Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 19 Sverrir Hermannsson í eldhúsdagsumræðum: Verðum að draga úr sókn í verðmætustu fiskstofna Mun bitna á landslýð ölliun HÉR FER á eftir ræða sú, er Sverrir Hertnannsson flutti í eldhúsdagsumræð- unum á Albingi Lúðvík Jósepsson lýsti því yfir i ræðu sinni, að Alþýðubandalagið sé eini flokkurinn sem stendur gegn þátttöku útlendinga í ís- lenzku atvinnulífi. Sú staðreynd er eigi að sfður skjalfest, að Al- þýðubandalagið hafði í tíð fyrr- verandi stjórnar alla forystu um að semja við hinn illviga auðhring Union Carbide um járnblendi- verksmiðju á Grundartanga. Fyrrverandi iðnaðarráðherra Al- þýðueandalagsins lagði á það höf- uðáherzlu að samningar tækjust við þennan bandariska auðhring. Járnblendi væri sjálfsagt ekki komið á dagskrá á íslandi nema fyrir forystu Alþýðubandalags- ins. Og þar skilur í milli okkar, Lúðvíks og min, að ég hefi aldrei ljáð járnblendiverksmiðjunni fylgi mitt, en flokkur hans hins- vegar haft frumkvæðið. Lúðvik Jósepsson lýsti því yfir, að núverandi stjórn beitti verð- bólgunni sem hagstjórnartæki. Hvort mun hann nú í yfirstand- andi vinnudeilu beita sér fyrir að rétta rikisstjórninni i hendur en öflugra verðbólgutæki að stjórna með, eða mun hann reyna með afskiptum sínum af kjarasamn- ingum að ræna þessu hagstjórnar- tæki, sem hann svo kaliar, úr höndum núverandi ríkisstjórnar? Við bíðum og sjáum hvað setur. Karvel Pálmason efast um framkvæmd byggðastefnunnar. Okkur hefir tekizt vel til um framkvæmt byggðastefnunnar. Gífurlegum árangri hefir verið náð. En ég minni á, að byggða- stefnunni var aldrei ætlað að halia á einn eða neinn, heldur að rétta hlut strjálbýlis. Þess vegna ber okkur að fylgjast vel með ef svo skyldi ske að framkvæmd byggðastefnunnar yrði til mis- mununar. Ég hefi ekki trú á að svo sé, en fylgi því hinsvegar ein- dregið að málið verði rækilega kannað og í tauma gripið ef úr- skeiðis gengur. Þrátt fyrir úrtölu- og svartsýnis- tal stjórnarandstæðinga er ljóst, að siðasta ár reyndist þjóðinni hið happasælasta. Framleiðsla aldrei meiri, full atvinna og gerbreyting á verzlun og viðskiftum okkar við aðrar þjóðir. Gylfi Þ. Gislason er sannfærður um, að þjóðinni verði ekki vel stjórnað nema hann sé við stjórn- völinn. Þetta er kækur, sem hann þyrfti í tima að reyna að venja sig af. Ef enginn vandi er meiri við stjórn landsins en sá að Gylfi Þ. Gíslason er ekki í stjórn, þá er ekki sérstaklega mikið að. Draga verður úr fjárfestingu, sagði Gylfi Þ. Gislason. Draga verður úr umsvifum rikisins sagði þessi sami þingmaður. Beita verð- ur harðari tökum á útlánastefnu banka sagði hann einnig. Nú er spurningin sem þessi þingmaður, doktor i hagfræði, verður að svara: Hversu mikið má draga saman seglin, svo ekki bresti á atvinnuleysi, sem er þó mest óhamingja einhver, sem yfir eina þjóð getur dunið. Risavaxnari vandi en fyrr Það er sannfæring mín, að is- lenzka þjóðin hafi hin siðari árin átt við risavaxnari vanda að glima í efnahagsmálum en nokkru sinni fyrr. Þótt mikið hafi áunnizt, svo sem fram hefur komið í ræðum hæstvirtra ráðherra Geirs Hall- grímssonar og Ólafs Jóhannesson- ar, er markinu ekki náði. Enn búum við við þrefalda verðbólgu umfram það sem líðanlegt er,og á hinn bóginn virðist brugðið til þeirra ókjara að miklu minna verði úr býtum borið í sjávarföng- um en áður, þrátt fyrir færi á að sækja i nýja fiskstofna. Ef ekki tekst að vinna bug á þeirri óða- verðbólgu, sem enn geisar, þá má kalla að allt annað sé unnið fyrir gíg- Það er ekki nýtt fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að taka við þrotabúi vinstri stjórna á íslandi. Árið 1959 gerði hann það og tókst með sterkum tökum að bjarga þjóð- inni frá gjaldþroti út á við og inn á við. Það var .ekki sársauka- eða átakalaust, en flokkurinn fékk um langa hríð, 1 12 ár, til þess atfylgi þjóðarinnar. Það mun ef til vill á næstunni á það reyna sérstaklega hvort hann nýtur enn eigi þess trausts og trúnaðar, sem Sverrlr Hermannsson. nauðsynlegt