Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 17 embætti sem helzti utanrlkismála- ráðgjafi forsetans þegar hann fékk ekki að ráða ferðinni Nixon kvaðst hafa tekið ráðin af Kissinger meðan á Yom Kippur striðinu stóð 1973. Það hefði verið skoðun Kissinger að með tilliti til stjórnmálaástandsins heima fyrir ætti ekki að senda nema þrjá flugvélafarma af hergögnum til ísraels. „Þá sagði ég, — heyrðu Henry, við verðum skammaðir alveg jafnmikið hvort sem við sendum 3, 30 eða 100 farma, svo að þú skalt senda allt, sem flýgur. . ." sagði Nix- on og bætti við að hvað pólitiskar ákvarðanir snerti teldi hann sjálfan sig færari en Kissinger, sem hefði raunar gert sér grein fyrir þvl Sjónvarpsútsendingin I gærkvöldi varð til þess að Hvlta húsið breytti áður áformuðum blaðamannafundi Carters forseta. Fundinum var sjón- varpað og þar sagði Carter meðal annars að hann væri þeirrar skoðun- ar, að Nixon hefði gert sig sekan um lagabrot, sem réttlætt hefðu brott- vikningu úr forsetaembætti Carter kvaðst þó ekki hafa trú á þvi að Nixon væri sömu skoðunar Carter var að þvi spurður hvort minnzt hefði verið á Nixon á leiðtogafundin- um i Lundúnum á dögunum Hann sagði að nokkrir hefðu minnzt á málið við sig og harmað að Water- gate-málið væri rifjað upp að nýju Carter kvaðst ekki þeirrar skoðunar að það yrði til ills, að málið vekti almannaathygli á ný Hann kvaðst hafa horft á hluta fyrsta þáttarins, en sagðist ekki ætla að horfa á annan þáttinn Forsetinn sagði að það sem hann hefði séð af fyrsta þættinum hefði ekki orðið til að breyta áliti hans á Nixon. Ljósm: Hréggvióur Guðgeirsson 0 Geysimikill snjór er á f jallgarðinum milli Eskif jarðar og Norðfjarðar. Myndin var tekin sl. laugardag f Odds- skarði or sýnir vel hve snjóþyngslin eru mikii. Síðasti þátt- ur Hannesar í kvöld verður síðasti útvarps- þáttur Hannesar Gissurarsonar um sinn, en þtettina hefur Hann- es kallað Gerninga. Hafa þættir þessir vakið nokkra athygli, og i tilefni þess að þetta verður síðasti þáttur Hannesar um sinn, hafði Mbl. samband við Hannes og spurði hann um efni þáttarins. ,,Ég mun fara fáeinum orðum um þær meginhugmyndir sem ég hef tekið fyrir í þáttunum Orðabelg fyrir áramótin og Gerningum eft- ir áramót, þ.e. frjálshyggju og kenningar Lenins. Einnig verður nokkrum tíma varið i það að svara athugasemdum sem efnisval mitt og efnistök hafa gefið tilefni til. Ég læt í ljós undrun yfir því hvað kommúnistar hafa ráðiö ntiklu — bæði í rikisútvarpinu og í skóla- kerfinu — og nefni nokkur dæmi um það. Ég hef grun um að þeir sem ég hef haft að skotspæni í þessum þáttum mínum, kommún- istar og fasistar, verói síður en svo ánægðir með þennan kveðju- þátt minn,“ sagði Hannes. Krytað um Kirkjurit Sr. Jón Auðuns sendir mér áminningu í Morgunbl. i dag, talsvert hneykslaður eins og hans er vandi. Honum finnst ég hefði átt að beita einhverjum (mér ókunnum) myndugleik til þess að ógilda ummæli eins rit- stjóra um annan. Má vera að hér komi fram lofsvert viðhorf til biskupsdóms almennt og míns sér í lagi. Það læt ég liggja miili hluta. En fullvel veit sr. Jón það, að Kirkjuritið er tíma- rit, sem Prestafélag íslands gef- ur út og hefur alla ábyrgð á. Það er ekki „málgagn þjóð- kirkjunnar" í þeim skilningi, að greinar, sem þar birtast, hvort sem þær eru