Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977 Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, flutti ræðu þá, er hér fer ai ^eftir, við umræðu í borgarstjórn sl. mánudagskvöld um endurskoðað iðalskipulag Reykjavíkur. I ræðu þessari fjallar borgarstjóri um( Fafstöðu minnihlutaflokkanna til aðalskipulagsins og þá alveg. sérstaklega afstöðu Alþýubandalagsins, sem hann lýsir sem stefnu* i afturhalds og stöðnunar í skipulagsmálum borgarinnar. Ræða borgarstjóra fer hér á eftir í heild: Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri: Engin samstaða Aðalskipulag Reykjavíkur, sem samþykkt var í borgarstjórn 1965, markaði tímamót í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar. Við gerð þess skipulags var beitt þeirri nýjustu tækni, sem þá var unnt að beita við aðalskipulagsvinnu, og hinir færustu sériræðingar fengnir til áð leggja á ráðin um ýmis tæknileg atriði við skipulagið. Ég er ekki viss um, að menn geri sér almennt grein fyrir því, hversu mikið þrekvirki í rauninni var unnið með því skipulagi, sem þá var samþykkt, en mér er tjáð og veit það fyrir víst, að skipulag þetta, undirbúningsvinnan að þvi og skipulagsákvarðanir, sem í kjölfarið fylgdu, vöktu mikla athygli víða og var í ýmsum löndum vitnað til þess sem dæmi um hvernig standa ætti að undirbúningi við gerð aðalskipulags. Síðan er liðin alllangur timi og ýmis konar ný tækni hefur rutt sér til rúms, sem menn hafa tekið í þjónustu sína við skipulagsvinnu, og því eðlilegt, að margt af því, sem samþykkt var arið 1965, sé úrelt, enda grundvallarsjónarmið manna í skipulagsmálum einnig breytt, burt séð frá hinum tæknilegu þáttum við sjálfan undirbúninginn. Grundvallarákvörðun Þær ákvarðanir, sem hér liggja nú fyrir borgar- stjórn, þ.e.a.s. nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavik næstu 20 árin, er grundvallarákvörðun, sem hefur mjög mikla þýðingu fyrir þróun og uppbyggingu þessarar borgar næstu áratugí. Allur undirbúningur hefur verið mjög vel vand- aður, hin tæknilega vinna hefur verið upp á á hið bezta, og ég vil flytja sérstakar þakkir öllum þeim mörgu starfsmönnum borgarinnar og reyndar ýmsum ráðgjöfum, em til hafa verið kvaddir, fyrir frábært starf og mikla alúð, sem þeir hafa lagt i þetta verkefni. Hilmar Ölafsson, forstöðumaður Þróunarstofnunar hefur unnið mikið og gott starf að þessu verkefni ásamt starfsliði sinu. Þá hefur Skiplagsnefnd Reykja- víkurborgar undir forystu forseta borgarstjórnar, Ólafs B. Thors, unnið frábært starf við gerð þessa skipulags, haldið mjög marga fundi og lagt mikla vínnu í að koma saman og fella í eína heild þá mörgu þætti, sem þetta skipulag saman stendur af. Fyrir alla þessa miklu vinnu vil ég flytja formanni skipulags- nefndar og nefndarmönnum hans beztu þakkir. Þá hafa stjórnmálaflokkarnir ennfremur haft sér- staka fulltrúa í skipulagsnefnd til að fylgjast með þessu verkefni. Flokkarnir hafa sinnt þeim þætti starfsins af mismunandi mikilli alúð, en ég hygg þó, að þetta fyrirkomulag hafi verið til bóta og eigi að auðvelda stjórnmálaflokkunum að átta sig á því skipu- lagi, sem hér er til umræðu, svo og að auðvelda þeim að móta sina stefnu í skipulagsmálum. Hefur þó misjafnlega tekizt í þeim efnum, eins og ég mun nánar ræða hér á eftir. Engin samstaða minnihlutaflokka I þeirri umræðu, sem hér fer fram um aðalskiplagið, er það tvennt, sem einkum vekur athygli og ég vil benda 'a. I