Morgunblaðið - 28.04.1977, Síða 27

Morgunblaðið - 28.04.1977, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977 27 Utvarpsumræður um orkumál: Stjórnarandstaða á öndverðum meiði MORGUNBLAÐIÐ birti í gær ræðu Gunnars Thoroddsen orku- ráðherra, í útvarpsumræðum um orkumái. og birti i dag ræðu Þor- valds Garðars Krist jánssonar. for- seta efri deildar. Hér á eftir verð- ur vikið að ræðum tveggja þing- manna stjórnarandstöðunnar f umræðunni. Stefnumörkun f orkuöflun og iðn- aði. Ragnar Arnalds (Abl) sagði það ekki skynsamlegt að ráðast nú, við rikjandi aðstæóur og er- lenda skuldabyrði, í stórar virkjanir, sem miðuðust við orku- öflun til erlendrar stóriðju, á vafasömu verði; erlend fyrirtæki, sem ekki féllu að islenzkum at- vinnuháttum né byggðaþróun, væru hættuleg umhverfi og vinnuafli vegna mengunar, og flyttu arð sinn, ef einhver yrði, úr landi. Hann taldi miðlungs- virkjanir og samtengingu orku- svæða rétta stefnumörkun nú, sem miða yrði við innlend við- fangsefni, sem tiltæk væru í land- inu sjálfu og grundvölluðust m.a. á innlendu hráefni og íslenzkum atvinnuháttum. Ragnar vék að stóriðjuáform- um, sem hann taldi erlend auð- félög og islenzk stjórnvöld hafa í huga, og nefndi i því sambandi Alusuisse, Elkem-Spiegelverket og Norsk Hydro. Fjallaði hann um Integraláætlun, en fyrstu þættir hennar væru nú að koma í ljós með fyrirhugaðri stækkun ál- verksmiðjunnar í Straumsvík. Þessi áform ættu einfaldlega ekki heima f íslenzku atvinnulífi og féllu ekki að æskilegri þróun byggðar í landinu. Ragnar vék að 200 bls. bók um orkumál, sem Alþýðubandalagið hefði gefið út, og hefði að geyma stefnumörkun flokksins í orku- málum. Þá vildu þingmenn Al- þýðubandalagsins að gerð yrði iðnþróunaráætlun fyrir tímabilið fram til 1990, sem yrði nokkurs konar framhald þess verks, um uppbyggingu nýiðnaðar, sem vinstri stjórnin hefði hafið. Sam- hliða þessari iðnþróunaráætlun ætti að gera áætlun um orkunýt- ingu og byggingu orkuvera á næsta áratug. Raforkukerfið þurfi að tengja með stofnlínum til Vestfjarða og Austfjarða og miða siðan byggingu nýrra virkjana við raforkuþörf í landinu öllu. Ragnar sagði Hrauneyjafoss- virkjun, sem verður 210 MW að stærð, henta illa almennum mark- aði einum, þvi að 12 ár myndu líða unz orkumarkaður á Lands- virkjunarsvæði gæti nýtt svo mikla orku fyrir landið allt. Doka ætti við með þessa virkjun og huga heldur að nokkrum virkjun- Ragnar Arnalds, EggertG. Þorsteinsson. um af miðlungsstærð, frá 20 Mw. i 70 Mw. 1 þvi sambandi nefndi hann Jökulsárvirkjun i Skaga- firði og Bessastaðaárvikjun á Austfjörðum. Hins vegar taldi hann Blönduvirkjun af þeirri stærð, að hún hlyti að ofurseljast erlendri stóriðju um afsetningu orkunnar, ef reist yrði. Kjarabaráttan og orkumálin Eggert G. Þorsteinsson (A) sagði m.a. að þau mál, sem nú væru í brennidepli vinnandi fólks i landinu, væru kjaramálin; hvern veg hinn vinnandi maður gæti rétt hlut sinn í lifsbarátt- unni, haft mannsæmandi afkomu fyrir vinnu sina. Kjarabaráttan, sem nú stæði yfir og væri fram- undan, bæri þessu gleggstan vott- inn. Þaö hefði þvi mátt ætla að Alþýðubandalagið, sem teldi sig verkalýðsflokk, hefði krafizt út- varpsumræðna frá Alþingi um kjaramálin, kaupmátt vinnulauna og hinn