Morgunblaðið - 15.04.1977, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 19?7
Forseti sameinaðs þings:
Húsameistari kanni bygging-
armöguleika nýs þinghúss
Starfsaðstaða þingmanna hefur breytzt til hins betra
Á fyrsta starfsdegi
Alþingis eftir páskahlé,
s.l. miövikudag, urðu
fjörugar umræður um
byggingu nýs þinghúss í
tilefni af tillögu þing-
manna Alþýðuflokks
þess efnis, að „forsetar
þingsins hrindi af stað
undirbúningi undir ný-
byggingu fyrir Alþingi
vestan núverandi þing-
húss.“ Efnisþráður um-
ræðna er iauslega rakinn
hér á eftir.
Það þarf vel að vanda
sem lengi á að standa.
Ásgeir Bjarnason, forseti sam-
einaðs þings, tók undir þann
efnispunkt tillögunnar, að byggja
þyrfti nýtt þinghús á þeim lóðum,
er Alþingi réði nú yfir í nágrenni
sínu. Svo giftusamlega hefði til
tekist á undanförnum árum að
Alþingi hafi eignazt hús og lóðir í
nágrenni hins aldna þinghúss,
sem í senn hefði stórbætt starfs-
aðstöðu þingmanna og þing-
nefnda, frá því sem áður var, og
auðveldað framtíðarlausn í
húsnæðismálum þingsins á þess-
um stað, þar sem þinghús hefði
staðið í hart nær öld. Hann sagði
að núverandi forsetar þings hefðu
falið húsameistara ríkisins að at-
huga þá möguleika, sem fyrir
hendi eru, um byggingu nýs þing-
húss á núverandi lóðum Alþingis.
Væri þetta gert á grundvelli eldri
þingsályktunar varðandi bygg-
ingu nýs þinghúss (frá 1961).
Forseti gat þess að mikið hefði
verið gert á liðnum árum til að
bæta starfsaðstöðu þingmanna,
þingnefnda og starfsliðs bingsins,
þó að enn stæði margt til bóta.
Minnti hann á kaup húseigna við
Kirkjustræti, Vonarstræti og
Þórshamri (öll hús vestan þing-
húss, milli Kirkjustrætis og
Vonarstrætis nema Oddfellow-
húsið). Nú hafi allir þingmenn
skrifstofuaðstöðu, flestir sérher-
bergi. Starfsaðstaða nefnda hafi
gjörbreytzt til hins betra við við-
bótarhúsnæði í Þórshamri. Bóka-
safn þingsins væri komið í að-
gengilegt horf. Minna mætti og á
breytingar á umhverfi þingsins,
ný bílastæði og sitt hvað fleira.
Síðan ræddi forseti ýmis vanda-
mál varðandi nýja þingbyggingu,
sem þjóna ætti langri framtíð.
Verður þingið i einni málstofu
eða tveimur? Hver verður fjöldi
þingmanna í náinni framtið?
Hann sagði að þingið yrði að ætla
sér góðan tíma til undirbúnings
nýrrar þinghússbyggingu og
hugsa í því efni til langrar fram-
tiðar. Það þarf vel að vanda sem
lengi á að standa, sagði þingfor-
seti að lokum.
Meinlokan í miðbæjar-
kvosinni
Ragnar Arnalds (Abl) sagði
það meinloku að nýtt þinghús,
eða aðrar opinberar stórbygg-
ingar, þyrftu endilega að koma í
miðbæjarkvbsina, þar sem
þrengslin væru næg fyrir. Hann
nefndi í því sambandi nýtt þing-
hús, nýtt stjórnarráðshús, nýtt
borgarráðshús, nýtt Seðlabanka-
hús, sem öll væri fyrirhuguð að
setja i miðbæjarkvosina. Hér
þyrfti að hyggja að öðrum mögu-
leikum, m.a. í nýja miðbænum.
Að þessu leyti væri tillaga þing-
manna Alþýðuflokksins of afger-
andi, þar sem staðsetning nýs
þinghúss væri ákveðin vestan nú-
verandi þinghúss.
Starfsaðstaða fyrir
neðan allar hellur
Steingrímur Hermannsson (F)
sagði starfsaðstöðu þingmanna
fyrir neóan allar hellur og þrösk-
uld í vegi æskilegs starfsárang-
urs. Þörf væri því að hyggja að
breytingum til batnaðar. Hins
vegar væri tillaga þingmanna
Alþýðuflokksins of afgerandi,
varðandi staðstetningu. Fyrst
þyrfti að kanna möguleika, að-
stæður og þarfir, síðan velja nýju
þinghúsi stað. Hyggja þyrfti einn-
ig að hugsanlegum breytingum á
hinu aldna þinghúsi, með það í
huga, að það yrði áfram nýtt til
fundahalda, þó byggt yrði skrif-
stofuhús, sem rúmaði aðra starf-
semi þingsins.