er, svo að forðast megi ókjörin. Þótt stórt væri í sniðum og átaksillt þrotabúið vinstri stjórn- arinnar árið 1959, var þó aðkoman 1974 sýnu ofboðslegri. Árið 1958 brotnaði alda verðbólgunnar á skerjum óstjórnar, en árið 1974 var þó holskeflan sýnu hættulegri og er enn eigi bitið úr nálinni með usla hennar. Gliman við óstjórn- ina á árunum 1971 til 1974 stend- ur enn yfir og ber að játa hrein- skilningslega, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki tekið eins sterkum tökum á viðfangsefnun- um og áður og ekki eins og hann hefur afl til. Að vísu hefur timinn unnið með flokknum, en það af- sakar ekki hægaganginn i áflog- unum við meinvættinn mikla, sem verðbólgan er. En flokkurinn stjórnar ekki einn og er vafalaust að tregða samstarfsflokksins að ját'a á sig ávirðingar af óstjórn vinstri stjórnarinnar hefur ráðið miklu. Eftir fyrra vinstristjórnar- bímabil var Alþýðuflokkurinn laminn til þeirrar hlýðni að játa á sig ábyrgð á þeirri óstjórn, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið beygju-legur við að krossfesta Framsóknarflokkinn fyrir sömu sakir. Góðs árangurs er ekki að vænta, ef menn neita staðreynd- um af kjósendahræðslu, og helzt það uppi. Það er auðvitað spaug- laust að leiða svo harðskeyttan sérhagsmunaflokk sem Fram- sóknarflokkurinn er til sam- vinnu, sem gagnar allri þjóðinni. Þó hefur það að ýmsu leyti tekizt betur en á horfðist og eldri reynsla benti til, því feysknar voru allar undirstöður fyrri sam- vinnu.við þann flokk. Kjarabætur til láglaunafólks Það er með öllu óþekkt, að efna- hagskerfi þjóðarinnar hafi verið hrundið jafn hastarlega og með gerð kjarasamninganna 26. febrú- ar 1974. Þeim mun ótrúlegri er sú staðreynd, þar sem allt var það fyrir verk sjálfrar ríkisetjórnar- innar, sem þá ríkti. Að vísu hafði sú stjórn til þess gildrað frá upp- hafi. í sjálfum stjórnarsáttmála þeirrar stjórnar er að finna upp- haf ógæfunnar. Hins vegar mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki vikja þvi til samstarfsflokksins, sem miður kann að hafa til tekizt í tíð núverandi stjórnar. Hann axlar þá ábyrgð án hiks og þarf ekki að álasa samstarfsflokknum eða kenna honum um eitt eða neitt, sem Sjálfstæðisflokkurinn ber ekki fullkomna ábyrgð á. Afstaða Framsóknarflokksins og vinnu- brögð eru gerbreytt frá þvi sem áður var og er það án efa að þakka formanni flokksins, hæstvirtum dómsmálaráðherra, Ólafi Jóhann- essyni, og eru það einkennileg örlög, að hann skuli þrátt fyrir ágæt verk liggja undir ámælum skillitilla stráka fyrir tilbúnar sakir. Eins og sakir standa eru efni á að veita hinum lægra launuðu verulegar kjarabætur. Því eiga þeir sem ráða að lofa strax. Að bíða eftir því að vinnuveitenda- samtökin sisist til þess með ger- samlega úreldum vinnubrögðum kemur ekki til mála. Það verður of dýru verði keypt. Á sinni tið þegar ég átti að heita forystumað- ur I launþegasamtökum, voru á mig settir vökustaurar. Þá hældu menn sér af því að vaka sem lengst án þess að þeim hvarflaði vit að marki. Ég er löngu hættur að hafa trú á þessari aðferð. Enda getur lausn mikilvægrar vinnu- deilu ekki veið i höndum vöku- staursmanna. Menn hafa það gjarnan í orði að aðilar vinnu- markaðarins eigi að leysa sín á milli vandann. Þeir eru ekki i færum um það nú, síst vinnuveit- endur, sem enn haga sér eftir aðferðum sem þóttu við hæfi hjá dönskum íhaldsöflum upp úr 1930 að neita allri sanngirni en skrifa síðan undir ódæmin eftir nógu langar vökur og hælast svo um þegar upp er staðið að hafa sett met í svefnleysi. Vinnudeiluna á ríkisstjórnin aó leysa með Birni Jónssyni og félög- um hans, sem ekki njóta trúnaðar Lúðviks Jósepssonar. Það á þegar í stað að ganga að stórhækkuðu kaupi til handa hinum lægra launuðu og beita föstum tökum af hálfu þeirra, sem umboð hafa til að stjórna frá þjóðinni sjálfri, að hindra að hinir, sem sæmilega og vel eru settir hrifsi ekki til sin enn meiri kjarabætur, eða marg- faldaðar svo sem dæmin sanna á liðnum árum. Skattabreyting Skattabreytingu er