Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRIL 1977 Goldoni á Akureyri LEIKFÉLAG AKUREYRAR: AFBRAGÐ ANNARRA KVENNA eftir Carlo Goldoni. Þýðing: Hrafn Hailgrfmsson og Sigurlaug Jóhannesdóttir. Leikstjóri: Kristfn Olsoni. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Tónlistarútsetningar: Guillermoo Michel. Leikfélag Akureyrar varð sextiu ára 19. apríl sl. í því tilefni var frumsýnt leikritið Afbragð annarra kvenna eftir Carlo Goldoni. Kunnur leik- stjóri, Kristín Olsoni, var feng- in frá Finnlandi og í hvivetna vandað til sýningarinnar. Þegar blaðað er í leikskrá kemur í ljós að Leikfélag Akur- eyrar heur glimt við mörg verk- efni, sum af léttara taginu eins og gengur í leikhúsi sem vill halda tengslum við alla (sam- anber Leikfélag Reykjavkur). Á þessu leikári hafa ’eftirtalin verk verið leikin: Karlinn i kassanum eftir Arnold og Bach, Sabína eftir Hafliða Magnús- son, Öskubuska eftir Evgéní Schwarz og Sölumaður deyr eft- ir Arthur Miller. Leikfélag Akureyrar hefur að vonum sótt mikið til Reykjavíkur hvað leik- ritaval varðar, en eins og Ey- vindur Erlendsson leikhús- stjóri bendir á í leikskrá hefur félagið æ oftar á síðari árum látið semja eða þýða verk fyrir sig (Klukkustrengir, Lýsistrata). Að því leyti að ráða höfunda til leikritunar hefur verið unnið brautryðjandastarf fyrir norðan. Því miður getur þessi um- sögn ekki orðid neitt yfirlit um .starf leikfél ags Akureyrar. Fyrsta og eina sýningin sem ég hef haft kynni af hjá Leikfélag- inu er Afbragð annarra kvenna. En ég veit nú að i þessu norðlenska leikhúsi er unnið markvisst starf sem þarf að gefa gaum. Hér er á ferð alvarlegt leikhús sem sameinar atvinnu- og áhugamennsku með heillavænlegum hætti. Aftur á móti hlýtur þróunin að verða sú að stefnt sé að atvinnuleikhúsi á borð við leikhús höfuðborgar- innar. I spjalli Halldórs Blönd- als við leikara í leikskrá telja þeir að Leikfélag Akureyrar sé á réttri leið. Guðlaugu Her- mannsdóttur finnst þó þau vegamót sem leikhúsið stendur á „dálitið slæm“, það hefur ekki fjárráð til að vera raun- verulegt atvinnuleikhús og get- ur ekki snúið aftur til áhuga- mennskunnar. Björg Baldvins- dóttir telur samstarf atvinnu- leikara og áhugafólks kost. Sigurveig Jónsdóttir segir að ekki sé hægt að snúa aftur og fastráðnum leikurum sem eru fimm verði að fjölga. Undir það tekur Saga Jónsdóttir. Það vitnar um stórhug Leik- félags Akureyrar að sýna Af- bragð annarra kvenna eftir Carlo Goldoni. Þetta er ítalskur gamanleikur sem byggir á hefð comedia dell’arte eða réttara sagt endurnýjar hana. Goldoni var átjándu aldar maður, ættað- Leiklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON inn nokkuð gamall og sprottinn úr öðru umhverfi en þvi sem við eigum að venjast. Enginn skyldi þó láta það aftra sér frá þvi að njóta þessarar sýningar. Merkir höfundar samtímans taka enn mið af þvi sem Goldoni lagði af mörkum til Ásta Jóhannesdóttir og Aðalsteinn Bergdai ( hlutverkum sfnum. -ur frá Feneyjum. Fyrsta leikrit- ið samdi hann barn að aldri, en þau áttu eftir að verða mörg. í Afbragð annarra kvenna skap- ar hann merkilegt hlutverk sem höfðar beint til nútímans: þjónustustúlkuna Rosauru, sjálfstæða, viljasterka og greinda. Með gáfum sinum og þokka hefur hún hvern karl- mann í hendi sér og engin kona kemst í samjöfnuð við hana. Hún er boðberi heiðarleika, berst gegn falsi og uppgerð sins tíma. Þrátt fyrir það að hún er aðeins þjónustustúlka meðal yfirstéttar vinnur hún sigur. Sannleiksást hennar og klók- indi verða til að umturna öllu á heimili Dottores lögfræðings í Bologna. Að þvi má eflaust finna að gamanleikur Goldonis sé orð- Saga Jónsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir (hlutverkum sínum. leikhússins, hann var dæmi- gerður leikhúsmaður sem kunni að hagnýta sér leiksvið. Leikstjóranum Kristínu Olsoni hefur að minu viti tekist af- bragðsvel að ná því fram sem máli skiptir. Hún leggur i senn áherslu á léttleika og skop verksins og þá alvarlegu undir- tóna sem greina má í þvi. Af- bragð annarra kvenna er ekki venjulegur ærslaleikur heldur sannferðug mynd samtíma sins og höfðar vegna glöggskyggni Goldonis til allra tima. Gamn- inu fylgir alvara sem kemst til skila. í þvi hlutverki sem mestu veldur um framgang sýningar- innar er Saga Jónsdóttir. Hún leikur Rosauru þjónustustúlku. Saga er leikkona sem Leikfélag Akureyrar getur verið hreykið af. Hún nær í upphafi góðum tökum á hlutverkinu og