Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 15 vinnubrögö HIP, þar sem allt fór í slíkum handaskolum, að æfing- ar komust ekki í endanlegt horf fyrr en á sjálfri frumsýningunni, þrátt fyrir framlengdan æfinga- tíma. Ég verð lfka að gera þá játn- ingu, að svo mjög blöskraði mér að koma ekki auga á neitt í stjórn þessa leiks, sem hægt væri að kalla verulega snjallt, að ég tók þann kostinn að þegja um hin smærri atriði, svo sem hvað ýms- ar vandalitlar stöður og hreyfing- ar á sviði gátu orðið bössulegar; og væri þó kannski nær að segja „legur“ og ,,skrið“ en að tala um „stöður“ og „hreyfingar“ i venju- legri merkingu, því varla hefur í annan tima verið meira legið, skriðið, oltið og engzt í nafni leiklistarinnar. i annarri grein minni um þetta efni greip ég af handahófi tvö dæmi um látbragð, sem fáum myn þykja ástæða til að lofsyngja. Ekki er minni hégómaskapur Sigurðar en Þórhalls gagnvart öllu sem ég segi, og segi ekki, um íslenzka leikara. Ég veit sveimér ekici hvernig maðurinn ætlast til að ég hlaði þá meira lofi en ég hef gert, nema hann vænti þess að ég kalli þá heilagar kýr. Hann verður þá bara að una því, að ég læt það titlatog niður falla. Sigurður er hins vegar ekkert að hafa fyrir því að svara einni einustu af þeim mikilvægu spurningum sem ég beindi til hans, þó að þær tækju til sjálfs kjarna alls þess sem um hefur verið deilt. Reyndar er ekki nema von, að þar vefjist honum tunga um tönn. Hvers vegna? Einmitt vegna þess að svörin liggja i augum uppi og staðfesta það sem ég held fram: Meðferð Pilikians á Lé konungi er ekki bara fávísleg túlkun, heldur skemmdarverk. Aftur á móti tekur SS það til bragðs að hella yfir mig lítilmót- legum sparðatíningi af spurning- um, sem sumar hverjar eru ýmist einskis verðar eða ég hef þegar gert grein fyrir öllu sem í þeim felst. En svo ég láti ekki sjálfum mér haldast uppi að „sleppa billega", þá skal ég nú enn teygja lopann með því að svara þessum spurningum Sigurðar öllum með tölu. Ég gat þess i fyrstu grein minni, að endurskoðun mín á ís- lenzka textanum hefði nú sem endranær getið af sér eitthvað af breytingum, sem ég vonaði að talizt gætu til bóta. En SS veit að nóg var af hinu, að ég gerði það fyrir eindregin tilmæli leikstjór- ans að breyta texta á þann veg, að ég taldi höfundi og verki hans misboðið. Auðvitað sárnaði mér að vinna slík „óhæfuverk“, sem ég svo nefndi, og ég á varla von á að margir lái mér það aðrir en Sigurður Skúlason, sem leyfir sér að kalla það ofstopafullan hroka, sem hljóti að verða mér að falli. Og hann spyr, hver hafi þröngvað mér. Vitaskuld enginn. En ég hafði fyrir löngu fallizt á að mín þýðing yrði notuð, og taldi mér þess vegna skylt, eins og jafnan áður, að kosta kapps um að mæta öskum leikstjóra um texta. Hins vegar sagði ég ekki eins og góður leikari: Allt sem ég geri undir stjón þessa frábæra leikstjóra, geri ég með gleði! Enda skal viðurkennt, að það kom fyrir að ég neitaði. Þá spyr SS, hver hafi „frætt“ mig á því, að tilvitnunin „leiði hórkonu“ tæki af skarið i kenn- ingu leikstjórans um hórdóm konu Lés. Ég vona að SS afsaki, þótt ég kveðji ekki til önnur vitni en Hovhanness I. Pilikian sjálf- an, sem kemst svo að orði i rit- gerð sinni i Tímariti Máls og menningar: „Að lokum segir Lér sjálfur Regan frá því að móðir hennar hafi verið hórkona. legði ég fæð á legstað móður þinnar sem leiði hórkonu (II. 4. 