Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 1
124. tbl. 64. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sprengjualda
á Spáni
Madrid, 6. júní. Reuter.
MIKIL sprengjualda gekk yfir Baskahéruðin á N-Spáni yfir helgina og
f dag og óttast ráðamenn á Spáni að spennan, sem þar rfkir geti haft
alvarleg áhrif á þingkosningarnar f landinu 15. júnf nk. Þá skutu
skæruliðar úr maoistasamtökum til bana tvo lögreglumenn f Barce-
lona um helgina.
Stjórnvöld héldu áfram að
senda pólitiska fanga úr hópi
Baska f útlegð til útlanda og f dag
voru tveir fangar sendir flugleiðis
til Noregs, en báðir höfðu verið
sekir fundnir um morð á lögreglu-
mönnum, en liflátsdómi yfir þeim
Flugræningi
yfirbugadur
Kuwait, 6. júnf. Reuter.
SÉRÞJÁLFAÐIR hermenn yf-
irbuguðu f dag Ifbanskan flug-
ræningja, sem hélt 105 farþeg-
um og 11 manna áhöfn f gfsl-
ingu um borð f Boeing 707
þotu í eigu Miðausturlanda-
flugfélagsins á Kuwaitflug-
velli. Maðurinn, sem krafðist
1,5 milljón dollara lausnar-
gjalds, kom um borð f vélina f
Bagdað í hjólastól og lézt vera
lamaður. Skömmu eftir flug-
tak dró hann upp byssu og
handsprengju og skipaði flug-
mönnum að snúa til Kuwait.
Engan sakaði um borð f þot-
unni.
breytt í lífstfðarfangelsi. Hafa nú
8 pólitfskir fangar verið sendir til
útlanda, sem allir voru félagar í
skæruliðasamtökum Baska ETA.
Er þetta gert til að reyna að
minnka spennu f landinu fyrir
kosningarnar.
Sprengjur ollu miklu tjóni um
helgina á veitingastað í San Se-
bastina, sjónvarpsstöð í Santure
og verzlunarmiðstöð í Bilbao. Þá
Framhald á bls. 24.
Tyrkland:
Seychelleseyjar:
Vinstrisinnuð
stjórn tekiu*
við völdum
Viktorfu, Se.vchelleseyjum,
6. júní. AP—Reuter.
ALBERT Rene fyrrum forsætis-
ráðherra og hinn nýi forseti
Seychelleeyja eftir bvltinguna í
gær vfsaði algerlega á bug f yfir-
lýsingu f dag fullyrðingum James
Manchams fyrrum forseta um að
Sovétstjórnin hefði staðið að baki
byltingunni. Sagði hann að hin
nýja stjórn yrði stjórn fólksins en
ekki sérréttinda. Ekki hefur ver-
ið gefið upp hverjir stóðu fyrir
byltingunni í gær, en Rene sagð-
ist hafa ákveðið að verða við
veiðni byltingarmanna um að
taka við forsetaembætti.
Mancham, sem varð forseti eyj-
Framhald á bls. 24.
Bulent Ecevit fagnar sigri f gær f Istanbul.
Sfmamynd AP.
Ecevit myndar stjórn
Ankara, 6. júní. AP.
LJÓST var f kvöld, að tyrkneskir
kjósendur höfðu veitt Bulent Ece
vit leiðtoga Lýðveldisflokksins f
Tyrklandi na‘gilegan stuðning til
að mynda nýja stjórn í landinu.
Flokkur Ecivits, sem hallast að
jafnaðarmannastefnu hefur
byggt kosningabaráttu sfna á
Kúba og Bandaríkin
skiptast á diplómötum
Washington, 6. júnf. Reutcr.
BANDARÍKIN og Kúba til-
kynntu um helgina að stjórnir
landanna hefðu ákveðið að skipt-
ast á diplómötum f fyrsta skipti f
16 ár.