Þinghús við Rauðavatn
— Núverandi þinghús
borgarráðhús
Albert Guðmundsson (S)
minnti á, að hann hefði hreyft
þeirri hugmynd í borgarstjórn
fyrir nokkrum árum, að Reykja-
víkurborg fengi núverandi hús
Alþingis til umráða sem borgar-
ráðhús. Það yrði varðveitt í nú-
verandi mynd sem menningararf-
ur, þó nýtt yrði sem aðsetur æðstu
stjórnar borgarinnar. Nýtt þing-
hús yrði byggt á rúmgóðum stað,
t.d. við Rauðavatn; hús sem svar-
aði kröfum samtímans og fram-
tiðarinnar. Hann tók undir það að
of þröngt væri í miðbæjarkvos-
inni fyrir umræddar opinberar
stórbyggingar. Albert sagði, að
hafa ætti skjót viðbrgöð um bygg-
ingu nýs þinghúss, þann veg að
það gæti komið í notkun árið
1981, á 100 ára afmæli núverandi
þinghúss. í þvi sambandi minnti
hann á, að núverandi þinghús var
Ný þingmál:
G j aldeyrisverzlun
nái til fleiri banka
VERZLUN MEÐ
ERLENDAN
GJALDEYRI
Tveir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, Guðlaugur Gíslason
og Ellert B. Schram, hafa lagt
fram tillögu til þingsályktunar,
svohljóðandi: „Alþingi ályktar
að skora á ríkisstjórnina að
hlutast til um að til fram-
kvæmda komi heimild í 19. gr.
laga nr. 10 p-á 29. marz 1961,
um aó auk Seðlabanka íslands,
Landsbankans og Útvegsbank-
ans fái aðrir bankar einnig
heimild til verzlunar með er-
lendan gjaldeyri.
í greinargerð segir að telja
verói óeðlilegt, að þeir, sem
annist vinnslu útflutnings-
afurða, eigi ekki frjálst val við
hvaða banka þeir kjósi að
skipta. Til þess að svo geti orðið
verði aðrir bankar einnig að fá
leyfi til gjaldeyrisverzlunar, en
hljóti þá einnig að taka á sig
sömu skyldur og nú hvíla á
gjaldeyrisbönkunum að fjár-
magna að tilteknum hluta
rekstur útflutningsatvinnuveg-
anna í samræmi við gildandi
reglur um fyrirgreiðslu til
þeirra, sem afurðir framleiða
til sölu erlendis.
FRUMVARP
TIL LAGA
KENNARA-
HÁSKÓLA
ISLANDS
Fram er komið stjórnarfrum-
varp til laga um Kennarahá-
skóla íslands, mikill laga-
bálkur. Mikilvægustu nýmæli
frumvarpsins eru þessi:-
Kennaraháskólinn skal
vera miðstöð visindalegra
rannsókna í uppeldis- og
kennslufræðum í landinu.
• Hann skal annast uppeldis-
og kennslufræðilega
menntun allra kennara á
grunnskólastigi og í öllum
skólum á framhaldsskóla-
stigi.
0 Heimilt er að fela skólan-
um að annast fullmenntun
kennara í þeim greinum
grunnskóla, sem kenndar
eru í sérskólum við setn-
ingu laganna.
0 Stofna skal til kennslu i
uppeldisfræðum til B.A.-
prófs við Kennaraháskóla
íslands. Auk þess er heimilt
samkvæmt ákvörðun skóla-
ráðs og að fengnu samþykki
menntamálaráðherra að
efna til framhaldsnáms í
Kennaraháskólanum til
æðri prófgráðu en B.A.-
prófs.
0 Menntamálaráðherra er
heimilað að lengja kennara-
námið um allt að einu ári að
fengnum tillögum skóla-
ráðs.
0 Gert er ráð fyrir að tekið
verði upp námseiningakerfi
og kveðið er á um megin-
þætti kennaranáms á þeim
grundvelli. Jafnframt er
valgreinakerfið gert sveigj-
anlegra og tekur nú einnig
til sérstakra verksviða í
grunnskóla, t.d. byrjenda-
kennslu.
0 Æfingaskólinn skal sinna
þróunarverkefnum á upp-
eldissviði í samvinnu við
menntamálaráðuneytið,
einkum skólarannsókna-
deild.
AsgHr
BJarnason.
Ragnar
Arnalds.
Sleingrlmur
Hermannsson.
Aibert
Gudmundsson.
Þorv. Garðar
Kristjánsson.
m.
Strfán
Jónsson.
Tómas
Árnason.
Þórarinn
Þórarinsson.
byggt, fyrir tæpri öld, með þeirra
tima byggingartækni, hefði það
verið fullbyggt á tveimur árum.
Það á ekki að stefna að „skóflu-
stungusýndarmennsku" 1981,
heldur fullbyggðu þinghúsi, sagði
hann.