eftir ritstjór- ann eða aðra, túlki „afstöðu þjóðkirkjunnar“ f einu og öllu. Ég fékk upphringingu frá blaðamanni á Morgunblaðinu, sem las fyrir mér eina glefsu úr umræddri grein Krikjuritsins og vildi á stundinni fá minn dóm um hana. Ég var ekki farinn að sjá greinina og dæmi ekki um óséða hluti. Auk þess hef ég aldrei verið uppnæmur fyrir þvi, þegar einn barnungi klagar annan, sízt ef burða- meiri glimukappi ber sig upp undan öðrum minni. En hér get ég sagt það, að hafi téð ummæli Kirkjuritsins verið „ómakleg aðdróttun", þá þykist ég hafa séð ýmsar aðdróttanir engu maklegri, því siður rök- studdari, jafnvel á síðum Morgunblaðsins, og hafa þær ekki verið bornar undir mig. Og ekki er Morgunblaðið þurfandi fyrir mína liðveizlu að dómi sr. Jóns, ekki einu sinni fyrir hans og munar þó ekki litið um hana. Hann fær enn að nýju tækifæri til þess að koma því á framfæri, að hann hafi eins og jafnan allar gáfur sín megin, nefnir að þessu sinni sérstaklega til Guðmund Hagalín og ritstjóra Morgunblaðsins. Og kirkju- málaráðherrann auðvitað. Ég vona að ég kunni að meta að fullum verðleikum allan stuðning við kristinn málsstað, bæði Morgunblaðsins og annarra. Og þess vil ég óska, að þjóðkirkja íslands mætti vera víðsýn og umburðarlynd i sönn- um skilningi. En hitt verð ég að viðurkenna, að ég þekki ekkert fyrirbæri, sem er sneyddara viðsýni og umburðarlyndi en það steinrunna afbrigði löngu úreltrar guðfræði, sem sr. Jón Auðuns er enn að telja sér og öðrum trú um að sé vaxtar- broddur andlegs þroska. Það eru átakanleg örlög að vera til elliára haldinn af þeim kreddum, sem tóku menn tök- um á tvitugsaldri og halda það frelsi að fjötra hug sinn við neikvætt einsýni. Og ef þjóð- kirkja Islands ætti að mótast 1 f slíku „viðsýni" og „umburðar- lyndi“ og þeim „kristilega kær- leika“, sem sr. Jón prýðir skrif sín með, þá teldi ég vafasaman ávinning fyrir þjóðina að halda henni uppi. En sem betur fer verða örlög islenzkrar þjóð- kirkju ekki slik. 14. —5. — 1977 Sigurbjörn Einarsson Eg er enginn primadonnumaður AÐ lokinni síSustu sýningu á Lé konungi i kvöld verður minnst 30 ára leikafmælis Rúriks Haraldssonar. en hann fer með titilhlutverkið í leikritinu. Rúrik Haraldsson kom heim frá leiklistarnámi opnunarár þjóðleik- hússins og lék þar strax á fyrsta leikárinu. en einnig hjá Leikfélagi Reykjavíkur Hann var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1956 og Lér konungur mun vera 1 14 hlut- verk hans á fjölum þess. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Rúrik að máli í Þjóðleikhúsinu í gær og átti við hann stutt spjall í tilefni af þessum merku tímamótum á leik- ferli hans Hann kvaðst vera mjög hress eða eins og hann komst að orði Sprik- landi af fjöri og við hestaheilsu enda dygði ekkert annað I slíku starfi ..Þrátt fyrir þrjátíu ár á fjölunum finnst mér ég eiga langan feril fram- undan og ætla því að biðja þig að taka frekar alvöru viðtal við mig þegar ég verð sjötugur. því maður er nú ungur enn " — Þú lærðir leiklist í Bretlandi ? „Já, ég var við nám í Central School of Dramatic Art í þrjú ár. Þá voru einnig við nám í Englandi sam- starfsfólk mitt núna, t d. Herdís, Klemenz, Ævar, Baldvin og Gunnar Jú. ég tók ágætt próf frá þessum skóla en við skulum ekkert ræða um það Mitt fyrsta hlutverk í Þjóðleik