Morgunblaðið - 28.04.1977, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28, APRÍL 1977
39
— Engin samstaða — Ræða borgarst jóra
Framhald af bls. 17. ^
ekki staðizt. Ég nefni t.d. höfnina, hafnarsvæðið, og
þær áætlanir, sem uppi eru um mikla fjölgun atvinnu-
tækifæra þar með aukningu á hvers konar útgerðar-
starfsemi og alls kyns þjónustustarfsemi í tengslum
við útveginn. Þar hljóta að skapast verulega mörg ný
atvinnutækifæri I borginni. Ég minni á Háskólann,
sem er inni á þessu svæði, háskóli í örri uppbyggingu,
sem hlýtur að skapa mörg ný atvinnutækifæri. Ég
minni á Landspítalann, sem er ennfremur í mikilli
uppbyggingu og að því er stefnt, að þar byggist mun
meira magn, og auðvitað hljóta að koma þar mörg ný
atvinnutækifæri. Ég minni reyndar líka á
Borgarspitalann, þó að hann sé austan við Kringlu-
mýrarbraut, þ.e. starfsemi, sem er i örri uppbyggingu
og hlýtur að skapa ný atvinnutækifæri. Þessar stofn-
anir og þessi svæði, sem þeim eru tengd, nefni ég
aðeins til þess að sýna, að það er fráleitt að ætla sér
með markvissum aðgerðum að draga úr vexti nýrra
atvinnutækifæra inni á þessu svæði. Þar eru komnar
slikar kjarnastofnanir, sem eru mikilvægar fyrir þjóð-
félagið og borgarsamélagið, að að þvi ber að stuðla, að
þær geti haldið sinum eðlilega vexti. Það ber jafn-
framt að stuðla að því, að framkvæmdir geti átt sér
stað á þeim svæðum, sem sérstaklea eru ætluð sem
framkvæmdasvæði, og þar geti vaxið upp bæði at-
vinnustarfsemi, svo og að þar geti komið nýjar íbúðir,
sem fólk geti fest sér búsetu i.
Þessi markmið og þessa þróun verður að horfast i
augu við. Ef ekki á að stuðla gagngert að hægfara
dauða miðbæjarins verður að grípa til ráða eins og
þeirra, sem þetta aðalskipulag gerir ráð fyrir.
Auðvitað verður að horfast i augu við þá þróun og það
verður að haga umferðarkerfi borgarinnar þannig, að
hún geti átt sér stað. En menn mega ekki vera svo
skammsýnir að einblína á umferðarkerfið i þessu efni,
og láta það leggja grundvöll að skipulagningu.
Umferðarkerfið verður að þjóna þeim markmiðum,
sem við viljum stefna að, og þess vegna finnst mér sú
kenning Alþýðubandalagsins, að vegna þess, að þetta
muni hafa í för með sér aukna umferð inn á svæðið og
þar með aukin umferðarmannvirki, að þá beri að
leggja þessa tillögu til hliðar. Þessi kenning finnst
mér vera röng.
Andvígur
stöðvunarstefnu Atþbl.
Sannleikurinn er sá, að í öllum þeim borgum, þar
sem ég þekki til a.m.k., — ég reikna með að sama megi
segja um flesta þá borgarfulltrúa, sem hér eru inni, —
i öllum þeim borgum, þar sem tekizt hefur að skapa
miðbæjarkjarna, sem dregur fólk til sín, þannig að þar
er litríkt mannlíf. 1 öllum þeim borgum er tiltölulega
há nýting og þétt byggð i kringum slíka kjarna. Við
skulum taka nærtækasta dæmið, sem við þekkjum,
Kaupmannahöfn. Þegar við komum til Kaupmanna-
hafnar, liggur leið okkar flestra i gegnum Strikið,
þ.e.a.s. þær götur sem liggja milli Ráðhústorgsins og
Kóngsins Nýjatorgs, Þar finnst okkur vera skemmti-
legt mannlif. Þangað kemur fólk hvaðanæva að, bæði
ferðamenn og ekki síður þeir, sem borgina byggja. En
ef við skoðum þessa götu, þá er byggt við hana hús,
4—6 hæðir, og þar er þétt byggð, og þar er mikil
nýting. Sama má segja um aðalmiðbæjarsvæðið i Oslo,
svæðið í kringum Karl Jóhanns-götu þar er það sama
uppi á teningnum. Þetta eru dæmi, sem ég nefni en
þau mætti taka ótal fleiri, t.d. úr mörgum borgum
bæði í Þýzkalandi og Englandi. Það er einkenni
þessara svæða, að þau draga fólk til sin, þar á fólk völ
á fjölbreyttri þjónustu i ýmsu formi, og þangað
safnast menn til að reka sin erindi, en e.t.v. ekki siður
til að sýna sig og sjá aðra og njóta þess að vera innan
um fjölmenni. En til þess að geta skapað slíka kjarna,
slikt miðbæjarlif, sem mörgum finnst eftirsóknarvert,
þarf að byggja þétt og taka afleiðingunum, sem það
hefur fyrir umferðarkerfi borganna.
