Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977
31
Sigurður Gíslmon
bókari—Minning
F. 2. júll 1905
D. 30. mal 1977
Á sömu götunni á Hvamms-
tanga vorum við oft búnir að mæt-
ast án þess að talast við eða þekkj-
ast, og það var ekki fyrr en löngu
eftir að Sigurður var giftur Ingi-
gerði frænku minni, að kynni
okkar hófust. Að vísu vissi ég, að
þessi fáskiptni maður var mjög
vel gefinn, ljóðhagur og list-
fengur og hafði orðið fyrir hörð-
um sjúkþdómsáföllum. Ég kunni
líka vísu bróður míns um heimili
hans:
Troðna götu geng ég að
garði vina minna.
Auðveldara er mér það
en að leita hinna.
(G.P.S)
Þar kom svo, að ég hitti Sigurð í
kaupfélagsbúðinni og hann sagði
eins og sjálfsagðan hlut: „Þú
kemur með heim í matinn."
Jú, þessi búðar- og skrifstofu-
maður kaupfélagsins hafði byggt
sér hús uppi á ásnum, sem kallað
var, fyrir ofan Tangann, og ekki
látið sig muna um að hafa undir
sama þaki litla íbúð fyrir gömlu
hjónin, tengdaforeldra sína:
Daniel Gestsson og Velgerði
Níelsdóttur, móðursystur mína.
Þau höfðu háð harða lifsbar-
áttu, átt hóp barna. Þótt kraftar
þeirra væru að visu þá á þrotum,
sá ég strax, að nú skorti þau ekk-
ert sem unnt var að veita.
Siðar færðu þau Sigurður og
Inga bú sitt neðar í byggðina,
líklega til þess, að gestirnir ættu
styttra þangað heima að ganga, og
kæmu fleiri og þótti þó sumum
nóg um áður, en öllum var þar
tekið opnum örmum og líktist þar
oft meira greiðasöluhúsi en fjöl-
skýlduheimili, en samtaka voru
þau hjón sýnilega í því sem öðru.
Eitt af sérkennum húsbóndans
hlutu þar allir að sjá. Þrátt fyrir
viðurkennt með afbrigðum vel
rækt launastarfið og mörg önnur
hugsjóna- og félagsstörf, sá ég
engan annan jafnfljótan til að
rétta konu sinni hjálparhendur,
jafnvel í matartimunum. Þetta
var því eftirtektarverðara sem
vitað var að hann gekk aldrei
heill til skógar, hafði m.a.s. orðið
að glima við Hvíta dauðann auk
annars.
Ekki breyttist heimilishaldið
hvað tengdaforeldrana snerti og
væri gott, ef nokkrir einstakling-
ar eða hjón, sem nú verða að vikja
jafnvel af sínum eigin heimilum á
elliheimili til þess að vera ekki
fyrir niðjum sínum, ættu þess
kost að njóta slíkrar umhyggju
sem Daníel og Valgerður nutu frá
allri fjölskyldunni til æviloka.
Ármann Karl var elstur barn-
anna, býr á Hvt., kvæntur
Jóhönnu Birnu Agústsd., 2.
Gunnar Valgeir, nú kaupfél.stj.
þar, kv. Hildi Jakobsd. 3. Bryndis
Maggy, g. Gunnari Sölva Sigurðs-
syni. 4. Guðmundur Már, bús. á
Hvt. kv. Ragnhildi Guðrúnu
Karlsd.
Á fjórða tug ára vann Sigurður
kaupfélaginu og reyndist sama
hvort hann afgreiddi I búðinni,
sat á skrifstofunni sem bókari eða
gjaidkeri eða skrifaði innleggs-
nóturnar í sláturtíðinni, þar gat
vist enginn með réttu að fundið.
Mér kunnugri menn töldu með-
ferð talna sem véiræna í munni
sem úr penna Sigurðar.
Þá gamansögu heyrði ég að við-
skiptamaður, sem gekk eftir frek-
ari upplýsingum búðarmanns,
fékk það svar, að Sigurður mundi
sjálfsagt vita það. „Hvað ætli að
hann viti það, uppi á skrifstofu,"
varð manninum að orði. „Jú, jú,
hann veit allan andskotann."
