Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 Sonur GUÐBJÓRN ÞÓRARINSSON. Litla-Bæ. Vestmannaeyjum, lézt af slysförum þann 10 maí . , . Pórarinn Þorstemsson, Rósa Gunnarsdóttir, Steina Þórarinsdóttir, Agústa Þórarinsdóttir, Haraldur Þórarinsson. + minn. unnusti og bróðir okkar Faðir okkar. tengdafaðir og afi ALFONS HANNESSON. Holtagerði 10. Kópavogi. andaðist að Hrafnistu föstudaginn 1 3 þ.m. Hannes Alfonsson, Halldóra Kristjánsdóttir, Benedikt Alfonsson, Katrln Jónsdóttir. Þórir Alfonsson, Margrét Vigfúsdóttir, Garðar Alfonsson, Elln Skarphéðinsdóttir, Gunnhildur S. Alfonsdóttir, Ólafur Stefánsson. Ásta S. Alfonsdóttir. Alfreð Harðarson, Aðalheiður Kr. Alfonsdóttir, og barnaborn Kristján Ásmundsson + Móðir okkar, tengdamóðir og amma KRISTÍN R. SIGUROARDÓTTIR Hagamel 16. Reykjavlk andaðist þann 1 2 mai að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund Guðrún Árnadóttir Hannes Aðalbjörnsson Bragi Árnason Rósa Jónsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar. KRISTÍN SÍMONARDÓTTIR, andaðist 12. mai i Borgarspitalanum. Bergþóra Skarphéðinsdóttir. Magnús Skarphéðinsson. + Elskuleg eiginkona min, móðir, tengdamóðir og amma, VIGDÍS EYJÓLFSDÓTTIR verður jarðsungin miðvikudaginn 18. maikl 1 30 frá Safnaðarheimili Filadelfiusafnaðarins, Hátúm 2. Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á liknarstofnanir Marius Jóhannsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Móðir okkar + PÁLÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 10.30 Blóm vinsamlega afþökkuð Börnin. + Móðir okkar. tengdamóðir og amma DAGBJÖRT EIRÍKSDÓTTIR Hverfisgötu 83, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. maí kl 3 e.h. Blóm afþökkuð. þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Slysavarnafélag íslands Jón Magnússon, Páll Magnússon, Eðvald Magnússon, Erla Magnúsdóttir, Magnea Magnúsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Kristján Einarsson og barnabörn + Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför bróður okkar, SIGURJÓNS OTTESEN Hagamel 40. Guðný Ottesen, Lárus Ottesen + Innílegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls, ÁRNA BÖÐVARSSONAR. Vesturgötu 78, Akranesi Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á sjúkrahúsi Akraness fyrir frábæra umönnun í veikindum hans Halla Arnadóttir Ólafur Árnason, ' Jngvel^fpr Asmpndsdótþrv j Minning — Klemenz Kr. Kristjánsson fyrr- verandi tilraunastjóri F. 14. maf 1895, D.9. maí 1977 Klemenz Kr. Kristjánsson, fyrr- verandi tilraunastjóri á Sámsstöð- um í Fljótshlið, sem andaðist að kvöldi mánudagsins 9. maí, verð- ur kvaddur hinstu kveðju frá Breiðabólstaðarkirkju i dag. Með Klemenz er genginn einn dug- mesti og þrautseigasti ræktunar- maður, sem íslenzk þjóð hefur alið fyrr og síðar, maður, sem alla ævi var sístarfandi að því að vernda land okkar og rækta og gera það betra og fegurra handa þeim, er á eftir koma. Hann átti langan og gifturíkan vinnudag að baki, þegar kallið kom. Hann hafðí aldrei slegið slöku við um dagana við að rækja það hugðar- efni