Mér finnst alltaf, að borg, sem vanti líflegan
miðbæjarkjarna, að sú borg sé sálarlaus. Við myndum
drepa sálinsa úr Reykjavik, ef við reynum ekki að
snúa þeirri þróun við, sem undanfarið hefur gert vart
við sig, að því er snertir miðbæinn i Reykjavík.
Þess vegna er ég á móti tillögu Alþýðubandalagsins.
Ég er á móti þeirri stöðvunarstefnu, sem þar kemur
fram. Sú stefna myndi hafa i för með sér hægfara
dauða fyrir miðbæinn. Sú stefna myndi draga sálina
úr miðborg Reykjavikur og þar með borginni í heild.
Umferðarkerfið
1 þeim tillögum sem hér liggja nú fyrir um um-
ferðarkerfi borgarinnar, eru allmiklar breytingar frá
þvi sem gildir um umferðarkerfi, samkv. aðalskipu-
laginu frá 1965. Allar þær breytingar, sem nú eru
lagðar til, eru til bóta, áð mínu mati, og í þeim
breytingum er mjög komið til móts við ýmis um-
hverfissjónarmið, sem eiga vaxandi fylgi að fagna,
einkum varðandi umferðaræðar um og við gamla
miðbæinn. Niður er felld framlenging Suðurgötu yfir
Grjótaþorp, svo og sú gata, sem gert var ráð fyrir að
hefði mikinn umferðarþunga og átti að liggja um
Túngötu, Kirkjustræti, upp Amtmannsstíg og upp i
Grettisgötu. Þá er gert ráð fyrir frestun brúar yfir
Geirsgötu a.m.k. þetta skipulagstímabil.
í þeim tillögum, sem hér nú liggja fyrir, er ekki
tekin afstaða til hinnar umdeildu Fossvogsbrautar,
þ.e.a.s. lega hennar er sýnd á umferðarkerfinu, enda
sjálfsagt að ekkert sé framkvæmt, sem spilli fyrir því
að hún gæti komið, ef nauðsyn ber til, en hún stendur
inni með þeim fyrirvara, að endanleg ákvörðun um
hana verður tekin i samráði við Kópavog, samkvæmt
sérstökum samningi, sem gerður var við Kópavog um
það mál fyrir nokkrum árum. Vafalaust mun taka
einhvern tíma að komast að sameiginlegri niðurstöðu
um það efni, enda bráðliggur ekki á þeirri fram-
kvæmd, né öðrum ráðstöfunum, sem kæmu í stað
hennar, ef hún félli út.
Afstaða Alþýðubandalagsins í þessu máli er eins og
reyndar um ýmsa aðra þætti skipulagsins, að þar er
gerð tilraun til að einfalda vandamálin allt of mikið
fyrir sér. Grunntónninn í málflutningi og afstöðu
Alþýðubandalagsins varðandi aðalumerðarkerfið er sá
að um sé að ræða tvo valkosti varðandi umferðina,
þ.e.a.s. annars vegar almenningsvagna eða hins vegar
einkabíla. Og þessa valkosti eigi báða að skoða og
sfðan megi velja og hafna, eins og Sigurjón Pétursson,
borgarfulltrúi, komst að orði i grein.sem hann skrifaði
i Þjóðviljanum 13. marz s.l., og reyndar hefur þessi
skoðun endurspeglast í málflutningnum hér í dag.
Sannleikurinn er sá, að þvi fer fjarri, að málið sé svo
einfalt. Auðvitað verður að gera ráð fyrir því, að báðir
þessir kostir séu fyrir hendi. Reynslan er ótvírætt sú,
hvert sem leitað er, að með batnandi efnahag þá er
einkabillinn ein af þeim lifsgæðum, sem menn
:^ekjast eftir að njóta. Það sýnir reynslan hér. Fjölgun
einkabíla hefur verið með miklum hraða undanfarin
ár og sama er annars staðar. Þegar menn hafa eignast
sinn bíl, þá vilja menn nota hann, ekki aðeins sem
tæki til þess að fara út úr bænum um helgar og í
frítimum, heldur einnig til praktiskra nota að og frá
vinnustað og til ýmis konar erinda, sem menn þurfa að
fara innan borgarinnar. Þetta atriði verða menn að
horfast i augu við.