Ekki mun minna hafa reynt á
afköst og hæfni, Sigurðar, þótt
sonurinn væri kaupfélagsstjóri og
vitanlega gengu ýmsar bylgjur
efnahags- og félagslegar yfir þar
sem annarstaðar, en tölureglu úr
penna Sigurðar gat slíkt aldrei
breytt.
Löngu fyrr á árum, er Sigurður
Páimason kaupm. var á blóma-
skeiði, var það eitt af fram-
kvæmdum hans að koma upp loð-
dýrarækt á Hvt. Þar til fékk hann
ungan mann frá Noregi, Einar
Farestveit, er siðar varð tengda-
sonur hans.
Er koma þurfti upp húsum
fyrir dýrin, og það snarlega,
kvaðst kaupm. geta skaffað Norð-
manninum mjög góðan mann. Það
var einmitt Sigurður Gíslason (tá-
grannur og kvikur, segir Einar.).
Ekki gat Sigurður Pálmason, sá
harði sjálfstæðismaður, hafa sótzt
eftir Sigurði vegna pólitiskrar
samstöðu, hörðum andstæðingi,
einum frumherja verkalýðssam-
takanna, en þeir virtu kosti hvor
annars. Ekki áttu þeir heldur
samstæð sjónarmið, Sigurðu og
Einar, en á samvinnu þeirra hafði
það engin áhrif og vannst þeim
miklu betur en vænta mátti og
luku með vináttu.
Svo er það 1967, er Sigurður og
Inga eru flútt til Reykjavikur, að
fundum þeirra Einars ber aftur
saman og Sigurður réðst til Ein-
ars. I marz hefti HEIMA ER
BEST (bl. nr. 3) segir Sigurður
blaðamanninum svo um veru si'na
og konu sinnar þar, þar sem hún
og þau sáu um þrif fyrirtækisins.
„í ársbyrjun 1968 hófum við
svo störf hjá Einari Farestveit &
Co, og höfum unnið þar siðan. Hjá
því fyrirtæki er gott að starfa, þvi
er stjórnað af drengskap og sam-
starf allt gott. Betri vinnuveitandi
er ekki á hverju strái.“
(Ég vísa til þessa blaðs um
margt um ævi þessara hjóna).
Hvað mundi svo Einar vilja
segja um þessi hjón? Einar var
fús að tjá sig um þessi GÓÐU
hjón. Fyrsta heimilið sem hann
kom á á íslandi utan þar sem
hann bjó, var hjá þeim og hann
man enn hvað þar var þriflegt og
hlýlegt og kökurnar góðar. Nær
orðrétt segir hann svo: Það var
mitt mikla lán, að fá Sigurð. Að
öllum góðum starfsmönnum ólöst-
uðum, sem ég hef haft, tel ég
Sigurð Gislason einn þann allra
besta.
Hann var maður sem vann
ávallt eins og fyrir sjálfan sig,
hans hugur spannaði yfir allt á
vegum fyrirtækisins, um allt gat
maður spurt hann og ráð hans
gott að þiggja.
Hann var samvinnumaður I
þess orðs bestu merkingu — það
var hann af lífi og sál og var því
einn sterkasti hlekkurinn þeirrar
keðju er tengdi allt starfsliðið til
samvinnunnar: allir sem einn til
verka. Hann var maður gjörheill
og hreinn, og ætlaði aðra þannig
líka og varð mjög sár, af þeim
vonbrigðum, ef þeir stóðust ekki
þá reynd. Þannig gekk þetta
þennan áratug okkar samvinnu,
að þótt við værum ósammála í
ýmsum stjórnmálum, gátum við
rætt það af fullri hreinskilni og
sársaukalaust sem allt annað okk-
ar viðfangsefna.
Einu sinni, fyrir ekki löngu síð-
an, endaði eitt slíkt samspjall okk-
ar þannig að hann óskaði þess, að
okkar samstaða entist og sér
kraftar til að vinna þessu fyrir-
tæki til sins lokadags.
