Morgunblaðið - 28.04.1977, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1977
33
utan skólatíma. Öll blekking í
þessum málum er óþörf.
Sem betur fer er ástand i
þessum málum tiltölulega gott
hér um slóðir.
Eru kennsluhættir við skól-
ann í nokkru frábrugðnir því
sem vanalegt er í skólum?
Á því er tæplega orð gerandi.
Við höfum nokkur undanfarin
ár kennt yngstu börnunum i
nokkuð opnu formi þ.e.a.s. án
rígbundinnar bekkjarskipunar.
Þannig höfum við nýtt okkar
kennslukvóta betur og skapað
jafnframt meiri sveigjanleik i
starfinu.
Næsta haust er fyrirhugað að
breyta í nokkru kennsluháttum
i 7.—9. bekk á þann veg að
rjúfa í nokkru hefðbundna
bekkjarskipan, veita aukna val-
möguleika i þvi skyni að veita
nemandanum meira frelsi um
nám, og reyna að sinna þörfum
einstaklingsins betur.
Tilraun þessi er gerð í sam-
vinnu við skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytisins og er
á undirbúnignsstigi.
Ilvert er viðhorf þitt til leng-
ingar skólaskyldunnar og e.t.v.
vaxandi þrýstings um lengingu
skólaársins?
Þetta er mjög vandasöm
spurning. Níu ára samfelldur
grunnskóli er þegar orðin stað-
reynd. Hvar setja á mörkin um
skólaskylduna er hins vegar
meira vandamál. Ef við gætum
treyst því, að allir foreldrar og
forráðamenn barna í landinu
væru þess umkomin að haga
menntun og uppeldi barna
sinna á þann hátt, er þeim væri
fyrir beztu, væri svarið auðvelt,
engin skólaskylda. Fáir munu
gefa sér þessa forsendu. Þá er
það ráðamanna í menntamálum
að reyna að tryggja hverjum
einstaklingi þá undirstöðu, er
veiti honum sem fjölþættasta
möguleika til lífs og starfa í
þessu þjóðfélagi. Þeim er nokk-
ur vandi á höndum. Raunar
leggjum við oftast einhliða mat
á orðið skólaskylda. Orðið
skólaskylda þýðir þó bæði
skylda einstaklings til að sækja
skóla og skylda þjóðfélagsins
við einstaklinginn varðandi
skólagöngu. Síðari túlkunin er
okkur þó ekki eins töm.
Skyldur þjóðfélagsins ber
okkur tvímælalaust að rækja.
Mér er hins vegar til efs, að
skyldu einstaklingsins til skóla-
sóknar beri að auka frá því sem
nú er, þó mér séu ýmiss rök
ljós, er að því hnfga. Gegn því
standa önnur jafngild.
Hvað viðvikur lend skólaárs-
ins, hef ég mun skýrari svör. Sé
tekið tillit til mismunandi um-
hverfis og aðstæðna í þjóðfélag-
inu, er breytileg lengd skólaárs-
ins ekki óeðlileg.
Vandamál uppeldis í þéttbýl-
inu aukast með ári hverju, skól-
inn starfar í 9 mánuði, foreldr-
arnir vinna úti allt árið um
kring, hverjir eiga að annast
börnin?
Sveitir landsins búa enn við
þá aðstöðu að geta veitt börnun-
um fjölbreytt viðfangsefni á
sumrum og þar eru þau til
engrar óþurftar.
Ef svo þróast mál t.d. í þétt-
býlinu, að skólaárið verði enn
lengt, er að minu mati nauðsyn-
leg forsenda, að viðurkenna
skólann sem afþreyingar- og
vörslustað, því að það er sú
hliðin, sem upp snýr í ásókn-
inni í lengdan skóla en ekki
hin, er að fræðslunni lýtur.
Þegar þetta er viðurkennt
getum við talað sama máli. Þá
verður líka skemmri skóla-
ganga í strjálbýli um leið sjálf-
sögð og eðlileg. Við látum tíð-
rætt um nauðsyn tengingu skól-
ans við atvinnulífið. Fyrir þeim
þætti ætti að vera bærilega séð
í strjálbýlinu að svo miklu leyti
sem aðstæður leyfa.
Kennsluskyldan
Mig langar sérstaklega að
ræða vikulegan starfstima
kennara og nemenda, en hann
tel ég alltof langan.
