Morgunblaðið - 28.04.1977, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.04.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRtL 1977 17 iðnaðurinn gæti þróast hér með eðlilegum hætti. Þá myndi þessi stefna og hafa það i för með sér, að allt það fólk, sem vill byggja yfir sig hér i borginni, hvort sem er fjölbýlishús, einbýlishús eða raðhús, þýrfti að leita á náðir annarra sveitarfélaga um lóðir og myndi flytjast úr Reykjavík. Við vitum, að það fólk, sem er að byggja, er yfirleitt fólk á bezta aldri, tekjuhæsta fólkið, en eftir myndi sitja í borginni þeir eldri og tekjuminni með þeim afleiðingum, að tekjur borgar- sjóðs myndu stórlega rýrna, og allir möguleikar til að halda uppi eðlilegri þjónustu myndu skerðast veru- lega. Þetta sjónarmið Alþýðubandalagsins er eitt glöggt dæmi um þá óraunsæu skipulagsrómantík, sem ríður húsum í þeim flokki. Það kann vel að vera, að það sé æskilegast, að þróunin verð sú, að byggðin færist hér suður á bóginn. Sjálfur er ég ekki lengur sammála þeirri kenningu, þó ég hafi verið það fyrir 12 árum siðan. En látum það vera. Við verðum hins vegar að horfast i augu við þá staðreynd, að hér eru sjálfstæð sveitarfélög á svæðinu, og þó að takist að koma á samvinnu i skipulagsmálum, sem nú er að stefnt með sameiginlegri skipulagsstofn- un fyrir allt svæðið í heild, eru engar líkur á því, að þessi sveitarfélög muni sameinast. Og reynslan annars staðar frá mælir frekar gegn því, að svo muni verða. Við getum t.d. tekið Danmörku eða Kaupmanna- hafnarsvæðið, þar sem um er að ræða sjálfstæð sveitarfélög, hvert með sinni sveitarstjórn, sem að vísu hafa með sér margvislega samvinnu, en eru þó sjálfstæð. Það eru þvi engar líkur á öðru, en að þróunin verði sú, að þessi sveitarfélög verði sjálfstæð um langt árabil. Ákvarðanir, sem byggjast á öðru en að viðurkenna þessa staðreynd, eru með öllu óraunsæar. Stefna Alþýðubandalagsins í þessu máli er þvi stefna stöðnunar fyrir Reykjavík. Þessi afstaða Alþýðu- bandalagsins er þvi vægast sagt furðuleg. Breytt viðhorf Ég gat þess áðan, að ég væri ósammála þeirri 12 ára gömlu kenningu að byggðin ætti að færast hér suður með. Það byggi ég á því, sem reyndar hefur komið fram áður, að ég tel, að skapazt hafi breýtt viðhorf, bæði með legu Vesturlandsvegar, sem gerir allar samgöngur austur á bóginn mun betri og að þétt byggð hefur nú myndazt i Mosfellssveit. Þar hefur myndast þéttbýliskjarni og ekki óeðlilegt, að einmitt hið óbyggða svæði á milli Mosfellssveitar og Reykjavíkur muni byggjast. Frá landfræðilegu sjónarmiði er ekkert, sem mælir á móti byggingum austur á bóginn á landsvæðinu i átt til Mosfellssveitar, og það svæði að engu leyti óhentugra til bygginga en það svæði, sem liggur hér suður á bóginn í átt til Hafnarfjarðar. Aðalatriði málsins er, að sú skylda hvilir á Borgar- stjórn Reykjavíkur að tryggja eðlilega uppbyggingu borgarinnar innan borgarlandsins. Reykvíkingar sætta sig ekki við það, að þeim verði visað í önnur sveitarfélög til þess að stofna sin heimili og byggja þar upp. Við verðum því að tryggja skipulag á nýjum svæðum innan borgarlandsins og geta útvegað lóðir þar til þess að tryggja eðlilega uppbyggingu og vöxt Reykjavíkur. Á því grundvallarsjónarmiði er tillagan um skipulag framtíðarbyggðar á Úlfarsfellssvæði mót- uð, og ég er viss um, að sú merka ákvörðun eigi eftir að verða Reykjavikurborg til mikils góðs í framtíðinni. Endurnýjun eldri hverfa Þegar meta á, hvernig standa skuli að endurnýjun eldri hverfa í borginni er nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir að hvaða markmiðum eigi að stefna. Það hefur skipulagsnefnd gert og skilgreint markmið sin I sérstakri bókun, sem samþykkt var í skipulagsnefnd á sinum tíma. Það skal ekki rifjað upp hér, en i stórum dráttum eru markmiðin á þá leið, að sporna beri gegn fólksflótta úr miðborginni auka þar á fjölbreytta miðbæjarstarfsemi, en jafnframt að leggja megináherzlu á að viðhalda umhverfisáhrifum og svipmóti gamla bæjarins. Á undanförnum árum hafa miklar umræður verið um það, að hætta sé á því að gamli miðbærinn og svæðin, sérstaklega upp af honum, milli Hlemmtorgs óg