Siðustu þrjá dagana nú I
mailokin var Sigurður frá verki
vegna sjúkleika og hafði slitrótt-
an svefn síðustu nóttina og urðu
þá áhyggjur hans út af ýmsu því,
er gerast þyrfti hjá fyrirtækinu,
jafnan að bcjótast fram í máli
hans og er klukkan var á áttundu
stund, tjáði hann konu sinni, að
hringja þyrfti hún, að láta vita
um fjarvist sína ofl. þvi að nú liði
að opnunartima.
örskammri stundu síðar var
hann látinn.
Er litið var á bókhaldið, kom í
ljós, að frá síðasta mánuði var
gjörhreint borð — alveg til fyrsta
mai.
Því er þetta svo náið tilgreint
hér, að þessir trölltryggu og trúu
heiðursmenn, sem harðastar kröf-
urnar gerðu til sjálfs sín, gjörast
nú vandfundnir, má jafnvel telja
slíka sem minnismerki þess besta
sem til hefur verið í íslenskum
trúnaðarstörfum. Og að FÁ
Sigurð var mitt mikla lán, að fá að
njóta hans ótrúlega miklu og góðu
starfskrafta þennan áratug var
mitt stóra lán.
Sigurður var Strandamaður,
fddur 2. júli að Kvíslum eða
Kvislaseli i Bæjarhreppi árið
1905. Ekki er mér kunnugt um,
hversu snemma Sigurður fór að
yrkja, en ljóst finnst mér vera, að
hann hafi þar sem í fleiru farið
sinar eigin leiðir og liklega aldrei
getað talizt til þess flokks, er kall-
aðir hafa verið hagyrðingar og
sagt var stundum um, að gæti
orðið allt að ljóði, létt sem hið
mælta mál, sem gleymdist svo
eins og það.
Mér skilst að sama hafi ráðið
þar, sem við myndateiknun og
málun hans, ekki fyrst og fremst
það að gjöra fagra mynd til að
hljóta lof, heldur að neyta sinnar
eðlishæfni til að túlka það, er
innifyrir brauzt um, án tillits til,
hvað einhver kynni að segja um
það. Árangur þessa mun hann
hafa rekið sig á, er hann gaf út
litla ljóðabók 1951, í 150 tölusett-
um eintökum, nú sjálfsagt ófáan-
lega.
Honum hefur sjálfsagt runnið
sárt til rifja, hvernig þeir voru
leiknir er þurftu á aðstoð sveitar
sinnar að halda til sér til framfær-
is. Um eitt hundrað ljóð þessarar
bókar eru flest stutt, eins og fram-
setning hans í lausu máli var
gjarnast.
Og i samræmi við framan-
sagðan skilning ljóðanna ætla ég
nafn bókarinnar valið:
BLÁGRÝTI.
NIÐURSETA
(hér má finna sviðann)
Inni i lágu bóndabýli
blindur karl á elliskýli.
Vafinn hélu ævi alla,
ennþá lifir — kali nær.
Yfir blási)a hugarhjalla
húmið teygir svartar klær.
Það er hart. Á elliárum,
útslitinn með lúasárum
----að vera eftir sveitarsiðum
seldur fyrir lægsta boð.
Eftir volk á mannlffsmiðum
mega drekka náðarsoð.
Sagt er napurt: Niðurseta
náðarbrauð er frek að éta. ■"
Væri besta að himnaherra
hreppsðmaga sækti fljótt.
■■-----Það er flestu vondu verra
að vera að ala slfka drótt.
Fáir skilja gamla greppinn.
Gott er sízt að fara á hreppinn.
Verða sálarkaunum kalinn
Kuldahjallur----ýlustrá.
Kanna f myrkri vonavalinn.
Vera hrakinn til og frá.
Ætli að fyrrnefnd fyrrnefnd von-
brigði komi ekki líka fram í litla
ljóðinu UGGUR á bls. 148:
Finn ég loftið lævi blandið
og lognið illskuflátt.
— en stormurinn steinrunnin speki
og steypiregn öskugrátt.
