Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 14
14
. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977
HLJOMLEIKAR
í FÍLADELFÍU
HLJÓMLEIKAR verða haldnir 1
Ffladelffu, Hátúni 2, í dag 14.
maf, klukkan 20.00
Með þessum hljómleikum er
vetrarstarfi iúðrasveitar Fíladel-
fíu að Ijúka. Regluleg kennsla
hefur farið fram í vetur og sam-
æfingar haldnar vikulega. Undan-
farin ár hefur kennari og stjórn-
andi verið Sæbjörn Jónsson
trompetleikari. Meðal annars
verða flutt verk eftir Beethoven,
Albert O. Davis og fleiri.
Á þessum hljómleikum koma
fram ungir nemendur í píanóleik.
Þá mun blandaður kór safnaðar-
ins syngja undir stjórn Árna
Arinbjarnarsonar, einsöngvari
með kórnum verður Svavar Guð-
mundsson. —(FréttatilkynninK).
NOKKRIR forráðamanna Skógræktarfélags Reykjavfkur f einu húsi
Skógræktarstöðvarinnar f Fossvogi. Frá vinstri: Vilhjálmur Sigtryggs-
son, frkvstj. SR, Guðmundur Marteinsson, formaður SR, Björn Ófeigs-
son, gjaldkeri SR, og Lárus Bföndal, varaformaður SR. (ljósm. Mbl.
ÓI.K.M)
Skógræktarstöðin í Fossvogi:
Sýnikennsla í með-
ferð trjágróðurs
SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja-
víkur gengst í dag fyrir kynningu
á meðferð trjágróðurs. Verður al-
menningi boðið að koma í Skóg-
ræktarstöðina í Fossvogi og fylgj-
ast með sýnikennslu starfsmanna
þar í því hvernig fara skuli með
trjágróður. Á sams konar kynn-
ingu sl. vor komu um 1000 manns
til að fræðast um sama atriði. Með
tilkomu núverandi Reykjanes-
brautar í Fossvogi verða væntan-
legir kynningargestir úr Reykja-
vik að nálgast stöðina um Grens-
ásveg og Eyrarlandsveg, eða af
Háaleitisbrautinni niður gamla
Klifveginn. Gestir sunnan að
munu eiga greiðan aðgang að
stöðinni af Reykjanesbrautinni.
Að sögn forráðamanna Skógrækt-
arféíags Reykjavikur þarf fólk
ekki að koma neitt sérstaklega
búið til kynningarinnar. Hefst
kynningin kl. 14 og stendur fram
eftir degi.
Nemendasýning
í Ásmundarsal
ÁRLEG vorsýning myndlistarnema Myndlistarskólans, Mfmisvegi 15,
verður f Ásmundarsal yfir helgina. I skólanum eru 250 nemendur þar
af hundrað innan við sextán ára aldur. Skólastjóri er Katrfn Briem.
Á sýningunni verða verk eftir
hvern nemanda, sem sótt hefur
námskeið skólans. Börn og ung-
lingar munu sýna keramík, graf-
ík, teikningar og grimur úr
„pappamassa“. Þeir eldri sýna
höggmyndir, en kennarar i högg-
myndalist hafa verið Magnús
Pálsson, Sigrún Guðmundsdóttir
og Helgi Gislason. Þá eru á sýn-
ingunni mikið af módelteikning-
um, svo og málverkum. En kenn-
arar í listmálun við skólann eru
m.a. Hringur Jóhannesson, Þor-
björg Höskuldsdóttir og Hilmar
Helgason.
Myndlistarskólinn á þrjátíu ára
afmæli á þessu ári. Það er Ás-
mundur Sveinsson myndhöggv-
ari, sem leigir skólanum húsið en
smíði þess var lokið einhvern
tima á stríðsárunum. Skólinn fær
bæði styrki frá ríkinu og Reykja-
víkurborg og skólagjöld eru um
þrettán þúsund krónur fyrir hálfs
vetrar námskeið. Sagði skólastjór-
inn, Katrík Briem, að margt fólk
sækti námskeið ár eftir ár og
hefði þar af leiðandi hlotið næga
menntun til að sækja akademíur
erlendis og fengi þá meðferðis
ummæli frá skólanum.