127-28)“. Þessi tímaritsgrein er í svipinn aðal-athlægi Reykvikinga. Þá biur SS um röksemdir mín- ar fyrir því, að Glosturjarl sé að segja Kentjarli frá fjarvist Ját- mundar í upphafi leiks. Ég var svo djarfur, að skýrskota til heil- brigðrar skynsemi. Því bið ég SS að lesa vel það sem á undan fer og eftir kemur. Þar eru minar röksemdir, og þær eru deginum ljósari. Siðan, hvað ég eigi við með ótækum seinagangi og óvenju miklum styttingum. Því er fljót- svarað: Sýningin var, að sögn Þórhalls Sigurðssonar, stytt um hvorki meira né minna en tvær klukkustundir, sem er ekki óvenjulegur sýningartími á heilu leikriti. Næst spyr SS, hvaðan ég hafi það, að leikstjórinn segði leikur- unum að senda alla gát á brag- formi norður og niður. Þetta gat nú hver maður heyrt, sem i leik- húsið kom, þó raunar væri einnig ljóst, að þessu heilræði var afar misjafnlega fylgt af leikurunum. Sjálfum er mér um það kunnug- ast, að hvernær sem einhver grillan skyldi elt uppi, átti brag- form skilyrðislaust að vikja eftir þörfum. Það er kannski von, að menn lfti ýmsum augum það fólk, „sem getur ekki beðið um sykur í kaffið nema í ljóðum“! Þá á ég að útskýra, að skáldleg sérkenni höfundarins hafi öóru fremur verið lögð í einelti. Þetta verður að sjálfsögðu ekki sýnt í blaðagrein; til þess þarf að fletta öllu leikritinu og sjá hvað út var strikað. En það ætti hver að geta gert, sem í leikhúsið fór og fylgd- ist vel með. Loks kveður SS mig ekki skilja það, að leikhúsvinna sé „hóp- vinna,.. .þar sem útilokað sé að leikstjóri setji sig yfir leikar- ana.“ Það er laukrétt; slíka leik- húsvinnu gæti ég ekki skilið. Ég veit að visu, hvað við er átt, og ég veit iíka, hvert hlutverk leik- stjórans er i slíkri hópvinnu. Lík- lega þarf engan að því að spyrja, hvernig sú leiksýning yrði, þar sem hver maður væri sinn eigin leikstjóri og allir færu sínu fram. Hafi svo verið unnið að þessu sinni, má ég þá spyrja: 1 hverju var hin makalausa leikstjórnar- snilli hins erlenda leikstjóra fólgin? Vandséð er hvað SS á við með „mótsögn i sleggjudómum um leikmynd Koltais". Mætti ég benda SS á, að allt mat á list felur í sér það 'sem hann kallar sleggjudóma. Eða heldur hann kannski að þar sé um einhver raunvísindi að ræða? Engar ofsögur hef ég sagt af stefnufestu þeirra Pilikians- manna. Enn er SS við það hey- garðshornið, að ég haldi þvi fram með athugasemd minni um kokkáls-horn, að Kordelia sé hór- getin. Það er sem sé min kenn- ing! Þetta er nú kallað að herða austurinn þegar fleytan er sokk- in. Það þarf hvorki fiflageip né neðanmáls-athugasemdir „til staðfestingar á þeim möguleika, að kóngur sé kokkáll." Vitaskuld er fræðilegur möguleiki á þvi, að hvaða kvæntur maður sem er, sé kokkáll, eins þó að allir viti að svo sé ekki. En kannski þarf „ósvifni fíflsins" til að láta eigi að síður að því liggja. Sigurði Skúlasyni hefur reynzt það býsna endingargóð röksemd gegn mér að hrópa si og æ: Hroki, hvorki! Þó má það kallast