Morgunblaðið - 15.04.1977, Page 27

Morgunblaðið - 15.04.1977, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRIL 1977 27 Gunnar Snorrason þeir, sem uppfylla ákveðin skil- yrði, fengið mjólkursöluleyfi. Hér hefur einkaframtakinu í verzlun tekist að brjóta til baka meira en 40 ára gamla einokunaraðstöðu Mjólkursamsölunnar, mjólkur- samlaganna og kaupfélaga út um land. Ekki er að sjá annað en að vel hafi tekist til varðandi þessa breytingu, þrátt fyrir hrakspár í fjölmiðlum. Ég vil hér benda á, eins og ég hefi raunar gert áður, nokkrar staðreyndir í mjólkur- sölumálinu. 1. K.t. hafa aldrei ætlast til að kaupmenn sætu einir að mjólkur- sölu, heldur aðeins að kaupmenn fengju að sitja við sama borð og aðrir. 2. K.í. hafa aldrei ætlast til að þeir aðilar, sem áður höfðu ein- okunaraðstöðu á sölu mjólkur I smásölu, leggi þá sölu niður. 3. Miklar hrakspár voru frá ýms- um aðilum um það, að eftir 1. febrúar yrði lakari þjónusta I mjólkurdreifingunni, en áður, búðum fækkaði, vörur yrðu verri og eftirlit yrði verra. Staðreyndin er hins vegar sú, að mjólkurút- sölustöðum hefur fjölgað og sú þjónusta hefur nú verið tekin upp í fyrsta sinn að senda mjólk heim tilfólks. Á fundi sexmannanefndar sið- ast í janúar kom upp tillaga frá nefndinni um að lækka álagningu á mjólk miðað við það, sem áður var, eða úr 13.3% i 11.1%. Þenn- an mismun, sem er 4—5 milljónir fyrir febrúarmánuð, lagði nefnd- in til að legðist í sjóð, sem geymd- ur yrði hjá Mjólkursamsölunni fyrir væntanlegum kostnaðar- hækkunum hjá framleiðendum og eða heildsölum. Við fulltrúar K.l. gátum ekki séð þörf fyrir þessa aðgerð I einn mánuð og lögðum þess vegna til að allt yrði óbreytt til 1. marz. Þetta gat nefndin ekki fallist á. Við bárum þess vegna fram tillögu þess efn- is, að mjólkin lækkaði um eina krónu hver líti, úr 75.00 kr. í kr. 74.00 og kæmi neytendum til góða í lækkuðu mjólkurverði. Þessu hafnaði nefndin. Þess vegna vil ég undirstrika, að mjólkin lækk- aði í raun um tæpar þrjár krónur fernan, en í stað þess að láta neyt- endur njóta lækkunarinnar, eins og fulltrúar K.í. vildu, var pen- ingunum komið fyrir hjá Mjólkursamsölunni, hvað sem um þá verður. í marz bætti svo sexmanna- nefndin gráu ofan á svart með því að lækka álagninguna úr 11.1% í 10%, og tel ég að hér sé um hreina valdnýðslu að ræða. Verzlunarmála- ráðstefnur Kaupmannasamtök íslands héldu ráóstefnu um málefni smá- söluverzlunarinnar að Hótel Loft- leiðum dagana 9.—10. október s.l. Framsögumenn auk min voru þeir Albert Guðmundsson, al- þingismaður, og Georg Ólafsson, verðlagsstjóri. Starfað var i um- ræðuhópum og stjórnuðu þeir Sigurður Haraldsson, Jón Aðalsteinn Jónsson og Hreinn Sumarliðason umræðuhópunum. Magnús E. Finnsson var ráð- stefnustjóri. Einnig komu á ráðstefnuna rit- stjórar allra dagblaðanna, og skýrðu afstöðu blaða sinna til verzlunarinnar. Mörg málefni voru tekin fyrir, svo sem verðlagsmál, skattamál, lánamál, innheimta söluskatts og skipuiagsmál, svo eitthvað sé nefnt. Ráðstefnuna sátu um 80 manns og þótti hún takast með ágætum. Ráðstefna Nordisk Köbmands- komitie var haldin i Værlöse 20. — 21. september s.l. Ráðstefnuna sat auk mín, Magnús E. Finnsson. Á ráðstefnunni voru rædd ýms sameiginlega hagsmunamál og nýjungar í smásöluverzlun og ætla ég ekki að tilgreina þær hér, enda hefur ráðstefnunnar verið getið í Verzlunartíðindum. K.