Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 0 AFLAHÆSTI báturinn á netavertlðinni, sem nú er að ijúka, er Höfrungur III. ÁR 250 frá Þorlákshöfn, 280 tonna bát- ur og hefur hann fengið alls 1012 tonn frá áramótum. Næst- ur er Jðn á Hofi með tæp 900 tonn. Skipstjóri á Höfrungi III, er Þorleifur Þorleifsson og hitti blm. Mbl. hann stuttlega að máli ( gærdag, en báturinn hafði komið úr síðasta róðrin- um þá um morguninn. Þorleif- ur var í fyrstu spurður að því hvar hann hefði fengið þennan afla: — Við höfum haldið okkur fyrir austan í vetur, úti fyrir Suð-Austurlandi, á Kötlu- hrauni og austur undir Hjör- leifshöfða. Þar höfum við feng- ið þennan afla á svona 1-30—300 faðma dýpi. Þetta er töluverð vegalengd, það fer allt að sólar- hringur í siglinguna á milli, en við höfum getað farið 2—3 róðra i viku. Þarna höfum við verið siðustu fjóra mánuði, eða allt frá áramótum. — Aflinn er orðinn 1012 11 mm m Ljósm. HAA. • Þorleifur Þorleifsson skipstjóri og 1. stýrimaður, Bjarnþór Valdimarsson, en þeir hafa verið saman undanfarnar 4 vertfðar. Höfrungur III. frá Þorláks- höfn aflahæstur á vertíðinni tonn og samkvæmt bókhaldinu hjá stýrimanninum höfum við farið í 38 róðra. Við höfum ver- ið á þessu svæði með net síð- ustu 4 ár, þarna í landgrunns- kantinum. í vetur höfum við aðeins verið þarna tveir bátar að mestu, Jón á Hofi, en hann er einnig gerður út af Glettingi h.f., sem gerir út Höfrung III. og tvo aðra báta. Vestmanna- eyjabátarnir hafa yfirleitt hald- ið sig vestar. En það er erfitt að sækja svona langt og ekki hægt nema á stórum skipum, og það er líka erfitt að eiga við það að draga á svona miklu dýpi. Hvert haldið þið svo næst? — Ég geri ráð fyrir að við höldum eitthvað á síld siðsum- ars, en fyrst verðum við eitt- hvað á netum. Næstu vikurnar fara í að taka bátinn i gegn, hreinsa og mála og fara yfir vélarnar, en við höfum ekki misst úr einn dag i vetur vegna vélarbilunar, og þó er skipið orðið 14 ára gamalt. Einnig má nefna að við höfum aldrei þurft að leita til hafnar vegna veðurs. Þorleifur Þorleifsson sagði að áhöfn sin væri ekki nema að Framhald á bls. 18 Botnfiskafli í apríl 8 þúsund lestum minni en í fyrra Erþó íár 20þiísund tonnum meiri en ífyrra og heildaraflinn um 220þús. tonnum meiri Kynsjúkdómar breið- ast út með unglingum „ÞAÐ ER enginn vafi á þvi, að við sjáum hér stöðugt yngra og yngra fólk og að hópur unglinga í fjöld- anum, sem hingað kemur, fer stækkandi", sagði Hannes Þórar- insson, yfirlæknir húð- og kyn- sjúkdómadeildar Heilsuverndar- stöðvarinnar i Reykjavik i sam- MMSfM = = = tali við Mbl. „Og það virðist tvi- mælalaust vera aukning í kyn- sjúkdómum á síðasta ári og þró- unin heldur áfram þetta ár. Samt er hún ekki eins ör og f nágranna- löndunum ennþá, en ég tel áð við megum alveg búast við að svo verði fyrr en síðar", sagði Hann- es. Á siðasta ári komu 739 á deild- ina og af þeim reyndust 249 haldnir kynsjúkdómum; 266 voru með lekanda, 18 með flatlús og 5 með sárasótt. Árið 1975 voru lek- andatilfellin 153, með flatlús voru 28 og 9 höfðu sárasótt. Af iek- andasjúklingunum voru 3 á aldr- inum 13 og 14 ára, 59 voru á aldrinum 15—19 ára, 94 á aldrin- um 20—24 