Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 8
g MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAl 1977 Frjálsu náttúruverndarfélögin geta leyft sér að ganga lengra — segir Helgi Hallgrímsson, formaður SÍN Samband Islenzku náttúruverndarfélaganna efndi nýlega til kynningarviku til að kynna starfsemi félaganna og náttúruvernd I landshlutum. Var það gert með veggmyndasýningu í Norræna húsinu og á hverjum degi var fjallað I erindum og umræðum um náttúruverndarmál. Sérstaklega var boðið formanni norsku náttúruverndarsamtakanna, Ragnhild Sundby. Náttúruverndar- samtökin eru sex talsins og félagssvæði hvers um sig kjördæmi eða heilir fjórðungar. Þetta eru áhugamannafélög, þar sem fjárhagur byggist á félagsgjöldum og styrktaraðilum. Formennirnir mynda stjórn samtakanna, sem kemur saman til aðalfundar einu sinni á ári. Formaður stjórnarinnar er nú Helgi Hallgrlmsson sem er formaður SUNN, samtakanna á Norðurlandi. Áður en Ilelgi fór norður I lok kynningarvikunnar, ræddi frétta- maður Mbl. stuttlega við hann. Helgi sagði, að náttúruverndarlögin legðu mesta áherzlu á fræðslu. Mestu máli skipti að breyta viðhorfum manna á sviði náttúruverndar. Boð og bönn væru góð, svo langt sem þau næðu, en þau hefðu sín takmörk. Enginn árangur næðist, ef grunnurinn byggði ekki á fræðsiu um nátt- úruna og verndun hennar, enda væri vanþekking orsök margra náttúruspjalla. „Einn þátturinn í þeirri viðleitni er einmitt þessi nýafstaðna kynningar- vika“, sagði hann. „Og ég get ekki annað sagt en að ég sé ánægður með hana. Hún hefur verið vel sótt, farið fram úr því sem við gátum búizt við, þótt það reyndi kannski nokkuð á þolinmæði fólks að sækja slikt i heila viku. En auk þeirra, sem sóttu dagskrána, skoðaði fjöldi fólks kynningarefnið frá félögunum og Landvernd á göngum Norræna hússins. Rætt hefur verið um að vinna upp minni og hnitmiðaðra kynningarefni upp úr þessu og ef vel tekst til að bjóða efnið Rikisútgáfu námsbóka og skólunum". — Annar þáttur i starfsemi náttúruverndarfélaganna er skráning náttúruminja, sagði Helgi, en tillögur okkar send- um við svo til náttúruverndar- ráðs og fleiri aðila. Við í SUNN höfum unnið að slíkri skrá siðan 1972, og stefnum að þvi að gefa út náttúruminjaskrá í fjölrituðu formi með tillögum að náttúruminjaskrá fyrir Norðuriand vestra. Fræðslu- þáttinn rækjum við fyrir not mest á fundum, m.a. er aðal- fundur venjulega um leið fræðslufundur, sem stendur í tvo daga. Helgi sagði að í Sunn væru um 200 félagar. Áhugi væri míkill fyrir norðan á ákveðnum málum, svo sem Laxármálinu, sem á sínum tíma var upphafið að stofnun samtakanna, og nú á álverksmiðjumáiinu. Á milli vildi svo áhuginn dafna nokkuð. Sjálfur er Helgi starfsmaður Náttúrugripasafnsins á Akur- eyri og hann er ritstjóri tíma- ritsins Thyle, sem bókaforlag Odds Björnssonar gefur út. Er það hugsað sem alþýðlegt rit til að kynna náttúru landsins og náttúruvernd, mjög vandað og fer viða. — Það er ákaflega mikilvægt fyrir okkur í SUNN að hafa safnið við hendina, því þar er svo mikið af heimildum, sem við þurfum á að halda, sagði Helgi er hann var spurður um það. — T.d. væri ómögulegt fyr- ir okkur að vinna þessa skráningu á náttúruminjum án þess. Miðað við það sem gerist, er þetta