í. hafá ekki verið fullgildur aðili að ráðinu fyrr en nú, en á þessari ráðstefnu var tillaga formanns norsku kaupmannasamtakanna formlega samþykkt, en hún fól í sér það að samþykkja aðild K.í. að ráðinu. Næsta ráðstefna norræna smásöluráðsins er fyrirhugað að halda í Reykjavík á næsta ári. Hús verzlunarinnar Byggingarframkvæmdum við Hús verzlunarinnar miðar vel áfram. Jarðvinnu var lokið á lóð hússins þann 18. ágúst, 1976. Breiðholt h/f er verktaki við upp- steypu á kjallara. Byrjaði verkið á henni 25. ágúst, 1976. Mótasmiði hófst 3. september. Þann 30. september var staða verksins I samræmi við áætlun, sem gerð var 16. júni, 1976. Þann 24. nóvember var lokið við botnplötu neðri kjallara. Nú er staða verksins þannig: Lokið I aðalatriðum við að steypa veggi í neðri kjallara og byrjað á loftplötu. Lokið hefur verið við undirstöður og súlur. Staða verksins er nú aðeins á eftir áætlun, en það telur verktaki sig vinna upp á næstunni. Heildar- greiðsla Kaupmannasamtaka is- lands til Húss verzlunarinnar er nú á milli 12 og 13 milljónir. Bókhaldshandbók fyrir smásöluverzlun Eins og fundarmenn vita, hefur fyrirtækið Hagvangur h/f verið að vinna að sameiginlegum bók- haldslykli fyrir K.I. Sú vinna er nú á lokastigi. Það þarf ekki að taka fram, hve nauðsynlegt það er, fyrir samtökin sem slík til þess að þau geti stutt kröfugerð, að hafa undir höndum gögn um af- komu fyrirtækjanna. Væntanlega mun það breyta viðhorfum verð- lagsyfirvalda til traustleika á upp- lýsingum atvinnugreinarinnar. Hins vegar er svo bókhaldshand- bók þessi fyrir fyrirtækin sjálf, því markmið bókhaldskerfisins er fyrst og fremst að sýna allar upp- lýsingar um efnahag og rekstur fyrirtækjanna sjálfra. Þetta ætti þvf að vera ómetanlegt stýritæki fyrir stjórnendur verzlana. i lokin vil ég geta þess, að það ræðupúlt, sem ég flyt skýrslu mfna frá hér, er gjöf Þorvaldar Guðmundssonar til Kaupmanna- samtakanna, en hann færði þeim þessa höfðinglegu gjöf fyrir nokkrum dögum, færi ég honum beztu þakkir fyrir. Ágætir kaupmenn, sýnum sam- stöðu og einurð um málefni stéttarinnar og látum ekki smámunasemi og fordóma ráða gerðum okkar. Ég vil að lokum nota tækifærið og þakka fulltrúa- ráðsmönnum fyrir góða sam- vinnu, einnig meðstjórnarmönn- um mfnum í framkvæmdastjórn. Eins vil ég þakka starfsfólki skrif- stofunnar, ritstjóra Verzlunartíð- inda, Jóni I. Bjarnasyni, og þá sérstaklega framkvæmdastjóran- um okkar, Magnúsi E. Finnssyni, fyrir mjög gott samstarf á liðnum árum. Er á með- an er 1 Keflavík LEIKFÉLAG Keflavíkur frum- sýndi Er á meðan er eftir Morshart og Georg Kauf- mann í Stapa s.l. miðviku- dag. Leikstjóri er Arnhildur Jónsdóttir. Þetta er fyrsta verkefni félagsins i vetur. Með aðalhlutverk fara Erla Guðmundsdóttir, Hilmar Jónsson, Hjördís Árnadóttir og Magnús Gíslason. Næstu sýningar verða i Stapa n.k. föstudag og sunnudag kl. 9. llMMMMMlÍIlMMMMMMIl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.