Þá tilkynnti Kúbustjórn að
hún myndi sleppa úr haldi 10
Bandarfkjamönnum, sem sitja f
fangelsum þar í landi. Verða sam-
skipti landanna á þann veg að
Bandarfkjamenn niunu starfa f
sérstakri deild f svissneska sendi-
ráðinu á Kúbu, en Kúbumenn f
sendiráði Tékkóslóvakfu f
Washington. Bandarfkjamenn
slitu stjórnmálasamstarfi við
Kúbu 1961 eftir að eigur banda-
rfskra fyrirtækja voru gerðar
upptækar á eynni og Kúbumenn
studdu skæruliðastarfsemi f S-
Ameríku.
vinstrisinnaðri stefnuskrá og með
lög og rétt að kjörorði. Þegar 90%
atkvæða höfðu verið talin hafði
flokkur Ecevits fengið 41,5% at-
kvæða, en helzti keppinautur
hans, Réttarfarsflokkurinn undir
forystu Suleymans Demirels for-
sætisráðherra, 37,35%. Réttar-
farsflokkurinn er íhaldsflokkur.
Næstu flokkar voru Þjóðlegi
björgunarflokkurinn, sem er
erkifhaldsflokkur með 8.17% at-
kvæða og Þjóðlegi aðgerða-
flokkurinn, sem er róttækur
hægri flokkur með 6,17%.
Ekki virtust líkur á því að
flokkurEcevitsfengi 226 þingsæti
af 450 þannig aö hann hefði ein-
faldan meirihluta á þingi, en
stjórnmálafréttaritarar segja að i
ljósi þess hve léttilega menn
skiptu um flokka í Tyrklandi
muni ekki verða erfitt fyrirEcevit
að fá nægilega marga þingmenn
annarra flokka til liðs við sig og
tryggja sér þannig meirihluta. Út-
varpið í Ankara spáði þvf að Lýð-
vefdisflokkurinn fengi 212 þing-
sæti, en Réttarfarsflokkurinn
187.
Ecevit lýsti þvf yfir á blaða-
mannafundi í dag að fiokkur sinn
væri tilbúinn og viljugur til að
taka að sér stjórnarmyndum. Á
fundinum strengdi hann þess heit
að bæta samskiptin við Bandarík-
in, en Bandarikjamenn yrðu einn-
ig að koma til móts við Tyrki.
Sambúð þessara landa hefur ver-
ið stirð undanfarið vegna vopna-
sölubanns Bandarikjastjórnar að
lokun 25 bandarískra fjarskipta-
og njósnastöðva í Tyrklandi.
Sigur Lýðveldisflokksins i kosn-
ingunum er hinn mesti frá þvi
lýðveldi var stofnað i landinu eft-
ir strið, en Ecevit höfðaði í kosn-
ingabaráttu sinni mjög til ungs
fólks í bæjum og borgum og með
heiftarlegum árásum á stjórn
Demirels, sem hann kallaði þjófa-
stjórn sem ekki hafi getað stöðvað
ofbeldisöldu öfgahreyfinga i land-
inu sl. 2 ár. Sagði Ecevit að auð-
velt yrði að koma á lögum og
reglu í landinu á ný því Tyrkir
væri róleg og friðsöm þjóð eins og
greinilega hefði komið i ljós á
kosningadaginn sem væri hinn
friðsamasti í sögu þjóðarinnar.
Framhald á bls. 24.
Pakistan:
2000 pólitískum
föngum sleppt
Rawalpindi, 6. júnf. Reuter.
RÍKISSTJÓRN Pakistans til-
kynnti f dag, að hún hefði látið
lausa úr haldi 2000 pólitfska
fanga á sl. 2 dögum og nú væri
verið að fjalla um mál 1000 ann-
Holland:
Hreyfingarleysi og
leiðindi hrjá gíslana
Assen, 6. júní. Reuter.
