Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRIL 1977 3 Styrkjum Menningar- s jóðs úthlutað MENNTAMÁLARÁÐ íslands hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 1977, en ráðið er stjórn Menningarsjóðs og var stofnað 1928. Hlutverk Menningarsjóðs er einkum bókaútgáfa og veit- ing styrkja til stuðnings lista- mönnum og menningarstarf- semi. Á þessu ári námu styrk- veitingar alls rúmum 5.2 milljónum króna og gerði Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi, sem er formaður Menntamálaráðs, grein fyrir styrkveitingunni í gær. Kristján Benediktsson sagði, að styrkveitingum væri háttað svipað og undanfarin ár, og að það væri ávallt svo að þessar styrkveitingar færu eftir fjár- hag ráðsins hverju sinni. Tónlistarstyrk hlaut Rut Ing- ólfsdóttir, fiðluleikari, til þess að vinna að útgáfu hljómplötu með verkum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Styrkurinn er 600.000 kr. og ásamt Rut munu vinna að þessu verkefni Gísli Magnússon, píanóleikari, og Gunnar Kvaran, sellóleikari. Umsækjendur um styrkinn voru 4. Um kvikmyndastyrk sóttu 10 umsækjendur, en hann nemur 1.5 m. kr. á þessu ári. Hann er einkum ætlaður til stuðnings við íslenzka kvikmyndagerð. Jón Hermannsson og Þrándur Thoroddsen, kvikmyndagerðar- menn, hlutu þennan styrk til þess að vinna að kvikmynd um ferð Daniels Bruun um hálendi íslands. Dvalarstyrkir listamanna eru ætlaðir til að styrkja menn til kynnisdvalar erlendis og eru þeir 8 að þessu sinni, kr. 200 þúsund hver. Umsækjendur voru alls 32 og styrkina hlutu: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Herbert H. Ágústsson, hljóm- listarmaður, Indriði G. Þor- steinsson, rithöfundur, Jón Sig- urbjörnsson, leikari, Lára Rafnsdóttir, píanóleikari, Matthea Jónsdóttir, listmálari, Rúrik Haraldsson leikari, og Þorgeir Þorgeirsson, rithöfund- ur. Fræðimannastyrkir, sam- kvæmt sérstakri fjárveitingu, Frá vinstri: Jón Hermannsson, kvikmyndagerðarmaður, Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, Rúrik Haraldsson, leikari, Bragi Asgeirsson, listmálari, Gfsli Magnússon, píanóleikari, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Jón Sigurbjörnsson, leikari, Lára Rafnsdóttir pfanóleikari, Herbert H. Agústsson, hljómlistarmaður, og Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur. Ljósm. RAX. sem Menntamálaráð ráðstafar, eru alls 16, en á þessu ári er kr. 800 þúsund veitt. Umsækjend- ur um fræðimannastyrki þessa voru alls 25 og hlutu eins og fyrr segir 16 styrk, 50 þúsund kr. hver. Þeir eru: Árni Einarsson, Reykjavík, Ás- geir Ásgeirsson, Reykjavík, Benjamin Kristjánsson, Reykjavik, Einar H. Einarsson, Skammadalshóli, Einar Sigur- finnsson, Hveragerði, Flosi Björnsson, Kvískerjum, Guð- brandur Magnússon, Siglufirði, Indriði Indriðason, Reykjavik, Jón Gísiason, Reykjavík, Jón Guðmundsson, Fjalli, Jón J. Skagan, Reykjavík, Magnús Sveinsson, Reykjavík, Sigurður Ólason, Reykjavík, Skúli Helga- son, Reykjavík, Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum, Þórður Tóm- asson, Skógum. Karl Sæmundsson við verk sfn. LJósm RAX. Karl Sæmundsson sýnir í Bogasalnum KARL Sæmundsson hefur opnað sýningu í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Sýnir Karl 36 myndir, 26 olíumálverk og 10 olíupastel og eru það einkum landslagsmyndir. Þessar myndir eru málaðar síð- asta hálfa þriðja árið, sagði Karl, en hann hefur málað síðustu 8 til 9 árin. Karl Sæmundsosn hefur einu sinni áður haft sýningu á verkum sínum, en það var í Boga- salnum í nóvember árið 1974. Sýningin er opin daglega klukkan 14—22 og lýkur henni hinn 1. maí. 20 atkvæði gegn 11: J árnblendifrumvarpið samþykkt í neðri deild NEÐRI deild Alþingis afgreiddi fjögur stjórnarfrumvörp til efri deildar í gær: um siglingalög um tilkynningarskyldu islenzkra Fundur hjá Myntsafn- arafélagi íslands Fundur hjá Myntsafnarafélagi íslands. Það er uppboðs- og skíptafund- ur hjá Myntsafnarafélaginu í dag í Templarahöllinni. Fundurinn hefst klukkan hálf þrjú. Á upp- boðinu eru, að venju, margir eigu- legir gripir, bæði mynt, seðlar og medalíur. fiskiskipa, um veiðar I fiskveiði- landhelgi islands (með nokkrum breytingum) og loks um járn- blendiverksmiðju í Hvalfirði. Frumvarpið um járnblendi- verksmiðju á Grundartanga f Ilvalfirði var endanlega sam- þykkt f deildinni að viðhöfðu nafnakalli, með 20 atkvæðum gegn 11, sex sátu hjá en þrír vóru fjarverandi. Þeir, sem fjarver- andi vóru, höfðu áður greitt at- kvæði með frumvarpinu, þ.e. að visa þvf til 3. umræðu í deildinni. Gegn grumvarpinu greiddu at- kvæði tveir þingmenn Framsókn- arflokksins, Ingvar Gíslason og Páll Pétursson, og allir þingmenn Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Hjá sátu: Ragnhildur Helga- dóttir (S), Gunnlaugur Finnsson (S), Jóhann Hafstein (S), Sigur- laug Bjarnadóttir (S), Stefán Val- Framhald á bls. 31 Italskt/franskt 0 Utsýnarkvöld Hótel Sögu sunnudagskvöld 24. apríl Kl. 19.00: Húsiðopnað. Svaladrykkir og lystaukar. ^ Kl. 19.30: Stundvíslega. Franskur veizlumatur Gigot D'Agneau a’La Bretonne — Franski matreiðslumeistarinn Francois Fons * Kl. 20.30: Glæsilegt al- þjóðlegt skemmtiatriði: Heathermae og Warwick Reading skemmta ásamt hljómsveit. Danssýning frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Ferðabingó: Vinningar 3 glæsilegar Útsýnarferðir til ítalíu og Spánar. ★ Fegurðarsamkeppni undanúrslit í keppninni um titilmn Ungfrú Útsýn 1 977. Allir þátttakendur, sem valdir hafa ver- ið á Útsýnarkvöldum i vetur verða kynntir og 10 stúlkur, sem allar fá ferðaverðlaun valdartil úrslita Ath. Áríðandi er, að allir þátttakendur í fegurðasamkeppninni ungfrú Út- sýn 1977 komi til viðtals í skrif- stofu Útsýnar Austurstræti 17, laugardaginn 23. apríl kl. 5—6 síðdegis. Ath. Gestir, sem koma fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happ- drættismiða og er vinningurinn Út- sýnarferð til Spánar eða Ítalíu. Hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar leikur fyrir dansi til kl. 1. Missið ekki af þessum glæstlega fagnaði og pantið borð hjá yfirþjóni í sima 20221 strax i dag Munið fullt hús, fjör og fjöldi vinnmga á Útsýnarkvöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.