Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1077
| raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
húsnæöi i boöi
2ja herb. íbúð
á jarðhæð á fallegum stað á Seltjarnar-
nesi til leigu. Húshjálp áskilin eftir sam-
komulagi. Þeir, sem hafa áhuga leggi
nöfn sín á augl. deild Mbl. fyrir 18. þ.m.
merkt: „Seltjarnarnes — 3596".
Til sölu húseignin
Miklabraut 26
Raðhús í fyrsta flokks standi með bílskúr
og ræktaðri lóð. Upplýsingar á skrifstof-
unni — ekki í síma.
Fasteignasalan Hafnarstræti 16
Haratdur Pálsson, Byggingameistari
Haraldur Jónasson, lögmaður
Félag sjálfstæðismanna í
Laugarneshverfi
Almennur félagsfundur verður haldinn mánudaginn 18. apríl
kl. 20.30 ! Valhöll, Bolholti 7.
Fundarefni:
Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins 7. —10. mai
n.k.
Stjörnin.
Félag sjálfstæðismanna
í Smáíbúða-, Bústaða-
og Fossvogshverfi
Haldinn verður almennur félagsfundur laugardaginn 16. apríl
kl. 14.00 í Valhöll, Bolholti 7.
Fundarefni:
Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins 7. —10. maí
n.k.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna í
Hliða- og Holtahverfi
Almennur félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl
kl. 18.00Í Valhöll, Bolholti 7.
Fundarefni:
Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins 7. —10. maí
n.k.
Stjórnin
Starfshópar
Heimdallar S.U.S.
til undirbúnings fyrir landsfund Sjálfstæðis
flokksins
Til undirbúnings fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins 6. —10. |
ma! n.k. hyggst Heimdallur S.U.S. efna til umræðu- og
starfshópa um neðangreinda málaflokka.
1. Starfshópur um æskulýðsmál
Umræðustjóri Júlíus Hafstein. Fyrsti fundur mánudag 18.
apríl kl. 18! Valhöll, Bolholti 7.
2. Starfshópur um skólamál
Umræðustjóri Gísli Baldvinsson. Fyrsti fundur mánudag 1 8.
april kl. 18! Valhöll. Bolholti 7.
3. Starfshópur um stjórnarskrármálið
Umræðustjóri Þóróflur Halldórsson. Fyrsti fundur þriðjudag-
inn 19. april kl. 18 ! Valhöll, Bolholti 7.
4. Starfshópur um neytendamál
Umsæðustjóri Árni Bergur Eiriksson Fyrsti fundur þriðjudag-
inn 1 9. april kl. 1 8 í Valhöll, Bolholti 7.
Öllum Heimdellingum er frjálst að taka þátt i þessum starfs- og
umræðuhópum.
Heimdallur S.U.S.
Borgarmálakynning Varðar 1977
Atvinnu- og húsnæðismál
Kynning atvinnu og húsnæðismála, verður laugardaginn 16.
april kl. 14 i Valhöll Bolholti 7.
Þar mun Magnús L. Sveinsson. borgarfulltrúi flytja stutta
yfirlitsræðu. En auk hans verða viðstaddir þeir, Gunnar
Helgason, forstjóri Ráðningarskrifstofu Reykjavikurborgar og
Hilmar Guðlaugsson. varaborgarfulltrúi, og munu þeir svara
fyrirspurnum. Farið verður i skoðunar- og kynnisferð í nokkrar
stofnanir borgarinnar á sviði atvinnu og húsnæðismála.
Öllum borgarbúum boðin þátttaka
Stjórn Varðar
Félag sjálfstæöismanna
í Langholti
Almennur fetagsfundur verður haldinn laugardaginn 16. apríl
kl. 14.00að Langholtsvegi 124.
Fundarefni:
Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins 7.610. maí n.k.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna
í Bakka- og Stekkjahverfi
Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 16.
apr!l kl. 1 5 að Seljabraut 54.
Fundarefni:
Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins 7. — 10. mai.
Stjórnin.
Verkalýðsskóli
Sjálfstæðisflokksins
21. — 24. apríl 1977
Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að Verkalýðs-
skóli Sjálfstæðisflokksins verði haldinn 21. — 24. april n.k.
Megintilgangur skólans er að veita þátttakendum fræðslu um
verkalýðshreyfinguna uppbyggingu hennar, störf og stefnu.