Kennarasamtökin hafa árum
saman barist fyrir lækkun
kennsluskyldu, sem er lengri
hérlendis en annars staðar í
nágrannarikjum, enda öllum
skólamönnum ljóst, að brýnasta
verkefnið i skólunum er bætt
gæöi kennslunnar, og breyttir
kennsluhættir, sem krefjast
mikils undirbúningsstarfs af
hálfu kennaranna. Til þess að
svo geti orðið, þarf að minnka
það óheyrilega vinnuálag, sem
flestir kennarar búa við í dag.
Þetta er i beinum tengslam við
annað, jafn brýnt mál, þ.e.a.s.
minnkað vinnuálag nemenda.
Nemendur t.d. í 7. og 8. bekk
grunnskóla hafa i dag 38
stunda kennslu á viku auk
heimanáms, félags og tóm-
ustundastarfa auk þess tima, er
í milliferðir er varið og til per-
sónulegra þarfa. Þessi langa
vikulega skólaseta nýtist örugg-
lega ekki sem skyldi, nemendur
eru orðnir þreyttir i e.t.v. 7. eða
8. tíma dagsing fá ekki það út
úr sinni skólavist, er þeir annar
gætu.
Kennarar hafa ekki fengið
lausn sinna mála á grundvelli
þess kostnaðar er ætla má, að
því fylgi. En skyldi fjármagni
því, er varið er til þessarar
maraþonkennslu nú vera varið
af skynsemi? Þvi vil ég svara
neitandi. Við eigum auðveldan
leik á borði með aö létta vinnu-
álagi af bæði nemendum og
kennurum með þvi að stytta
kennslutimann um ca 15 af
hundraði eða um 5—6 stundir á
viku og mæta á þann hátt að
kostnaðarlausu fyrir ríkissjóð
réttmætum og skynsamlegum
kröfum beggja aðila.
Sérmenntun
kennara
Grunnskólinn stendur
frammi fyrir öðru feiknalegu
vandamáli, sem er skortur á
sérmenntuðu fólki til kennslu i
ýmsum höfuðgreinum svo sem
tónmennt, mynd og hand-
mennt, svo alvariegustu dæmin
séu tekin.
í 'tækifærisræðum forsvars-
manna i menntamálum hefir
verið vinsælt að lauma nokkr-
um orðum um nauðsyn aukinn-
ar verkmenntunar í skólum.
Reynslan hefir hins vegar orðið
sú, að heldar hefir verið skert-
ur sá tími á viðmiðunarskrá
skólanna, er til þessara þátta er
varið. Þar er þó aðeins hálf
sagan sögð, því hitt er jafnvel
enn alvarlegra, að ekkert hefir
verið gert til að bæta úr þeim
brýna skorti á kennurum í þess-
um greinum, sem nú ríkir, jafn-
vel á þéttbýlisstöðum.
Flestir skólar a.m.k. á lands-
byggðinni notast hér við ófag-
lært fólk oft prýðisfólk, sem
gerir sitt bezta til að leysa sín
verkefni af hendi. Ég get auð-
vitað ekki mælt með því að rétt-
indalausu fólki sé beitt ómælt í
skólana, en ef það er fyrirsjáan-
legt, að nýtá þarf slíkt fólk á
næstu árum t.d. i þeim greinum
sem ég hefi nefnt, er það skylda
þeirra, er fyrir menntun kenn-
ara sjá, að gefa þessum ein-
staklingum kost á verulegu
námi. Námsstjórinn í mynd og
handmennt tjáir mér, að síðan
1958 hafi aðeins 92 smíðakenn-
arar útskrifast með réttindi,
þar af séu um 60 í kennslu, en
um 240 skólar þarfnast slíkra
starfskrafta, og sumir margra.
Sumir þeirra, er útskrifast hafa
vinna því önnur, líklega betur
launuð störf, þar sem menntun
þeirra nýtist. Þetta er sorgar-
saga. Ekki er ástandið betra í
myndíðinni. Síðan 1953 munu
innan við 100 kennarar hafa
útskrifast með teiknikennara-
réttindi. Ekkr er fullljóst hve
margir eru f þeim störfum, en
talið er að utan þéttbýlissvæð-
anna séu aðeins 14 slíkir starf-
andi.
