Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRIL 1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10— 11 FRÁ MANUDEGI j\y if Sjöstjörnurnar I Nautsmerki eru með fegurstu stjörnuþyrpingum himinsins og f jarlægð þeirra frá jörð er um 400 Ijósár. uðu hinar ýmsu eyktir sólar- hringsins. Til er gömul visa er lýsir þessu að nokkru. Maður fer út að kvöldi, lítur til sjöstirnisins og getur með því áttað sig á, hvað framorðið muni vera. Hann kveður: Sjöst jörnur ég sé í hóp, sýnist mér þær komnar langt, guð faðir þær góður skóp, ganga þær þvf aldrei rangt. Ekki veit ég, hvort vísa þessi hefur nokkurn tíma komið á prent, en hitt veit ég, að hún hefur verað í munnlegri geymd a.m.k. i nokkra ættliði, meðal al- þýðu manna. Allir ættu að lita til stjarnanna oftar en gert er, þótt ekki þurfi þess lengur með til að átta sig á timanum. Því stjörnuhimininn býður upp á fjölbreytta fegurð, sem allir ættu að geta notið. Á heiðskírum kvöldum er fegurð himins slík, að ekkert getur jafn- ast á við hana. Þúsundum saman blika stjörnurnar „á bláhveli nætur“, og heilla huga þess er á þær horfir. Og ósjálfrátt hljóta að koma upp í hugann ýmsar spurningar: SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á meistaramóti Sovétlýðveldis- ins Moldavíu, sem haldið var i Kishinev í síðasta mánuði, kom þessi staða upp i skák Altermans, sem hafði hvitt og átti leik, og Figlers: Hvaða leyndardómar felast í djúpum himnanna? Eru þarna úti í fjarskanum sólhverfi í líkingu við okkar? Eru þarna óteljandi mannkyn á óteljandi reikistjörn- um? Og ef svo er, getur þá verið um samband að ræða milli þess- ara fjarlægu mannkynja? Eigum við jarðarbúar kost á fjarsamböndum við mannkyn annarra hnatta, sem komin eru á hærra stig vits og máttar og góð- vildar en enn er orðið meðal okk- ar jarðarbúa? Spurningar koma margar upp i huga þess, sem horfir á stjörn- urnar og heillast af mikilleik him- insins. Og svörin koma, meira og minna óljós. Ahrif frá stjörnun- um eru sterk, og geta gagntekið HÖGNI HREKKVISI 1977 MfNaught Svnd., Inc. G3P SIG6A V/öGA £ ilLVZKAU huga þess, sem einn er úti undir alstirndum himni. Við getum ver- ið viss um, að þessi áhrif eru lifgeislar frá lífheimum annarra hnatta. Orkuaðstreymi er hér um að ræða. Litum sem oftast til stjarnanna og hugsum til fjarlægra ibúa þeirra. Njótum sem best þeirra heillandi áhrifa, er þaðan berast. Ingvar Agnarsson.“ 0 Endursýnið reykingamyndina Stórreykingamaður: — Ég vil endilega koma þvi á framfæri að sjónvarpið endursýni myndina um reykingar, reyndar fleiri en eina, sem nýlega voru á dagskránni. Það mætti gjarnan hafa hana þá á öðrum tima en var þá til að fleiri geti séð þessi ósköp, sem þar var að finna. E.t.v. var þetta einum of áróðurskennt, en það er liklega það eina sem dugar á okkur, stórreykingafólk- ið, annars tökum við ekkert eftir þessu efni. Um leið vil ég þakka fyrir framhaldssögur Morgun- blaðsin og láta í ljós þá skoðun að þær mættu vera léttar og góðar. 0 Þörf grein Kona, sem vildi ekki láta nafns síns getið en er nr. 1275—6577, hringdi og vildi vekja athygli á grein, sem birtist í Mbl. 29.3. og er eftir Sigríði Asgeirsdóttur. Fannst henni að þetta væri þörf grein og vildi hún hvetja kven- félög til að fá konu þessa til skrafs og ráðagerða um þau mál- efni, sem þar voru til umræðu, skattamál, helmingaskiptareglu og fleira í þvi sambandi. — Það hefur yfirleitt ekki tíðkazt, eða ákaflega sjaldan, sagði konan, að fá konur til að vera með fundar- efni á kvenfélagsfundum, hverju sem það er um að kenna, en ég held að þarft væri og fróðlegt að fá þessa konu til að koma á fundi og ræða þessi mál frekar. Það er full þörf á þvi.— Morgunblaóió óskareftir blaðburdarfólki Austurbær: Bergstaðastræti, Úthlíð Vesturbær: Neshagi . Upplýsingar í síma 35408 ftttt&tntl’ÍÍKfcife Speedway vinsæ/u fótlaga strigaskórnir Stærðir No. 25—40. Bláir Orange Póstsendum GEÍSÍP H (UDSPRENTUM 1011 AFRIT af skjölum, bókum o.s.frv. GLJERUR fyrir myndvarpa >»m*'>s Hverfisgötu 33 simi 20560 dxe5, (Ef 18.. .Hxb7 þá 19. Re6+) 19. Ba3+ — Ke8 (Eða 19. . . Kf6, 20. Dh4+ — g5 21. Dh6 mát) 20. Dxd7 + ! og svartur gafst upp, þvi að eftir 20. . Dxd7 21. Hxb8+ — Dd8, 22. Bb5+ verður hann mát. Reyndar var þetta úrslitaskákin á mótinu, þvi að Alterman sigraði með 9'A v. af 12 mögulegum, en Figle hlaut 9 vinninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.