild i Alþýðuflokkn-
um. Þá var á það bent, að Al-
þýðuflokkurinn hefði alla tíð
fylgt ábyrgri stefnu í varnar-
málum og haft þar forystuhlut-
verki að gegna><(og spurt, hvort
nokkur breyting sé að verða i
þeim efnum.
Spurningunni er fljótsvarað:
1) Engin breyting hefur orðið
á stefnu Alþýðuflokksins í
varnarmálum. Sllk breyt-
ing verður ekki nema með
ákvörðun flokksins, og er
engin hætta á að það færi
leynt, þvl þingin eru haldin
fyrir opnum tjöldum. Er
óþarfi að eyða sfðum
Morgunbiaðsins í vanga-
veltur um þetta atriði.
2) Aliar götur sfðan Atlants-
hafsbandalagið var stofnað
1949 hefur verið minnihluti
í Alþýðuflokknum, sem er
andvfgur þessari stefnu.
Eins og sæmir f lýðræðis-
flokki hefur minnihlutinn f
þessu máli sem öðrum fullt
frelsi til að halda fram
skoðunum sfnum innan Al-
þýðuflokksins sem utan, og
hann fær rúm til að koma
þeim á framfæri f blöðum
flokksins, þar á meðal Al-
þýðublaðinu. Þann rétt
þeirra mun ég verja, þótt ég
sé þeim ekki sammála. Lýð-
ræðið er styrkur Alþýðu-
flokksins en ekki veikleiki.
Síðasta flokksþing sam-
þykkti nýja stefnuskrá fyrir Al-
þýðuflokkinn, en venja er að
endurskoða stefnuskrár á
15—20 ára fresti. Við athugun
þótti ekki rétt að binda aðild að
Atlantshafsbandalaginu i
stefnuskrá til svo langs tíma,
enda var aðildin ekki nefnd i
gildandi stefnuskrá frá 1963.
Um þetta var algert samkomu-
lag og felst ekki i þessu stefnu-
breyting. Þingið staðfesti hins
vegar núverandi stefnu flokks-
ins óbreytta með ályktun, sem
gildir a.m.k. til næsta flokks-
þings, en svo hefur verið gert
undanfarna áratugi.
II
Jafnaðarmenn hafa alla tíð
átt mikinn þátt í styrk Atlants-
hafsbandalagsins, og nægir að
nefna frá fyrstu og erfiðustu
árum þess menn eins og Ernest
Bevin i Bretlandi, Paul Henri
Spaak í Belgíu og Halvard
Lange í Noregi.
Jafnaðarstefnan fjallar um
leiðir til að gera mannlegt þjóð-
félag sem frjálsast og bezt,
tryggja jafnrétti og velferð
allra. Það er meginatriði stefn-
unnar að berjast gegn einræði
og ófrelsi, hvaðan sem þær
hættur ber að. Höfuðandstæður
jafnaðarstefnunnar eru þvi
kommúnismi og kapitalismi,
vald f jármagnsins yfir fólkinu.
Af þessu leiðir, að það er fyr-
ir mörgum jafnaðarmönnum al-
varlegt stefnumál, hvort styðja
skuli aðild að ýmsum alþjóðleg-
um samtökum, þar sem and-
stæð þjóðfélagsöfl mega sin
mikils, og á þetta til dæmis við
um Atlantshafsbandalagið og
Efnahagsbandalag Evrópu.
um, hvort hann mundi styðja
inngöngu Noregs f NATO í dag,
hefur hann svarað með þvi að
spyrja, hvernig heimsmálum
væri komið nú, ef Atlantshafs-
bandalagið hefði ekki komið til.
Það hefur verið friður i Evrópu
og engin þjóð hefur misst frelsi
sitt, segir hann. Hann bætir þvi
við, að hann hafi oft rætt þessi
mál við hinn sænska starfsbróð-
ur sinn, Tage Erlander, og þeir
hafi verið sammála um, að bezt
hafi verið, að svona fór. „Eins
og norrænu löndin eru staðsett
á kortinu er ekki svo fráleitt, að
Danmörk, ísland og Noregur
séu tengd vestrænum varnar-
samtökum, Finnland hafi sam-
komulag við Sovétrikin og Sví-
þjóð sé hlutlaus.“
Svo fór um alla Vestur-
Evrópu, að yfirgnæfandi meiri-
hluti jafnaðarmanna taldi
stofnun og styrk Atlantshafs-
bandalagsins vera einu leiðina
til að tryggja frið í álfunni og
varðveita frelsi þeirra þjóða
þar, sem ekki höfðu glatað því
fyrir 1949. Árin síðan hefur
rikt mikil velmegun í hinum
Benedikt Gröndal
AIþýóufk)kkurinn
og varnarmálin
Þegar flokkar jafnaðarmanna
hafa gert slík rnál upp við sig og
markað sér stefnu, hafa þeir
undantekningalaust verið
traustir i stuðningi sinum. Sem
dæmi má nefna, að jafnaðar-
menn í Vestur-Þýzkalandi voru
i fyrstu andvígir aðild að
NATO, en breyttu formlega
þeirri stefnu. Æskulýðssamtök
þeirra halda þó enn uppi and-
stöðu í þessu sem ýmsu öðru, og
er viðsýni og umburðarlyndi
Willy Brandt fyrir að þakka, að
þau hafa ekki klofið flokkinn.