fyrsta lagi vekur það sérstaka athygli, hversu gjörsamlega það hefur misheppnast hjá minnihluta- flokkunum í borgarstjórn að ná nokkurri samstöðu í þessu veigamikla verkefni. Um alla meginþætti þessa skipulags er grundvallarágreiningur innbyrðis á milli þessara flokka. Þessi staðreynd er enn eitt dæmi um það, sem oft hefur verið bent á, hversu mikill glund- roði mundi rikja hér í öllum meginmálum, ef þessir flokkar ættu að stjórna þessari borg sameiginlega. Auðyitað er eðlilegt, að borgarfulltrúa greini á um ýmis mál, sem koma fyrir borgarstjórn, og sú krafa verður aldrei gerð til allra borgarfulltrúa, jafnvel þótt þeir séu saman í flokki, að þeir séu sammála um öll mál, sem fyrir koma. En það vekur sérstaka athygli í jafnmiklu grundvallarstefnumáli, eins og aðalskipu- lagið er, máli, sem hefur jafnmikilvæga þýðingu fyrir hjá | minnihlutaflokkum um aðalskipulagið framtíð borgarinnar og raun ber vitni, að þá skuli minnihlutaflokkunum algjörlega mistakast að ná nokkurri samstöðu um það, sem máli skitpir 1 þessu efni. Þeir eru ósammála um meginstefnuna í umferðarmálum borgarinnar og um uppbyggingu gatnakerfis borgarinnar. Þeir eru ósammála um endurnýjun eldri hverfa, hvernig að þeirri endur- nýjun skuli standa og að hverju beri að keppa í þeim efnum. Þeir eru ósammála um framtíðaruppbyggingu borgarinnar, í hvaða átt borgin eigi að byggjast og hvar nýjum hverfum skuli velja stað. Ég hygg, að þetta séu atriði, sem borgarbúar muni sérstaklega veita athygli í sambandi við afgreiðslu þessa skipu- lags. Skipulagsrómantík ungra skólapilta I öðru lagi vekur það athygli í sambandi við afgreiðslu þessa máls, hve gjörsamlega Alþýðubanda- laginu hefur mistekizt að fóta sig á þessu verkefni. Ég gat þess áðan, að stjórnmálaflokkarnir hefðu haft fulltrúa í skipulagsnefnd, þegar aðalskipulagið hefur verið þar til umfjöllunar, til þess að auðvelda flokk- unum að móta sér stefnuna I sámbandi við afgreiðslu þesa máls. Þetta hefur Alþýðubandalagið notfært sér. Fulltrúi þess hefur verið Þorbjörn Broddason og auk þess hefur einn af varaborgarfullrúum flokksins átt sæti í skipulagsnefnd, Sigurður Harðarson. Þrátt fyrir þetta er Alþýðubandalagið algjörlega ráðvillt í sambandi við afgreiðslu þessa máls. Stefna þess mótast annars vegar af óraunhæfri skipulags- rómantík, sem oft einkennir aftöðu ungra skólapilta, sem nýkomnir eru frá námi. Rómantík, sem er algjör- lega slitin úr samhengi við raunveruleikann og hið daglega líf, sem fólkið í þessari borg lifir. Hins vegar byggist stefna Alþýðubandalagsins á fordómum, til- raun til að einfalda alla hluti fyrir sér og þeirri lífstrú Sósíalista, að með valdboðum ofan frá sé hægt að stjórna daglegu lífi fólks, jafnvel niður I smæstu atriði. Öll umræða og tillögugerð Alþýðubandalagsins I sambandi við afgreiðslu þessa aðalskipulags ber þess glögg merki, að þeir gera sér grein fyrir vanmætti sínum á því að ná tökum á þessu verkefni. Yfir þennan vanmátt er reynt að breiða með upphrópunum um gamalkunn efni eins og það, að það sé braskara- sjónarmið, sem ráði ferðinni i sambandi við gerð þessa aðalskipulags, eða þá að reynt sé að draga fram mál eins og Bernhöftstorfuna og gera það að einhverju aðalatriði I sambandi við gerð aðalskipulagsins, en önnur megintillaga Alþýðubandalagsins við afgreiðsl- una fjallar um það mál. Ég verð að viðurkenna, að afstaða og meðferð Alþýðubandalagsins á þessu máli, hefur