nauðsynlegt að beita í þessu sambandi sem eingöngu á að gagna hinum lægra launuðu. Stjórnvöld þurfa þegar í stað að setja sig í þær stellingar að létta skattbyrði á launastéttum allt upp fyrir miðju í kerfinu og þola minnkun tekna í ríkiskass- ann, sem nemur stórum fjárhæð- um. Það mun að visu draga úr framkvæmdum, en tæplega auka neyzlu að marki vegna þeirra of- boðslegu hækkana i vörum og þjónustu, sem yfir okkur dynja daglega. Markmiðið verður og skal verða að ná verðbólgunni niður í 10—12% á næstu tveimur árum eða til jafns við það, sem um er að tefla í viðskiptalöndum okk- ar flestum. Ef verkalýðshreyfing- in gengur að þessum kostum að stórhækka laun við láglaunastétt- ir samfara minni skattbyrði, þá er miklu borgið. Hin leiðin er leið átaka og verkfalla, sem bitnar harðast á þeim sem minnst bera úr býtum. Það er rétt og skylt fyrir verkalýðshreyfinguna að átta sig á að þeirri aðferð verður mætt með miskunnarlausri hörku. Það skal aldrei verða að þeim takist, pólitísku furstunum i þeirri sveit, að gera að engu þann ávinning, sem orðinn er í efna- hagsmálunum. Að loknu þriggja vikna verkfalli verða gerðar þær ráðstafanir, sem duga til að minnka verðbólguna. Með þeim aðgerðum er vandséð, hvernig sérstaklega megi taka tillit til hinna verst settu. Þeirra málum verður trúlega ekki borgið nema við samningaborð. Ég var í 15 ár í fyrirsvari fyrir ein stærstu launþegasamtök þjóð- arinnar. Mín einarða kenning var að boða aldrei til verkfalla og það var undir þá reglu vikizt af yfir- gnæfandi meiri hluta verzlunar- manna og skilaði því fólki þess- vegna harðar fram á veg um kjarabætur þá en öðrum stéttum verkalýðs. Það er ekki um aó tala, ef póli- tiskur geóþótti stjórnarandstæð- inga og aðallega Lúðviks Jóseps- sonar fær að ráða ferðinni í vinnudeilum nú, þá verður því mætt með óbreyttri stefnu um að vinna bug á verðbólgunni i land- inu. Oag gagnráðstafanir verða þeim mun harkalegri sem óskyn- samlegar er staðið að lausn vinnu- deilunnar og kjarabætur knúnar fram með offorsi umfram það sem gjaldgeta atvinnuveganna þolir. Aðalatriðið er það, að vinnuveit- endur fái ekki til þess leyfi að kópa eins og afglapar yfir ófram- bærilegum tilboðum um kjara- bætur til handa þvi fólki, sem lífsnauðsyn er að rétta hjálpar- hönd. Með því móti er stefnt f ófæru, sem öll þjóðin tapar á og bitnar harðast á þeim, sem minnst mega sín. Árangur í ríkisfjármálum Umtalsverður árangur náðist i fjármálum ríkisins á s.l. ári miðað við árin 1974 og 1975, en á þessum tveimur árum höfðu skuldir rikis- sjóðs hjá Seðlabanka aukist um 10 milljarða króna. Þegar vinstri stjórnin lét af völdum á síðari hluta árs 1974 hafði hún að veru- legu leyti gengið frá fjárlagagerð fyrir árið 1975, í samræmi við þá efnahagsskipan og þá stjórnunar- hætti, sem riktu á þeim bæ. Það má því segja, að efnahagsstefna vinstri stjórnarinnar hafi mótað fjárlög ársins 1975 og sett svip sinn á það fjárlagaár. Fjárlög ársins 1976 eru þau fyrstu sem mótuð er í samræmi við efnahagsstefnu núverandi rik- Framhald á bls 30 GRANGES AL F allegt útlit í eitt skipti fyrir öll Auðveld leið til að varðveita húseignir: Risjótt veöurfar og dýrt vinnuafl gerir viðhald húsa kostnaðarsamt. Gránges þakál og lakkpanel veggklæðning úr áli, losar yður við allar áhyggjur vegna sífelldra viðgerða. Gránges ál er með innbrenndri lakkhúð í fallegum litum, tærist ekki og þarf enga nánari vörn gegn veðrun. Gránges ál er einangrandi, hagkvæmt og auðvelt í uppsetningu. VARANLEGT — FALLEGT ÚTLIT í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL Granges þakál og lakkpanel SÖLUSTAÐIR: VERSLANASAMBANDIÐ H/F. SKIPHOLTI 37 — SÍMI 38560 BYGGINGAVÖRUVERSLUN JÖNS FR. EINARSSÖNAR — BOLUNGARVIK SlMI 73S3 KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA SAUÐARKRÖKI SlMI S200 K.E.A. AKUREYRI SlMI 21400 VERSLUNIN ASKJA H/F. HUSAVlK SlMI 41414 .KAUPFÉLAG AUSTUR SKAFTF. HORNAFIRÐI SÍMI 8200 KAUPFÉLAG ÁRNESINGA SELFOSSI SÍMI 1201

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.