ára, 42 á aldrinum 25—34 ára og síðan fækkaði til- fellunum með meiri aldri. Hæstiréttur: Refsing felld niður í máli r Rúnars Armanns Arthurssonar HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp dóm i máli fjögurra af 14 aðstand- endum „Varins lands“ gegn Rún- ari Ármanni Arthurssyni, fyrr- vcrandi ritstjóra Stúdentablaðs- ins. Niðurstaðan varð sú, að tiltekin ummæli i Stúdentablaðinu voru ómerk en refsing stefnda felld niður og hann sýknaður af kröf- um um miskabætur. Hins vegar var honum gert að greiða 25 þús- und krónur vegna birtingar dóms- ins og 75 þúsund krónur i máls- kostnað. Dóminn kváðu upp Halidór Þor- björnsson, Guðmundur Ingvi Sigurðsson, Jón Finnsson, Unn- steinn Beck og Þorsteinn Thorar- ensen. Það sem af er þessu ári hafa 56 reynzt vera með kynsjúkdóma af þeim, sem eru á aldrinum 13—19 ára. Yngsti sjúklingurinn er þrettán ára telpa, fjórir — þrjár telpur og einn drengur, voru fædd 1962, þrir — tvær telpur og einn drengur, voru fæddir 1961, sautján — 10 stúlkur og 7 piltar, voru fæddir 1960, ellefu — sex stúlkur og fimm piltar, voru fæddir 1959 og tuttugu sjúklingar — ellefu stúlkur og níu piltar, voru fæddir 1958. BOTNFISKAFLINN fyrstu fjóra mánuði ársins eða til aprflloka er um 20 þúsund lestum meiri en á sama tfma i fyrra, en hins vegar er botnfiskafli í aprflmánuði ein- um um 8 þúsund iestum minni en á sama tfma f fyrra. Munar þar mest um samdrátt í bátaaflanum, sem var í aprfl sl. um 11 þúsund tonnum minni en f sama mánuði ( fyrra, og kemur samdrátturinn nær allur fram á verstöðvasvæð- inu Vestmannaeyjar til Stykkis- hólms. Hins vegar er togaraaflinn nokkru meiri f aprfi nú en f sama mánuði f fyrra eða sem nemur um 4 þúsund tonnum. Heildaraflinn fyrstu fjóra mán- uðina er hins vegar röskum 220 tonnum meiri i ár en á sama tíma- bili í fyrra, og kemur þessi aukn- ing eiginlega öll fram í meiri loðnuafla í ár. Rækjuaflinn er svipaður þessi tvö ár, hörpudisk- aflinn rúmlega helmingi meiri í ár og annar afli, svo sem spær- lingur, er töluvert meiri. Heildar- aflinn í aprílmánuði einum er hins vegar um 11 þúsund lestum minni í ár en í sama mánuði i fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands miðað við síð- ustu mánaðamót var botnfiskafl- inn fjóra fyrstu mánuðina í ár 201.794 tonn en var á sama tíma- bili i fyrra 182:383 tonn. Þar af er bátaaflinn á þessu timabili nú 124.610 tonn á móti 116.394 tonn- um í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt- inn í bátaaflanum á verstöðva- svæðinu suðvestanlands, sem áð- ur getur, er heildar botnfiskafl- inn á því svæði nú um 4 þúsund tonnum tæpum meiri en i fyrra eða 88.440 tonn. Afli Vestfjarða- bátanna er svipaður þessi tvö ár en þó lítið eitt meiri nú eða 15.797 tonn, hjá bátum norðanlands helmingi meiri eða 10.333 og hjá bátum austanlands mjög svipaður eða um 10 þúsund lestir. Togaraaflinn er einnig meiri í ár en þessa sömu 4 mánuði I fyrra eða 77.184 tonn á móti 65.989 tonnum í fyrra, og þar af komu 29.238 tonn á land á svæðinu suð- vestanlands eða um 4 þúsund lest- um meira en í fyrra, 13.765 tonn á Vestfjörðum eða um 3 þúsund lestum meira en i fyrra, 22.966 tonn á Norðurlandi eða um 5 þús- und