orðið gott safn. Það er tvískipt, annars vegar sýningar- safn með sýningarsal og hins vegar vísindaleg stofnun, sem stendur að rannsóknum. Safnið hefur t.d. framkvæmt náttúru- verndarkannanir, þar sem reynt er að fá yfirlit yfir landið og náttúru þess, eins og það er nú og svo nýtingarmöguleika á staðnum. Slíkar kannanir eru síðar á nokkuð misjafnlegan hátt. T.d. er með fyrstu könnun, eins og þeiri sem var gerð í Skagafirði og Húnavatns- sýslum, aflað upplýsinga um náttúruminjar. En svo er lika gerð nákvæmari könnun á af- markaðra svæði, svo sem gert hefur verið f Jökulsárgljúfrum og Mývatnssveit. Þá er til- gangurinn sá að það verk megi nota sem undirstöðu undir landnýtingaráætlun, sem er t.d. brýnt að gera í Mývatnssveit. Uttektin er þá fyrir hendi, þeg- ar til hennar þarf að taka. Er talið barst að því hvort frjálsu náttúruverndarfélögin hefðu sjálf beinlínis unnið slík verkefni, sagði Helgi að svo væri ekki. — Þó má nefna, bætti hann við, að náttúru- verndarfélagið á Austurlandi, NAUST, hefði gengizt fyrir svo- kallaðri Lagarfljótsnefnd, sem ýmsir aðrir aðilar taka þátt i. Og hún hefði siðan verið viður- kennd sem aðili til að leggja dóm á ýmsa þætti málsins. Ann- ars blandast þessi verk mjög mikið saman, því það eru ákaf- lega oft sömu aðilarnir sem standa að verkefnum. Við for- menn frjálsu félaganna höfum t.d. verið skipaðir í nefndir frá náttúruverndarráði. Og kannski er ekki ástæða til að halda þessu aðgreindu. En ég vil leggja áherzlu á að frjálsu samtökin geta verið óháðari. Við getum leyft okkur að ganga lengra og eigum að gera það. Við eigum að setja markið hærra og vísa veginn. Þá vikum við talinu að hinni merku rannsóknastöð á Víkur- bakka á Árskógsströnd, sem mun vera eina stofnunin af því tagi hérlendis. — Slikar náttúrurannsóknarstöðvar eru tii erlendis. Þangað getur áhugafólk komið og dvalizt fyr- ir litið gjald. Öll aðstaða er ókeypis, menn elda ofan í sig sjálfir og stunda hvaða rannsóknir sem þeir kjósa. Frá rannsóknastöðinni hafa menn verið við alls konar liffræðileg- ar rannsóknir í fjörunum, bæði á sjó og landi. Hingað til hefur aðstaðan mest verið notuð af útlendingum, hópum eða einstaklingum, sem stunda rannsóknir viðar í veröldinni og vilja fá samanburð. Þeir Helgi Hallgrfmsson. skilja hér eftir skýrslu um það sem þeir hafa gert og við fáum það sem þeir birta um rannsóknirnar. Við fáum sem sagt að nýta það sem þeir gera. Þetta var fyrsta stöðin af þessu tagi hér, en náttúruverndarráð hefur nýlega komið upp svipaðri aðstöðu i Mývatns- sveit. Annað brautryðjendastarf hefur verið unnið á þessu sviði á Akureyri, en það eru rannsóknir á jarðvegslífi. —Já, það er rétt, þetta hefur aldrei fyrr verið gert, sagði Helgi. Viðfangsefnið er skylt náttúru- vernd, þ.e. jarðvegsvernd. Stór þáttur i verndunarmálum er að vernda moldina, svo illa sem með hana hefur verið farið. Augljóst er hve mikils virði heilbrigð mold er í lífkerfinu, þegar litið er á það hve mikil undirstaða hún er fyrir gróður og dýralíf. Það er þvi nauðsyn- legt að hafa svör við því i hverju ástandi moldin er. Kannski erum við búin að breyta moldinni með áburði og fleiru. Þekkinguna má svo útfæra á ýmsan hátt. í - bæklingi á kynningar- vikunni stendur m.a. að