Á hinn bóginn er ljóst, að innan borgarinnar verður
að vera gott almenningsvagnakerfi einnig. Og ég er
sammála því að almenningsvagnakerfið sé það gott, að
menn noti það, t.d. til að fara að og frá vinnu, frekar
en að nota sinn bíl. T.d. væri það mjög æskilegt, að
þeir, sem stunda vinnu hér í miðborginni, þar sem
ekki er um of mörg bílastæði að ræða, að þeir fari
frekar í almenningsvögnum í sína vinnu og noti þá
siðan heim aftur. Og sannleikurinn er sá, að
almenningsvagnakerfið i borginni er það gott nú í dag,
að ef menn kjósa þennan kostinn eiga þeir kost á góðri
lausn á sinum umferðarmálum. Hugsunarháttur
manna er hins vegar enn sá að nota frekar sinn bíl, þó
að ég hyggi, að það sé að breytast i einhverjum mæli.
Reynslan sýnir, að hversu fullkomið almennings-
vagnakerfi, sem menn eiga völ á, þá reyna menn í eins
ríkum mæli og mögulegt er að nota sinn einkabíl. Ég
minnist þess t.d. þegar ég ásamt borgarráðsmanni
Sigurði Péturssyni var i Moskvu. Þá skoðuðum við
almenningsvagnakerfi í Moskvu, sem ég tel vera eitt
það fullkomnasta, sem völ er á, a.m.k. hef ég ekki séð
fullkomnara almenningsvagnakerfi í nokkurri borg.
Þrátt fyrir þetta er mikil eftirsókn í Moskvu eftir þvi
að kaupa sér bifreið. Bifreiðaeign borgarbúa hefur
hins vegar verið haldið niðri með valdboði. Það er
ekki leyfilegt að kaupa bil, nema að fá til þess sérstakt
leyfi stjórnvalda. Og þegar auglýst er, að slik leyfi
verði veitt, þá myndast langar og strangar biðraðir við
þá staði, þar sem slik leyfi er hægt að fá. Við Sigurjón
Pétursson vorum líka næstum því orðnir of seinir i
Bolshoi-leikhúsið, þegar okkur var boðið þangað.
Ástæðan fyrir því var sú, að umferðaröngþveiti var
svo mikið i námunda við leikhúsið. Allir kepptust um
það að komast sem næst dyrunum á sínum einkabíl-
um, þrátt fyrir það, að á næstu grösum var biðstöð, þar
sem almenningsvagnar komu næstum þvi úr öllum
borgarhlutum i námunda við leikhúsið. Við getum lika
tekið annað dæmi. Þegar olíukreppan stóð sem hæst í
Sviþjóð minnkaði notkun einkabíla mjög. Það merki-
lega var þó að notkun almenningsvagna jókst mjög
lítið. Menn leituðu annarra úrræða.
Þannig að þvi fer fjarri að unnt sé að leggja málið
fyrir sér á jafn einfaldan hátt og þeir Alþýðubanda-
lagsmenn gera. Ég held, að sú stefna.sem skipulags-
nefnd hefur mótað í sínum tillögum, sé skynsamleg,
en nefndin telur, að gott gatnakerfi sé forsenda góðra
fólksflutninga í borginni, hvort sem þeir fari fram
með einkabíl eða almenningsvögnum, og ber að sam-
ræma þarfir þeirra við skipulagningu. Þess vegna er
sú tillaga, sem Alþýðubandalagið flytur hér, þess efnis
að fela stjórn S.V.R. að gera rækiiega áætlun um
fjölgun farþega S.V.R. miðað við að fjölgun verði 50%
á 5 ára tímabili og skulu tilgreindir þeir nýir hópar
fólks, sem aukningin á einkum að ná til, auk magns og
tegundar nauðsynlegrar fjárfestingar í þessu skyni.
Þessi tillaga er að minu mati alveg út I hött og sýnir
ótrúlega grunnhyggni, að ætla sér að unnt sé að
skipuleggja málin á þennan veg og ber vott um þá trú,
sem Alþýðubandalagið hefur á þvi að unnt sé að
skipuleggja lif og athafnir fólks, jafnvel niður i
smæstu smáatriði með aðgerðum valdhafa.
Því hefur verið haldið fram, að umferðarkerfi til-
lögunnar hafi i för með sér mikla skattlagningu á
borgarbúa — 7 milljarða króna á skipulagstimabilinu.
Jafnframt hefur því verið haldið fram, að lítið sem
ekkert hafi verið gert í stofnbrautar- og tengibrautar-
framkvæmdum.
Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum i þessu
sambandi:
1. Gatnakerfi þessarar tillögu er umfangsminna en
gatnakerfi skv. núgildandi aðalskipulagi. Dregið er úr
í mörgum greinum frá því sem nú gildir.
2. Gatnadeild hefur reiknað til núvirðis þær fjár-
veitingar, sem á árunum 1962—1976 hafa farið í þessi
umferðarmannvirki. — Samtals um 4 milljarðar
króna.
