Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 16
16 MORG UNBLAÐIÐ, UAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson ASalstræti 6, sfmi 10100. ASalstræti 6. sfmi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Rekstrar- og afurðalán bænda Fjölmennir bændafundir víðs vegar um iand, sem eink- um fjölluðu um afurðasölumál bænda og skil á andvirði fram- leiðslu þeirra, vöktu alþjóðarat- hygli á liðnu ári. t kjölfar þessara funda og ályktana, sem þeir sam- þykktu, flutti Eyjólfur Konráð Jónsson, tillögu til þingsályktun- ar, sem mælti svo fyrir um, að rfkisstjórnin skyldi hlutast til um að viðskiptabankar greiddu rekstrar- og afurðalán beint til bænda. Tillaga þessi var rædd f sameinuðu þingi, vfsað til nefnd- ar, en hiaut ekki endanlega af- greiðslu. 1 greinargerð með tillögunni var vfsað til megnrar óánægju með ýmsa þætti afurðasölumála bænda og m.a. bent á þá stað- reynd, að stærsti dreifingaraðili sauðfjárafurða hafi ekki skilað réttu verði á réttum tfma til sláturleyfishafa, eins og orðrétt segir f ályktun almenns bænda- fundar, sem haldinn var á Blönduósi. Þá segir f greinargerð- inni að með samþykkt þessarar tillögu væri tryggt, að þeir sem rekstrar- og afurðalánin eiga að fá, bændur sjálfir, fengju þau á réttum tfma og væri þannig kom- ið í veg fyrir alla tortryggni. Slfkt væri fagnaðarefni, enda óviðun- andi, að bændur hefðu ekki ráð- stöfunarrétt yfir eigin fjár- munum. Blaðið Suðurland, sem ritstýrt er af Ingólfi Jónssyni, fyrrver- andi landbúnaðarráðherra, fjall- ar nýverið f leiðara um þessa til- lögu, og segir þar m.a.: „Flutningsmaður áðurnefndrar tillögu til þingsályktunar telur að greiða beri betnt til bænda rekstrar- og afurðalánin. Vissu- lega er það rétt, að þessi lán eru hugsuð sem aðstoð við bændur. Tilgangurinn með lánunum er sá að gera bændum kleift að kaupa rekstrarvöru r með þeim lánum, sem eru veitt fyrri hluta ársins, en með afurðalánum er ætlunin, að bændur fái greiðslur áður en vörurnar seljast. Ef bændur fái ekki greiðslur frá sölufélögum og sláturleyfishöfum, eins háa upp- hæð og Iánin eru strax eftir að þau eru afgreidd, er vissulega þörf á þvf að breyta lánaregl- unum. Bændur eiga kröfu á þvf að fá strax greiddar þær fjárhæð- ir, sem sláturleyfishafinn hefur tekið á móti. Til þess að tryggja á öruggan hátt að svo megi verða, mætti hugsa sér þá leið, sem nefnd er f áðurgreindri tillögu ti þingsályktunar, eða að viðskipta- bankar setji þau skilyrði, þegar lán eru afgreidd til sláturleyfis- hafa eða sölufélags, að skriflegt umboð sé lagt fram frá þeim bændum sem afurðirnar eiga um heimild til lántöku." Ljóst er að tillaga sú, sem Eyjólfur Konráð Jónsson flutti um rekstrar- og afurðalán til bænda, á rætur f viðhorfum fjöl- mennra bændafunda um gjör- vallt landið. Stuðningur Suður- lands, sem ritstýrt er af Ingólfi Jónssyni, fyrrverandi landbún- aðarráðherra og einum farsælasta forystumanni bændastéttarinnar um áratuga skeið, eykur enn á gildi tillögunnar. Tillagan náði að vfsu ekki fram að ganga sem formleg ályktun Alþingis. Engu að sfður vakti hún athyglisverðar umræður og eftirtekt og varð sem slfk mikilsverður stuðningur við sjónarmið bændastéttarinnar. Eftir þessar umræður bæði innan þings og utan, verður ekki aftur snúið með nauðsynlega leiðrétt- ingu í þessu efni. Staðbundin vandamál og sameiginlegt haldreipi ríþætt haldreipi þjóðar- hagsmuna, eða réttara sagt Ifftaug þjóðarframleiðslunnar, er ofin úr helztu atvinnugreinum hennar: sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði. Tengsl þessara atvinnu- greina eru náin og óaðskiljanleg. Iðnaðurinn sækir hráefni bæði til landbúnaðar og sjávarútvegs — og viðhaldsþjónusta, sem