Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 23 Finnbjörn Hjartarson, prentari: Hugsað til V estfjarða Ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, sagöi eftir siðustu kosn- ingar eitthvað á þá leið, að hlut- verk Alþýðuflokksins væri of stórt i íslenzkum stjórnmálum til þess að lýðræðissinnar gætu látið erfiðleika flokksins sig engu skipta. Tilbod Karvels Pálmasonar?!! Eftir að fundur í Kjördæmaráði Frjálslyndra og vinstri á Vest- fjörðum sendi Alþýðuflokknum tilboð um sameiginlegt framboð, hefur mikið verið rætt um hugsanleg viðbrögð og svar Alþýðuflokksins. Og þar sem ekki bólar á neinum undirtektum, hljóta menn að álykta, að Alþýðu- fiokkurinn ætli ekki að ómaka sig á þvi að svara Frjálslyndum og vinstri mönnum á Vestfjörðum, og er sú ákvörðun vissulega um- hugsunarefni öllum lýðræðissinn- um, með sérstöku tilliti til úrslita seinustu kosninga. Fávizka væri að ætla, að tilboð SFV á Vestfjörðum sé runnið undan rifjum eins manns eða Karvels Pálmasonar. Hitt er sönnu nær, að ábyrgt lýðræðis- sinnað fólk sér, sem rétt er, að framboð SFV og Alþýðuflokksins sitt í hvoru lagi, flokka sem hafa nákvæmlega sama mark og mið, er aðeins leikur með lýðræðið, og forustumenn Alþýðuflokksins eru hvattir til ábyrgra vinnu- bragða, og að þeir láti ekki stundarhagsmuni einstakra manna eða minnihlutabrota ráða gerðum sinum. Hagsmunir sem sýnt er, að einungis sundri og dreifi atkvæðum verkafólks, sem vill verja frelsi og lýðræði á íslandi, og ná fram málum sínum eftir þeim leiðum, og eiga djúpar rætur á Vestfjörðum. Með þessu verður eflaust fylgzt, og þá auð- vitað ekki hvað sizt af Vestfirð- ingum sjálfum, heima og heiman. Þó að það komi þessu máli ekki við beint, má þó minnast á það, að mcrgum manni fannst það ein- kennileg ráðstöfun hjá Alþýðu- flokknum að setja á oddinn í einu kjördæminu nyrðra ungan hæsta- réttarlögmann sem fulltrúa verkamannaflokksins þar. Fólk á bágt með að skilja, að slíkir séu beztir fulltrúar verkafólks, þegar fjallað verður um skiptingu kök- unnar. En það er smámál miðað við hitt. Lýdrædid í sókn Eftir hinar skeleggu yfirlýsing- ar J. Carters um mannréttindi, sem afhjúpa þankagang Rússa, þegar „kröfum" er beint að þeim, kröfum um frelsi og mannrétt- indi, þá eru hótanir og illmæli það, sem frá þeim kemur, og þarf þeim sem þekkja eitthvað til stjórnmálasögu Vestfjarða þarf ekki að koma á óvart tillaga Frjálslyndra og vinstri manna. Að þar séu menn, sem vilja standa fast við lýðræðishugsjónir og frelsi. Hitt er ábyrgðarleysi að reyna að gera lítið úr samstarfs- vilja slíks fólks og túlka framkom- in vilja Kjördæmisráðs SFV sem klæki eins manns. Endurreisn Alþýdu- flokksins Það er vissulega ástæða til að fylgjast með tilraunum, sem for- ingjar Alþýðuflokksins kunna að gera i þá átt að efla lýðræðislegan verkamannaflokk, og er ástæða til að hvetja til ábyrgra vinnubragða i þeim efnum, með sérstöku tilliti til þess að lýðræðissinnað alþýðu- og verkafólk er í varnarstöðu gagnvart öfga- og einræðisflokki á vinstri væng stjórnmálanna, og getur tilboð Samtakanna á Vest- fjörðum orðið prófmál á, hvort mögulegt verði að endurreisa sterkan Alþýðuflokk undir merkjum lýðræðis, eða hvort öfgaflokkar, andstæðir lýðræði og frelsi, nái lykilaðstöðu á Vest- fjörðum með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir íslenzk verkalýðs- og stjórnmál. Áréttað er enn framanritað, að raunar ekki að koma mönnum á óvart. En þrátt fyrir þau illmæli heldur Carter sinu striki og eng- inn getur séð fyrir hve miklu það kemur til leiðar, til góðs fyrir lýðræði og frelsi. En eitt er vist, það er ekkert litið. Annað er það, sem á eftir að hafa mikil áhrif á viðgang lýð- ræðis i heiminum, en það eru kosningarnar á Indlandi, sem hljóta að vera öllum frjálsum mönnum gleðiefni, en önnur stærsta þjóð heimsins fylkir sér undir merki lýðræðisins. Sú þjóð, sem oft er talin snauðust af ver- aldargæðum. Þá verður manni ósjálfrátt hugsað heim í allsnægt- irnar, hugsað til Vestfjarða, hvort við berum gæfu til að taka þátt i þeirri öldu frelsis og lýðræðis, .sem fer um heiminn. Eða hvort við leikum okkur að því, sem að okkur snýr og búum með þvi í haginn fyrir öfgaflokka og ein- ræði. Og það segi ég aftur, allsnægtir eru hér ef sæmilega er unnið og sæmilega stjórnað. í þeirri stjórn er hiutur lýð- ræðislegs verkamannaflokks ómetanlegur, er lýtur að skipt- ingu þjóðartekna. En meiri gaum verður slíkur flokkur að gefa lýð- ræðinu og frelsinu, en oft vill verða í hita baráttunnar hjá slíkum, vegna þess að þaðan koma allsnægtirnar, það hefur mann- kynssagan þegar sannað. Ásgeir Sigurvinsson knattspymu- maSur er annar frá hsgri á myndinni, en Sigurgeir tók hana á fótboltaœfingu f Eyjum eitt kvöldiS fyrir skömmu. Ásgeir stjómaSi æfingunni en hann bregSur sár ávallt heim til Eyja ef hann á nokkurra daga frf frá fótboltanum f Belgfu þar sem hann leikur með Standard Liege Kunnir knattspymumenn úr EyjaliSinu eru þarna á hlaupa- æfingunni hjá Ásgeiri. Lengst til hægri er Bói Pálma. sá sem slagar hæst upp I Heimaklett a 'miSri mynd er FriSfinnur Finnbogason og lengst til vinstri er Ólafur Sigurvinsson 6.60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.