Nemendasýning Myndlistar-
skólans verður opin frá kl. 2—10
laugardag og sunnudag.
Helgi Hálfdanarson:
í Þjóðviljanum 7. þ.m. var Þór-
hallur Sigurðsson enn á stjái til
andsvara við mig vegna sýningar
á Lé konungi. Nú er samleikari
hans og vopnabróðir," Sigurður
Skúlason, einnig kominn á kreik
að nýju, og hélt ég þó, að púðrið í
þeim herbúðum væri varla orðið
til skiptanna. Það verð ég þó að
segja, að í aðra röndina dáist ég
að tryggð þeirra Pilikiansmanna
við meistara sinn; því ekki láta
þeir deigan síga, hvernig sem
málefnum reiðir af. Reyndar
telur Þórhallur mig svo þrætu-
gjarnan, að stundum hafi ég orð-
ið að deila við sjálfan mig, þegar
enginn annar hafi virt mig svars.
Varla ætti ég þó að kvarta í þetta
sinn, þvi ÞS telur upp fimm svar-
greinar til mfn í blöðum að und-
anförnu. Síðan hefur þeim enn
fjölgað, og ef ég fæ and-
mælendur í kippum vikulega
fram á Jónsmessu, þá gæti þetta
orðið sæmileg vertíð.
Sannarlega gleður það mig
stórum, að takast skyldi að vekja'
menn til rækilegrar umhugsunar
um íslenzka leikhúsmenningu.
Að vísu er alltaf hætt við, að
umræður sem þessar snúist upp í
hégómlegt pex um aukaatriði, ef
úr þeim tognar; og þetta sannast
nú þegar á skrifum þeirra leikar-
anna.
Mér þykir leitt, að Þórhallur er
í verra skapi í síðari grein sinni
en þeirri fyrri, hvað sem veldur.
Aftur á móti er Sigurður orðinn
mælandi máli, þó enn sé hann
fokreiður og ekki allt af setningi
slegið í grein hans.
Þórhaliur Sigurðsson vill fyrir
hvern mun láta líta svo út, að
mér þyki leikrita-þýðingar sjálfs
mín svo góðar, að þar timi ég alls
ekki að hrófla við neinu. Þarna
veit ÞS betur, þó að hann kæmi
því ekki fyrir sig. Það vill svo til,
að við höfum unnið saman að
sýningu á leik eftir Shakespeare,
þar sem ÞS sjálfur var leikstjóri.
Þessi samvinna varð í minum
huga einstaklega ánægjuleg. Ég
veit að ekki ber hann á móti þvi,
að ég hafi viljað leggja mig allan
fram að samræma sjónarmið
leikstjóra og þýðanda, sem ekki
er vist að ævinlega fari saman.
Þetta gerði ég með gleði, enda
sjálfsagt mál og ekki siður
þakkar vert af minni hálfu en
leikstjóra. Þess vegna þykir mér
dálítið hart, að einmitt ÞS skuli
reyna að snúa virðingu minni
fyrir skáldskap þessa mikla
snillings upp í viðkæmni út af
mínum eigin bókstöfum. Sams
konar samvinnu hef ég haft við
marga íslenzka leikstjóra, og hún
hefur ævinlega verið mér
ánægju og þakkar efni.
Ólafur M. Jóhannesson ritar
grein í Morgunblaðið 30. f.m. og
sakar mig um að einblina um of á
túlkun leikstjórans á textanum
og vanmeta aðra sjálfsagða þætti
hverrar leiksýningar. Víst er um
það, af öllum ágöllum þessarar
sýningar þótti mér sá verstur,
hvilík spjöll voru unnin á textan-
um, sem ég held þó, að flestum
beri saman um, að sé svo veiga-
mikill þáttur í leikjum Shake-
speares, að flest annað verði litil-
vægt. Þar á ég ekki aðeins við
sérvizkulega útúrsnúninga leik-
stjórans, heldur einnig og engu
síður, frekar og fávíslegar út-
strikanir, þar sem margt það er
burt höggvið, sem hvað sizt má
hverfa, ekki aðeins það sem þótt
hefur meðal þess skáldlegasta
sem Shakespeare samdi, heldur
og nokkuð af sjálfum máttarvið-
um verksins, atriði sem eru með
öllu ómissandi til skilnings.