vægilega til orða tekið, ef þess er gætt, að ég „viðurkenni yfir- burði“ mina „fram yfir aðra menn“ og þykist allt vita betur, hvað sem hver segir. Að visu raskast hlutföll ofurlitið, þegar það kemur upp úr dúrnum, að „aðrir menn“ eru einungis einn talsins, og nefnast einu nafni Hovhannes I. Pilikian. En hvað ætli dýrkendum þess meistara dugi minna til jafns við hann en gjörvöll Adams ætt, hallelúja! Þá kemur það og af sjálfu sér, að sá sem hafnar selskap hans, er ein- angraður „i fílabeinsturni“, slit- inn „úr tengslum við líf og alla þróun“. Loks vik ég enn að Þórhalli Sigurðssyni. Hann kemst að þeirri hentugu niðurstöðu, að í blaðaskrifum þessum takist á annars vegar sjónarmið leikhús- fólks, sem láti ekki segja sér „að bannað sé að leita nýrra túlk- unarleiða í sígildum verkum“, og hins vegar „einstrengingslegar skoðanir þýðandans", sem ef til vill hafi „fengið hljómgrunn meðal ,,guðhræddra“ kerlinga sem sjá klám alls staðar þótt eng- inn annar sjái.“ Þessi ummæli ÞS um klám eru sjálfsagt allrar virðingar verð. En fáránaskapur um kynferðis- mál þarf ekki endilega að vera klám. Svo er fleira klám en orð- bragð Pilikians i dagblöðum Reykjavíkur. En um klám þessa leikstjóra verð ég enn sem fyrr fáorður; þar hef ég satt að segja reynt að leggja sem fæst orð í belg; nóg er nú samt. Hitt voru merkileg tiðindi. Hver kallar það bannað, að leitað sé „nýrra túlkunarleiða í sigild- um verkum"? Það veit ég ekki til að gerzt hafi hér um slóðir, og vonandi verður þess langt að bíða, þó að um það sé sjálfsagt að deila, á hvern hátt sé eðlilegast að kynna á íslandi gamalt snilldarverk, sem aidrei hefur sézt hér áður, og lengi sé hægt að fitja upp á augljósum firrum undir yfirskini nýrrar túlkunar. En það er annað, sem að lögum alls siðgæðis er harðbannað, og það er að taka sígild verk og limlesta þau svo og skrumskæla, að ekki má tæpara standa að hægt sé að kenna þau við sinn eigin höfund. Og það er þetta sem Piiikian þessi hefur gert við Lé konung. Og þetta er það sem mestu varðar. En einmitt þar fer leikurunum á sama veg báðum. Hvorugur fær neinum vörnum við komið. Þórhallur reynir það ekki. Auðvitað hefur svo glöggur maður sem Þórhallur Sigurðsson áttað sig á því fyrir löngu, að í veigamiklum meginatriðum nær þessi leiksýning engri átt, þó að hann reyni i lengstu lög að skýla nekt vinar síns, þegar í skjólin fýkur hvert af öðru. Hann vinnur það jafnvel til að gera sig bros- legan með þvi að kenna látbragð sitt í hlutverki Tuma við „snilld Shakespeares“. Eitt gott kynni þrátt fyrir allt að leiða af þvi slysi, sem koma HIP til íslands hefur reynzt. Vera má, að ýmsum verði ljósara en áður, hve varhugavert það er að fela útlendingum svo ramm- íslenzkt verkefni sem leikstjórn á íslenzku leiksviði hlýtur að vera og verður að vera, ef islenzk leiklist á að risa undir nafni; svo ekki sé talað um þá áhaíttu að sleppa hér lausum erlendum ævintýramönnum, sem þykjast þess um komnir i skjóli gervi- frægðar að misþyrma viðkvæm- um listaverkum eftir eigin duttl- ungum. Ég gat þess í upphafi, að mér þættu umræður þessar hafa tek- ið stefnu á fánýt aukaatriði. Slíku nuddi er vitaskuld hægt að halda áfram endalaust. En