náttúruverndarsamtökin hafi unnið að friðlýsingu hvert á Sinu svæði og notið til þess aðstoðar og fyrirgreiðslu náttúruverndarráðs. — Já, við í Naust höfum útbúið friðlýsing- ar fyrir náttúruverndarráð, sagði Helgi. En friðlýsing er það kallað þegar náttúruverndarráð ákveður að vernda einhvern stað með því að setja um hann sérstakar reglur, sem eiga að hindra þar ýmsa röskun. Það er gert í sam- ráði við landeigendur og aðra rétthafa. En menntamálaráð- herra staðfestir svo friðlýsing- una. Þetta yinnum við þannig, að við förum þess á leit við bændurna að þeir taki þá kvöð á jarðirnar, að viss hluti þeirra sé friðlýstur. Þá efnum við til fundar og leggjum fyrir fundinn tillögu að vissum reglum og reynum að ná sam- stöðu. Enginn má að sjálfsögðu standa utan við slíka frið- lýsingu. Þá sendum við hana náttúruverndarráði til afgreiðslu. — Á þennan hátt höfum við komið á fyrstu friðlýsingunni á votlendi í Svarfaðardal. Einnig hefur verið komið upp frið- löndum við Miklavatn i Skaga- firói, skammt frá Sauðárkróki og einnig við Vestmannsvatn i Aðaldal og Reykjadal. Þessu lauslega spjalli við Helga lauk með vangaveltum um gildi friðlýsinga, og kom þar m.a. fram sú skoðun að þrátt fyrir að ágæti þeirra, gætu í vissum tilfellum verið allvarasamt að friða, vegna þeirrar auglýsingar, sem það hefði i för með sér, það drægi fólk að þeim stað, jurt eða dýri, sem vernd ætti. En markmið náttúruverndarsamtaka lands- hlutanna er verndun náttúunn- ar og skynsamleg nýting á auð- lindum hennar. Þau vilja leit- ast við að hindra hvers konar spjöll á náttúrulegu umhverfi, svo sem röskun upprunalegs landslags, gróðurs og dýralíf og koma í veg fyrir mengun af ýmsu tagi. Einnig stuðla að góðri umgengni, bættu skipu- lagi byggðar og landnytja, sam- ræmingu mannvirkja og um- hverfis og verndun sögulegra minja. Þau vilja koma á heil- brigðum samskiptum manns og náttúru, þar sem maðurinn er eðlilegur þáttur í heildinni. Ályktanir SÍN: Heilbrigðiseftirlitsins frá því í janúar sfðastliðnum. Velja ber þá virkjunarkosti er minnstri röskun valda á lifríki FORMENN samtaka þeirra, sem mynda Samband ísi. náttúru- verndarfélaga, skipa stjórn sam- takanna, sem kom saman til aðal- fundar sl. laugardag og sunnu- dag. Voru þar gerðar eftirfarandi ályktanir: 1. Um orku- og iðnaðarmál Aðalfundur stjórnar SÍN 1977 vekur athygli á þýðingu þess að íslendingar fari skynsamlega með orkulindir landsins og tekið verði fyllsta tillit til umhverfisverndar við hagnýtingu þeirra. í þvf skyni þarf að efla almennar rannsóknir á virkjunarvalkostum og skoða vandlega þá þætti, sem varða um- hverfisvernd í hverju tilviki. ber að taka ríkulegt tillit til um- hverfisverndar og velja fyrst þá kosti, sem minnstri röskun valda á lífríki, nytjalandi og sérstæðum náttúruminjum. 3. Fráleitt er að ráðstafa orku til atvinnurekstrar á vegum út- lendinga eða festa hana til langs tíma og gæta ber þess að orkuverð fer stöðugt hækkandi í heiminum. 4. Ekki skal leyfa hér neinn þann atvinnurekstur, sem valdið geti tjóni á náttúru landsins og tryggja þarf fyrirfram fullkomn- ar mengunarvarnir í iðnfyrir- tækjum. Alls ekki á að leyfa starf- rækslu iðnfyrirtækja ef búnaður þeirra til mengunarvarna bilar, eða skilar ekki þeim árangri, sem til er ætlast. Alusuisse, en stjórnvöld hafa þeg- ar léð máls á ýmsum þáttum hennar, m.a. þriðjungs stækkun álversins f Straumsvík í tengslum við Hrauneyjarfossvirkjun. 