sitt að rækta í kringum sig. Það var honum hugsjón og köll- un, sem aldrei veik frá honum. Andlát hans bar að, þegar hann var að erja garð sinn fyrir sán- ingu nú mitt í vorgróðrinum. í glitrandi skini hnígandi vorsólar féll hann örendur við verk sitt og lagði vanga að þeirri mold, sem hann hafði helgað allt líf sitt. Klemenz Kr. Kristjánsson var fæddur hinn 14. maí 1895 í Þver- dal í Sléttuhreppi, Norður- ísafjarðarsýslu, og vantaði því ör- fáa daga i að verða 82 ára. For- eldrar hans voru hjónin Júdít Þorsteinsdóttir frá Efri-Miðvík og Bárður Kristján Guðmundsson frá Sléttu, bæði af traustum og tápmiklum ættstofnum þar vestra. Klemenz missti móður sína ungur og barst þá snemma suður á land með föður sínum, er nokkru síðar kvæntist Guðrúnu Vigdísi Kristjánsdóttur frá Ánanaustum í Reykjavík. Sonur þeirra og hálfbróðir Klemenzar var Sverrir Kristjánsson, sagn- fræðingur, sem látinn er fyrir fáum árum. Klemenz vandist því ungur að vinna fyrir sér, fyrst sem létta- drengur á sumrin og síðar sem fullgildur vinnumaður, meðal annars hjá sæmdarhjónunum Guðmundi Þorbjarnarsyni og Ragnhildi Jónsdóttur á Stóra-Hofi á Rangárvöllum um þriggja ára skeið. Nokkra tilsögn fékk hann í æsku og gekk í Barnaskóla Reykjavíkur fyrir fermingu. Þráði hann þá mjög að komast í Menntaskólann, en voru þar allar leiðir lokaðar sakir fátæktar. Síð- ar gat hann þó kostað sig í Lýð- skóla Ásmundar Gestssonar í Reykjavík og brautskráðist þaðan vorið 1916. Það sumar var hann síðan kaupamaður á Breiðaból- stað í Fljótshlíð hjá Eggert prófasti Pálssyni og konu hans Guðrúnu Hermannsdóttur. Voru það fyrstu kynni hans af þeirri fögru sveit, sem hann átti siðar eftir að helga ævistarf sitt að mestu. Haustið 1916 leysti hann siðan landfestar og sigldi til Dan- merkur, þar sem hann réðst til starfa á dönskum búgörðum. Komst hann brátt að sem nemi i jarðrækt, gekk því næst á Bún- aðarskólann í Tune og vann þar á eftir á dönskum tilraunastöðvum að margvislegum verkefnum. Að þvi loknu hugðist hann fara í Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn, en af því varð ekki þar sem faðir hans féll frá um þessar mundir og hann varð að fara heim til að verða stjúpu sinni og ungum bróður að liði. Vann hann þá ýmis störf um skeið í Reykjavik og nágrenni, meðal annars i Gróðrastöðinni i Reykja- vik og sem plægingamaður hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. En áhugi hans á að menntast frekar í búvísindum dvínaði ekki og óðar og efni leyfðu, dreíf hann sig á ný til útlanda. Stundaði hann þá nám i dönskum gras- ræktarskóla og síðan um árs skeið í Landbúnaðarháskólanum i Asi i Noregi. Varð hann þó að hverfa þaðan fyrr en skyldi sakir efna- leysis og fór heim vorið 1923. ty^nn hann. þá ýmis störf, t,d.ii Gróoarstöðihni, ‘og' fóf þá þegar tilraunir í kornrækt i svo nefnd- um Aldamótagörðum i Reykjavík. Var það upphafið af því korn- ræktarstarfi, sem hann síðan hélt áfram á Sámsstöðum í marga ára- tugi og að síðustu á nýbýli sinu Kornvöllum. Árið 1927 var ákveðið að stofna tilraunastöð í jarðrækt og fræ- rækt