Ennfremur þjálfa nemendur í að koma fyrir sig orði, taka þátt i
almennum umræðum og ná valdi á hinum fjölbreyttu störfum í
félagsmálum.
Meginþættir námsskrár verða sem hér segir:
1. Saga og hlutverk verkalýðshreyfingarinnar.
Leiðbeinandi: Gunnar Helgason, forstöðumaður.
2. Kjarasamningar, fjármál og sjóðir verkalýðsfélaga.
Leiðbeinandi: Björn Þórhalldson, viðskiptafræðingur.
3. Starfsemi og skipulag launþegasamtakanna.
Leiðbeinendur: Pétur Sigurðsson, alþm. og Hersir Oddsson.
4. Stjórnun og uppbygging verkalýðsfélaga.
Leiðbeinandi: Hilmar Jónasson, verkamaður.
5. Stjórnun og uppbygging verkalýðsfélaga. Leiðbeinandi
Sverrir Garðarsson.
6. Verkmenntun og eftírmenntun
Leiðbeinandi: Gunnar Bachmann, rafvirki.
7. Stjórn efnahagsmála
Leiðbeinandi: Jónas H. Haralz, bankastjóri.
8. Framkoma i sjónvarpi
Leiðbeinandi: Hinrik Bjarnason, framkvstj.
9. Þjálfun i ræðumennsku, fundarstjórn og fundareglum.
Leiðbeinendur: Kristján Ottósson og Friðrik Sophusson
10. Panelumræður um samskipti aðila vinnumarkaðarins:
Ágúst Geirsson — Barði Friðriksson — Guðmundur H.
Garðarsson — Guðmundur Hallvarðsson.
Skólinn verður heildagsskóli meðan hann stendur yfir, frá
kl.9:00—19:00 með matar og kaffihléum. Kennslan fer fram
á fyrirlestrum, umræðum með og án leiðbeinenda og hring-
borðs- og panelumræðum.
Skólinn er opinn Sjálfstæðisfólki á öllum aldri, hvort sem það
er flokksbundið eða ekki.
Það er von skólanefndar, að það Sjálfstæðisfólk sem áhuga
hefur á þátttöku i skólahaldinu, láti skrá sig sem fyrst í sima
82900 eða 82398, eða sendi skriflega tilkynningu ur
þátttöku til skólanefndar, Bolholti 7, Reykjavik.
Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna:
V er zlunarálagning
ekki verið hreyfð i
Á aðalfundi Kaupmannasam-
taka Islands hinn 3. marz s.l.,
flutti formaðjtr samtakanna,
Gunnar Snorrason, yfirlitsræðu
um helstu málefni, sem samtökin
hafa unnið að s.l. starfsár. Ræðan
er birt hér nokkuð stytt.
Fundarstjóri, góðir aðalfundar-
fulltrúar.
Að venju mun ég greina frá
þeim málefnum, sem fram-
kvæmdastjórnin hefur unnið að á
síðasta starfsári. Ég mun þó að-
eins fjalla um hluta þeirra og
stikla á stóru.
Verðlagsmálin
voru oftast
á dagskrá
Verðlagsmálin eru hvað oftast á
dagskrá framkvæmdastjórnar
K.í. þó með sanni rnegi segja, að
árangur sé ekki alltaf sem skildi.
í stefnuyfirlýsingu Rikisstjórnar-
innar segir: „Undirbúin sé ný lög-
gjöf um verðmyndun, viðskipta-
hætti og verðgæzlu. Stefnt sé I átt
til almenns yfirlits neytenda með
viðskiptaháttum til að tryggja
heilbrigða samkeppni og eðlilega
verðmyndun verzlunar- og iðn-
fyrirtækja til bættrar þjónustu
fyrir neytendur. Haft sé samráð
við hagsmunasamtök þau, sem
hlut eiga að máli.“
í október s.l. sendi Viðskipta-
ráðuneytið Kaupmannasamtökum
íslands drög að frumvarpi til laga
um verðlag, samkeppnishömlur
og óréttmæta viðskiptahætti.
Verzlunarsamtökin, þ.e. Verzlun-
arráð íslands, Félag íslenzkra
stórkaupmanna og Kaupmanna-
samtök íslands, sömdu sameigin-
lega umsögn um drögin og sendu
hæstvirtum viðskiptaráðherra.