6. Aðalfundur SÍN skorar á stjórnmálaflokka f landinu að snúast gegn ásælni erlendra auð- hringa og marka skýrsa stefnu í orku- og iðnaðarmálum, einnig með tilliti til umhverfisverndar. Landsmenn hljóta að velja um leiðir í þeim efnum m.a. í alþing- iskosningum, og þá þurfa náttúru- verndarmenn og allur almenning- ur að haida vöku sinni. 7. Þar eð orka verður stöðugt dýrmætari og kostnaður eykst við öflun hennar, þarf að vinna skipulega gegn orkusóun, jafnt f atvinnurekstri sem á heimilum, og koma innlendum orkugjöfum í gagnið sem fyrst, hvarvetna þar sem þvi verður við komið. 8. Auk náttúrufræðilegra um- hverfisrannsókna þurfa félags- fræðilegar athuganir að verða fastur þáttur i undirbúningi orku- og iðjuvera, þar eð röskun á þvf sviði getur jafnvel verið enn af- drifarikari en mengun frá þeim. II. Starfsleyfi kisiljárnverksmiðju Aðalfundur SlN fordæmir harðlega tilslakanir frá nauðsyn- legum mengunarvörnum, eins og þær birtast f starfsleyfi fyrirhug- aðrar kisiljárnverksmiðju í Hval- firði. Með því hafa tillögur Heil- bngðiseftirlits ríkisins og Nátt- úruverndarráðs verið sniðgengn- ar og að engu hafðar í mörgum veigamiklum atriðum og þarmeð veitt háskalegt fordæmi fyrir annan iðnrekstur. Telur stjórn SlN með ólíkind- um að sjálft heilbrigðisráðuneytiö skuli standa þannig að málum og skorar á Alþingi að taka í taum- ana og neita að samþykkja frum- varp til laga um verksmiðjuna, nema starfsleyfi hennar verði breytt í samræmi við tillögur III. Um olfuleit við Norðausturland I tilefni af fréttum um hugsan- lega olíuleit við Norðausturland ályktar stjórn SlN eftirfarandi. 1. Áður en til greina kemur að veita leyfi til könnunar á hugsan- legum olíulindum í íslenzkri lög- sögu verði Rannsóknaráði ríkisins eða öðrum tiltækum aðila falið að afla allra tiltækra heimilda um umhverfisáhrif olíuleitar og olíu- vinnslu, enda verði niðurstöður þeirrar könnunar lagðar til grundvallar frekari ákvörðunum í þessum málum. 2. Stjórnin telur að mjög mikil hætta sé þvi samfara fyrir fiski- mið viðkomandi landshluta og sjávarlíf við landið ef slíkar bor- anir koma til framkvæmda og bera árangur. 3. Stjórn SÍN minnir á, að með hinni nýlegu útfærslu fiskveiði- lögsögu okkar berum við einir ábyrgð á þvf ef hinar lífrænu auð- lindir landgrunnsins við tsland verða fyrir óbætanlegu tjóni. 4. Minnt er ennfremur á, að oliulindir eru endanlegar auð- lindir, hér sem annarsstaðar, en fiskur og aðrar yónytjar eru auð- ævi, sem eiga að geta varað um alla framtíð ef skynsamlega er á málum haldið. Stjórn SlN bendir sérstaklega á eftirtalin atriði í þvf sambandi. 1. Orkulindir landsins eru tak- markaðar og þjóðin mun þurfa að nýta þær að verulegu leyti í eigin þágu í tíð næstu kynslóða. 2. Við mat á virkjunarkostum Wjrjft/jrrZ//, 5. Stjórn SlN varar við sívax- andi ásælni útlendinga í iðnaðar- aðstöðu hérlendis og tilraunum auðfélaga til að ná tangarhaldi á sjálfum orkulindunum. Má í því sambandi benda á hina háskalegu „IntegraT'-áætlun fyrirtækisins ^///ff/f/f/f/ff/Zf/////*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.