Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 5 S akley singi ar nir Bíómyndin, sem sjón- varpið sýnir í kvöld kl. 21:55 er bandarísk og nefnist Sakleysingjarnir, The Innocents. Ingi Karl Jóhannesson þýðir mynd- ina og hafði hann eftir- farandi að segja um hana: — Þessi mynd er byggð á þekktri sögu eftir rit- höfundinn Henry James, The Turn of The Screw. í myndinni er byggð upp dularfull sálfræðileg spenna, farið inná drauga- gang og þess háttar mál. Ung kennslukona, heimiliskennari, sem leikin er af Deborah Kerr, hefur með höndum kennslu tveggja barna og grunar hana að þau séu undir áhrifavaldi afturgangna og af því mótist öll þeirra mót- sagnakennda hegðun. — Þetta er bráðvel gerð mynd og vel leikin, bæði kennslukonan og krakkarnir, sérstaklega strákurinn, og ég hugsa að flestir muni límast við tækin ef þeir setjast við þau á annað borð og byrja að horfa á myndina. Leikstjóri er Jack Clayton og er myndin gerð árið 1961. Ingi Karl tók fram að honum fyndist þessi mynd alls ekki við hæfi barna. KLUKKAN 20:30 verða Prúðuleikararnir á dagskrá sjónvarpsins í litum og í þessum þætti er gestur leikbrúðanna söngkonan Sandy Duncan. Þýðandi er Þrándur Thoroddsen. Kastljós kl. 20:55: Þörungavinnslan og gigtarsjúklingar Að sögn Ómars Ragnarssonar, umsjónarmanns Kast- ljóss I kvöld, verða rædd þar tvö málefni. Hið fyrra er um þörungavinnsluna á Reykhólum og mun Ómar fá til viðræðu við sig þá Vilhjálm Lúðvíksson, formann stjórnar Þörungavinnslunnar, og Sigurð Hallsson efnaverkfræðing, um ástand og horfur I málefnum Þörungavinnslunnar. Síðara mál Kastljóss er um gigtarsjúklinga og mun Sigurveig Jónsdóttir blaðamaður sjá um það. Ræðir hún við Jón Þorsteinsson, Iækni á Landspítalanum, Guðjón Hólm, formann Gigtarfélags Islands, og Pál Sigurðsson ráðuneytisstjóra, um þessi mál, og einnig verður litið við á endurhæfingarstofnunum, sem gigtarsjúklingar hafa fengið inni á. ínar. Áöur höfðu þau skemmt víða i Austur-löndum, t.d. í Thai- landi, þar sem þau nutu mikilla vinsælda og sjálfsögðu í heima- landi sinu, Ástraliu, þar sem Heathermae var kosin tvö ár i röð, 1975—’76 „top female artist” eða bezti kvenskemmtikraftur þar i álfu. Þá tóku þau systkinin þátt i Yamaha-söngkeppninni fyrir hönd Hollendinga nú siðast. ÁSTRALSKA söngkonan Heath- ermae og bróðir hennar Warwick Reading munu skemmta gestum í veitingastaðnum Glæsibæ næstu tvær helgar, og verður fyrsta skemmtun þeirra i kvöld, föstu- dag. Heathermae og Warwick eru systkini gamalkunnrar söngkonu, sem oft hefur gist ísland, Wilmu Reading, en hún kemur einmitt til íslands í næsta mánuði og mun þá sem endranær skemmta gest- um Glæsibæjar. „Ísland er stór- kostlegt, eða hvað eigum við að segja annað, þar sem við höfum aldrei séð svona mikinn snjó og reyndar aðeins einu sinni áður á lífsleiðinni séð snjóföl og að það skuli vera til bananatré á islandi, það er hreint ótrúlegt,” sögðu þau systkin, þegar Mbl. hitti þau að máli á æfingu í Glæsibæ. Hingað koma Heathermae og Warwick frá Hollandi, en þau hafa nú verið að skemmta í Evr- ópu um því sem mæst eins árs skeið og héðan halda þau til Berl- Systkin Wilmu Reading skemmta í Glæsibæ Vorum að takaupp nýjar vorvörur TfZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS TfZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS 0 KARNABÆR AUSTURSTPÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.