Umsögn þessi er mjög ýtarleg og
kryfur' til mergjar vandamálin,
eins og þau blasa við frá sjónar-
hóli verzlunarinnar. Samtökin
telja tillögudrög þessi óverulega
framför frá núgildandi lögum,
þótt samþykkt yrðu sem lög.
Verzlunarsamtökin telja að drög
þessi þurfi að endursemja, ef þau
eiga að koma verzluninni að gagni
og samrýrnast lögmálum og leik-
reglum hins frjálsa markaðskerf-
is. Annars verða þau hvorki at-
vinnufyrirtækjum né neytendum
til hagsbóta. Samhliða því að um-
rædd drög voru samin, höfðu
verzlunarsamtökin sjálf, með for-
göngu Verzlunarráðs íslands,
komið fram með tillögur um ný
lög um samkeppni, verðmyndun
og samruna fyrirtækja. Þessar til-
lögur voru sfðan kynntar við-
skiptaráðherra og fulltrúum
hans. Er því ekki að leyna, að
áðurnefnd umsögn er sniðin að
mestu með tiiliti til þessara til-
lagna. Eftir er svo að vita, hvort
nýtt frumvarp verður lagt fyrir
þetta þing, eða ekki og eins hvort
tekið verður tillit til umsagnar
verzlunarsamtakanna. Það þarf
ekki að orðlengja, hvað brýnt það
er, að eitthvað sé að gert í verð-
lagsmálum. Verzlunarálagning
hefur ekki verið hreifð síðan í
apríl 1975. Það vantar með öðrum
orðum einn mánuð í að tvö ár séu
liðin síðan litið var síðast á þau
mál. Á sama tíma hefur reksturs-
kostnaður stórhækkað. Aðeins
launin eins hafa hækkað um
37.59% á s.l. ár
Það er rétt að geta þess, að
Kaupmannaeamtökin hafa átt við-
ræður við verðlagsyfirvöld varð-
hefur
tvö ár
andi það að lagfæra þær
verzlunargreinar, sem verst
standa, þar til væntanleg verð-
lagslöggjöf nær fram að ganga.
Verðlagsstjóri, Georg Ólafsson,
hefur tjáð sig fúsan til viðræðna
við trúnaðarmenn hverrar sér-
greinar með fulltrúum fram-
kvæmdastjórnar Kaupmannasam-
taka íslands varðandi þetta mál,
og kanna hvað sé hægt að gera.
Viðræður hafa átt sér stað, nú
þegar, við forystumenn tveggja
sérgreinafélaga. Engu skal spáð
um árangur, en ég hvet stjórnir
sérgreinafélaga til að íhuga þetta
mál, og hafa um það samráð við
framkvæmdastjórann.
Nýir launakjara-
samningar framundan
Kjarasamningar eru nú að nálg-
ast og má án efa búast við svo og
svo miklum launahækkunum i
kjölfar þeirra, ef að vanda lætur,
og marka má af kröfum Kjara-
málaráðstefnu A.S.Í., en þar
koma fram miklar kaupkröfur.
Ein tillaga A.S.Í. vekur þó mesta
athygli, en það er tillaga um inn-
flutningshöft. Ekki get ég séð að
kjör almennings batni við vöru-
skort, bönn og biðraðir, eða er
ætlunin að taka upp skömmtun?
Ég hefði haldið, að þeim mönn-
um, sem muna höft og bönn og
alla þá spillingu, sem þeim fylgdi,
dytti ekki i hug slík ráðstöfun.
Haftatímabilið var mikið gróða-
tímabil fyrir ákveðna útvalda
spekúlanta, sem höfðu I hendi sér
hvaða vörur fluttust til landsins
og hverjir fengju þær. Mörg ljót
dæmi væri hægt að nefna frá
þessum tima. Þessari kröfu A.S.Í.
verður að visa á bug undir öllum
kringumstæðum. Slík ákvæði
mega aldrei komast inn í kjara-
samninga. Ef það yrði, væri frjáls
verzlun drepin i dróma í landinu,
en höfðatölureglan hans Eysteins
yrði allsráðandi aftur og skammt-
að eftir henni.
Frjáls mjólkursala
Eins og fundarmönnum er vafa-
laust kunnugt, hefur mjólkursala
i smásölu verið gefin frjáls frá og
með 1. febrúar s.l., og geta allir
/
—A samatíma hefur rekstr-
arkostnaður stórhækkað