Hið fegursta er fannst þér vera
er falið á bak við ský
og breytist f það sem þú barðist gegn
og berst við þig á ný.
Sjá framundan bölvaldar bfða,
— að baki þér opin vök.
Legg allt þitt afl í að standast
andskota þinna tök
Eru þetta ekki harðir blágrýtis-
hnullungar hugans?
Hann gat líka gripið til mýkri
strengjanna eins og í:
Ég elska þig vor
----elska þig indæla vor,
með andvarann hlýja
og blómgróin spor,
með söngva er seyða
og sál mfna leiða
í sælunnar unaðsheim.
Þinn blær er sem bróðir
----sem blfðasta móðir
er brosandi sólin
----í vorheiðum geim.
Þeim vini gat hann treyst án
vonbrigða.
Samvinnuhugsjón Sigurðar
sannaði sig í reynd, er þau hjón
brúuðu svo ljúflega kynslóðabil-
ið: að eiga saman með dóttur og
tengdasyni húseign og búa með
þeim og börnum þeirra í sömu
íbúð.
Þótt fagrar minningar mýki öll
sár, saknar hver fjölskylda sárt
slíks heimilisföður sem Sigurðar
og ekki sizt hún, sem hann sagði
svo um í einni ljóðlínu sinni:
„Á himni mínum ertu stjarnan
eina.“ Ingþór Sigurbjs.
Breiðfirðingaheimilið h/f
Arður til hluthafa fyrir árið 1 976 verður greidd-
ur dagana 7—24. júní kl. 3—6 nema laugar-
daga
Stjórnin
ICELANDIC LYRICS- ÍSLENSK LJOÐ
VALIN AF PRÓFESSOR RICHARD BECK
ÞESSI GULLFALLEGA ÚTGAFA AF LJOÐUM ÍSLENSKRA ÖNDVEGIS-
SKÁLDA, Á FRUMMÁLI OG I ENSKRI ÞÝÐINGU ER NÚ FÁANLEG
AFTUR I MJÖG TAKMÖRKUÐU UPPLAGI.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
BÓKABÚÐ LÁRUSAR BLÖNDAL SKOLAVÖROUSTÍG 2
OG VESTURVERI
BÓKABÚÐ JÓNASAR EGGERTSSONAR ROFABÆ 7
BÓKABÚO MÁLS OG MENNINGAR LAUGAVEGI 18
BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18
BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR HAFNARSTRÆTI 4
BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR HAFNARGÖTU 32
HELGAFELL LAUGAVEGI ÍOO
ISAFOLD AUSTURSTRÆTI 8
BÓKIN KOSTAR AÐEINS KR. 1,800
EIMSKIP
i
Á NÆSTUNNI
FERMA SKIP V0R
Tll ÍCI Aiunc
m
TIL ÍSLANDS
SEM HÉR SEGIR:
f
I
fi
ÍANTWERPEN:
TT Skeiðsfoss
Ip Álafoss
3] Úðafoss
MROTTERDAM:
l[j|) Úðafoss
i
fSFELIXSTOWE:
■ Dettifoss
Mánafoss
Dettifoss
Mánafoss
ÍHAMBORG:
ílnl Dettifoss
Mánafoss
Dettifoss
Mánafoss
I
gPORTSMOUTH:
S Bakkafnc*;
1
7. júr
8. júr
1 3.júr
14.
7.
14
21.
28.
Bakkafoss
Brúarfoss
Goðafoss
Bakkafoss
pKAUPMANNAHÍ
^ írafoss
Múlafoss
írafoss
Múlafoss
M
jj|GAUTABORG:
írafoss
Múlafoss
írafoss
Múlafoss
ÍHELSINGBORG:
jj Skip
SKRISTIANSAND:
g SkiP
I
fjSTAVANGER:
Jjl Skip
ItRONDHEIM:
H Grundarfoss
IGDYNIA/GDANÍ
pL Tungufoss
I
Í-VALKOM:
ffj Tungufoss
sWESTON POINT
=3l Kljáfoss
Kljáfoss
Reglubi
ALLT MEÐ