óleysta hnút á íslenzkum vinnumarkaði. Svo hefði þó ekki verið. Þess í stað hefði Alþýðu- bandalagið valið orkumál í efsta sætið. Það ætti í raun að fá blóm- vönd frá rikisstjórninni fyrir að færa henni þetta tækifæri til að leiða huga alþjóðar frá því, sem mestu máli skipti i dag: launamál- um hinna vinnandi stétta. Eggert sagði tillögu Alþýðu- bandalagsins, sem hér væri til umræðu, almenns eðlis og óljóst orðaða. Hún fjallaði um áætlana- gerð fram til 1990, samtengingu raforkukerfisins, endurskoðun ákvæða orkusölu til álvers, könn- un á virkjunarmöguleikum, bygg- ingu meðalstórra orkuvera og samruna Landsvirkjunar og Lax- árvirkjunar. Flest af þessu væru atriði, sem menn gætu verið sam- mála um, og sumt væri þegar i könnun eða framkvæmd. Hver er þá hin raunverulega ástæða fyrir tillöguflutningnum og útvarps- umræðunni, spurði Eggert. Hún virtist sú breyting, sem á væri orðin, um samstarfsaðila um byggingu járnblendiverksmiðju: Un-ion Carbide, valkostur Alþýðu- bandalagsins, væri úr sögunni, en inn i myndina kominn norskt fyrirtæki og samnorræn fyrir- greiðsla norræna fjárfestingar- bankans. Eggert vék siðan að nauðsyn þess að hlúa vel að og nýta hyggi- lega þá atvinnumöguleika, sem fælust i hefðbundnum atvinnu- vegum þjóðarinnar; til að ná því marki, að tryggja Islendingum öllum atvinnuöryggi og viðunandi afkomu á komandi árum og ára- tugum. Hins vegar yrðum við að gera okkur grein fyrir ástandi fiskistofna okkar í dag og þeirri takmörkun, sem stofnstærð þeirra fylgdi. Til viðbótar nauð- syninni um nægt vinnuframboð, kæmi sú staðreynd, að yfirvof- andi orkukreppa í heiminum væri meir en möguleg áður en langir tímar liðu. Orkuöflun hér heima væri þvi brýn og nauðsynleg, bæði til atvinnusköpunar og til að spara orkukaup erlendis frá. Þetta hefðu þeir Alþýðubanda- lagsmenn viðurkennt, er þeir höfðu frumkvæði um samninginn við Union Carbide um járnblendi- verksmiðju í Hvalfirði, í tengslum við Sigölduvirkjun. Þá hefði það heitið sigur sem nú væri höfuð- synd. Ekki væri þó alveg ljóst, hvað hefði breytzt^vo mjög við tilkomu norsks samstarfsaðila í stað bandarísks. Alþýðuflokkur- inn hefði tekið málefnalega og lýðræðislega afstöðu til þessa máls, þegar ráðherra Alþýðu- bandalagsins hefði lagt það fyrst ffam og leitað eftir stuðningi við það, — og hefði sömu afstöðu enn. Það væri Alþýðubandalagið, sem tekið hefði „kúvendingu" í mál- inu, ekki Alþýðuflokkurinn. Vilhjálmur Hjálmarsson. Stjórnar- frumvarp: Kennara- háskóli r Islands VILHJÁLMUR Hjálmarsson menntamálaráðherra mæiti í gær, í efri deild Alþingis, fyrir stjórnarfrumvarpi til laga um Kennaraháskóla íslands. Ráðherra sagði frumvarpið lagt fram til kynningar — en það myndi endurflutt snemma á næsta þingi, að fengnum um- sögnum og e.t.v. breytt til sam- ræmis við þær. Ilelztu nýmæli frumvarpsins sagði ráðherr- ann þessi: 0 — Kennaraháskólinn skal vera miðstöð visindalegra rannsókna i uppeldis- og kennslufræðum í landinu. 0 — Kennaraskólinn skal annast uppeldis- og kennslu- fræðilega menntun allra kennara á grunnskólastigi og á öllum skólum á framhalds- skolastigi. 0 — Heimilt skal að fela skólanum fullmenntun kennara í þeim greinum grunnskóla, sem kenndar eru i sérskólum við setningu laganna. 