valdið mér miklum vonbrigðum, en nánar mun ég ræða stefnuna og vinnubrögðin I einstökum þáttum hér á eftir, þegar ég geri að umtalsefni hina einstöku þætti aðalskipu- lagsins. Framtíðarbyggð. Það heur verið rakið, að möguleikar Reykjavíkur- borgar til að afhenda lóðir til íbúðarbygginga eru nú senn þrotnir, þ.e.a.s. þau byggðasvæði, sem eru innan þess aðalskipulags, sem nú er i gildi, munu ekki endast meira en 3—4 ár. Það er því mjög nauðsynlegt að marka stefnu um það, hvert borgin skuli þróast og því er sú tillaga, sem hér liggur fyrir um framtíðar- byggð á svonefndu Úlfarsfellssvæði mjög tímabær. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa látið frá sér fara greinargerð um þennan þátt I aðalskipulag- inu. Ég get út af fyrir sig tekið undir margt af því, sem fram kemur I þeirra greinargerð um framtíðarbyggð- ina, því að það er ljóst, að þó að nú hafi verið tekin ákvörðun um aðalskipulag þessa nýja svæðis, þá eru mörg atriði óleyst, sem taka þarf afstöðu til I sambandi við deiliskipulagningu, og ábendingar þeirra I þeim efnum hafa við rök að styðjast, að mínu mati. Þeir flytja eina breytingartillögu við tillögu skipulags- nefndar þess efnis, að hafnarsvæðið verði einungis meðfram suðurströnd Grafarvogs, en tenging yfir voginn falli niður. Rök þeirra fyrir því eru fyrst og fremst þau, að tengingin, sem ætluð er sem möguleiki fyrir höfnina á frekari útvikkun á þessum slóðum, rýri gildi íbúðasvæðisins, sem fyrir hendi er, og breyti og spilli náttúrulegum einkennum strandlengjunnar, sem varðveita beri. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því, að þetta er umdeilanlegt atriði, hvort rétt sé, að þessi tenging komi þarna yfir, en ég er þó þeirrar skoðunar að halda beri þessari tengingu í því aðal- skipulagi, sem nú á að samþykkja, þannig að deili- skipulag íbúðabyggðarinnar verði gert með það fyrir augum að halda þessum möguleika. Afstaða mín mót- ast fyrst og fremst af þvi, að það kann að vera nauðsynlegt, að Reykjavíkurhöfn þurfi á meira at- hafnasvæði þarna að halda, og tengingin geti þvi komið í góðar þarfir síðar varðandi stækkun hafnar- innar. Þá lýst mér og vel á þá hugmynd, sem fram kemur, að innan við tenginguna verði ferskvatnstjörn, en ekki sýnast möguleikar á því, ef að tengingin kemur ekki. Sú tjörn ætti einmitt að geta orðið til yndisauka og i góðum tengslum við íbúðabyggðina fyrir ofan. Af þessum ástæðum mun ég greiða atkvæði gegn þeirri tillögu, sem Framsóknarmenn um þetta atriði sérstaklega. Alþbl. vill að Reykjavík verði lóðalaus Afturhald og stöðnun einkennir stefnu Alþýðubandalags til miðbæjarsvæðis Afstaða Alþýðubandalagsins til þessarar tillögu er vægast sagt mjög furðuleg. Þeir treysta sér ekki til að samþykkja framtíðaruppbyggingu á þessu svæði fyrir Reykjavíkurborg, en halda sér fast i þá kenningu, sem fram var sett í aðalskipulaginu frá 1965, um að eðlilegt sé, að byggðin þróist til suðurs, þ.e.a.s. verði fyrst og fremst f Kópavogi og Garðabæ. Þessi stefna Alþýðu- bandalagsins þýðir það í raun og veru, að Reykja- víkurborg missir allt vald á úthlutun íbúðarlóða og mun standa uppi innan 2ja til 3ja ára, ef Alþýðu- bandalagið fengið að ráða, án þess að geta látið af hendi nokkra lóð og þyrfti að vera algjörlega upp á náð annarra sveitarfélaga komin til þess að byggingar- • JáiXJiit or J Ji M * 4 + 0l * «« « * *. * •-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.