Morgunblaðið - 15.04.1977, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.04.1977, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRtL 1977 FATT SEM GLADDIAUG- AÐ [ LEIK FH OG GRÓTTU ÞAÐ var fátt fallegt sem boðið var upp á f leik FH og Gróttu sfðastliðið miðvikudagskvöld og virtist sem leikmönnum fyndist það aðeins leiðinlegt skylduverk að ljúka leiknum. FH-ingar sem þarna áttu einn sinn slakasta leik f vetur unnu þennan leiðinlega leik með 25 mörkum gegn 23 eftir að hafa haft yfir f leikhléi, 14:11. Mikils áhugaleysis gætti í leik FH-inga i upphafi leiksins og virt- ist sem þeir héldu að þeir þyrftu ekkert að hafa fyrirr sigri í leikn- um, en Gróttu-menn voru á öðru máli og þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum höfðu þeir náð 4 marka forystu, 6:2. Það var svo ekki fyrr en seint f fyrri hálf- leiknum sem FH-ingar náðu að jafna og komast yfir og í leikhiéi höfðu þeir 3ja marka forystu, 14:11. Leikurinn hélzt svo i járnum allan seinni hálfleikinn, FH leiddi framan af, en þegar 3 mín- útur voru eftir hafði Grótta náð forystunni 23:22, þeir fóru svo illa að ráði sinu á lokaminútunum og FH-ingar skoruðu 3 siðustu mörkin og náðu þannig að knýja fram sigur, 25:23, þrátt fyrir tals- verða erfiðleika. Eins og áður hefur komið fram var þessi leikur afar slakur og þá sérstaklega af hálfu FH-inga og var áhugaleysi þeirra nánast al- gjört á köflum það voru aðeins þeir Janus Guðlaugsson og gamla kempan Auðunn ÓsLcarsson sem áttu góðan leik, Janus var óstöðv- andi i sókninni og Auðunn klett- urinn i vörninni. Þeir Geir og Viðar voru langt frá sinu bezta, sérstaklega Viðar, sem skoraði að- eins eitt mark úr ótal skottil- raunum og lét meðal annars verja frá sér tvö yiti. Hjá Gróttu bar mest á þeim Birni Péturssyni og Gunnari Lúð- víkssyni sem gerði 7 falleg mörk úr hornunum, þá var Árni Indr- iðason drjúgur eins og venjulega en komst litt áleiðis gegn Auð- unni Óskarssyni sem gætti hans mjög vel. Guðmundur Ingi- mundarson markmaður Gróttu var þó bezti maður liðs síns og varði hann oft á tíðum mjög glæsi- lega' HG Cryuff áf ram á Spáni og Keegan til Real Madrid ENN EITT MARKAREGNIÐ OG 15 MARKA SIGUR HAUKA í SÍÐUSTU leikjum íslandsmótsins I handknattleik hafa helzt ekki verið skoruð minna en 50 mörk í leik og iðulega mun meira. Leikur Hauka og ÍR var engin undantekning frá þessu, Haukarnir skoruðu hvorki meira né minna en 34 mörk og ÍR svaraði með 19. Blaðamenn, sem reyna að fylgj ast með þessum leikjum. sjá ekki nema lltinn hluta þeirra, þvl það er ekki lltill tlmi, sem fer I að skrá öll þessi mörk. Aðeins eitt lið virtist vera á vellinum Iraman af leik Hauka og ÍR og eftir aðeins 17 minutna leik var staðan orðin 12:2 fyrir Hauka Höfðu ÍR-ingar greinilega engan áhuga á þessum leik. Vantaði reyndar nokkra af fasta- mönnum liðsins að þessu sinni, t d þá bræður Ágúst og Sigurð Svavarssyni, en þó þeir séu góðir þá var það ekki fjarvera þeirra, sem gerði ÍR-liðið svo slakt I þessum leik, heldur áhuga- leysið Haukar halda enn leikgleði sinni og I leikhléi var staðan orðin 18:8 þeim I vil og sá munur átti eftir að aukast I seinni