Ágreiningur um aðild íslands
að NATO var mestur í Alþýðu-
flokknum þegar við stofnun
bandalagsins. Sams konar
ágreiningur var þá einnig í
norska Verkamannaflokknum
og risti dýpra en flestir gera sér
grein fyrir. Sagnfræðingur hef-
ur orðað það svo, að leið Noregs
inn í NATO hafi verið „barátta
um sál Einars Gerhardsens,"
þáverandi forsætisráðherra.
Sjálfur játar Einar í endur-
minningum sinum, að nokkuð
hafi verið til i þessu. Svo óttað-
ist hann klofning af gamalli
reynslu, að hann steig með
itrustu gætni hvert skref.
Þegar Gerhardsen hefur ver-
ið um það spurður á seinni ár-
frjálsu löndum álfunnar og þau
hafa öll kosið að koma upp vel-
ferðarríkjum, sem er mikill sig-
ur fyrir jafnaðarstefnuna. Á
móti kemur samdráttur fjár-
magns og áhrifa í hinum risa-
vöxnu fjölþjóða auðhringum,
en það styrkir stöðu auðmagns-
ins.
Atlantshafsbandalagið hefði
aldrei orðið til eða dafnað án
sterkrar þátttöku evrópskra
jafnaðarmanna, og leiðtogar
þeirra hafa gegnt mikilvægu
forystuhlutverki innan þess.
Hér á landi hafa þeir einnig átt
veigamikinn þátt í mörkun
stefnunnar i varnarmálum, og
nægir að nefna i þvi sambandi
menn eins og Stefán Jóhann
Stefánsson, Guðmund í. Guð-
mundsson og Emil Jónsson.
III
Hér á landi skiptast þeir, sem
eru mótfallnir aðild að Atlants-
hafsbandalaginu, i tvo hópa.
í öðrum eru þeir, sem fyrst
og fremst vilja draga ísland út
úr samtökum vestrænna lýð-
ræðisríkja til að tengja það
smám saman kommúnista-
ríkjunum.
í hinum hópnum, vafalaust
mun fjölmennari, er fólk, sem
af einlægri þjóðerniskennd tel-
ur aðild að NATO — og alveg
sérstaklega dvöl varnarliðs í
landinu — ekki samrýmast
hugsjónum sinum um sjálf-
stæði þjóðarinnar.
Morgunblaðið gerir ekki mun
á þessum hópum, heldur er
fljótt að setja kommúnista-
stimpil á hvern þann, sem ekki
fylgir blaðinu gegnum þykkt og
þunnt í utanríkis- og varnar-
málum. Ritari Reykjavikur-
bréfsins lætur ekki sitt eftir
liggja. Hann segir, að „komm-
únistar séu að koma upp sér-
stakri deild innan Alþýðu-
flokksins,“ af þvi að á síðu Sam-
bands ungra jafnaðarmanna í
Alþýðublaðinu var með nokkr-
um þunga boðuð stefna, sem
SUJ hefur haft í 28 ár!
Hafa ritstjórar Morgunblaðs-
ins aldrei íhugað, hversu mikla
hjálp þeir hafa veitt kommún-
istum og Alþýðubandalaginu
með óvarlegri notkun kommún-
istastimpilsins? Brezka vikurit-
ið Economist sagði fyrir
skömmu um Franco, nýlátinn
einræðisherra Spánar, að hann
hafi hjálpað kommúnistum
stórkostlega með því að telja þá
höfuðandstæðinga sína í ára-
tugi og kalla alla mótstöðu-
'menn kommúnista, jafnvel þótt
þeir væru römmustu andstæð-
ingar kommúnismans. Morgun-
blaðið hefur dyggilega fylgt
þessari óheillastefnu Francos
— og er ekki leiðum að líkjast.
Það eru sem betur fer margir
reiðir ungir menn i Alþýðu-
flokknum, og þeir starfa innan
ramma lýðræðislegrar skipunar
flokksins. Óþarfi er að vera
uppnæmur fyrir þvi, þótt þeir
séu stundum fullyrðingasamir
og stórorðir, það kemur fyrir á
beztu bæjum í pólitikinni. Holl-
ara er að minnast hins forn-
kveðna, að oft verður góður
hestur úr göldum fola.