Þarna er því um að ræða annað
og meira en túlkun á texta
Shakespeares; texta hans er
beinlinis breytt og það gróflega.
Allir vita að oft þykir nauðsyn
til bera að stytta löng leikrit til
sýningar. Það liggur í hlutarins
eðli að slik aðgerð er ævinlega
mjög viðsjárverð; og hver heiðar-
legur leikstjóri telur það helga
skyldu sína að gæta þess umfram
allt, að styttingar gangi ekki í
berhögg við augljós markmið
höfundarins. En þegar texti er
rifinn og tættur á svo purkunar-
lausan hátt sem hér er gert, og
leikstjóri tekur það í tilbót upp
hjá sjálfum sér að láta eitthvað
af aðalpersónum leiksins reka
sig í gegn upp úr þurru, þá er það
ekkert annað en fölsun. Og það
er óhæfa að mæla bót slíku fram-
ferði í leikstjórn.
Ef til vill má Þórhallur Sig-
urðsson vera drýldinn yfir
aðsókninni að Lé konungi eftir
atvikum, þó að hún sé langt um
minni en aðsókn að Shake-
speares-leikjum hér á landi hef-
ur skást orðið. Hún hefði þó
a.m.k. þurft að drattast fram úr
því, til að geta kallazt sigur-
ganga, og auðvitað væri hún stór-
sigur löngu áður en Vilhjálmur
yrði hálfdrættingur við kappana
Arnold ogBach.
Hvert skyldi Þórhallur stefna
öllu sínu þrasi um viðhorf mitt
til islenzkra leikara, leikara og
aftur leikara! Ég hef alls ekki
verið að fjalla um íslenzka leik-
ara, nema hvað ég virðist hafa
móðgað ÞS gífurlega með þvi að
hrósa íslenzkri leikarastétt í
fyrstu grein minni, liklega meira
en nokkurn tima hefur gert ver-
ið. Það mátti öllum ljóst vera, að
grein mín fjallaði um meðferð
útlendings á tilteknu leikverki.
Og hvernig getur manninum
sýnzt ég vera að „draga leikarana
í dilka“? Hvaða áhuga ætti ég að
hafa á því! Þórhalli er sjálfum
guðvelkomið að nafngreina i
dularfullum tilgangi svo marga
af starfsmönnum Þjóðleikhúss-
ins, sem honum sýnist, og fyrir
mér má hann skira þá til hvaða
ofsatrúar sem honum dettur i
hug, upp úr hvaða þvotta-löðri
sem vera skal; þeir eru ekki hér
til umræðu af minni hálfu. Það
sem ég held fram, er þetta: Sýn-
ing Hovhanness I. Pilikians á Lé
konungi er hneyksli, — siðan
ekki söguna meir. Fyrir þessari
skoðun minni hef ég fært rök,
sem hafa reynzt Pilikiansmönn-
um ofviða; og þess vegna fara
þeir undan í flæmingi.
Ekki höfðu verjendur Piliki-
ans fyrr bitið í skjaldarrendur en
þeir yfirgáfu kastalann mikla,
hina kynferðislegu söguskoðun
sjálfa, sem átti þó að hýsa allt
það sem máli skipti. Siðan hafa
þeir einnig hlaupizt á brott úr
þeim skotgröfum, sem áttu að
verja skilning leikstjórans á text-
anum; það er ekki lengur víst að
hann sé svo óskeikull sem hann
sjálfur vill vera láta; honum er
bara jafn-frjálst og öðrum að
segja hvað sem honum dettur í
hug, þar sem ekki er endanlegs
úrskurðar að vænta. Nú hafa
þeir búizt um í hinzta viginu,
sem er hin mikla snilld HIP i
hreyfingum, stöðum, svipbrigð-
um og látbragði, að ógleymdri
hinni fimbulmögnuðu verk-
stjórn. Á þeim Ólafi og Sigurði
má helzt skilja, að þarna sé um
að ræða svo útsmogna leyndar-
dóma listarinnar, að þess sé eng-
in von, að náungar af götunni,
eins og ég og minir líkar, beri
skynbragð á slíkt. Og Þórhalli
verður tiðrætt um „algera van-
þekkingu” mina á því, „hvernig
unnið er i leikhúsi" og „hvernig
leiksýning verður til“. Það er
ljóst, að mér skal ekki haldast
uppi að þykjast samt vita ýmis-
legt um þá hluti.