og jörðin Mið-Sámstaðir í Fljótshlíð fengin til þeirrar starf- semi. Klemenz var ráðin tilrauna- stjóri og hófst hánn brátt handa af svo mikilli atorku, að segja má að hann legði sig allan fram. Þurfti hann þarna að reisa allt frá grunni og tókst það á ótrúlega skömmum tíma. Varð tilrauna- stöð þessi hin myndarlegasta, því að innan skamms blöstu þar við fagrar byggingar og bylgjandi ak- urlönd. Bar þar allt vitni góðri vinnu, mikilli natni, hirðusemi og ágætri stjórn. Klemenz stjórnaði stöðinni á Sámsstöðum í 40 ár samfleytt, frá 1927 til 1967. Á þeim árum var hann brautryðjandi í kornrækt, frærækt, skjólbeltagerð, gras- mjölsframleiðslu og braut einnig upp á mörgum nýjungum í kart- öflurækt, trjárækt, sandrækt og i notkun áburðar, jarðvinnslu og mörgu öðru. Hann helgaði starf- inu á Sámsstöðum fyrst og fremst krafta sina, en tók þó jafnan tals- verðan þátt i félagslífi og opinber- um störfum, sem of langt yrði upp að telja. Lagði hann ætíð hverju góðu máli lið, sem hann kom ná- lægt á annað borð. Þegar Klemenz fann þann tima nálgast að hann yrði að hverfa úr starfi fyrir aldurs sakir, reisti hann hann sér nýbýlið Kornveíli í Hvolhreppi. Þangað fluttist hann vorið 1967 og hélt þar áfram korn- rækt og tilraunastarfi til hinstu stundar, þótt í minna mæli væri en áður. Var hann þannig hug- sjón sinni trúr og vann henni af alhug, meðan hann framast mátti. Klemenz kvæntist árið 1929 Ragnheiði Nikolásdóttur frá Kirkjulæk í Fljótsshlíð, mikil- hæfri og ágætri konu. Bjó hún þeim hjónum einkar fagurt og aðlaðandi heimili, sem bar af um listrænt handbragð og einstaka smekkvísi. Ekki varð þeim barna auðið, en ólu upp Þóri Guðmunds- son, systurson Ragnheiðar, nú viðskiptafræðing í Reykjavík. Þá tóku þau sem kjördóttur Eddu Kolbrúnu Klemenzdóttur. Hún er gift Magnúsi Sigðurðssyni og eru þau búsett í Reykjavik. Ragnheiði, konu sína, missti Klemenz haustið 1950 mjög um aldur fram. Nokkru síðar réðst til hans ráðskona Þórey Jónína Stef- ánsdóttir. Gengu þau síðar i hjónaband og áttu saman einn son, Trausta, rafvirkja á Hvols- velli. Klemenz Kr. Kristjánsson er horfinn sjónum okkar yfir móð- una miklu. Langri ævi og þrot- lausu ræktunarstarfi mikils athafna og hugsjónamanns er lok- ið. Er verk hans standa eftir og fordæmi hans mun lýsa öllum þeim, sem unna þessu landi og vilja rækta það og bæta. Hann markaði slík spor í ræktunarsögu þjóðarinnar, að seint munu máð út verða. Ég þakka Klemenz Kr. Kristj- ánssyni löng og góð kynni og bið h6rtbm‘‘ vélfartiáðár á nýi'ri ■ v*eg- ferð. Megi bylgjandi akrar heilsa ' onum á þeirri göngu og gleðja ,gu þessa mikla ræktunar- nanns. Eftirlifandi eiginkonu og öðr- um ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jón R. Hjálmarsson. 1 dag breiðir íslensk mold faðm sinn móti syni, sem unni henni öðrum heitar. Hann gaf henni líf sitt og starf, og til hennar hné hann örendur í önn vorverka. Ég vil með nokkrum línum þakka Klemenz Kr. Kristjánssyni þau ár sem leiðir okkar lágu sam- an, frá þvi ég 13 ára gömul, í skjóli móður minnar kom á heim- ili hans að Sámstöðum og fékk að fylgja honum að verki við til- raunastörfin. Mér varð strax ljóst að skaphöfn Klemenzar var í ætt við íslenska náttúru, þar voru fossaföll og lygnir lækir, en upp- spretta alls var í hlýju hjarta. 