Nýtt þinghús og
Árbæjarhöfðinn.
Benedikt Gröndal (A) þakkaði
jákvæðar undirtektir undir til-
lögu Aiþýðuflokksins, þótt
skoðanir færu ekki allar í einn
farveg. Eðlilegt væri að menn
hygðu að nýjum stað undir þing-
hús. Sjálfum hefði sér dottið i hug
Árbæjarhöfðinn. En nánari íhug-
un hefði fært sér heim sanninn
um, að mál þetta yrði bezt og
skjótast leyst vestan núverandi
þinghúss, sem tillagan fjallaði
um.
Benedikt sagði hagkvæmt að
hafa stjórnsýslubyggingar i mið-
bæ borgarinnar, i nánd ýmiss
konar þjónustu, sem þörf væri
fyrir. Efnahagsástand þjóðarinn-
r
v
ar leyfði naumast að byggja upp
nýjan kjarna stjórnsýslunnar,
með öllu tilheyrandi, á nýjum
stað.
Hugmyndir Ragnars Arnalds í
því efni væru því ekki raunhæfar,
þó gaman væri að föndra við slíka
dagdrauma. Benedikt tók undir
það, að gefa yrði sér góðan tíma
til undirbúnings þessa máls, og þó
ákvörðun um staðsetningu og
gerð nýs þinghúss lægi fyrir,
mætti bíða með framkvæmdir unz
efnahagsaðstæður leyfðu. Bene-
dikt tók og undir þau orð forseta,
að starfsaðstaða þingmanna hefði
mjög breytzt til batnaðar, sem
þakka bæri, en taldi Steingrim
Hermannsson hafa ofgert í orðum
um slæman aðbúnað þingsins í
dag.
„Hvorki störf né sæmd
þingsins...“
Stefán Jónsson (Abl) sagði m.a.
að hvorki störf né sæmd þingsins
myndu sprengja af sér núverandi
húsnæði á næstu árum. Alþingi
hefði og öðrum og þarfari hnöpp-
um að hneppa um þessar mundir
en stunda þref um þinghússbygg-
ingu. Það sem áfátt væri i störfum
þingsins yrði naumast skrifað á
reikning húsnæðis þess. Meðan
önnur þarfari verkefni biðu kæmi
naumast til mála að leggja fé i
byggingu nýs Alþingishúss að svo
stöddu.
Álþingi á Þingvöllum?
Þorvaldur G. Kristjánsson (S)
sagði staðarval þinghalds vera
gamalkunnugt umræðuefni í
þingsölum. Hann minnti á tillögu
Sveins Ólafssonar, Ásgeirs
Ásgeirssonar og Benedikts
Sveinssonar um þjóðaratkvæði
um, hvort samkomustaður Al-
þingis skyldi vera á Þingvöllum,
árið 1925 (samhlíða landskjöri
1930). Þessi tiilaga hefði fallið
með aðeins tveimur atkvæðum.
Hliðstæða tillögu hefðu þeir
Ágúst Þorvaldsson og Gísli
Guðmundsson flutt árið 1965, sem
þá hefði ekki orðið útrædd.
Þorvaldur fagnaði famkominni
tillögu. Hann sagðist ekki hafa i
huga staðsetningu á Þingvöllum.
Hann sagðist ekki hafa gert upp
hug sinn í þessu máli, en rétt og
hyggilegt væri að kanna vel og
vandlega þá möguleika, er til
staðar væru í nágrenni hins aldna
þinghúss. En rétt væri að flýta sér
hægt við ákvörðun af þessu tagi.
Starfsárangur þingsins færi ekki
eftir þeirri fermetratölu sem
starfsemi þess færi fram á.
Staðarval og samkeppni
um gerð húss
Tómas Árnason (F) taldi hér
hreyft þörfu máli. Starfsaðstöðu
þingmanna væri ábótavant. Hann
vitnaði til greinargerðar með til-
lögunni, sem hann gæti á margan
hátt tekið undir. Hann árettaði
þörf samkeppnishugmynda um
gerð nýs þinghúss og að ákvörðun
þyrfti að taka um staðarval.
Forgangsverkefnin önnur
Þórarinn Þórarinsson (F) sagði
m.a., að þegar núverandi þinghús
hefði verið byggt, fyrir tæpri öld,
hefði verkefnasvið þess opinbera
verið mun þrengra en nú, þegar
til óteljandi verkefna þyrfti að
lita. Hann taldi ýmis aðkallaði
verkefni brýnni en byggingu nýs
þinghúss: skóla-, sjúkrahúsa- og
elliheimilisbyggingar; að
ógleymdri þjóðarbókhlöðu, sem
væri mikilvægt menningarmál.
Við núverandi efnahgsaðstæður
þyrfti að raða verkefnum eftir
þvi, hve brýn þörf byggi að baki
þeim.
MÞinCI