Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23 APRlL 1977 Sérnvert orð dyrt r ramhald af bls. 23 ugleiki og festa og — gamalt fólk sem knýtir sérhverja líð- andi stund við liðna tfð, lifir í arfsögn og miðlar vaxandi kyn- slóð af eigin reynslu. En niður nýrra lífsstrauma greinist í fjarska. Og seiður hans dregur til sín hinn unga söguþul. Og þar er engin skáld- sögupersóna, enginn Álfgrímur á ferðinni, heldur höfundur sjálfur. Hann hverfur til náms í Reykjavík. Um sömu mundir andast faðir hans, stórheimilið hefur misst sína bjargföstu for- sjá. Og meir en svo: þess konar sambýlisform telst brátt til hins liðna, lifnaðarhættir þjóðarinn- ar eru að taka á sig nýjar mynd- ir. En timinn líður. Uti í heimi geisar fyrra striðið. Laxness hleypur yfir eitt eða tvö ár i Reykjavík, sennilega fyrir þá sök að honum þykir fátt frá- sagnarvert frá þeim tima. Að lokum endar striðið og Laxness sendir frá sér fyrstu bókina, sautján ára. Þá hefst frásagan Ungur eg var. Sögumaður hverfur af landi brott, til hins gamla höfuðstaðar íslendinga og islenskrar menningar, Kaup- mannahafnar. Að baki er Brekkukot og Laxnes eða með öðrum orðum gamli timinn, nýr og framandi heimur blasir við, furðuólfkur þeim hinum fyrri sem sagði »ei-iibbð, ei-líbbð« og endaði við krosshlijiið í Brekku- koti eða túngarðinn í Laxnesi. Þá hefjast hin efri þroskaár ungs manns sem svo vill tíl að ber upp á umbrotatíma í heim- inum. Ferðasagan með Gull- fossi til Hafnar er kapítuli út af fyrir sig, ómissandi fyrir heild- arsvip sögunnar. Þar birtist ekki aðeins þverskurður mann- lifs og þjóðlífs heldur líka þáttaskil milli nútiðar og þátið- ar. Þeir halda hópinn sem telja sig heldra fólk. En svo vill til að heldra fólkið sniðgengur þann manninn sem er að koma á fót því fyrirtækinu sem á eftir að verða langvoldugast í viðskipta- lífi þjóðarinnar — þekkir ekki lengur sina! Sá gefur sig hins vegar að sögumanni, unglingn- um. »Nú á dögum mundi svona fólk fljúga með hraðfleygu þot- unni, ef það væri til.« I Höfn verður sögumanni í fyrstunni illt af hinum heims- fræga ljúffenga danska mat — táknrænt, ekki svo? Síðar vand- ist hann hvoru tveggja, matn- um og hinu menningarlega and- rúmslofti stórborgarinnar. í Höfn hitti sögumaður fyrir allmarga íslendinga sem voru að rækja nokkurn veginn jafn- mörg erindi sem þeir voru margir, sumir með ákveðin markmið fyrir augum, aðrir leitandi og enn aðrir til að vera erlendis og í borg, forframast og slæpast í bland. Ég rek ekki frekar efni þess- ara þriggja bóka. En hvaða ástæða er þá til að nefna þær i sömu andrá? Hvað eiga þær sameiginlegt auk þess að vera endurminningasögur og rað- kvæmar í tímanum? Fyrir það fyrsta má líta á allar þrjár sem eina þroskasögu ungs manns sem sprottinn var upp í því samfélagi sem lýst er i sögun- um. Það er út af fyrir sig ærið undrunarefni að frá dvergþjóð sem taldi sjötíu til áttatíu þús- und manns og talaði mál sem nánast enginn útlendingur lagói á sig að læra skyldi koma Nóbelshöfundur sem átti eftir að bera hróður íslenskra bók- mennta út um allar jarðir. Var það þessi einstæða reynsla sem gafst aðeins þessari einu kyn- slóð: að vaxa upp i »Brekku- koti« eða »túninu heima« og stíga þaðan skrefið til fulls — að hámenningu heimsins? Var það þessi einstæða stökkbreyt- ing sem gerði hana skyggna á að sjá hið áður óséða, hvíslaði að henni orðum tíl að segja hið áður ósagða og gaf henni þrótt til að yfirstíga hið óyfirstígan- lega — íslenska einangrun? Allar veita þessar bækur — auk þess að vera skemmtileg ritverk — skýra innsýn í þroskasögu ungs manns sem leggur af stað út í heim, hverf- ur frá umhverfi sem hann á ekki afturkvæmt til — því það er sjálft á hverfanda hveli — til að knýja á hlið hins stóra heims sem til þess tíma hafði verið — fyrir sjónum íslendinga — jafn himinhár sem hann var fjar- lægur. í fyrra stríði kynntust íslendingar fyrst verðbólgu. Áður þurfti