ANDREAS van Agt dómsmála-
ráðherra Hollands varaði menn
f dag við of mikilli bjartsýni á
samkomulagi við Mólúkkana,
sem nú halda 53 mönnum f
gfslingu f lest og skóla nálægt
Assen. Mólúkkarnir slepptu
sem kunnugt er tveimur van-
færum konum úr prfsundinni f
gær og er þær nú f sjúkrahúsi,
en sagðar við góða heilsu.
Hvorug hefur viljað ræða við
fréttamenn, en þær lásu upp
stutta yfirlýsingu í sjúkrahús-
inu í Groningen, þar sem þær
sögðu að Mólúkkarnir hefðu
farið „rétt“ með gfsla sína og að
heilsa þeirra væri viðunandi,
en gíslarnir væru undir gifur-
legu andlegu álagi. Þá sögðu
þær að hreyfingarleysi og leið-
indi væru að verða alvarlegt
vandamál hjá mörgum. Að
öðru leyti sögðust konurnar
ekki geta sagt meira frá pri-
sund sinni fyrr en umsátrinu
væri lokið af tillitsemi við þá
sem enn væru i gíslingu og fjöl-
skyldur þeirra.
Ekkert hefur enn frétzt um
hvenær næsti samningafundur
verður haldinn milli Mólúkk-
anna og tveggja mólúkksra
milligöngumanna, sem sam-
komulag varð um fyrir helgi.
Áttu þeir 6 klst. fund um borð í
lestinni á laugardag. Segja
fréttamenn, að svo virðist sem
hollenzka stjórnin sé að reyna
að tefja tímann og bíða átekta
eftir nýjum tillögum frá Mól-
Vanfæru konurnar tvær, sem Mólukkarnir slepptu á sunnudag
brosa á stuttum blaðamannafundi í gær. sfmamyndAP.
úkkunum eða milligöngumönn-
unum. Þá hefur stjórnin einnig
höfðað til leiðtoga þeirra 40
þús. Mólúkka, sem búa i Hol-
landi, um að láta málið til sfn
taka. Túlka fréttamenn þetta
sem áskorun á Mólúkka um að
þeir láti í ljós vanþóknun á
aðgerðum hinna ungu skæru-
liða, sem gíslunum halda.
arra, sem enn sitja f haldi. Að-
gerðir þessar eru f framhaldi af
viðræðum, sem hófust í gær við
stjórnarandstöðuflokkanna 9 um
leiðir til að binda endi á þriggja
mánaða andóf gegn Bhutto for-
sætisráðherra eftir þingkosning-
arnar f landinu f marzbyrjun sl.
Þetta var tilkynnt f sameiginlegri
yfirlýsingu viðræðuaðila, en hins
vegar féllst stjórnarandstöðusam-
steypan, PNA, ekki á tölu stjórn-
arinnar að aðeins 1000 manns séu
enn f fangelsi. Hefur PNA þó
ekki getað gefið ákveðna tölu, en
leiðtogar hennar hafa margoft
haldið fram að 50000 manns hafi
verið handteknir á sl. 3 mánuð-
um.
í tilkynningunni var einnig sagt
að viðræðurnar snerust um tvær
tillögur stjórnarinnar um lausn á
deilunni, en fulltrúar beggja
deiluaðila færðust undan að svara
spurningum fréttamanna um f
hverju þessar tillögur væri fólgn-
ar. Heimildir i Rawalpindi
hermdu að báðar byggðust á þvi
að nýjar kosningar yrðu haldnar.
í tilkynningunni sagði að Bhutto
forsætisráðherra væri staðráðinn
í að komast að skjótu samkomu-
lagi við PNA. PNA hefur haldið
því fram að Bhutto hafi staðið
fyrir stórfelldum kosningasvikum
í kosningunum 7. marz og krafist
þess að hann segði af sér og boð-
aði til nýrra kosninga. Viðræðum
verður haldið áfram á morgun.