Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 3 Y f irlitssýning á verk- um Jóhanns Briem 1 dag mun menntamálaráð- herra, Vilhjálmur Hjálmars- son, opna yfirlitssýningu á verkum Jóhanns Briem, list- málara, i Listasafni tslands. Verður sýningin opnuð kl. 14:00 og verður sfðan opin dag- lega frá kl. 13:30 til 22:00 næstu þrjár vikurnar. Á sýn- ingunni eru alis 125 verk, allt olfumálverk, hið elzta málað 1932 f Þýzkalandi og hið yngsta málað á þessu ári. í sýningarskrá segir Selma Jónsdóttir, forstöðukona Lista- safns íslands. að Jóhann Briem sé einn úr hópi þeirra lista- manna, sem hafi komið heim frá myndlistarnámi erlendis á fjórða áratugnum og flutt með sér nýjungar, sem almenningur hafi átt erfitt með að sætta sig við. „En þessir ágætu lista- menn létu kuldalegar viðtökur ekkert á sig fá og héldu ótrauð- ir áfram á sinni braut. Þeir trúðu á það sem þeir voru að gera og þroskuðu list sína þrátt fyrir erfiðar aðstæður, fátækt og skilningsleysi. Nú eru verk þessara manna orðin einhver mestu menningarverðmæti ís- lenzku þjóðarinnar frá 20. öld. Þrátt fyrir ný og ólík sjónarmið báru þessir myndlistarmenn djúpstæða virðingu fyrir fyrir- rennurum sínum og urðu vinir þeirra og félagar.“ Selma Jónsdóttir sagði að það hefði verið mikið verk að ná i allar þessar myndir, en þær eru bæði i einkaeigu og eigu Lista- safnsins og sagði hún að fólk hafði alltaf verið mjög fúst til að lána myndir sinar. Þetta er stærsta sýning, sem verið hefur á verkum Jóhanns, árið 1968 stóðu nemendur Menntaskól- ans í Reykjavík fyrir yfirlits- sýningu og voru á henni 42 verk. Jóhann Briem er fæddur árið 1907 á Stóra-Núpi í Árnessýslu og verður því sjötugur í ár. Hann stundaði myndlistarnám á árinu 1922 hjá Jóni Jónssyni og hjá Ríkarði Jónssyni og Ey- jólfi Eyfells 1927—1929. Hann lauk stúdentsprófi árið 1927 frá M.R. og árin 1929—1934 stund- aði hann myndlistarnám í Þýzkalandi. Jóhann hélt árið 1934 sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík og hafa þær síðan orðið fjölmargar og hann hefur tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum hérlendis og erlend- is. Árin 1936 til 1971 var Jóhann teiknikennari við Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar og sagði Jóhann að hann hefði kennt eitthvað við flesta skóla í Reykjavik, m.a. Kennaraskól- ann. — Yfirleitt hef ég unnið að verkum minum í fristund- um, þar sem ég hef alltaf kennt, og hef ég málað nokkuð jafnt alla mánuði ársins, nema einn mánuð í svartasta skammdeg- inu, sagði Jóhann. — Maður verður að taka sér jólafri eins og annað fólk. Ég hef alltaf málað inni, aldrei farið út og málað uti í náttúrunni, en reynt að vinna við dagsbirtu. En nú eru komnar svo góðar dags- ljósaperur að hægt er að mála inni við þó að dimmt sé. Jóhann hefur myndskreytt nokkrar bækur og samið 3 myndskreyttar ferðabækur. — Ég er nú alveg hættur að mynd- skreyta bækur núna, það er Ljósm. RAX. Hér er Jóhann ásamt Jóhannesi Jóhannessyni, sem sá um að setja sýninguna upp. Jóhann Briem, listmálari og Selma Jónsdóttir, forstöðukona Listasafns tslands. ómögulegt að vera í bókaskreyt- ingum þegar maður er orðinn svona skjálfhentur, en það hef- ur heldur aldrei verið mér svo mjög hugleikið að myndskreyta bækur. Hann