iðn- aðurinn veitir, er að stærstum hluta í þágu þessara atvinnu- greina. Landbúnaður væri óhugs- andi f núverandi mynd án þess markaðar, er þéttbýlið skapar. Og hvorki sjávarútvegur né landbún- aður verður rekinn á tækniöld án verzlunar- og iðnaðarþjónustu. Og þessar þjónustugreinar eru jafnframt forsenda atvinnu- öryggis f landínu. Þrátt fyrir nokkra togstreytu atvinnugreina eru þær þó fletir á sama fyrir- bæri, verðmætasköpum og vel- ferð almennings i þjóðfélaginu. Sama máli gegnir, ef grannt er skoðað, um þéttbýli og strjálbýli. Staðbundin vandamál eru til staðar á báðum stöðum, ef svo má að orði komast. Strjálbýlisfólk býr á ýmsan hátt við verri aðstæð- ur, félagslegar og samgöngulegar, en þéttbýlisfólk; og flutnings- kosnaður og söluskattur á flutn- ingskosnað veldur hærra vöru- verði f strjálbýli. Á sama hátt hefur Reykjavík orðið afskipt þó á öðrum sviðum sé. Má þar m.a. nefna að Reykjavík er eina sveitarfélagið á Islandi, sem fær ekki kosnaðarhluta við hafnar- gerð greiddan úr sameiginleguni sjóði Jandsmanna. Vegaáætlun nær til allra byggða nema Reykjavíkur. Vrnsar undirstöðu- atvinnugreinar hafa þróazt hægar í Reykjavfk hin sfðari árin, tekju- hlutfall Reykvfkinga lækkað og fbúatala ekki vaxið í samræmi við þjóðarmeðaltal fólksfjölgunar. Allir viðurkenna nauðsyn nokk- urs misræmis atkvæða að baki kjörnum þingfulltrúum þéttbýlis og strjábýlis til að jafna annan aðstöðumun, en flestir viður- kenna jafnframt að fjór- eða fimmfaldur munur á vægi at- kvæða sé of mikill og þarfnist leiðréttingar. Mergurinn málsins, er að menn Ifti með skilningi og sanngimi á gagnkvæm hagsmunamál, sem í raun eru þættir í sama haldreip- inu, sameiginlegum hagsmunum lítillar þjóðar, sem á allt sitt und- ir samheldninni, en sækir hins vegar ekkert til sundrungarinnar. Nixon ísamtalsþættimeðFrost: Hætta á kjarnorku- styrjöld 1973 — Indira undirbjó innrás íPakistan 1971 Washington, 13. maf. Reuter. AP. RICHARD M. Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði í öðrum viðtalsþætti sínum með David Frost, sem sýndur var f sjónvarpi um gjörvöll Bandaríkin í gær- kvöldi, að árið 1973 hefðu Sovét- menn verið komnir á fremsta hlunn með að hefja beina hernað- arlega Hilutun f átökin I Mið- Austurlondum Nixon sagðist hafa gefið fyrirskipun um að Banda rfkjaher væri reiðubúinn til að grfpa til kjarnorkuvopna þegar honum barst sú vitneskja að sovézki flotinn f Svartahafi og Miðjarðarhafi — samtals 85 skip, þar af eitt með kjarnorkuvopn — hefðu fengið fyrirmæli um að vera f viðbragðsstöðu. Sagði Nixon að Sovétmenn hefðu látið undan sfga þegar viðbrögð Bandarfkjastjómar urðu Ijós, og gaf um leið f skyn að samkvæmt samkomulagi hefðu stjórnir rfkjanna möguleika á að skiptast á leynilegum upplýsing- um þegar mikið væri f húfi án þess að f hámæli kæmist. Nixon minntist einnig á yfirvof- andi innrás Indverja í Pakistan árið 1971. Hefði Bandarfkjastjórn þá knúið Sovétmenn til að beita áhrif- um sínum við stjórn Indlands þann- ig að ekkert hefði orðið úr innrás- inni Nixon sagði að þessi atburður hefði orðið til þess að auka mjög tiltrú Pekingstjórnarinnar til Banda- rfkjamanna og án efa stuðlað að bættri sambúð ríkjanna á árunum, sem í hönd fóru Nixon kvaðst þess fullviss að það hefði verið fyrirætlun Indiru Gandhi að ráðast inn f Vestur- Pakistan, og „gleypa" þar með þann landshluta, eins og hann orðaði það Forsetinn fyrrverandi sagði f fram- haldi af þessu, að hann hefði enga trú á batnandi samskiptum Rússa og Kínverja í bráðina, um leið og hann fullyrti að Kínverjar hefðu ekki áform um að ráðast á Formósu Það vakti athygli að f þessum sjónvarpsþætti var Nixon ekki tauga- spenntur eins og í þættinum, sem sýndur var