1 honum fann ég sterka og heil- steypta persónu, verða trausts og trúnaðar, án þess að mörg orð þyrfti um að hafa. í áranna rás fann ég æ betur hvern mann Klemenz hafði að geyma, og hygg ég að góðvild hans og mildi muni risa hæst þegar hugurinn hvarflar til liðinna kynna. Móðir mín og Klemenz urðu samferða niður hallann rúma tvo síðustu áratugina, henni sýndi hann þá nærfærni og skilning í veikindum hennar að seint mun gleymast þeim er til þekktu. Blessuð sé minning Klemenzar Kr. Kristjánssonar. Jóna Rut Þórðardóttir Kjörviðir falla sem aðrir er maðurinn með ljáinn reiðir til höggs. Klemenz Kr. Kristjánsson varð bráðkvaddur að kvöldi dags hinn 9. mai tæpra 82 ára. Það er e.t.v. táknrænt fyrir hann, sem alla starfsævi sina hafði stundað ræktunarstörf að falla fram yfir skófluna með and- lit að moldu, er hann ellimóður var að pæla garðinn sinn austan við hús sitt. Alltaf er sviplegt skyndilegt fráfall manna en það er þó harmi gegn að móðir hörð tók við syni sínum á þann hátt, sem hann hefði helzt óskað. Klemenz fæddist 14. maí 1895 í Þverdal i Sléttuhreppi, í N- ísafjarðarsýslu og er því borinn til grafar á áttugasta og öðrum afmælisdegi sinum. Foreldrar hans voru hjónin Bárður Kristján Guðmundsson og Júdit Þorsteins- dóttir. I Þverdal og Kjaransvík sleit Klemenz barnsskónum fyrstu 8 ár ævinnar en þá láleiðin af harðbýlum Hornströndum til mildari heimkynna sunnan heiða. Ekki kann ég að rekja til neinnar hlítar bernsku- og unglingsár Klemenzar en hann mun snemma hafa orðið öðrum að liði án þess að heimta laun verka sinna að kveldi. Hann var i lýðskólanum á Bergstaðastræti veturinn 1915— 16 og leggur síðan stund á land- búnaðarvísindi á Tune landbo- skole, Viborggárd Græsmarkskole og Landbúnaðarháskóla Norð- manna. Á námsárum sínum ytra vann Klemenz landbúnaðarstörf I Danmörku á sumrum. Er heim kom 1923 hófst lífs- starfið fyrst með ræktunarstörf- um í gömlu gróðrarstöðinni í Reykjavi, og var þá aðaláherzla lögð á kornrækt er þá hafði verið aflögð hérlendis öldum áður. Landið var litið og fátækleg áhöld notuð. Hugur Klemenzar stóð til meiri framkvæmda og víðáttu- meira lands. Þvi var það að árið 1927 er Búnaðarsamband Suður- lands stofnaði tilraunastöð að Sámstöðum í Fljótshlið, að Klemenz réðst þar forstöðumað- ur. Þar var landrými nægjanlegt en aðbúnaður allur i lágmarki. Og kunnugt er mér það, að Klemenz réðst þar í framkvæmdir svo sem ræktun og húsbyggingar áður en fjárveitingar lágu fyrir með nokk- urri vissu. Sýnir það kjark hans og áræði þar eð sjálfur var hann ekki fjáður maður. Fljótshlíðin er mild sveit og veitti vel brautryðjandanum, sem að vissu leyti hóf þar nýtt land- nám. Allir fylgdust með, sumir efagjarnir aðrir framfarasinnaðir dugnaðarmenn, sem nýttu þá 'ræktúnarreyristú’ ér kfeménz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.