húsinu var í Heilagri Jóhönnu Þar lék ég Dunois hershófðingja á móti Onnu Borg. sem var ofsalega spenn- andi Anna Borg lék eins og engill Nei, ég á mér engin sérstök uppá- haldshlutverk, og skiptir mig engu hvort leikrit er kómedía eða drama Starf leikarans er eins og hvert ann- að starf, stundum skemmtilegt og stundum þrautleiðinlegt " Tekurðu sígild verk fram yfir önnur? „Ég veit það nú ekki En ég er ekkert hrifinn af þessum framúr- stefnuverkum. Af nútíma höfundum hef ég þó mest dálæti á Arthur Miller Hann er bæði góður leikhús- maður og gott skáld. Ég hef leikið í mörgum verkum eftir hann." — Finnst þér leikhúsið hafa breyst mikið frá því þú byrjaðir? „Þá helzt síðasta áratuginn Með þessari svokölluðu hópvinnu Ég hef nú ekki tekið mikinn þátt í henni. En ég er á móti þessu skandínaviska sandkassaleikjaformi, þar sem allir eiga að vera steyptir í sama form. Það hafa svo sannarlega verið settar á svið hér góðar sýningar án þess að slik hópvinna kæmi til Nei, nei ég er heldur enginn primadonnu- maður," segir hann hlæjandi Að- spurður um pólítík og pólitiskt leik hús. sem liggur við að sé útþvæld spurning, svaraði Rúrik „Hér áður fyrr var það þegjandi samkomulag meðal leikara að tala ekki um pólitik Jú. menn geta haft misjafnar skoð- anir á þjóðmálum og þær geta vald- ið úlfúð manna á meðal, þannig að samstarfið verður ekki sem ákjósan- legast Persónulega er ég hræddur um að pólitikin sé komin of mikið inn íleikhúsið " — Hvað finnst þér um fjarðra- fokið og blaðaskrifin i sambandi við uppfærsluna á Lé konungi? „Það er athyglisvert og i raun i samræmi við verkið, sem er bæði víðamikið, víðfeðmt og sterkt eins og Shakespeare kallinn sjálfur Ég hefði alls ekki viljað missa at þátt- töku í þessu verki Jú, ég er að mörgu leyti sammála Helga Hálfdanarsyni i skrifum hans um textabreytingarnar, sem mér finnast víða fáránlegar Það sem mér fannst Pilikian gera rangt í sambandi við uppfærsluna var að hann vildi blanda kynlifi inn í allt og það tel ég að hafi ekki verið ætlun Shakespeares Þess utan hafði leikstjórinn hreint ekki nægan tíma til að koma þessu frá sér eins og skyldi Styttingar á senum voru allar gerðar með naumum fyrirvara Hin sjálfsmorðsena Glosturjarls hreinlega útstrikuð. og Heiða- senurnar, sem voru styttar um u.þ.b. 75 pnósent. Þar var ég einnig ósammála honum um eintal Lés, þar sem hann stendur einn og yfir- gefinn, reiður út í dætur sinar allan heiminn, og máttarvöldin Þar vildi Pilikian að ég talaði lágt og innhverf- lega sem mér fannst fráleitt og sér- lega óleikrænt Ég vildi tala sterkt og hátt, mér finnst Lér ekki vægur — hann hefði öskrað og það gerði ég í sambandi við kynferðislega sögu- skoðun Pilikians þá kom hún nú ekki eins sterkt út í uppfærslunni og hann hafði ætlað Nei, leikararnir hindruðu það ekki, heldur Shake- speare Það er ekki hægt að túlka stærsta leikhússkáld allra tíma svo til eingöngu á kynferðislegan hátt." segir Rúrik og hlær „Hins vegar hefði ég ekki viljað missa af umræðum Pilikians um verkið áður en æfingarnar hófust Þær voru mjög „interesant" og á margan hátt lærdómsrikar, þó ég væri l.angt i frá sammála öllum hans skoðunum Hann er athyglisverður maður Þetta hefur allt verið mjög athyglisvert Mjög svo " H.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.