sleppir þeim ekki. Þetta hlutverk krefst mikils af leikara og verð- ur þvi að teljast sigur að skila því með þeim hætti sem Saga gerir. Leikur henaar er engínn einjciitur. -Hún gætir hófsemi i samleik sinum við mótleikara sína og nær réttum tengslum við áhorfendur. Jóhann Ögmundsson er varla nokkur nýgræðingur i leiklist- arsögu Akureyrar. Hann leikur Dottore lögfræðing af þeirri kýmni sem hlutverkinu hæfir og er öll framkoma hans festu- leg. Börn Dottores leika Áslaug Ásgeirsdóttir (Diönu), Þórir Steingrimsson (Florindo) og Heimir Ingimarsson (Ottavio). Þórir Steingrímsson leikur prýðilega skálkinn Florindo sem lofað hefur að kvænast Rosauru, en ætlar ekki að standa við það heit. Hann er að vonum forviða þegar hann rekst á Rosauru í húsi föður sins. Ottagio eyðir öllum fjár- munum sínum I veðmál og er honum vel borgið í höndum Heimis Ingimarssonar. Leikur Heimis er eftirtektarverður. Hlutverk Diönu er ekki veiga- mikið, en að túlkun Áslaugar Ásgeirsdóttur verður ekki fundið. Sigurveig Jónsdóttir er mikil- hæf leikkona eins og leikur hennar í_ .hlutverki Beatrice konu Öttavios sýnir. Samleikur hennar og Gests E. Jónassonar sem leikur Lelio er með því kátlegasta i sýningunni. Frá hendi höfundar er Lelio aumkunarverð persóna, flagari og gunga. Guðmundur Rúnar Heiðarsson leikur námsmann- inn Momolo, einn þeirra sem ekki stenst töfra Rosauru. Isa- bella ung kona sem kemur fram í dulargervi karlmanns Flamino að nafni er leikin af Ásu Jóhannesdóttur. Leikur þeirra Guðmundar Rúnars og Ásu lofar góðu. Þjóna Dottores leika þeir Árni Valur Viggósson (Brigella) og Aðalsteinn Berg- dal (Arleccino). Þessi hlutverk eru í anda hinnar ítölsku leik- hefðar, byggjast á ýkjukennd- um látbrögðum og hraða trúð- leiksins. Til þess að ná valdi á þeim þarf einbeitni og góða æf- ingu og verður ekki annað sagt en að furðuvel takist I hinu gamla norðlenska leikhúsi. Leikmynd . Hallmundar Framhald á bls. 31 Sinfóníu- tónleikar Samuel Jones John Lill lláskóiabíó 21. aprfl 1977. Stjórnandi: Samuel Jones. Einleikari: John Lill. Efnisskrá: Þorkell Sigur- björnsson, Ríma, L.v. Beet- hoven, Píanókonsert nr. 3. S. Jones; „Let us now prais famous men“. A. Borodin: Polovsftskir dansar úr óper- unni Igor fursti. Það er ætið ánægjulegt að kynnast nýjum íslenskum tón- verkum. Á 14. tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar i Há- skólabíói sl. fimmtudagskvöld var frumflutt hljómsveitar- verkið „Ríma“ eftir Þorkel Sig- urbjörnsson. „Rima“ er um margt ólík öðrum hljómsveitar- verkum Þorkels, og sveigir hann hér meir í átt að hefð- bundnum tónsmíðaaðferðum en í fyrri verkum sinum. „Rima“ er bæði lagrænni og skýrari í formi en við eigum að venjast frá hans hendi. Verkið er Ijóðrænt og kliðmjúkt. Stef- in hafa yfir sér allt að þvi þjóð- legan blæ og úrvinnsla þeirra mynda einskonar tilbrigði. Það er forvitnilegt að kynnast þess- ari hlið á tónsköpun Þorkels. „Rima“ hljómaði vel í meðferð hljómsveitarinnar, en henni stjórnaði að þessu sinni Samuel Jones af mikilli röggsemi. John Lill lék einleikshlutverkið i þriðja pianókonserti Beethov- ens í c-moll op. 37. John Lill er virtúós á hljóðfæri sitt, enda unnið til verðlauna og viður- kenninga fyrir hæfni sína, m.a. hin eftirsóttu Tsjækovskí- verðlaun. Af slikum mönnum má mikils vænta, enda olli það honum eki erfiðleikum að skeiða gegnum konsertinn af miklu öryggi og glæsibrag. Meðferð hans öll, tækni og túlk- un var á heimsmælikvarða. Þó er það einkennilegt, þegar slík- ir afburðamenn láta ljós sitt skína, virðist einleikshlutverk- ið í sumum tilvikvm næstum of auðvelt I höndum þeirra, þann- ig að túlkunin ber keim af skorti af listrænni hógbærð. Áhrifaríkastur fannst mér vera hinn undurfagri og viðkvæmi annar þáttur, sem hann lék af nærfærni og innlifun. Sam- vinna hans við hljómsveitina var sérlega góð. Verk stjórn- andans „Let us prais famous men“ fylgir hefðbundinni tón- smiðatækni. Það er byggt á sjö Tónllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON sálmalögum frá öldinni sem leið, og hljómsveitarútfærslan minnti mig dálítið á ameriska tónskáldið A. Copland. Verkið er áferðarfallegt og var hér ágætlega flutt. Það sama má reyndar einnig segja um loka- verk tónleikanna „Polovsítsku Dansana" úr óperunni Igor fursta eftir A. Borodin. Samul Jones er góður hljómsveitar- stjóri. Stjórn hans var örugg og sannfærandi í alla staði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.