Tónmennta-
kennslan
Þetta eru uggvænlegar tölur,
Kennari og nemendur að störfum
-
en því miður réttar. Allir
þekkja ástandið i tónmenntar-
málunum, ekki er það öllu
betra.
Hver yrðu viðbrögð fræðslu-
yfirvalda og þeirra, er annast
menntun kennara, ef fjölmarg-
ir skólar stæðu uppi án þess að
geta kennt greinar eins og t.d.
ensku, reikning eða annað þess
háttar. Líklega yrði þess getið i
fréttum. Þvi miður búum við
enn við rótgróið vanmat á gildi
hinna ýmsu námsgreina skól-
anna, og litlar úrbætur virðast
á næsta leiti.
Að visu er handmennta-
kennsla innan Kennaraháskól-
ans, sem val, en mjög óljóst er,
hvort þeir kennarar skila sér út
í skólana til kennslu í þessum
greinum, og fram til þessa
munu fáir hafa lagt stund á þau
fræði.
Af því ég drap á tónmennta-
málin og hef getið þess, að hér
við skólann sé starfandi tónlist-
ardeild, finn ég mig knúinn að
ræða þau mál frá minu sjónar-
horni.
Gert er ráð fyrir, að þegar um
tónlistarnám t.d. hljóðfæra-
kennslu sé að ræða, sé hún
framkvæmd í sérstökum tón-
listarskólum sbr. lög um tónlist-
arskóla frá 23. maí 1975.
Þar sem slíkir skólar eru fá
þeir 50% af launum kennara
greidd úr rikissjóði.
Að fenginni reynslu, tel ég að
á smærri stöðum sé mun hag-
kvæmara að slík kennsla teng-
ist grunnskólanum, sé undir
sömu stjórn, noti sama húsnæði
o.s.frv., og ráði sérstaka tónlist-
arkennara, er annist kennsluna
á sama hátt og við t.d. ráðum
íslenskukennara eða hvern
annan starfsmann skólanna.
Þannig má spara rekstrarkostn-
að, og um leið auðvelda nem-
endum að stunda slikt nám.
Eins og nú horfir, er slíkt
ekki framkvæmanlegt, þ.e.a.s.
ríkið greiðir ekki slíkan kostn-
að. Það verður að stofna tónlist-
arskóla, jafnvel þó slíkt sé bæði
dýrara fyrir ríki og sveitar-
félög. Brýna nauðsyn ber til að
breyta þessum lögum og gera
þeirn skólum, er þess óska
kleyft að stárfrækja tónlistar-
deild, með þátttöku ríkissjóðs
með hliðstæðum stuðningi og
um tónlistarskóla væri að ræða,
enda fullnægi þeir skilyrðum
um kennslukrafta og fylgi
námsskrám þar að lútandi.
Skora ég á velviljaða og skyn-
sama alþingismenn að flytja
breytingartillögu við fyrr-
greind lög hið bráðasta, svo úr
þessu verði bætt hið fyrsta.
Nú hafa miklar umræður orð-
ið um breytta tilhögun grunn-
skólaprófa og margt f kringum
það spunnist.
Hvert er álit þitt á þessum
málum?
Ég vil í fyrsa lagi vara við
öllum æsifréttaflutningi svo og
hverri umræðu um jafn viða-
mikil og flókin málefni, sem
ekki er byggð á traustri undir-
stöðu. Þeir sem um slik málefni
fjalla, þurfa að hafa kynnt sér
rækilega allar forsendur breyt-
inganna og gert sér glögga
grein fyrir þeim áhrifum, er
þær hafa í för með sér.
Hitt má til sanns vegar færa,
að nú, eins og svo oft áður,
þegar um skólamál er að ræða,
hefir þeim ekki verið nægur
gaumur gefinn og þess ekki
gætt að kynna breytingar og
kennslutilhögun skólanna fyrir
almenningi m.a. með því að
nota fjölmiðla í auknum mæli.
Þessvegna á sér oft stað grund-
vallar misskilningur, þegar á
breytingarnar reynir. Ég er því
mjög fylgjandi að draga úr því
prófafargani, sem hefir tröllrið-
ið skólunum vor hvert, einkum
á þetta við um próf í yngri
bekkjum skólanna.