IV
Ég er jafn sannfærður um
það i dag og ég var fyrir 28
árum, að sú stefna íslenzka lýð-
veldisins í öryggismálum, sem
þá var mörkuð, var rétt. Sam-
kvæmt öllum lögmálum utan-
rikismála, valdatogi og valda-
jafnvægi risaveldanna, land-
fræðilegri stöðu og þróun
vopnabúnaðar, kom ekki annað
til mála en taka þátt í varnar-
samtökum grannríkja okkar við
Norður Atlantshaf. Þótt margt
hafi breytzt til hins betra og
líkur á styrjöld milli stórvelda
minnkað, eru þessi grundvall-
aratriði enn óbreytt. Valdatafl-
ið heldur áfram og vigbúnaðar-
kapphlaup er í algleymingi.
Varnarlaust ísland mundi eins
og nú horfir gerbreyta jafn-
vægi á nyrzta hluta Atlants-
hafs, staða Noregs mundi stór-
versna og þrýstingur á íslend-
inga magnast. Við þurfum
sannarlega að hugsa meira og
raunhæfar um þessi mál en við
höfum gert og gera okkur grein
fyrir framþróun þeirra án allra
hleypidóma.
íslenzka þjóðin hefur verið
þverklofin i utanríkis- og ör-
yggismálum allt frá lokum
heimsstyrjaldarinnar. Þessi
klofningur er til lengdar hættu-
legur, af því að einmitt þessi
mál eru beint framhald sjálf-
stæðisbaráttunnar. Það er
skylda ábyrgra maima að reyna
að draga úr ágreiningi og ein-
angra þá fámennu hópa, sem
vísvitandi stefna i ógæfuátt.
í varnarmálum hefur komm-
únistum, sem stjórna Alþýðu-
bandalaginu og Þjóðviljanum,
oft tekizt að stela ættjarðarást-
inni frá okkur hinum og beita
henni fyrir pólitiskan vagn
sinn. Er ekki kominn tími til að
refsa þeim fyrir þvilikan þjófn-
að? Það verður þó ekki gert
með tilefnislausum skrifum
eins og Reykjavikurbréfinu um
Alþýðuflokkinn og varnarmál-
in. Snjallir og vitrir ritstjórar
stærsta dagblaðs þjóðarinnar
mega ekki skemmta skrattan-
um með slíku frumhlaupi.
Smyslovhjónin.
innur
nnar
— Ég hefi átt þess kost að
kynnast fólki úr ýmsum at-
vinnugreinum; læknum, lög-
fræðingum, verkamönnum,
fiskimönnum, skrifstofufólki,
bankamönnum og einnig fjöl-
mörgum unglingum, en allt
sameinast þetta fólk i dálæti
sinu á skáklistinni.
— Kona mín og ég minnumst
með mikilli ánægju heimsóknar
til Bessastaða þar sem við hitt-
um forseta islands, dr. Kristján
Eldjárn, kunnan visindamann,
og einnig heimsóknar til
borgarstjórans í Reykjavík,
Birgis isleifs Gunnarssonar.
Báðir þessir virðulegu forystu-
menn sýndu mikinn áhuga á
skáklistinni.
— Við hjónin eruum þeim
innilega þakklát fyrir gestrisni
og hlýjar móttökur.
— Þá vil ég vikja að móts-
haldinu. Skákmót og skákiðkun
almennt krefst mikillar skipu-
lagsvinnu. Mig langar til að
ljúka miklu lofsorði á forseta
og varaforseta Skáksambands-
ins, þá Einar S. Einarsson ög
Högna Torfason, fyrir störf
þeirra. Þeir hafa sýnt einstakan
dugnað til framdráttar skáklif-
inu í landinu. Hið sama gildir
um aðra stjórnarmenn og einn-
ig þann fjölda starfsmanna,
sem leggar nótt við dag í þágu
skákarinnar.
— Ég vil einnig nota þetta
tækifæri til að þakka gömul og
ný kynni við Guðmund G.
Þórarinsson, fyrrv. forseta Sí,
og Jóhann Þóri Jónsson, rit-
stjóra „Skákar."
— Hin eftirminnilegu skák-
mót, sem haldin hafa verið á
íslandi á undanförnum árum,
hinn mikli áhugi fjölmiðlanna á
skák, hefur að mínum dómi
skapað grunninn fyrir þeim
vonum margra, að frábær skák-
mannsefni komi fram hér á ís-
landi. í fjölteflum minum hefi
ég kynnzt nokkrum mjög efni-
legum unglingum. Meðal hinna
hæfileikamiklu ungu skák-
manna, sem hafa aðstoðað mig
við skýringar í Aukaútgáfu
„Skákar“, tel ég Jón L. Árna-
son, aðeins 16 ára, efni í mikinn
skákoeistara.
— Ég vildi mega ljúka þess-
um orðum með því að flytja
öllu starfsfólki Hótel Loftleiða
einlægar þakkir okkar hjóna.
Það hefur ekki einungis lagt til
frábæran keppnisstað, heldur
einnig sýnt okkur einstaka
gestrisni og veitt afburða góða
þjónustu til þess að gera dvöl
okkar nú i nærfellt tvo mánuði
tíma þæginda og ánægju.
— h.