Alþýðubandalagið stóð að núgildandi aðalskipulagi.
Alþýðubandalagið stóð að samþykkt þess umfangs-
mikla umferðarkerfis sem nú er i gildi. Voru stéttar-
átökin eitthvað minni þá, að dómi Alþýðubanda-
lagsins, eða skörpu stéttarandstæður eitthvað minni.
Nei. Þá voru raunsærri forystumenn. Menn sem stóðu
báðum fótum á jörðinni og þurftu ekki að hjúpa
vanmátt sinn í skipulagsmálum með gömlum upphróp-
unum og slagorðum.
— Umhorf
Framhald af bls. 33
náms t.d i menntaskóla þar sem
sá sem fékk 5.9° varð að hætta
en hinn sem fékk 6.0 komst
áfram hafi ekki verið það
ágæti, að þess beri stórlega að
sakna. Þar held ég að ein-
staklingnum hafi oft verið
rangt gert, og líklega verður
erfitt að finna nokkurn algild-
an, mælikvarða á manneskjuna
hvort sem er í tilliti til náms
eða annarra starfa í þjóðfélag-
inu, hvaða aðferðum svo sem
verður beitt.
Einstaklingurinn er
þýðingarmikill
hlekkur
Einstklingurinn verður alltaf
að treysta á sjálfan sig, gera sitt
bezta, og þá nær hann því
marki, sem þroski hans leyfir,
a.m.k. ef þjóðfélagið heldur
leiðunum hæfilega opnum.
Ef til vill er það okkar aðal
meinsemd i þjóðfélaginu í dag,
að við gerum vaxandi kröfur til
samfélagsins á sama tima sem
við viljum sem minnst til þess
leggja. Eins og áður held ég, að
ekkert bjargi þessu litla samfél-
agi nema atorka einstaklings-
ins, og að hann finni sin þörf og
skilji að hann er þýðingarmikill
hlekkur í þessari litlu keðju.
Stundum heyrast raddir um, að
ekki megi treysta á mennta-
menn sem hlotið hafa sina
menntun erlendis og miði að-
gerðir sinar við þá þekkingu, og
hugmyndir er þeir hafa þar
fengið og taki þær siðan full
hráar upp í okkar samfélagi. En
mér er spurn. Hvert eiga is-
lendingar að sækja sínar hug-
myndir og sína menntun í upp-
eldis og fræðslumálum?
Og hverjir eiga þá að leiða
skólana i okkar ört breytilega
þjóðfélagi?
Vantar fé til
skólarannsókna
Hjá skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytisins og i
störfum hinna ýmsu fagnám-
stjóra eru að mínu mati allt
hinir hæfustu skólamenn, flest-
ir með haldgóða þekkingu á is-
lenskum skólamálum og
reynslu af skólastarfi.
Ég tel, að eftir að sú starfs-
semi hófst hafi orðið miklar og
jákvæðar breytingar á störfum
skólanna, þó að starfssemin
hafi því miður allt of litið fé til
ráðstöfunar, og geti því ekki
unnið nærri þvi eins mikið I
þágu skólanna eins og vert væri
og brýn þörf er á.
Við virðumst ekki hafa nokk-
urt fé til að framkvæma brýnar
rannsóknir I þágu íslenska skól-
ans, og höfum tiltölulega litlar
upplýsingar eða mat á störfum
hans um áratugi. Það er ekki
fráleitt að vikja í þessu sam-
bandi að fréttabréfi mennta-
málaráðuneytisins nr. 21 bls.
3—5, þar sem beiðni mennta-
málaráðuneytisins til alþingis
um fjárveitingu til þriggja að-
kallandi verkefna i skólamálum
er með öllu hafnað m.a. fjár-
magni til rannsókna á áhrif
lengri eða skemmri skólaskyldu
á nemendur og þjóðfélagið,
mál, sem alþingi sjálft deildi
hart um árið 1974, við sam-
þykkt grunnskólalaganna, og
endurskoða á af sama aðila vor-
ið 1978 eða eftir rúmt ár. á
meðan við veitum litlu sem
engu fjármagni til innlendra
rannsókna á sviði skólamála, er
hastarlegt að deila á menn sem
nota sér reynslu grannþjóða
sem stuðning i baráttu sinni
fyrir bættu ástandi í íslenskum
skólamálum.
Að lokum
Ég er sá bjí.rtsýnismaóur, að
vona að með skynsamlegum
vinnubrögöum takist okkur að
bæta skólann á komandi árum,
gera hann sveigjanlegri með
betra innra skipulagi, þar sem
höfuðáherzlan er lögð á mann-
inn sem einstakling, virkan og
ábyrgan þátttakanda i lýðræðis-
legu þjóðfélagi.