Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 94. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 28 APRÍL 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Reyndu að hindra útkomu Berlings 3ja daginn í r öð Kaupmannahöfn, 27. apríl. NTB LÖGREGLA var kölluð út þriðja daginn f röð í Kaupmannahöfn f dag til að fjarlægja prentiðnaðarmenn og stuðningsmenn þeirra sem reyndu að koma f veg fyrir dreifingu Berlingske Tidende. Um það bil þrjú þúsund voru færðir burt, en þó kom ekki til átaka eins og daginn )Sður og daginn þar áður. Anker Jörgen- sen forsætisráðherra hefur harðlega fordæmt mót- mælaaðgerðirnar og sagt að hann sé viss um að það séu ekki prentiðnaðarmenn sem hafi staðið fyrir ofbeldisverkum heldur „atvinnuæsingamenn." Þrfr vörubílar hlaðnir nýjum eintökum af Berlingske Tidende óku frá húsi blaðaút- gáfufyrirtækisins um klukkan átta þegar tvö hundruð lögreglumenn búnir hjálmum og kylfum höfðu ráðizt gegn mótmælaaðgerðarfólki, sem Framhald á bls. 26 jafna þrýstinginn frá oliulindinni undir hafsbotninum, loka leiðsl- unni og koma fyrir nýjum ör- yggisloka. Odvar Nordli forsætisráðherra sagði í dag að Norðmenn hefðu ekki búið sig nógu vel undir að mæta olíumengun á við þá sem nú hefur átt sér stað og kvað slysið sýna nauðsyn þess að bæta að- ferðir við að berjast gegn meng- un. En hann sagði að oliufram- leiðslunni yrði haldið áfram þrátt fyrir alla erfiðleika. Norska stjórnin kvaddi í kvöld sérfræðinga á sinn fund til að ræða leiðir til að berjast gegn oliuflákanum sem breiðist út frá slysstaðnum. Frú Gro Harlem Framhald á bls. 26 ökumaður útburðarbifreiðar Berlingske Tidende reynir að aka gegnum hring sem mótmælaaðgerðarfólk sló um Berlingske Hus til að koma f veg fyrir eðlilega dreifingu blaðsins f fyrsta skipti sfðan útgáfa þess stöðvaðist fyrir tólf vikum. Ráöherra vart lifandi lengur San Salvador, 27. april. Reuter FRESTURINN sem ræningjar utanrikisráðherra E1 Salvador settu rann út i dag og lftil von er talin til þess að ráðherrann sé ennþá á lffi. Enn hefur ekkert heyrzt frá skæruliðunum sem rændu honum og lögreglan gengur út frá því að hann hafi verið myrtur og að skæruliðarnir hafi dreift sér. Lögreglan segir þó að enn sé veik von til þess að nýjar fréttir berist um afdrif utanríkisráð- herrans, Mauricio Borgonovo Pohl. Skæruliðarnir höfðu hótað að taka Borgonovo af lífi á miðnætti (kl. 6 f.h. isl. tími) og stjórnin gerði engar ráðstafanir til að ganga að kröfu þeirra um að póli- tískir fangar yrðu látnir lausir. Kaþólskir biskupar buðust til að miðla málum en boðinu var hafnað. Hermenn gerðu árangurs- lausa lokatilraun til að finna skæruliðana og fanga þeirra með leit i nokkrum hverfum höfuð- borgarinnar. Skæruliðarnir sögðust ekki mundu sleppa Borgonovo utan- ríkisráðherra fyrr en að minnsta kosti nokkrir pólitískir fangar af 37 sem þeir sögðu að væru i haldi yrðu látnir lausir. Arturo Molina forseti sagði að aðeins þrír póli- tískir fangar væru i haldi. Ef Borgonovo utanríkisráð- herra er látinn geta liðið vikur eða mánuðir þangað til likið finnst. Þegar aðrir skæruliðar rændu yfirmanni ferðamála, Roberto Poma, fyrir tveimur mánuðum, földu þeir líkið í auðu húsi. Brezk