Einkunnir
Eins og fram kemur í bréfi
frá ráðuneytinu frá í des. sl., er
ætlast til að skólarnir gefi eink-
unnir í heilum tölum frá 1—10
í öllum bekkjum grunnskóla
frá 1.—8. bekk og i 9. bekk (á
grunnskólaprófi) í öðrum
greinum en þeim er samræmd
próf eru haldin í, sem eru fjór-
ar greinar. Jafnframt er gert
ráð fyrir, að skólarnir hafi
frjálsar hendur um að gefa um-
sagnir i 1—7. bekk í stað eink-
unna í tölum, og raunar mælt
með þeirri tilhögun.
Margir skólar hafa farið
þessa leið mörg ár m.a. höfum
við smám saman dregið úr
fyrirgjöf i tölum i yngri
bekkjum, en tekið í þess stað
upp námsmat á breiðari grund-
velli. Með sliku taka skólarnir á
sig meiri ábyrgð og fyrir starfs-
lið skólanna þýðir það meiri
vinnu, og krefst samvinnu allra
þeirra, er með nemendum
starfa í skólanum.
Skólinn er vinnustaður nem-
enda, og líkt og á öðrum vinnu-
stöðum þarf að fylgjast með
hvern árangur starfið ber. Það
þarf að meta sem flesta þætti
starfsins, ekki eingöngu hverju
nemandinn kann að koma frá
sér á einhverju ákveðnu prófi,
þvi á slíkum prófum kemur
margt fleira til greina, er ræður
úrslitum um árangurinn en
þekking namandans, og þaðan
af siður hvert gagn hann hefir
haft á náminu t.d. eiga nemend-
ur mjög misjafnt með að tjá sig
hvort heldur sem er á skrifleg-
um eða munnlegum prófum.
Leggja þarf sem nákvæmast
mat á störf nemandans í skólan-
um, vinnubrögð, ástundun og
viðhorf nemandans. Að sjálf-
sögðu þarf svo að hafa í huga
hlutverk og markmið grunn-
skólans að leiðarljósi.
Námsmat
Fyrir skólana sjálfa er náms-
matið e.t.v. ekki þýðingar-
minnst. Skólunum er nauðsyn-
legt að gera sér sem gleggsta
grein fyrir hvert stefnir, hvar
úrbóta sé þörf o.s.frv. i keppni
að þvi marki að veita hverjum
einstaklingi sem besta fræðslu
og uppeldi, hverjum eftir hans
þroska of færni.
Þar sem grunnskólinn er sem
næst skyldunámsskóli, finnst
mér jafnframt eðlilegt, að sem
flestir fái tækifæri til fram-
haldsnáms að lokinni dvöl i
grunnskóla, og grunnskólinn
stefni fyrst og fremst að því að
veita haldgóða almenna mennt-
un, en minna sé hugsað um
sérhæfingu innan hans. Að
sjálfsögðu verður það þá verk-
efni framhaldsskólanna að
beina nemendum inná ákveðn-
ar brautir eftir að þangað er
komið. Grunnskólinn þarf hins
vegar að veita i auknum mæli
leiðbeiningar um starfsval og
þá möguleika, er biða að loknu
grunnskólanámi og hverjar
kröfur hinir ýmsu skólar gera
til sinna nemenda.
Við stærri skóla þyrfti bein-
línis að hafa skólaráðgjafa, er
hefði slíkt hlutverk með hönd-
um.
Ég tel að með núverandi
fyrirkomulagi einkunnagjafar
á samræmdum prófum í 9. bekk
grunnskóla, þ.e.a.s. hinni um-
deildu hlutfallsgjöf, sé tiltölu-
lega rúmur stakkur sniðinn og
tiltölulega fáirnemendur lokast
leiðin, mun færri en áður var.
Menntakerfi b.vggt á
íslenskri reynslu
Að sjálfsögðu þýðir þetta, að
framhaldsskólarnir þurfa að
aðlaga sig breyttum háttum. Þá
ber þess að geta, að sú viðmið-
um, er hér er höfð er hreint
ekki byggð á hugmyndum
neinna „erlendrar hugmynda-
fræði" heldur á langri inn-
lendri reynslu.
Ég held þvi miður, að gamla
„kommukerfið" þar sem skilið
var á ntilli mannatil framhalds-
Framhald á bls. 39
■
1