0 — Stofna skal til kennslu i uppeldisfræðum til BA-prófs við Kennaraháskóla Islands. Auk þess er heimilt með sam- þykki ráðherra, að efna til framhaldsnáms til æðri próf- gráðu en BA-prófs. 0 — Gert er ráð fyrir að tekið verði upp námseiningakerfi og kveðið á um meginþætti kennaranáms á þeim grund- velli. Valgreinakerfið er gert sveigjanlegra og tekur nú einnig til sérstakra verksmiða í grunnskóla, t.d. byrjenda- kennslu. 0 — Æfingaskólinn skal sinna þróunarverkefnum á uppeldis- sviði í samvinnu við mennta- málaráðuneytið, einkum skóla- rannsóknadeild. Nokkrar umræður urðu um frumvarpið og töldu stöku þingmenn að hyggja þyrfti betur að efnisatriðum ein- stakra greina þess. — Hvers vegna Framhald af bls. 24 áætluninni lýkur (árið 1979), þá skapist meira fjárhagslegt svigrúm fyrir ríkissjóð til að sinna áfram náttúruverndar- málum almennt. Hversvegna nýjan sjóð? Húsfriðunarsjóður er ungur sjóður, sem mjög er fjár vant til hinna fjölmörgu verkefna hans. sem umræddur Þjóðhá- tiðarsjóður samkv. skipulags- skránni, á að hluta til að koma til góða. 100 millj. kr. óskipt framlag til hans nú myndi skapa honum traustan fjárhags- legan grundvöll. Og hversvegna eigum við nú að fara að stofna nýjan sjóð, Þjóðhátiðarsjóð, of- an á aðra sjóði, sem við eigum fyrir til að sinna nákvæmlega sömu verkefnum? Ég fæ með engu móti séð, að það sé „skyn- samleg'1 ráðstöfun, þó að starfs- bróðir minn á Alþingi, hinn mikli fræðaunnandi, Gils Guð- mundss. sé þeirrar skoðunar. Afstaða hans í þessu máli olli mér óneitanlega nokkurri undrun og vonbrigðum, svo ör- uggur talsmaður Þjóðarbók- hlöðu sem hann hefir verið áð- ur á Alþingi. Svona fór með sjóferð þá Þegar áðurnefnd þingsálykt- un var samþykkt á Alþingi árið 1970, var gert ráð fyrir, að byggingu Þjóðarbókhlöðu yrði vel á veg komin á þjóðhátíðar- árinu. En svona fór með sjóferð þá. 1 dag erum við að vona að framkvæmdir hefjist með haustinu og það eru 85 millj. i byggingarsjóði. Heildarkostn- aður er i dag áætlaður 16—1800 millj. kr. ög byggingartími 5 ár að þvi er fram kom i sjónvarps- viðtali við formann byggfngar- nefndar nú á dögunum. Ríkisstjórnin hefur lýst þvi yfir, að hún muni tryggja nægi- lega fjármuni til að halda eðli- legum framkvæmdahraða. Sizt vil ég vantreysta því fyrirheiti né draga í efa einlægan ásetn- ing þar um — og guð láti gott á vita, að batnandi hagur ríkis- sjóðs leyfi 3—4000 millj. kr. árlegt framlag til þessa menn- ingarverkefnis. Ég tók það fram í umræðum á Alþingi, er ég mælti fyrir breyt- ingartill. að ég gerði mér ekki ýkja miklar vonir um, að hún næði fram að ganga eins og allt er í pottinn búið. En ég bað alþingismenn að íhuga vel alla málavöxtu — og ég endurtek það hér og, hvort ekki væri hér kjörið tækifæri fyrir háttv. Al- þingi að bæta nú að nokkru, með táknrænum hætti, fyrir vanefnt þjóðhátíðarheit. ÞINGFRÉTTIR í STUTTU MÁLI Lög um fjölbrautaskóla Kvöldfundir hvern dag Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana. 1 gær voru fundir i báðum deildum Alþingis. 