hótun London, 27. april. Reuter 1 BRUCE MiIIan Skotlandsmála- ráðherra varaði við þvl I dag að Bretar mundu ekki samþykkja tillögur Efnahagsbandalagsins um verndun sfldarstofnsins I Norðursjó nema þvf aðeins að verulegar breytingar yrðu gerðar á þeim og gaf f skyn að Bretar mundu grípa til einhliða ráð- stafana. Millan sagði á þingi að ráð- herranefnd EBE mundi bera fram endurskoðaðar tillögur í maí og Bretar mundu einnig bera fram tillögur. Hann sagði að ef tillögur EBE yrðu ekki verulea Framhald á bls. 26 Markið hækkað? París, 27. apríl. Reuter. VESTUR-ÞÝZK yfirvöld munu ekki leggjast gegn nýrri hækkun vestur-þýzka marksins á erlend- um gjaldeyrismörkuðum sagði næsti bankastjóri vestur-þýzka seðlabankans, dr. Otmar Emm- inger, f viðtali sem var birt f dag. Dr. Emminger sagði að þar með yrði ýtt undir innflutning til Vestur-Þýzkalands og út- flutningsatvinnuvegum annarra ríkja rétt hjálparhönd. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að greiðsluafgangur Vestur- Þjóðverja á þessu ári yrði helm- ingi minni en i fyrra þegar hann nam þremur milljörðum dollara. BRAVA — Sérfræðingar og aðstoðarmenn þeirra færa lokann sem á að stöðva oliuútstreymið frá borpallinum Bravo.__________________________ Herinn í Zaire á hraðri sókn Kolwezi, 27. apríl. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Nígerfu, Joseph Garba sagði f dag að tilraunir sfnar til að draga úr spennunni f sambúð Zaire og Angóla gengju vel. Hann neitaði að segja blaðamönnum hvort hann færi einnig til Luanda, höf- uðborgar Angola. Garba hershöfðingi svaraði spurningum blaðamanna í kopar- bænum Kolwezi austan við bardagasvæði Zairehermanna og innrásarmanna. Her Zaire- stjórnar sótti hratt vestur á bóginn til bæjarins Dilolo á landa- mærum Angola í dag og mætti sáralítilli mótspyrnu. Mobutu Sese Seko forseti sýndi Garba 15 kassa af vopnum sem hann sagði að væru sovézk og hefðu verið tekin herfangi af upp- reisnarmönnum. Þar með er sýnt að Mobutu hvikar hvergi frá þeirri ásökun að Rússar standi á bak við uppreisnina í Shaba- héraði sem áður hét Katanga. Ekkert liggur fyrir um niður- stöður viðræðna Mobutu og Garba, en Agostinho Neto Angolaforseti hefur neitað að ræða innrásina í Zaire og aðeins tjáð sig fúsan til viðræðna um meintan stuðning Zairemanna við skæruliða sem berjast gegn her Luanda-stjórnar í Norður-Angola. Næsta takmark Zaire-hers í sókninni til Dilolo er bærinn Framhald á bls. 26 ZAIRE-hermaður hjálpar Kat- anga-hermanni sem var sýndur á blaðamannafundi. Olíustraumurinn stöðvaður í dag? Stafangri, 27. apríl. NTB. Reut- er, TILRAUNUNUM til að stöðva út- streymið frá borpallinum Bravo miðaði vel áfram f dag, en hlé var gert á þeim sfðdegis svo að sér- fræðingarnir og aðstoðarmenn þeirra gætu hvílt sig eftir átta stunda erfitt starf sem krefst mikillar einbeitingar. Starfið hefst aftur í fyrramálið og því hefur miðað svo vel áleiðis að gangi allt að óskum getur verið að takast megi að ljúka því á morgun. Ellefu menn tóku þátt i starfinu í dag undir forystu sérfræðing- anna Boots Hansens og Richard Hatterbergs. Þeir munu reyna að dæla leðju niður leiðsluna til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.