hálfleiknum Á töflunni mátti sjá tölur eios og 22:8 og siðan 26:10, en lokatölur urðu 34:19, sem voru úrslit leiksins. Um ÍR-liðið er óþarft að hafa mörg orð að þessu sinni. Aðeins Brynjólfur Markússon og Jóhannes Gunnarsson. sem ekkert hefur fyrr leikið með I vetur. sýndu eitthvað Haukarnir hins vegar voru flestir mjög jafnir i leiknum, en þeir þó beztir Hörður Sigmarsson og Jón Hauksson að ógleymdum Þor- láki Kjartanssyni markverði, sem stóð sig mjög vel og virðist mjög mikið efni. —áij Knattspyrnusnillingurinn Johann Cryuff hefiir framlengt samning sinn við Barcelona um eitt ár að því er blöð I Madrid greindu frá í gær. Með hinum nýja samningi ætti Cryuff að vera tryggðar um 160 milljónir króna I tekjur frá félaginu á næsta ári. Hinn hollenzki þjálfari félagsins, Rinus Michels, hefur einnig ákveðið að vera með liðið í eitt ár og Johann Neeskens skrifaði fyrir nokkru undir nýjan samn- ing við Barcelona til tveggja ára. Það vantar ekki peningana þar sem spænsku knattspvrnuliðin eru annars vegar og að þvf er brezk blöð segja, þá er Real Mad- rid tilbúið að greiða 180 milljónir króna fyrir samning við Kevin Keegan, Liverpool. Real Madrid seldi fyrir nokkru Paul Breitner til Eintracht Braunschweig og mun Breitner hafa fengið um 140 milljónir króna! Einkunnagjöfin VÍKINGUR: Rósmundur Jónsson 1, Grétar Leifsson 3. Ólafur Jónsson 1. Viggó SigurSsson 3, Ólafur Einarsson 3. Magnús Guðmundsson 2, Jón G. SigurSsson 1, Björgvin Björgvinsson 3. Páll Björgvinsson 2. Erlendur Hermannsson 2. Þorbergur Aðalsteinsson 2. FRAM: Einar Birgisson 1, Pálmi Pálmason 2. Ragnar Hilmarsson 2, Jón Ámi Rúnarsson 1, Gústaf Bjömsson 1, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannesson 1, Amar Guðlaugsson 1, Guðmundur Þorbjömsson 1. Andrés Bridde 2. Jón Sigurðsson 1. ÍR: Örn Guðmundsson 1, Bjami Bessason 21. Jóhannes Gunnarsson 2. Ulfar Steindórsson 1, Sigurður Sigurðsson 1, Bjöm Guðmundsson 2. Vilhjálmur Sigurgeirsson 1. Hörður Hákonarson T. Sigurður Glslason 1, Guðmundur Gunnarsson 1, Brynjólfur Markússon 2. HAUKAR: Þorlákur Kjartansson 3. Sigurður Aðalsteinsson 2. Svavar Geirsson 2, Ellas Jónasson 2, Ingimar Haraldsson 2. Ólafur Ólafsson 2, Jón Hauksson 3, Guðmundur Haraldsson 2, Sigurgeir Marteinsson 2. Hörður Sigmarsson 3. Þorgeir Haraldsson 2. Gunnar Einarsson 1. FH: Magnús Ólafseon 1. Birgir Finnbogason 2, Viðar Slmonarson 1. Olgeir Sigmarsson 1, Guðmundur Ámi Stefánsson 2, Ámi Guðjónsson 1, Jón Gestur Viggósson 1. Geir Hallsteinsson 2. Auðunn Óskarsson 3. Janus Guðlaugsson 3. Guðmundur Magnússon 2. Vignir Þorleifseon 1. GRÓTTA: Guðmundur Ingimundarson 3, Stefán Öm Stefánsson 2. Hörður Krisinsson 2, Bjöm Pétursson 3, Kristján Guðlaugsson 1, Magnús Sigurðsson 1, Ámi Indriðason 2. Grétar Vilmundarson 1. Georg Magnússon 1, Axel Friðriksson 1, Gunnar Lúðvlksson 3. HG Valsmenn leika annan hvern dag AÐEINS tveir leikir eru nú eftir í keppninni í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik og báðir eru þeir á milli Vals og Fram. Þarf Valur að fá þrjú stig úr þeim leikjum til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn. Ástæðan fyrir