Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1977
GORSHKOV-KENNINGIN
Afríkuferðalög Podgornys forseta og Fidels
Castro sýna að kommúnistarlkin leggja miklu
meiri áherzlu á svörtu álfuna en Vesturveldin,
segir Afríkumálasérfræðingur brezka
blaðsms Observer, Colin Legum, í grein, sem
hér verður endursögð Veruleg hætta er á því
að bæði austurhorn Afríku og suðurhluti
álfunnar verði púðurtunnur.
Árangur hernaðaríhlutunar Rússa og
Kúbumanna í Angola 1975 hlaut að gera
það að verkum að þeir vildu reyna að fylgja
sigrum sínum eftir, ekki sízt þar sem minnstu
munaði að sáttatilraunir dr Kissingers
heppnuðust Hins vegar væri rangt að ætla
að Rússar og Kúbumenn fylgdu samræmdri
stefnu, þar sem Ijóst er að Castro telur sig
hafa sérstöku hlutverki að gegna í þriðja
heiminum.
Rússar fylgja svo frumlegri og djarfri
stefnu í Afríku og á Indlandshafi að hún
jaðrar við ævintýrastefnu og eins miklar líkur
eru á þvi að hún færi Rússum mikilsverða
ávinninga og að hún leiði af sér skakkaföll
eins og þegar þeir misstu aðstöðu sína í
Egyptalandi, Súdan og Norður-Jemen. Jafn-
framt er stefna Rússa miklu ísmeygilegri og
alvarlegri, en ekki eins árangursrik og vest-
rænir herfræðingar láta í veðri vaka Til
dæmis er rangt að segja að Rússar hafi
herstöðvar í Afríku, þar sem i því felst að
herstöðin sé yfirráðasvæði þeirra og að þeir
þurfi ekki að óttast fjandsamlegan þrýsting
heimamanna og skyndileg stjórnarskipti.
Hins vegar hafa Rússar flotaaðstöðu eins og
vestræn ríki, en í því felst að skip þeirra geta
lagzt við bryggju og tekið eldsneyti og vistir
Vafasamara er hvort Rússar hafi viðgerðarað-
stöðu og aðstöðu til að geyma vopn og
varahluti.
LYKILLINN
Rússar hafa fyrst og fremst áhuga á flota-
aðstöðu og það stríðir ekki gegn þeirri stefnu
þróunarlanda að halda sig utan valdablokka
Slík aðstaða þarf ekki að leiða til ásakana um
hernaðarítök eins og uppi varð á teningnum
þegar Rússar reyndu að gera Alexandriu að
rússneskri herbækistöð í tíð Nassers
Lykillinn að stefnu Rússa í Þriðja heiminum
er Gorshkov-kenningin. sem miðar að því að
gera Rússa að stórveldi á úthöfunum í fyrsta
skipti í sögu þeirra.
Yfirmaður sovézka flotans, Sergei
Gorshkov aðmíráll, er snjallasti sjóhernaðar-
sérfræðingur, sem Rússar hafa átt í upphafi
kjarnorkualdar, þegar herfræðingar i austri
og vestri hvöttu til þess að dregið yrði úr
hlutverki herskipa, háði hann ge/siharða bar-
áttu fyrir þvi í Kreml að fá viðurkennt það
sjónarmið sitt, að lykillinn að „vörnum Rússa
væri geta þeirra til að koma á fót nýtízkuflota,
sem væri fullfær um að finna svör við síðustu
nýjungum í herbúðum óvinarins hvar sem
væri i heiminum." Gorshkov fór með sigur af
hólmi 1950 og síðan hefur gömlum flota
beitiskipa, tundurspilla og venjulegra kafbáta
verið breytt í „kjarnorkuknúinn flota búinn
eldflaugum', þar sem aðaláherzlan er lögð á
kjarnorkukafbáta og þotur sem hafa bæki-
stöðvar á landi Kúbudeilan 1962 styrkti
málstað eflingar sovézka flotans, þar sem
Krústjov vað að gefast upp fyrir flotayfir-
burðum Bandaríkjamanna
FORSENDAN
Forsenda Gorshkov-kenningarinnar var
flotaaðstöðunet um allan heim, en það hefur
verið áhugamál Rússa frá dögum Péturs
mikla Slíka aðstöðu fengu Rússar ekki fyrr
en Krústjov tókst að tryggja um hríð aðgang
að Alexandríu, H vana og seinna Berbera,
Aden (Suður-Jemen) og Hodeida (Norður-
Jemen) Gorshkov virðist ekki gera greinar-
mun á „flotastöðvum” og „flotaaðstöðu" í
bók sinni „Fotamáttur rikisins", sem er
aðeins samin til innanlandsneyzlu. Sovézkir
diplómatar hafa hins vegar vit á því að biðja
ekki um gamaldags herstöðvar Á sumum
stöðum i bókinni talar Gorshkov eins og
gamaldags heimsveldissinni eins og þegar
hann segir „Hafið er einskismannsland og á
því mæta flotar ekki mörgum þeim tálm-
unum, sem koma i veg fyrir beitingu annarra
greina hersflans á friðartimum í pólitískum
tilgangi. . ." Meðal þessara markmiða segir
hann að séu „áhrif á strandríki" og „hæfni til
að magna hernaðarógnun á hvaða stig sem
er, allt frá því að sýna hernaðarmátt og til
þess að setja her á land "
Hernaðarstefna Rússa miðast við það
tvennt að mæta hvers konar ógnun úr vestri