18 mál voru á dagskrá efri deildar — 22 i neðri deild. Klukkan fjögur síðdegis, er gefið var klukkutíma hlé á deilda- fundum, vegna funda í þing- flokkum, hafði neðri deild afgreitt frumvarp um Alþjóða- gjaldeyrissjóð (áður afgreitt í efri deild ) til fjárhags- og við- skiptanefndar deildarinnar og Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra mælt fyrir stjórn- arfrumvarpi um kaup og kjör sjómanna (staðfesting á bráða- birgðalögum frá i sumar; áður samþykkt í efri deild). Auk ráðherra töluðu eftirtaldir stjórnarandstöðuþingmenn: Karvel Pálmason (SFV), Sig- hvatur Björgvinsson (A) og Lúðvík Jósepsson (Abl) og mæltu gegn frumvarpinu. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son mælti i efri deild fyrir með- mælum þingnefndar með stjórnarfrumvarpi um Bjarg- ráðasjóð (afgreitt til 3ju um- ræðu), Ingi Þorsteinsson fyrir nefndaráliti um rikisborgara- rétt (afgreitt til 3ju umræðu), fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um timabundið vörugjald (áður afgreitt i neðri deild), ennfremur fyrir sölu hlutabréfa i islenzku matvæla- miðstöðinni (afgreitt i neðri deild), frumvarp um umferðar- lög var afgreitt til 3ju umræðu, einnig frumvarp um kjara- samninga starfsmanna rikis- banka. Albert Guðmundsson mælti fyrir frumvarpi sínu um að setja Innkaupastofnun ríkis- ins þingkjörna stjórn. Mennta- malaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um Kennaraháskóla íslands. Frum- varp um sauðfjárbaðanir var sent til neðri deildar með minniháttar breytingu. Reiknað var með fundum í báðum deildum síðdegis og i gærkveldi og voru fjölmörg málanna á dagskrá óafgreidd. Lög um f jöl- brautarskóla Þá samþykkti efri deild endanlega (sem lög frá alþingi) stjórnarfrumvarp um heimild til að stofna fjölbrautaskóla. Þau fela m.a. í sér, að „iðnnám fari eftir námskrá, sem sett er af menntamálaráðuneyti samkv. lögum um iðnfræðslu, og skal þar kveðið á um sam- starf atvinnulifs og skóla, sem annast iðnfræðslu. Um atvinnu- réttindí þessara nemenda að námi loknu gilda sömu ákvæði og-um aðra iðnnema. — Heimilt er menntamálaráðuneytinu í samráði við eitt eða fleiri sveitarfélög að éfna til fjöl- brautaskólahalds með því fyrir- komulagi sem l.ög þessi gera ráð fyrir með stofnun nýrra skóla eða með sameiningu tveggja eða fleiri skóla. Skipting stofn- kostnaðar fari eftir samkomu- lagi fjárhagsaðila skólans og miðist við stofnkostnaðarskipt- ingu í gildandi lögum um þá skólaþætti er falla undir fjöl- brautaskóla á hverjum stað. Samningur um stofnun fjöl- brautaskóla skal háður sam- þykki fjármálaráðuneytis. 1 ákvæði til bráðabirgða segir: Lagaákvæði þessi raska ekki þeim samningum, sem þegar hafa verið gerðir um stofnun og rekstur fjölbrautar- skóla í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavik. Stjórn Bruna- málastofnunar Félagsmálaráðherra hefur lagt fram eftirfarandi breyt- ingartillögu við frumvarp til laga um brunavarnir og bruna- mál: Ráðherra skipar sex manna stjórn brunamálastofnunar- innar til fjögurra ára i senn. Hann skipar án tilnefningar formann hennar, einn ntann eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn eftir tilnefningu Reykjavíkur- borgar einn eftir tilnefningu Landssambands slökkviliðs- manna og tvo menn eftir til- nefningu Sambands íslenskra tryggingarfélaga. Stjórnin skal hafa eftirlit með rekstri og starfsemi brunamálastofnunar- innar. Ráðherra ákveður þókn- un stjórnarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.