þvi að báðir leikir þessara liða eru eftir er sú að leik Vals og Fram i fyrri umferðinni var frestað vegna undirbúnings hand- knattleikslandsliðsins. í siðustu viku var leiknum svo frest- að á ný að beðni Valsmanna. sem töldu álagið á leikmönnum liðsins óhóflega mikið Þá munu Valsmenn einnig hafa viljað fá leik sinum við Fram frestað vegna þess að þjálfari Valsmann, Hilmar Bjömsson, var þá erlendis. Fer þessi tvifrestaði leikur fram í Laugardalshöllinni i kvöld og hefst klukkan 20 00 í kvöld leika einnig i Höllinni lið Ármanns og Þórs f 2 deildinni Á sunnudaginn verða Vals- menn á ný í sviðsljósinu, en þá eiga þeir að mæta Haukum í Hafnarfirði i átta-liða úrslitum bikarkeppninnar Á þriðjudag verða svo tveir siðustu leik- irnir í 1 deild kvenna og 1 deild karla og mætast Valur og Fram i báðum tilvikum ÍR og Þróttur leika i bikarkeppni karla á mánudaginn, en þau hin fjögur liðin, sem eftir eru i keppninni, eru FH, KA, Fram og KR Ekki er ákveðið hvenær leikir FH — KA og KR — Fram verða 39 Little tryggði Villa sigur á elleftu stundu BRIAN Liltle er sá leikmaður, sem aðdáendur Aston Villa prisa mest um þessar mundir. Þessi 23 ára stórgóði leikmaður skoraði tvö af mörkum Aston Villa í úr- slitaleik deildarbikarkeppninnar gegn Everton á Old Trafford I Manchester í fvrrakvöld. Síðara mark sitt skoraði Little þegar að- eins ein mínúta var eftir af fram- lengingunni og brevtti stöðunni í 3:2 fvrir Aston Villa. Brian Little gerðist leikmaður með Aston Villa 1971 og bætti stöðugt við getu sína þar til hann var valinn i enska landsliðið vorið 1975. Síðastliðið keppnistimabil var hann að mestu leyti frá keppni vegna meiðsla, en nú er hann búinn að ná sér fullkomlega og sannaði hæfni sína eftirminni- lega i leiknum i fyrrakvöld. Þetta var þriðji úrslitaleikur Everton og Aston Villa i deildar- bikarnum, en það var Everton, sem haföi forystuna lengst af leik- timanum i fyrrakvöld. Bob Lateh- ford, dýrasti leikmadurinn í ensku knattspyrnunni, skoradi fyrir Everton á 38. mínútu leiks- ins og svo leið og beið þar til um 10 minútur voru eftir af leiknum. Chris Nieholl jafnaði fyrir Villa á 80. mínútu og mínútu seinna skor- aði Litlle. Meðan áhangendur Villa enn fögnuðu ákaft jafnaði Everton á ný er fyrirliöi liðsins, Miek Lyons, skoraði. Varð nú að framlengja og tókst hvorugu liðinu að skora fyrr en Brian Little lauk þessum leik með góðu marki sinu. Er þetla í annaö sinn á þremur árum að Villa sigr- ar í deildarbikarkeppnínni. BRIAN LITT1.E TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS OSj KARNABÆR Útsölumarkaöurinn YIÐ VEKJUM ATHYGLI A: ótrúlega góðum kjörum á ÚTSÖLUMARKAÐI okkar SjhM: • að Laugavegi 66 ssssss. ss: %**■ Y _ Gallaskyrtur 1590.- - .»* *r-Wm^ Wi2. hæð. .óBft**;* 40 — 70% afsláttur Ullardomujakkar 2500 — Terylenepilsdragtir 7.500 ~ Gallaskyrtur 1590.— Dömupils alls konar frá 2500 - Stakar terylenebuxur 3500.- , Jakkaföt m/vesti 15 900,— Stakir herrajakkar 6500,— f J Herraskyrtur 1790,— koflóttar dömublússur 1790,— ÍaÉ.- Gallavesti 1990,— l immfM Skór í miklu úrvali. Mjög gott verö Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.