Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 40
 iKgsittMftMfr FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1977 Rekstrarlán til bænda: Útborgun híiíkkarum 50% BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að hækka rekstrar- lán til landbúnaðarins um 27,7% að meðaltali frá fyrra ári og er það, að sögn Davíðs Olafssonar, seðlabankastjóra, hliðstæð hækk- un og orðið hefur á framleiðslu- kostnaði landbúnaðarvara frá f marz í fyrra. Vegna breyttrar innri skiptingar rekstrarlánanna og þar sem nú falla niður lán, sem áður runnu til samvinnufélag- anna, hækkar útborgun hinna eiginlegu rakstrarlána til sauð- fjárbænda nú um 50% frá sl. ári. Fóðurbirgðalán, sem veitt eru bændum á þeim svæðum á Norður- og Austurlandi, þar sem hætta er á að aðflutningar á Nýir Nátt- farar á ferð TÖLUVERT hefur borið á því í höfuðborginni á undanförn- um vikum, að þjófar hafi lagt leið sina í íbúðarhús að nætur- lagi. í fæstum tilfellunum munu þeir hafa haft eitthvað upp úr krafsinu. Það eru til- mæli rannsóknarlögreglunnar, að fólk gangi vel frá gluggum og huröum, þannig að það þurfi ekki að vænta þess að fá slíkar óvelkomnar næturheim- sóknir. fóðurbæti teppist vegna haffss, hækka um 17% milli ára. Davíö Ólafsson sagði að þær hækkanir, sem gerðar væru á lán- unum nú, og sameining lánaflokk- anna væri gerð til að reyna að koma til móts við þær óskir, sem bændur hefðu sett fram meðal annars á bændafundum í vetur. Ekki var i gær ljóst hvernig lánin koma til með að skiptast niður á einstakar framleiðslugreinar en gert er ráð fyrir að verja til þess- ara lána samtals um einum millj- arði króna á þessu ári en í fyrra námu rekstrarlánin í lok ágúst um 790 milljönum króna. Greiðsl- um rekstrarlánanna til bænda er hagað þannig að þeir eiga að fá 50% lananna í marz en eftir það 10% á mánuði til ágústloka. Sáttanefndin á fundi f gær ásamt tveimur fulltrúum vinnuveitenda. Frá vinstri: Jón Þorsteinsson, Jón Skaftason, Geir Gunnarsson, Torfi Hjartarson, sáttasemjari og Þorvaldur Guðmundsson og Ólafur Jónsson. — Ljósm.: RAX. Útreikningar kjararannsóknanefndar: Stóraukið launabil í sérkröf- um iðnaðarmanna og VMSI Framsókn opnar hótel Ilúsbyggingasjóður Framsóknar- félaganna f Reykjavfk byrjar hinn 1. maf n.k. hótelrekstur f húsnæði félaganna að Rauðarár- stfg IX, þar sem áður var Hótel Hof. Jón Aðalsteinn Jónasson, for- maður húsbyggingasjóðsins sagði í samtaii við Morgunblaðið í gær, að eftir að Hótel Hof hættí starf- semí sinni hefði hótelaðstaðan verið auglýst til leigu. Það hefði hins vegar orðið að ráði eftir nokkra athugun að Húsbygginga- sjóðurinn tæki sjálfur að sér rekstur hótels að Rauðarárstíg 18. Hafa Áslaug Alfreðsdóttir og Ólafur Ólafsson verið ráðin til að sjá um reksturinn, en þau sáu áður um rekstur Edduhótelsins að Skógum undir Eyjafjöllum. Engar stórvægilegar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu en aftur á móti hafa verið gerðar á því ýmsar endurbætur. Nafn hins nýja hótels verður tílkynnt sfðar. Samtök iðnverkafólks og verzlunarmanna halda fast við láglaunastefnu ASI KJARARANNSÓKNANEFND hefur gert útreikninga á kröfum, sem beint snerta taxtaskipan og launastiga nokkurra stéttarfélaga og af þeim tölum kemur f Ijós, að kröfugerö iðnaðarmannafélaga, sem dæmi eru tekin um, svo og kröfur Verkamannasambands ís- lands, brjóta f bága við láglauna- stefnu ASÍ og er launabil í kröf- unum innan félaganna stóraukið. Á sáttafundinum í gær munu for- ystumenn Alþýðusambandsins jafnframt hafa lýst því yfir, að samninganefnd ASÍ myndi ein- göngu fara með kröfuna um hækkun láglauna, en hins vegar væri það ekki á samningssviði hennar að fara með kröfur um meiri kauphækkanir, þ.e.a.s. kauphækkanir, sem eru hærri en sú krónutöluupphæð, sem á lág- launin kemur. Þessar kröfur væru á samningssviði hinna ein- Helgi