ekki að efast um hvers virði peningur var: hann var jafnmikils virði og silfur það eða guil sem hann stóð. Björn i Brekkukoti verðlagði ekki fiskinn samkvæmt fram- boði og eftirspurn heldur á sínu rétta verði. Á eftir verðfalli peninganna fylgdi verðfall orð- anna. Einhver athyglisverðasti kaflinn í Brekkukotsannál er éinmitt kaflinn um málfarið i Brekkukoti, Ræða og rit í Brekkukoti, en þar segir meðal annars að í Brekkukoti var sér- hvert orð dýrt, litlu orðin lika. Þar var líka frásagnalistin, »há- skóli íslendinga«, dyggilega i heiðri höfð. En til tilfinninga- semi tíðkaðist ekki. Og allra sist urðu djúpar tilfinningar tjáðar með hástemmdum orðum: »í Brekkukoti voru orðin of dýr til þess að nota þau — af því þau þýddu eitthvað; okkar tal var einsog óverðbólgnir pen- íngar: reynslan var of djúp til þess að hægt væri að segja hana.« Skáldsögur Laxness spanna flesta þætti íslensks þjóðlífs; og tímana frá söguöld til nútíma. Þær eru ekki realismi i þeirri merkingu að í þeim sé að finna eftirlíking af sérhverju sem gerst hefur, heldur endur- spegla þær fyrst og fremst hið eftirtektarverða, sérstæða og þar með sögulega í lífi þjóðar- innar á sérhverjum stað og tíma. Það heyrir til starfi rithöf- undar að greina hið frásagnar- verða frá hinu sem ekki er I eðli sínu söguefni. Með hliósjón af þeirri meginreglu hefur Lax- ness öðrum fremur vakið hér forna frásagnarhefð og list — sparað orðin um leið og hann hefur hlaðið þau kynngimagni skáldskaparins. Víst hefur Laxness á seinni árum skrifað jafnmikils háttar skáldrit og þessar þrjár endur- minningasögur sem hér hafa iítillega verið gerðar að um- ræðuefni, þar á meðal Kristni- hald undir Jökli en sú bók hygg ég yrði ofarlega á blaði ef bók- um skáldsins yrði raðað upp á eins konar vinsældalista. En ætla má að sérhver höf- undur lýsi af mestum trúnaði því sem hann þekkir gerst. Og hvað stendur manni nær en uppruni hans sjálfs, bernska hans og æska? Gömlu »kotin« í Reykjavík verða ekki varðveitt í timbur-, torf- og grjótmynd sinni hér eftir þvi þau eru fyrir löngu horfin. Og fjölmennu sveitaheimilin eru líka fyrir bí. En hvort tveggja er trúlega varðvejtt í frásögnum Laxness. Þær eru sú naglfasta hugar- smíð sem enginn eldur fær grandað; gera enda áþreifan- legar »fornminjar« óþarfar. Líkast til hefur íslensk þjóð aldrei fylgst með störfum nokk- urs manns með liflegri áhuga en með ritstörfum Halldórs Laxness — nú í meir en hálfa öld! Hún hefur vaxið með hon- um, vaxið að mannfjölda og sjálfstrausti og mælir nú stærð sína að nokkru leyti við afrek hans. En almenna lýðhylli sína hygg ég Laxness eigi öðru frem- ur því að þakka að hann hefur aldrei talið sig yfir það hafinn að skemmta fólki. Bækur hans skírskota jafnt til þeirra sem lesa sér til afþreyingar sem til lærðustu ritskýrenda — þeirra sem rýna í vinnuaðferðir og leggja síðan faglært gæðamat á verkin. Hvort tveggja prófið hafa þær jafnauðveldlega stað- ist. Erik Sönderholm: Hin eina rétta akademía Halldór Laxness hefur marg- sinnis sagt, að hann hafi aðeins lært dönsku af því að lesa hana, þannig að eftir nokkurra daga dvöl í Kaupmannahöfn gat hann skilið og talað þetta merkilega og raunar erfiða tungumál. Af þess- um sökum hefur þessi mikli orð- listamaður furðað sig á því, að Danir skuli ekki geta tileinkað sér íslenzku á sama hátt; aftur á móti hefur hann komizt að raun um að öryggi og reisn í meðferð málsins og Færeyingurinn William Heinesen. Þetta stóð þó reyndar aldrei tii. Laxness hefur því mátt reyna að það er erfið leið og torfær sem liggur til evrópskra lesenda. Að vísu fyrirfundust þeir á Norður- löndum, sem gátu þýtt af íslenzku, en utan Norðurlanda voru þeir jafn fágætir og einhyrn- ingurinn í ævintýrunum. Þetta því máli, sem þýtt er á, og þýðand- inn sjálfur. Þar sem danskar þýð- ingar verða oft að hafa eins konar milligöngu milli íslenzku og ann- arra tungumála hefur það vissu- lega