ekki nenni ég þvi, þó að ég hafi ekki skotið mér undan að svara í þetta sinn. Leikritið Lér konungur og höfundur þess verðskulda betri sóma en það. Að svo mætlu skelli ég minni hurð í lás. Túlkun eða skemmdar- verk ing og Becketts til dæmis. Þó má liklega segja að hin félagslegu átök séu Handke hugfólgnari en Beckett. Glíman við málið, merkingu orða og setninga tengist þvi sem þjóð- félagið verður að gera manninn aó þátttakanda i til þess að það haldi velli. Og játist maðurinn ekki þjóðfélaginu verður hann utangátta, dæmdur. Líf hans end- ar með tortimingu eins og hjá Kaspar. Tungumálið veldur kligju sagði Peter Handke í viðtali 1969. Þetta tungumál er höfuðviðfangsefni Kaspars. Það sem er leikrænt sit- ur í fyrirrúmi, heimur leikhúss- ins. Þetta hefur Nigel Watson lagt áherslu á í leikgerð sinni óg leikstjórn. Hann hefur stytt leik- rit Handkes að dæmi Peters Brooks „í þvi augnamiði að veita áhorfandanum skarpari sýn á heildarstefnu leikritsins", eins og hann segir sjálfur. Leikgerð Nigels Watsons er trú þeirri ætl- un Handkes að láta setningarnar Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON orð hljóma líkt og þær væru slitnar úr samhengi, en mynda engu að sið- ur ákveðna heild. Hann lætur lika leikarana túlka hug sinn með hreyfingum og látbragði; orðið hættir á köflum að skipta máli. Það reynir mikið á Þórhall Sigurðsson í hlutverki Kaspars. En honum tekst furðuvel að sýna okkur Kaspar Handkes. Túlkun hans var að minu viti eftirminni- legust þegar hann hafði engan texta að styðjast við. Sigmundur Örn Arngrímsson, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Jón Gunnarsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir voru fulltrúar þeirra afla sem vilja steypa Kaspar í fast mót og þeim tókst að vekja þann óhugnað sem til var ætlast. Einkum voru þau Sigmundur Örn og Anna Kristín sannfærandi í hlutverk- um sinum. Kunnáttusamleg lýsing Kristins Danielssonar gegndi veigamiklu hlutverki i K:spar, en siðast en ekki sist ber að víkja aö leikmynd og búningum Magnúsar Tömas- sonar. Leikmynd Magnúsar var frumleg með spéspeglum sínum og afskræmdu húsgögnum sém vöktu þá tilfinningu glundroða og óvissu sem verkið nærist á. Þýð- ing Guðrúnar Bachmann lét vel í munni. Námskeið um arðsemi og áætlanagerð Stjórnunarfélag Norðurlands gengst fyrir námskeiði um arð- semi og áætlanagerð dagana 20. — 21. maí n.k. á Hótel Varðborg á Akureyri. Tilgangur námskeiðs- ins er að veita stjórnendum fyrir- tækja á Norðurlandi aðgengilega og hagnýta fræðslu til beinna nota i daglegu starfi þeirra, segir í fréttatilkynningu frá stjórn- unarfélagi Norðurlands. Leiðbeinandi verður Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræð- ingur hjá Hagvangi h.f., Reykja- vík, sem hefur verið ráðgjafa- fyrirtæki allmargra fyrirtækja á Norðurlandi. Á námskeiðinu verður fjallað um framlegðarhug- takið, arðsemisathuganir, verð- lagningu, notkun bókhalds sem stjórntækis, áætlanagerð o.fl. Formaður Stjórnunarfélags Norðurlands er Ragnar Bjarna- son, skrifstofustjóri Slippstöðvar- innar á Akureyri. Framkvæmda- stjóri er Lárus Ragnarsson, Akur- ■eyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.