Ólafsson (t.v) og Jón L. Árnason við upphaf skákarinnar f gærkvöldi. Ljósm. Ól. K. Mag. Skákþingið: Æsfcpennandi úrslitaskák ÞEIN Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson tefldu æsispennandi úrslitaskák í Skákþingi ís- lands f Taflheimilinu við Grensásveg í gærkvöldi. Skák- in fór í bið klukkan hálf tólf í gærkvöldi og hefur Helgi nokkru betra tafl að áliti skák- sérfræðinga, en hann hefur tveimur peðum meira en Jón. Biðstaðan er birt á bls. 22. Jóni, sem hefur 8H vinning, nægir jafntefli til að verða ís- landsmeistari í skák, en Helgi, sem hefur 8 vinninga, þarf að Framhald á bls 22. stöku sérsambanda og félaga inn- an ASÍ eins og sérkröfurnar. Samkvæmt útreikningum kjararannsóknanefndar er m.a. tekið dæmi um málmiðnaðar- menn. Laun þeirra hinn 1. marz síðastliðinn, sé miðað við 5 ára starfsaldur sveins með viðgerðar- og þungaálag, námskostnaðarálag og 2ja tíma yfirvinnu á hverjum degi, voru 130.143 krónur á mán- uöi. Samkvæmt hinni almennu kröfu ASl mydu þessi laun verða 186.018 krónur og er það hækkun, sem nemur 42,9%. Ef hins vegar almenna krafa ASÍ og sérkröfur málmiðnaðarmanna eru teknar með verða mánaðarlaun þessa Framhald á bls 22. Björn Jónsson forseti ASÍ: Viljum vísitölumálin á hreint áður en rætt er um aðalkröfuna BJÖRN Jónsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, sagði f gær eft- ir sáttafundinn, að samninga- nefnd ASÍ hefði á fundinum lagt á það áherzlu, að komizt yrði til botns f vfsitölumálinu eins og hann orðaði það, því að verðtrygg- ingin væri grundvallaratriði þess- ara samninga og lykillinn að þvf að þeir gætu gengið. Því yrði að semja fyrst um fyrirkomulag verðlagsbóta, „því að við vitum ekki um hvað við erum að semja, fyrr en vfsitalan liggur ljós fyr- ir,“ sagði Björn. Jón II. Bergs, formaður Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði hins vegar að vinnuveitendur færu ekki fram á breytingu á vfsitölunni og hann sagði jafnframt að erfitt yrði að ræða tilhögun verðlagsbóta á meðan ekki væri Ijóst um hve miklar kauphækkanir semdist. Forseti Alþýðusambandsins sagði, að samninganefnd sam- bandsins hefði lagt fram og skýrt sameiginlegar kröfur ASÍ, sem eru I 5 liðum og birtar voru I Morgunblaðinu í gær. Hann sagði jafnframt að þeir hefðu lagt áherzlu á visitölumálið og rauðu strikin, sem um samdist í síðustu samningum, hefðu verið með allt of miklu millibili. „Engin aðferð við útreikning verðlagsbóta er okkur heilög," sagði Björn og kvað launþegasamtökin til viðtals um margs konar aðferðir við út- reikning verðlagsbóta. Hann kvað verðlagshækkanir hafa allt of mikið þjappazt saman á skamman tfma eftir að rauðu strikin voru reiknuð út á gildandi samnings- tíma og því hefðu þau ekki reynzt sem skyldi. Verðhækkanir hefðu legið allt of lengi óbættar. Þá kvað hann Alþýðusambandið gera Framhald á bls 22. Enn er skák frestað: Spassky og Hort báð- ir veikir EINVÍGISSKÁK þeirra Spasskys og Horts, sem vera átti að Hótel Loftleiðum f dag hefur verið frcstað vegna veik- inda beggja skákmannanna. — Þar sem báðir eru veikir var okkur nauðugur einn kostur- inn að fresta skákinni þvf ekki er hægt að strika vinning út hjá báðum keppendum ef þeir mæta ekki til taflsins, sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins, í samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi. — Ilort er með slæma flensu og er á lyfjum og Spassky hefur gripið einhverja umgangspest, bætti Einar við. Skáksambandið sendi eftir- farandi tilkynningu frá sér í gærkvöldi: „Af ófyrirsjáanlegum ástæð- um verður ekki tefld 15. skák Spasskys og Horts á föstudag eins og fyrirhugað hafði verið, þar sem báðir keppendur eru forfallaðir vegna veikinda. Fyrstu skákinni í öðru úrslita- einviginu er því frestað til sunnudags og fer hún þá fram Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.