lestum meira en í fyrra og 10.014 tonn á Austurlandi eða tæpl. 3 þúsund tonnum meira en á sama tímabili í fyrra. Heildarloðnuaflinn á þessu sama timabili var rétt tæpar 550 lestir á móti 338.623 lestum í fyrra, rækjuaflinn var orðinn 3.808 á móti 3.868 i fyrra, hörpu- diskaflinn var 1116 lestir á móti 498 lestum í fyrra' og anrrar afli, aðallega spærlingur var 1.598 lestir á móti 611 lestum í fyrra. Norðurland eystra: Þrírhafa gefið kost á sér í prófkjör fyrir Alþýðuflokkinn í AKUREYRARBLAÐINU Alþýðumanninum, sem út kom í gær, er frá því skýrt að þrír menn hafi nú þegar gefið kost á sér til prófkjörs fyrir Alþýðuflokkinn vegna alþingiskosninganna næsta vor. Þetta eru Bragi Sigurjónsson bankastjóri, Bárður Halldórsson menntaskólakennari, báðir bú- settir á Akureyri og Árni Gunn- arsson ritstjóri Alþýðublaðsins. Kom þetta fram á fundi Alþýðu- flokksins, sem haldinn var nú i vikunni á Akureyri. Þrír verktakar á Grundartanga NÚ ERU þrír verktakar komnir á verksmiðjusvæðið á Grundar- tanga; Þórisós vinnur þar jarð- vegsvinnu og ístak annast steypu- vinnu við undirstöður ofnhússins auk þess sem ístak rekur mötu- neytið á staðnum. Þriðji verktak- inn er svo Berg hf., Akranesi, sem hefur fengið það verkefni að setja upp girðingar um verksmiðju- svæðið, sem er tæpir 13 hektarar. Tilboð Bergs í girðinguna hljóð- aði upp á 5.4 milljónir, en hinir verktakarnir tveir á staðnum gerðu líka tilboð; ístak upp á 13.6 milljónir og Þórisós upp á 17.7 milljónir króna. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur: „Nær mundi að snúa bökum saman” MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Ólafs Skúlasonar dómprófasts f Reykjavfkurprestakalli og for- manns Prestafélags tslands og leitað álits hans á ummælum f ritstjóragrein Kirkjuritsins um Morgunblaðið og afstöðu manna sem f það hafa ritað um trúmál. Svar sr. Ólafs er svo- hljóðandi: Morgunblaðið beinir þeirri spurningu til mín, hvort í föst- um þætti ritstjóra Kirkjuritsins komi fram skoðanir Prestafél- ags íslands. Þar sem spurningin er vakin vegna greinar ritstjórans, séra Guðmundar Óla Ólafssonar í síðasta hefti blaðsins er einfalt fyrir mig að svara með því að benda á það, að hvorki vissi stjórn Prestafélagsins né rit- nefnd sú, sem stjórnin hefur sérstaklega kosið til þess að vinna ritið með ritstjóra, að þessi grein var lögð í prent- smiðju. Undanskil ég að vísu einn stjórnarmann Prestafélags ís- lands, en sá er jafnframt i rit- nefnd blaðsins og annast af- greiðslu þess, og mun hann í það minnsta hafa lesið nefnda grein í próförk. En ekki hafði hann orð á efrii blaðsins né sagði frá þessari afstöðu rit- stjórans á stjórnarfundi föstu- daginn 6. maí s.l., en greindi þó frá því aðspurður, að búið væri að senda þetta hefti til áskrif- enda. En ekki mun ég einn um þá skoðun, að hæpinn sé hagnaður kirkju Krists á íslandi að þeim stöðugu spjótalögum og örvar- drífu, sem ganga á milli hinna — svokölluðu — fylkinga innan kirkjunnar, og nær mundi að snúa bökum saman, þrátt fyrir vissan skoðanaágreining, gegn þeim óvinum, sem vilja kirkjuna feiga, heldur en ástunda linnulaus bræðravíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.