Morgunblaðið - 15.04.1977, Page 36

Morgunblaðið - 15.04.1977, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 \4tt> (£?f>' '/1 /y —S MORödlv-- , v!j’ !) <%_ k.'» Tj, Nö? rn// * \r~! kafr/NU ^ 7 ?cy L 1 Þú hefur ekki séð vinstrifótar stígvélið? 1,'BÉH.-HSZ Þegar við fluttum hingað, olii hávaðinn frá flugvellinum okkur óþægindum, en nú er maðurinn minn búinn að redda því. Er þér um megn að fá þér myndatrönur? Nokkur orð um helm- ingaskiptafrumvarpið BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson TRAUST og góð samvinna varn- arspilara er forsenda þess, að góð- ur árangur náist. Sum pör nota sérstakar spilaaðferðir og önnur pör ekki en ná samt sama árangri. Þetta sýnir okkur, að rökrétt hugsun varnarspilara stuðlar að góðum árangri — ásamt hæfileg- um skammti af imyndunarafli og fleiru. í dag sitja lesendur i sæti aust- urs og setja sig í spor varnarspil- ara. Allir utan hættu og suður gef- ur. Norður S. KD1074 H. 108 T. 1096 L. 876 Austur S. 10 H. ÁK76 T. 5432 L. 5432 Suður opnaði á tveim spöðum, norður sagði fjóra og suður skellti sér f sex spaða. Vestur spilar út hjartadrottn- ingu, sem þú gefur, og síðan hjartagosa, sem suður trompar. Suður tekur nú alla trompslagi sfna en vestur, félagi þinn átti aldrei tromp. Hver eru fyrstu fimm afköst þfn, lesandi góður? 1 Ijós hefur komið, að suður átti eitt hjarta og sjö spaða. Hann á þvf fimm spil f láglitunum. Aust- ur getur ekki búist við að fá slag á þessa hunda sfna en þá er bara eitt eftir, þ.e. að hjálpa félaga sfnum. Allt spilið gæti verið þannig. Norður S. KD1074 II. 108 T. 1096 L. 876 Austur Vestur S G s. _ H. ÁK76 H. DG9543 T. 5432 T. DG87 L. 5432 L. DG9 Suður S. Á986532 II. 2 T. ÁK L. ÁK10 Austur hjálpar félaga sfnum mest með því að láta fyrst laufin fjögur og sfðan tígul, eða tfglana fjóra og síðan Iauf. Þá sleppur vestur við ágiskun — þvf hann veit þá hve mörg spil suður á i hvorum láglitanna. ©PIB COSPER Ökuníðingur — Það er bannað að auka ferðina, þegar bíll ætlar framúr! „Mig langar að byrja með að leggja til að breytt verði stöðu- heitinu „húsmóðir" i miklu réttara stöðunafn, „heima- mamma“. Húsverkin eru auka- atriði — en að ala upp börn svo vel fari og þau verði hamingju- söm, held ég flestir séu mér sam- mála um að er mesti og erfiðasti ábyrgðarhlutur sem til er. Þessi húsverk gera þær útivinnandi hvort eð er meira og minna á kvöldin- en móðurstörfin geta þær ekki rækt að mínu áliti. Barn sem er vakið til að fara beint á dagheimili og sótt að kvöldi getur greinlega ekki haft mikil afskipti af foreldrum sínum — það verða fóstrurnar sem ala það upp. Utivinnandi konur, sérstaklega þær tekjuhæstu, eru flestar á móti helmingaskiptareglunni og þá um leið á móti okkur heima- mömmum. Það kemur verst út fyrir þær peningalega — og er það ekki háð að þeim skuli finnast mest um vert fyrir okkur kaup- lausu (og einu stétt landsins sem er skattfrjáls eins og ein háttsett rauðsokka komst að orði), að fá þennan skattseðilsnepil með eigin nafni og til að útfylla alveg sjálf- ar. NEI, einasti möguleikinn til að heimamamman fái eitthvert kaup er þessi helmingaskipta- regla, sem léttir sköttum af makanum og því ekki hafa það, okkar kaup, sem því nemur. Ég verð að segja að mér fannst ég miklu sjálfstæðari ef ég veit að maki minn lækkar i sköttum min vegna — en að fá skattsnepilinn með eigin nafni — og sjálfsagt liður ekki á löngu áður en við fáum þessa ósk uppfyllta, en auðvitað frekar ef þessi helmingaskipti eru fyrir hendi — en þar sem ekkert er að gefa upp. Eg vildi gjarnan benda á það óréttlæti að heimamamman skuli ekki fá borgað með öllum þeim börnum, sem hún annast — eins og rikið borgar fyrir börn á dag- heimilum. Mér finnst að rauð- sokkurnar berjist hreinlega á móti okkur heimamömmum, og jafnvel þeim láglaunuðu þvf helmingaskiptareglan kemur þeim mest til góða í þessum skattamálum — en það gerðum við aldrei móti þeim allan þann tíma, sem þær fengu 50% afslátt- inn frá sköttum fyrir hreint ekki neitt. Ég ræðst í að skrifa þessa grein hreinlega vegna þess að mér of- býður hvað rauðsokkur berjast bara fyrir sjálfum sér og hrein- Iega á móti okkur heimamömm- um — meðan við steinþegjum — svo það er kominn tími til að við herðum okkur og reynum að berj- ast fyrir okkar málefnum. Heimamamma". 