Það er mér ljúft að játa, að
aðfarir HIP hljóta að hafa verið
langt utan alls þess sem ég veit
um starfsemi i leikhúsum. Enda
hef ég ekki séð öllu átakanlegri
lýsingu á verkstjórn en skýrslu
Þórhalls Sigurðssonar sjálfs um
Kappreiðar Fáks
á sunnudag
HINAR árlegu vorkappreiðar
Fáks verða haldnar á skeiðvellin-
um á Víðivöllum á sunnudag, 15.
maf, og hefst mðtið kl. 14. Um 100
hestar munu taka þátt f keppn-
inni og má nefna Stokkhðls-Blesa,
Vafa og Fannar af þátttakendum
f skeiði. 1 250 m stökki koma fram
Iftt þekktir hestar, sem er gert
ráð fyrir að sjást muni á kapp-
reiðum á næstu árum, segir f frétt
frá Fáki, og vænst er spennandi
keppni f 350 m stökki.
Að þessu sinni verður keppt í
nokkrum nýjum íþróttgreinum á
vegum hinnar nýstofnuðu íþrótta-
deildar félagsins, t.d. gæðinga-
skeið, fjórgang, fimmgang, hindr-
unarstökk o.fl. og eru þetta hinar
sömu keppnisgreinar og ákveðnar
hafa verið fyrir Evrópumót is-
lenzkra hesta, sem haldið verður I
Danmörku seinni hluta sumars.
Keppni hefst kl. 14 eins og áður
sagði með keppnisgreinum
íþróttadeildarinnar, en kapp-
reiðarnar hefjast kl. 15 og mun
veðbanki starfa eins og venjan
hefur verið.
Þess er getið f frétt frá Fáki, að
það hafi vakið athygli hvað áhugi
ungs fólks hafi verið áberandi nú
um nokkurt skeið og muni það
sérstaklega koma í ljós í hinum
nýju kepnisgreinum á mótinu.
Hreyf
Þjóðieikhúsið, Litla sviðið:
KASPAR
EFTIR PETER HANDKE.
Þýðandi: Guðrún Bachmann.
Lýsing: Kristinn Danfelsson.
Leikmynd og búningar: Magnús
Tómasson.
Leikgerð og leikstjórn: Nigel
VVatson.
í KASPAR styðst Peter Handke
við söguna um Kaspar Hauser, en
Kaspar þessi kunni aðeins eina
setningu þegar hann fannst í
NUrnberg árið 1828: Mig langar
að verða hestamaður eins og
pabbi var.
Kaspar Hauser Iærði að tala og
haga sér eins og annað fólk. Örlög
hans urðu þau að hann var myrt-
ur tuttugu og eins árs að aldri.
Kaspar Hauser hefur orðið
mörgum að yrkisefni. Hann hefur
verið eins konar táknmynd villu-
ráfandi manns sem ekki veit
hvaðan hann er kominn eða hvert
hann er að fara. Peter Handke fer
frjálslega með söguna um Kaspar.
Úr henni gerir hann nútíma-
spegilmynd af manni sem er ieik-
soppur f höndum annarra, mótast
af umhverfi sínu án þess að geta
veitt viðnám. Þessi maður er
kunnur úr verkum ýmissa fram-
úrstefnuhöfunda. gæti verið ný-
skriðinn upp úr einni öskutunnu