var að því spurður hvort hann fylgdist með ungum myndlistarmönnum nú á síðari árum: — Nei, ég hef lítið gert. af því, það eru orðnir svo margir myndlistarmenn að það er ekki nokkur leið að fylgjast með þeim öllum, og ég er löngu hættur að komast yfir það. Jóhann Briem hefur tekið virkan þátt í félagsmálum myndlistarmanna, var formað- ur Bandalags ísl. listamanna 1941— 1943 og einn af stofn- endum Nýja myndlistarfélags- ins. Þá má nefna að árin 1934— 1940 rak hann myndlistarsköla i Reykjavik ásamt Finni Jóns- syni. „Dægur og jafndægur —tíminn og nútíminn” f dag klukkan 15 opnar Bragi Ásgeirsson, listmálari, sýningu á verkum sinum f kjallara Nor- ræna hússins. Þar sýnir Bragi alls 60 myndverk, sem flest eru unnin á þessu ári, en nokkur eldri verk eru einnig með, sum, seni hafa ekki verið á sýning- um áður. Sýningin verður opin daglega klukkan 14—22 og lýk- ur henni 24. maf. „Dægur og jafndægur — tíminn og nútfm- inn“, hefur listamaðurinn valið sem yfirskrift yfir sýninguna og vill hann með þvf minna á tengsl nútfðar og fortfðar og segir, að hann samræmi f myndum sfnum hið gamla þvf nýja. „Ég er á þennan hátt að lýsa hughrifum mínum," segir Bragi, „og nota ég til þess allt, sem ég get haft milli handanna, hluti, sem ég hef fengið úr ýms- um áttum, úr f jörunni m.a.“ Bragi Ásgeirsson hefur kennt við Myndlista- og handíðaskól- ann allt frá árinu 1956 að undanteknum tveimur árum er hann dvaldist i þýzkalandi. Hann var fyrsti kennarinn, sem kenndi grafík við skólann, en áður höfðu aðeins verið nám- skeið öðru hvoru, þar sem er- lendir listamenn voru fengnir til að kenna. Bragi hefur stund- að myndlistarnám víða, m.a. í 3 ár í Kaupmannahöfn, 2 ár í MUnchen, eitt f Ósló og eitt á ítalíu. Einnig hefur hann ferð- azt viða og skoðað söfn, en hann segir það vera sitt líf og yndi að skoða myndlistarsöfn, „aðrir fara á tónleika," segir Bragi, „en ég fer á söfnin.“ Bragi Ásgeirsson er hér við eitt af nýjustu verkum sfnum. Ljósm. Ól.K.M. Bragi Ásgeirsson, listmálari. Með honum er sonur hans, Fjölnir. Bragi sagðist hafa notið aðstoðar fjölmargra við að koma upp þessari sýningu, Gunnars Bjarnasonar, Torfa Jónssonar og Gunnars Arnar og sagði hann einnig, að það væri mjög gott að sýna í kjallara Norræna hússins, þar væri lýs- ing skemmtileg, hún gæti verið „mjög lifandi, en það er ekki hægt i neinum öðrum sýningar- sal“. í lok mánaðarins fer Bragi til Austur-Þýzkalands til að setja upp sýningu í Rostock, þar sem islenzkir listamenn munu eiga verk ásamt listamönnum frá hinum Norðurlöndunum og Þjóðverjum og sagði Bragi að hér væri um mjög merkilegt samstarf að ræða. Sýning þessi verður opnuð 6. júni og eftir það fer Bragi til Noregs þar sem hann mun vinna að bók um Edvard Munk. „Ef ég væri ungur i dag,“ sagði Bragi Ásgeirsson, „hæfi ég námsferil minn á annan hátt, erlendis eru alls kyns hliðargreinar við myndlistina, hálfgerð stúdíó með alls konar tækjum og nútímatækni er beitt. En þó að tæknin sé mikil- væg má ekki gleyma handverk- inu, þessu gamla, það þýðir ekki að hlaupa beint i tæknina, grundvöllinn, að teikna og mála, verða menn að hafa traustan. En hins vegar er eng- in normalkúrfa i listinni," sagði Bragi Ásgeirsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.