Morgunblaðið - 28.04.1977, Page 21

Morgunblaðið - 28.04.1977, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1977 21 í SKÝRSLU sem Amnesty International hefur sent frá sér segir að pyndingar í fangelsum í Tyrklandi séu daglegt brauð, meðal annars á helztu lögreglu- stöðvum og í fangelsum í Istanbul og Ankara. Nefnd eru högg undir iljar og rafmagnslost sem venjulegar pyndingaraðferðir. í skýrslu Amnesty International um brot á mannréttindum í Tyrklandi er einnig bent á, að ýmis ákvæði i tyrk- nesku hegningarlöggjöfinni standi i hróplegri mótsögn við mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Kerfisbundnar pyndingar og fangelsanir á pólitískum andstæðing- um hefur orðið nánást sjálfsagður hlut- ur í Tyrklandi eftir að herinn tók völdin árið 1971 Þegar Bulent Ecevit varð forsætisráðherra árið 1974 hét hann því að flokkur hans myndi tryggja mannréttindi borgara og rannsaka iðju lögreglunnar sem mjög sætti gagnrýni. Var rannsóknarnefnd sett á laggirnar f því skyni. Síðan brauzt Kýpurstríðið út það hið sama ár og síðan komu kosningar í landinu og Ecevit varð að segja af sér Nú stjórnar samsteypu- stjórn hægriflokka í landinu undir forystu Suleymans Demirels. Og enn er fólk hneppt í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana. Hópur þeirra sem situr fangelsaður nú — samans líklega um 700 manns — er ungt fólk sem er úr ýmsum vinstri öfgaflokkum og samtökum. En mörgum fleiri, öðru og eldra fólki — menntamönnum, rithöfundum, blaða- mönnum og fleiri — hefur verið sleppt með skilyrðum á meðan mál þeirra eru rannsökuð nánar og siðan mun verða höfðað mál á hendur þeim. Flestir verða ákærðir fyrir brot á greinum 141 og 142 i hegningarlög- Demirel gjöf landsins og þar er hámarksrefsing allt að 1 5 árum og i vissum tilvikum dauðarefsing. Formlega á greinin við hvort sem er kommúnista eða nazista, en í reynd eru það að meirihluta vinstrimenn sem sæta ofsóknum Lögreglan hefur lítið aðhafzt til að finna þá seku og brjóta málið til mergjar, en upp á síðkastið hafa menn í ákveðnum hópum reynt að hefna fyri aðgerðir þessar. Drepur stúlkur með brúnt, sítt hár GEOSJÚKUR fjöldamorðingi leikur lausum hala I New York. Og þó svo aS lögreglan leggi sig alla fram heldur hann uppteknum hætti að breiða skelfingu út I betri hverfum New York borgar — einkum t borgarhlutanum Queens og Bronx. Sex manns hefur hann myrt, tveir eru alvarlega særðir og einn lamaður fyrir lifstíð. Nær öll fórnarlömb hans hafa verið ungar stúlkur með sltt brúnt hár. Eini pilturinn, sem myrtur hefur verið. var ásamt með ungri stúlku með þetta útlit, þegar hann var myrtur. Annað sem hinar myrtu hafa átt sameiginlegt er að flestar hafa þær setið i skemmti- görðum eða inni I bílum ásamt vini sínum þegar morðinginn hefur skotið upp kollinum. Hann skýtur þá bara miskunnarlaust á bilrúðuna án þess að mæla orð af vörum. Síðasta fórnardýr hans var Valenttna Suriani, 18 ára gömul. Hún sat I btl með vini stnum úti fyrir heimili sinu t virðulegri einbýlishúsagötu i Bronx. Vinurinn lézt einnig af sárum sem hann hlaut. Valentina var dæmi- gerð fyrir fórnarlömb hans: Hún var úr miðstéttarfjöl- skyldu og nemandi t menntaskóla. Einnig t þetta skipti beitti morðinginn byssu af óvenjulegri gerð og lögreglu- sérfræðingar eru sammála um að sama vopni hafi verið beitt við hin morðin. En þarna stðast skildi morðinginn eftir sig nokkur spor. Rétt við morðstaðinn fann lögreglan handskrifað bréf sem var sttlað til lögreglustjórans t Queens. Ekki hefur verið sagt frá þvt hvað í bréfinu stóð. en lögreglan hefur upplýst að það sé bersýnilega skrifað af geðsjúk- um manni sem