0 Gömul stjörnuvfsa „Aður fyrr, þegar engar voru klukkur á heimilum, varð fólk að fylgjast með tímanum með því að hafa gát á göngu sólar á daginn og stjarna á kvöldin, og miða sól og stjörnur við ýms eyktamörk eða kennileiti i landslagi, sem tákn- R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI 77 ósjálfrátt fékk ég sting I brjóst- ið. — IVlér er skftsama um hvað allir aðrir hugsa um þetta og það má loka mig inni ef þeir halda að þeir geti gert það á grundvelli lygilegra kenninga sem fá ekki staðist, en ég verð að heyra það af þlnum eigin munni, að ÞU TRÚIR AD MINNSTA KOSTI EKKI ÞESS- ARI VIÐURSTYGGILEGU LYGASÖGU ... Þvl að ég vona þú gerir það ekki ... eða hvað... Hann hafði rétt höndina I átt- ina til hennar og dró hana upp úr sófanum. Ef ekki hefði verið dauðakyrrð I stofunni hefðum við ekki greinl svar hennar, því að nún nánast hvíslaði: — Ó, Björn, þú þarft ekki ... ÉG VEIT að þetta er satt ... En þu 'hlýtur að skilja að ég ... elska þig þrátt fyrir það. Og svo vafði hún hann snögg- lega örmum og þrýsti kossi á varir honum meðan Christer VVijk horfði á þau og varð ekki af svip hans ráðið hvað hann var að hugsa. Fannv frænka reri I ruggu- stólnum og nú kvað hún upp úr um skoöun sfna: — Ég er áreiðanlega að verða ’ gömul . .. Christer sleit sig frá þeirri sjón sem við biasti á miðju stofugólfinu og helgaði sig nú gömlu læknisfrúnni. — Gömul? Hvers vegna seg- irðu það? Hún horfði alvörugefin á hann. — Heilastarfsemin liefur heðið einhvern skaða... Én kannski það sé bara kölkun á byrjunarstigi... Dauft hros kom fram á varir Christers. — Ne ' — ci, sagði hann og andvarpaði. — Ég gerði mér ijóst að þú mvndir ekki láta blekkjast Fanny frænka. En þú verður samt að viöurkenna að þetta var góð saga... og svo hefur hún auk þess haft tiladl- uð áhrif. Ég hafði ónotalega tilfinn- ingu fyrir því að ég liti út eins og sauóur ... En mér til hugg- unar var ég ekki ein um að vera heimskuleg og spvrjandi á svip- inn. Helene Malmer reykti I síbylju og ókyrrð hennar leyndi sér ekki, Otto sat með galopinn munninn, Daniel klóraði sér vandræðalega I höfðinu og Björn og Bella slepptu hvort öðru og virtist léttir og feginleiki þeirra aug- Ijós. Sá fyrsti sem jafnaði sig af þessu var eiginmaður minn. — ÆTLARDII að segja að ú hafir búið til alla þessa sögu um Frederik Malmer og Björn Udgren aðeins til að reka Gabriellu í fang Björns? — Þú kemst ekki nógu snvrti- lega að orði. Én ef þú segir að ég hafi gert þetta til að neyða Bellu til að ákveða sig þá ga-ti ég fallist á það. — Nei, nú er mér öllum lok- ið. stundi Björn og hneig niður I sófann og Bella með. Og Gabriella hvfslaði: — En ... allt sem þú sagð- ir ... ég hef haldið að það hefði Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi einmitt ger/l svona eins og þú sagðir... Christer kinkaði kolli. — Ég vissi það, elsk— hann þagnaöi í miðju orði og leit rjóður í kringum sig. En hann var ekki lengi að ná aftur st jórn á sér. — En ég vissi líka að þú vildir ekki og þorðir ekki að horfast I augu við staðrey ndirn- ar. Þú hafðir ekki hugrekki til að ræða morðið við mig: þú neitaðir að viðurkenna hvaða hug þú ba'rir til Björns. Þú brást í flestu tilliti við eins og strúturinn sem stingur bara hausnum I sandinn. Nema náttúrulega þegar þú fvlltist skyndilegum tryllingi niðri I námunni og reyndir að koma mér fyrir. Ég hef reynt að tala við þig undir fjögur augu, en þú grést alltaf og stðhæfðir að þú vildir ekki heyra nafn Björns nefnt. Og svo. . . ja, svo hugsaöi ég með mér að það va-ri sennilega eina ráðið aö beita þig sjokk-aðferð til að fá þig til að sýna þinn hug .. . Ég bið forláts ef ég hef blekkt vkk-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.