komið sér afar vel að Lax- ness hefur getað og viljað sjá af tima til að fara yfir handritin að þýðingunum. Ég ætla ekki að gerast mjög smámunasamur hér, enda geta þeir, sem áhuga hafa, séð dæmi um það í bókasafni Norræna húss- ins hvernig samstarf rithöfundar og þýðanda gengur fyrir sig, en nefni hér aðeins þessa megin- drætti: þýðandinn vinnur eftir beztu getu frumhandrit og sendir það Laxness, sem fer yfir það méð mikilli nákvæmni; minni hans á orð er næstum óbrigðult, en bregðist það grípur hann til orða- bóka og i þeim flettir hann þar til rétt orð eða orðatiltæki kemur í leitirnar; það er ekki alltaf það rétta en oftast nær vísa upp- ástungurnar í áttina þannig að þýðandinn ratar rétta leið. Lax- ness lætur sér ekki nægja að leið- rétta það, sem rangt er farið með, heldur gerir sér lika far um að gera þýðinguna nákvæma, fagra, með réttri hrynjandi. Honum er mjög annt um að forðast endur- tekningar og strikar þær hiklaust Ragnar í Smára, forstjóri Helgafells, ásamt Auður Laxness ásamt skáldunum Gunnari skáldi sínu. Myndin var tekin þegar Straumrof Gunnarssyni og Halldóri Laxness. kom út nú fyrir skömmu. íslenzkan er girt háum múr, sem mörgum tekst ekki að sigrast á, hve oft sem reynt er. Skýringin á þessu er að nokkru leyti sú, að fólk á öðrum Norðurlöndum hef- ur ekki vanizt því frá barnæsku að lesa íslenzku á sama hátt og eldri kynslóðin á íslandi var kunnug dönskunni. íslenzkum rithöfundum hefur þetta vaidið miklum vandkvæð- um enda er ekki um auðugan garð að gresja þar sem þýðendur eru annars vegar. Áður tóku margir þann kost að skrifa á dönsku, nokkrir á norsku, til að eiga greið- ari leið á evrópskan bókamarkað á þeim tíma er norrænar bók- menntir voru í fararbroddi í álf- unni. Án efa hefði Laxness getað farið þessa leið og líklega náð lengra en þeir iandar hans, sem skrifuðu á dönsku, náð líku hefur það í för með sér, að oftast er þýtt af einhverju öðru nor- rænu máli en íslenzku, oftast af dönsku. Það hefur þess vegna komið sér afar vel, að Laxness er óvanalega vel lesinn í dönskum bókmenntum og hefur á valdi sínu þennan glæsilega ritgerðar- stil sem var einkennandi fyrir þá danska rithöfunda sem fremstir voru um og eftir 1920, t.d. Georg Brandes. Sjálfur hófst ég seint handa við að þýða Laxness og hef gert það „con amore“ frá 1962; til skilningsauka má geta þess, að á sama tíma hef ég einnig þýtt sög- ur annarra íslenzkra rithöfunda án þess þó að sams konar sam- starf og samvinna hafi átt sér stað og við Laxness, af þeirri einföldu ástæðu, að höfundurinn verður að vera næstum því jafn vel heima i út, jafnvel þó að þær hafi komið frá honum sjálfum. Mjög sérstæð, íslenzk orðatiltæki skýrir hann út í yztu æsar, þannig að spássían fyllist af athugasemdum um mál- fræðileg og efnisleg atriði. Af jafn miklu öryggi fæst hann við ljóðaþýðingar, sem oft eru hin mesta martröð fyrir þýðandann, enda íslenzk ljóð oft hreinustu myndagátur. Sjálfsgagnrýni hans heldur stöðugt vöku sinni og t.d. má sjá á þeim athugasemdum, sem gerðar hafa verið á spássíur þýðingarinnar á „Vefaranum mikla“, að dómgreindarleysi unglingsins og skortur á bók- menntalegri háttvisi hefur farið í taugarnar á hinum þroskaða rit- höfundi; hinar tíðu endurtekn- ingar sögunnar á eftirlætishug- Framhald á bls. 26 GEKK EG í GLJÚFRASTEIN Gekk eg i Gljúfrastein hvar gestum inni skein vökubjart viðmót hans víðfræga dalbúans. Útsýn frá Esjubrún ofan um heimatún — klattar með kaffi á borð komu. Og skáldsins orð Ungur hann arnsúg dró eldingahörpu sló. Núna, hið næsta þér nóbelsskáld, birtast mér persónur penna þíns pólstjörnur hnattar síns hneigja þér hér í sal — heimsljós í Mosfellsdal. Feiknstafir fylla skrár fjölmiðlun landsins gjár skrifblendi skýjum úr skeflir í Kinamúr. Gekk eg i Gljúfrastein gerist þar vitran ein — upphafin orðlist manns andans í brjósti hans. Kristinn Reyr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.