hóti að leggja enn til atlögu. Lögreglan telur þó að nú sé ekki nema tímaspurning hvenær maðurinn náist enda hafi ýmsir sjónarvottar gefið á honum allgóða lýsingu. Þátttakendur f Askorendamóti f Júgóslavfu 1959. Talið frá vinstri: Fischer, Friórik, Tal, Keres, Smyslov, Gligoric, Petrosjan og Benkö. Sigurvegari varð Tal, sem ári seinna vann Botwinnik og varð heimsmeistari. mikla varfaerni og skort á dirfsku og þvi of mörg jafntefli samín. Ef litið er á úrslitin t.d. í einvíginu Mecking — Poluga- jevsky gera þeir félagar 11 jafntefli en Polugajevsky vinnur eina skák sem ræður úrslitunum. I einvigi þeirra Spasskys — Horts gera þeir í fyrstu setu 10 jafntefli en vinna hvor sína skákina. I einvígi þeirra Kortsnojs — Petrosjans gera þeir jafntefli i 9 skákum en Kortsnoj vinnur 2 og Petro- sjan 1. Hins vegar lauk einvígi þeirra Larsens — Portisch eftir einungis 10 skákir en þá hafði Portisch tryggt sér sigur með 6,5 vinning á móti 3,5 vinningi Larsens. Þeir gerðu einungis 3 jafntefli, Portisch vann 5 skák- ir en Larsen 2. Öneitanlega á þvi þessi gagn- rýni við talsverð rök að styðjast Eftir að Polugajevsky vinnur sigur í 2. skákinni teflir hann meira og minna til jafnteflis í öllum skákunum sem eftir er. Að vísu er ekki hlaupið að því að gera jafntefli í skák og oft er aðferðin sú að tefla til vinnings árangursríkust. Hið sama gerir Spassky eftir að hann fær sigur i 3. skákinni en Hort tókst að brjóta niður þessa aðferð i 10. skákinni þegar honum tekst að sigra. þegar Kortsnoj var kom- inn með einn vinnig yfir í ein- víginu eftir annan sigur sinn i 8. skákinni tefldi hann einungis til jafnteflis i 4 siðustu skák- unum. En það var athyglisvert hversu máttlítill Petrosjan var I tilburðum sinum til að jafna metin. Honum virtist allur kraftur þrotinn og enda ekki við mann að eiga þar sem Korts- noj var, sem virtist tefla af geysilegum krafti og þrótti og tvíeflast við það mótlæti sem hann átti við að striða sem var hin þögla barátta Sovétmanna gagnvart honum á Italíu, en þeir virtu hann ekki viðlits og neituðu að skiptast á orðum við hann. Sigur Kortsnojs hlýtur að hafa verið honum óvenju kær- kominn eins og hann hefur ef- laust verið Petrosjan þungur biti að kyngja. Larsen var að vonum ekki ánægður með sina frammistöðu og taldi sig hafa teflt langt undir venjulegum styrkleika og gert marga grófa afleiki. Hann taldi sig aldrei hafa getað ein- beitt sér við skákina, enda hafi hljómleikar Hjálpræðishersins sífellt angrað keppendur. Eftir sigur Larsens í hinu geysi- Sterka skákmóti I Genf má vera að Larsen hafi ekki komist i hið rétta keppnisskap I Amster- dam. Hins vegar verður að telja Portisch vel að sigrinum kom- inn og hann sýndi alla vega betri og heilsteyptari tafl- mennsku — og að sjálfs;gðu komst hann ekki hjá að heyra hljómlist Hjálpræðishersins! Kjólar — Kjólar Kjólar i stærðum 36 til 50 og 37 til 49. Gott verð. Opið laugardaga 10— 1 Dragtin, Klapparstíg 37. Alþýðusamband íslands er flutt af Laugavegi 18 að Grensásvegi 16 (á horni Grensásvegar og Fellsmúla). Athugið að símanúmerið er breytt og verður hér e,,r 83044. Félag íslenskra símananna Tilkynning: Umsóknir um dvöl í sumarbústöðum F.Í.S. sumarið 1977 þurfa að hafa borist til skrifstofu félagsins, Thorvaldsensstræti 4, Reykjavík fyrir 1 5. maí n.k. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu F.Í.S., svo og í Símablaðinu, sem kemur út á næstu dögum. Stjórnin. _ V ’Jiiumjih .i 86677 Undirfötin eru heimsþekkt gæðavara ÁGÚST ÁRMANN hf. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN - sunq*»o»g - hykmvik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.