fyrir viku. Hann virtist í essinu sínu og hafði svör við spurn- ingum Frosts á hraðbergi. Hann lýsti persónulegum kynnum sfnum af ýmsum helztu stjórnmálaleiðtog- um heimsins, — þar á meðal Mao formanni. Brezhnev og Kruschev. Nixon sagði að ellin hefði aldrei sett mörk sín á hendur Maos for- manns. „Hann var með mjög fín- gerðar og fallegar hendur Þó verð- um við að gera okkur grein fyrir þvf að þarna var á ferð harðsvíraður og samvizkulaus leiðtogi, en það sást ekki á höndunum," sagði hann Nikita Kruschev lýsti forsetinn fyrrverandi sem ruddalegum og samvizkulausum manni, en stólpa- greindum. Hann hefði verið haldinn óviðráðanlegri þörf fyrir að vera að- almaðurinn hvar sem hann fór, og hefði þá ekki skipt meginmáli hvort það var í hlutverki píslarvotts eða hins sigri hrósandi stjórnmála- manns. Nixon bar saman þá Kruschev og Brezhnev, og sagði að hinn síðar- nefndi væri mun gæfari og varfærn- ari en fyrirrennarinn. Hann væri heldur ekki eins örgeðja, og því síður hættulegur þar sem hann sæti með „fingurinn á kjarnorkurofan- um" Nixon bætti við að það væri áberandi eðlisþáttur Brezhnevs hve jarðneskur hann væri og gæddur miklu „dýrslegu aðdráttarafli". Henry Kissinger, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, sem Nixon hóf til vegs og virðingar, var á dagskrá í samtal- inu. „Flest gáfað fólk kærir sig ekk- ert um Hollywood-frægðina svoköll- uðu, eða slfkt stáss yfirleitt. Ég á við, að þetta fólk spyr fyrst og fremst um greind, en ekki um auð og blaðaúr- klippur eða annað í þeim dúr. En fræga fólkið heillaði Henry og hann vildi vera í þess hópi." Nixon sagði að Kissinger hefði alls sex sinnum hótað að segja af sér Brezk nútíma málara- list á K jarvalsstödum í DAG kl. 16 opnar sendi- herra Bretlands á ís- landi, hr. Kenneth East, sýningu 12 brezkra myndlistarmanna á Kjarvalsstöðum. Það er Listráð Kjarvalsstaða sem stendur að sýningu þessari, en til að gera sýninguna að raunveru- leika hefur ráðið notið hjálpar The British Counsil og Arts Counsil í Bretlandi. í spjalli við Aðalstein Ingólfsson framkvæmdastjóra Listráðs kom það fram að þessi sýning er stærsta sýning á brezkri nútíma- myndlist sem haldin hef- ur verið hér á landi. Listaverkin verða um 100 talsins en þau eru eftir 12 málara, sem Að- alsteinn valdi árið 1974 í samráði við brezkan sér- fræðing, Sue Grayson, sem er forstöðukona Sér- pentin Gallery í London. Er sú stofnun rekin af brezka listaráðuneytinu og eru ungir listamenn fyrst og fremst kynntir þar. Sue Grayson mun ásamt einum listmálar- anna 12, Colin Cina, að- stoða við uppsetningu sýningarinnar. I spjalli við Sue og Colin kom fram að myndirnar eru flestar mjög litskrúðugar og eru litir yfirleitt sterkir. Fjalla þær mikið um náttúrutúlkun, og eru dæmigerðar sem slíkar fyr- ir brezka málaralist í dag. F'jall- að er um ýmis náttúrufyrir- brigði, bæði fígúrativar og abstrakt. En einnig eru suinar myndir hrein viðureign við geomatríuna, að sögn tvímenn- inganna. Þá er það sennilega sérstætt við þessá sýningu, að margar hverjar eru myndirnar mjög stórar eða allt að 3x4 metrar. Sagði Aðalsteinn myndirnar sennilega mundu vekja athygli hér, þvi þær tvær megin hugmyndir sem sýningin gæfi innsýn i, þ.e. hugmyndin um stærð og hugmyndin um landslagsabstraktinn hefðu verið lítt stundaðar hérlendis. Að sögn brezku tvimenning- anna munu um 1500 manns stunda listmálaranám i brezkum iistaskólum hvert ár. Er þá miðað við þá sem eru i fullu námi sem lýkur með sér- stakri gráðu. A Bretlandi í heild sögðu þau vera um 40 meiri háttar listaskólar. Sue Grayson og Colin Cina spjalla við Morgunblaðsmann á Kjarvalsstöðum (ljósm. RAX)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.