Aðalstrætis séu hægfara að líða undir lok. Líf í honum dofni æ meir og nauðsynlegt sé að sporna gegn þeirri þróun. Ég er því mjög sammála. Ég held að stuðla beri að því að auka sem mest lif i gamla miðbænum, en ég held, að öllum hljóti að vera ljóst, að til þess að það megi verða þurfi að eiga sér stað veruleg uppbygging, bæði inn á svæðinu sjálfu, svo og á jörðum þess. Þar þarf að geta þróazt mjög fjölþætt miðbæjarstarfsemi, en það þarf jafnframt að vera unnt að koma fyrir fleiri íbúðum, þannig að fólk snúi til baka til þessa svæðis til að hefja þar búsetu. Aðalgagnrýnin, sem fram hefur komið á þær til- lögur, sem hér liggja fyrir og eiga að stuðla að því að framangreindu markmiði verði náð, er í þá átt, að það sé gert ráð fyrir of mörgum nýjum atvinnutækifærum og að hamla eigi eins og mögulegt er, gegn því að atvinnutækifæri skapist á þessu svæði. Þetta er stefna Alþýðubandalagsins og þessari stefnu er ég algjörlega mótfallinn. Þessi stefna er, eins og stefna Alþýðu- bandaiagsins i málefnum framtiðarbyggðar svæðanna, stefna stöðnunar, afturhalds og hægfara dauða fyrir miðbæjarsvæðin i borginni. Undanfarin ár hefur þróun stefnt í þá átt að fjölga atvinnutækifærum á þessu svæði, og ég er sammála þeirri þróun og tel, að hún eigi að halda áfram. Þetta svæði býður upp á svo mikla möguleika og þarna er svo mikil kjarnastarfsemi, sem er að sumu leyti grund- völlur fyrir atvinnulíf í borginni, að sú kenning að halda eigi niðri uppbyggingu eins og mögulegt er fær Framhald á bls. 39 ORÐ I EYRA OG þá er það þjóðaratkvæðið um sumblið. Að sjálfsögðu er þingmönnum ekki treystandi fyrir slíku þjóðþrifamáli. Þótt svenskir hafi látið sig hafa það i tvígang að samþykkja i þing- inu ákveðnar aðgerðir varð- andi þann drukk án þess að spurja háttvirta kjósendur um það serstaklega gegnir öðru máli um stórgáfaða íslendinga. Auðvitað bera þeir svona uppogofan miklu meira skyn- bragð á ölmál en þær 60 sálir sem kjörnar hafa verið til að setja þjóðinni lög, meira að segja áfengislög. Það fara vist fáir i grafgötur með það að ritræpumenn, þjáð- ir að leiðindum og hafandi hvaðeina á hornum sér, vita miklu meira um svokölluð alvörumál heimsins en hátt- virtir alþingismenn. Þess vegna er um að gera að hafa Þjóðar- atkvæði þjóðaratkvæðagreiðslur sem oftast enda gefst tíðum ekki kostur á að losa sig við þing- menn nema á 4 ára festi. Og enginn vegur hér að koma þeim út á land vegna svika við einhvurn stórasannleik, hvað þá losna við þá fyrir fullt og allt. Meira að segja vistun á geðveikrahælum eða öðrum geðþekkum stofnunum kemur ekki til greina. Því er Jakob á því að sem oftast beri að efna til þeirrar dýrðar sem þjóðar- atkvæðagreiðslur hljóta að vera. Það leikur vart á tveim túng- um og heningarlögin ber að bera undir þjóðina. Mættu þá gæzlufangar gjarnan hafa 2 atkvæði hver og strokufangar 4. Þá er nauðsynlegt að bera vegalög og umferðarlög undir þjóðaratkvæði. Einkum þó þaó óréttiæti og þá hrikalegu frelsisskerðingu að skylda veg- farendur til að halda sig jafnan hægra megin hvað sem tautar og raular. Og svo heimtum við þjóðar- atkvæði um þann öndvegisbók- staf, setuna. Enda harla tak- markað frjálsræði i þvi fólgið að banna þann staf öðrum, jafnvel hundleiðinlegum stöf- um, fremur. Það gefur auga leið að fjár- lög ætti skilyrðislaust að bera undir þjóðaratkvæði. Það er nefnilega þjóðin sjálf sem stendur undir öllu heila gill- inu. Og borgar skattana og allt það. Þá fengjum við þó eina árvissa þjóðaratkvæða- greiðslu. Gæti jafnvei farið svo, ef menn eru nógu iðnir við kol- ann, að við fengjum sosum eina þjóðaratkvæðagreiðslu á viku. En þingmenn hefðu þá tima til að gefa sig alfarið að svokallaðri fyrirgreiðslu- pólitík. Philips gufukrullujarn Verð frá: Kr. 7 875. Philips vekjaraklukkur Verð frá: Kr. 9.1 85. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 SÆTÚNI 8 —15655 Ferðasegulbönd 6 gerðir. Verðfrá: Kr 16.990 Stereo segulband m/hátolurum Verð frá: Kr. 62.250. Stereo plötuspilarar 6 gerðir. Verðfrá: Kr. 34.850. Ftakvélar gerðir Verð frá Kr 875 PHILIPS FERMINGAGJÖF GJÖF SEM GLEÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.