Morgunblaðið - 15.04.1977, Side 33

Morgunblaðið - 15.04.1977, Side 33
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 33 + Það er ekki daglegur viðburður að íslenzk leikrit séu tekin til sýningar erlendis, en um þessar mundir er verið að sýna „Skjaldhamra“, leikrit Jónasar Árnasonar, I Midland Community Theatre í Bandaríkjunum. — Biaðinu hefur borizt meðfylgjandi mynd af uppfærslunni vestra. Þar eru Kormákur ((Jim Salners), Katrfn (Coila Morrow), Birna (Rhonda Hicks), Stine major (Charles Dixon) og Nikki (Randy Hicks). — 1 blaðinu Midland Reporter-Telegram er farið mjög lofsamlegum orðum um leikritið og sýninguna. /----------------------------------\ + Karl Gustav Svía- konungur var einn af þeim sem tók þátt í hinni árlegu Vasaskiðagöngu f Mora f Svfþjóð á dögunum. Gang- an byrjaði ekki sem best fyrir konunginn þvf hann féll kylliflatur er hann var að leggja af stað. En fall er fararheill og hann lauk göngunni á 8 klukku- tfmum, 12 mfnútum og 41 sekúndu. Silvia drottning var viðstödd og tók myndir af kónginum sfnum. + Þessi klæðnaður er ekki ætlaður trúði f fjölleikahúsi heldur er þetta nýjasta tfska f kvöldklæðnaði sem fram kom á sýningu hjá Saint Laurent í Parfs þar sem sýnd var haust- og vetrartfskan 1977—78. Lit- urinn á búningnum er bleikur og rauður og höfuðfatið Iftill svartur hattur. + Þetta er jogi Guy Goudoux, sem er 192 sm á hæð og vegur 68 kg, að koma sér fyrir f gler- kassa sem er 40x40x40 að um- máli. Ilann sat f kassanum f 6 klst. og komst af eigin ramm- leik úr honum aftur. Þetta var þáttur í sýningu sem skemmti- kraftar höfðu í París nýlega. V______________________________y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.