og halda í skefjum hvers konar ógnun frá
Kínverjum Rússar hafa miklu meiri áhyggjur
af kínversku „hættunni" en möguleikum á
árás úr vestri Ótti þeirra við „heimsyfirráða-
metnað" Kínverja ræður að miklu leyti stefnu
þeirra i Afríku Þeir telja þann árangur, sem
stefna Kínverja hefur borið, einkum í austan-
verðri og suðaustanverðri Afríku, alvarlega
Fidel Castro og Neto Angola forseti
ógnun við hernaðarhagsmuni sina um allan
heim Gagnstætt því sem almennt var talið
þjónaði því íhlutun Rússa í Angola 1975
fremur þeim tilgangi að halda Kínverjum í
skefjum en að skaða vestræna hagsmuni. Því
má ætla að tilgangur Afrikuferðar Podgornys
hafi verið þríþættur að koma á vinsamlegum
samskiptum við strandriki, sem vilja veita
Rauða flotanum þá aðstöðu. sem hann þarfn-
ast til þess að hann gæti gert Rússa að
stórveldi á úthöfunum, að spilla vináttu
Afríkuríka og Kínverja og veikja áhrif og
hagsmuni vesturveldanna
AOSTAÐA
Fyrir rúmum tíu árum féllust Rússar á að
vopna Sómalíulýðveldið þegar Vesturveldin
höfnuðu tilmælum þess um aðstoð af ótta
við kröfur sómala um breytingar á landamær-
unum að Eþíópíu, Kenýa og Djibouti sem
fylgdu vestrænum rikjum að málum. Síðan
hefur verið fjölgað í sómalska hernum úr
4 000 mönnum i 20 000, hann hefur fengið
góða þjálfun og er orðinn nýtískulegur með
aðstoð Rússa og flugher landsins hefur jafn-
vel á að skipa MIG21-þotum í staðinn hafa
Rússar fengið flotaaðstöðu i Berbera og þeir
hafa svipaða en ekki mjög mikilvæga að-
stöðu i Aden, svo að R uði flotinn getur
haldið sér úti á Indlandshafi allt til Indlands-
skaga, Persaflóa og Suður-lndlandshafs
Hins vegar berst Saudi-Arabía gegn
þessari nærveru Rússa á Rauðahafi og í fyrra
bauð landið Sómalílýðveldinu efnahagsað-
stoð gegn því að Rússum yrði sagt að fara.
Fyrrverandi sendiherra Bandarikjanna i
Gorshkov aðmfráll. höfundur kenningar
sem er lykill að stefnu Rússa
Saudi-Arabiu, James Aikins, hefur kennt
Pentagon um að hafa eyðilagt þetta sam-
komulag. þar sem ráðuneytið óttaðist að
bandaríska öldungadeildin fengist ekki til að
samþykkja nauðsynlegar fjárveitingar til
byggingar bandarísku herstöðvarinnar á
Diego Garcia ef Rússar færu frá Berbera.
Saudi-Aröbum varð hins vegar betur ágengt í
því að fá Norður-Jemen til að binda enda á
aðstöðu Rússa í Hodeida, sem eitt sinn var
talað um sem „mikilvæga rússneska her-
stöð", þótt það væri fáránlegt
Vegna þeirrar miklu þýðingar, sem Rauða
haf hefur samkvæmt Gorshkov-kenningunni,
hljóta Rússar að óttast að Saudi-Aröbum
verði jafnmikið ágengt i Sómalíu. Sennilega
Hvað eru Rússar
og Kúbumenn að
gera í Af ríku!
MIÐJAROARHAF
TUNISIA
ALSIR
EGYPTA
LANO
SAU0I
ARABIA
NOROUR
JEMEN
Hodeidaj SUOUR
n i
GUINEA BISSAU
Djiboutl
EÞÍÓPIA^ Berbera
guinea'
iConakry
NIGER'A
CONGO
Tí NZANIA
ZAMBIA
RM0DESIA
SUÐUR
AFRÍKA
INDLANDSHAF
0HLYNNT
RUSSUM
ANDVÍG
w RUSSUM
© TVlRÆÐ
0SOVEZK
AÐSTAÐA
0 M LES 59P
Cape Town 1»
Afrlkukort sem sýnir aSstöSu Rússa.
er það skýringín á þvl hvers vegna Rússar
hafa vingazt I 18 mánuði við herforingja-
sfjórnina i Eþíópíu, þótt Eþlópiumenn séu
erfðafjendur Sómala, sem Rússar verða að
hafa góða vegna aðstöðunnar sem þeir fá hjá
þeim. Það gerir ástandið ennþá flóknara að
Sómalir styðja aðskilnaðarsinna i Eritreu, en
Rússar hafa hrósað Eþíópiustjórn fyrir
„sanna byltingarstefnu" og sovézk blöð hafa
lýsl yfir stuðningi við tillögu stjórnarinnar I
Addis Ababa um laun Eritreu-málsins, þótt
Rússar hafi áður stutt aðskilnaðarsinna I
Eritreu
KÚVENDING
Sómalir urðu í fyrstu uggandi vegna þess-
arar kúvendingar Rússa, einkum vegna þess
að Eþíópíumenn hafa áhuga á því að þiggja
vopn af Rússum í stað Bandaríkjamanna
áður. Sómalir hafa spurt Rússa hvernig þeir
geti tryggt að vopnunum verði ekki beitt
gegn Sómölum ef til átaka kæmi út af
Djibouti, þegar Frakkar fara þaðan í sumar
eins og þeir hafa lofað Sómalir hafa líka
áhyggjur af því að vopnunum verði beitt
gegn Eritreumönnum. Rússar reyna að full-
vissa Sómali um að ef Eþíópíumenn snúi
baki við Bandaríkjamönnum og halli sér að
Rússum verði hægt að berjast fyrir hugmynd
Sómala um stofnun sambandsríkis Eþíópfu,
Sómalíu, Eritreu og Djibouti. Jafnvægi gæti
myndazt á austurhorni Afríku með tilkomu
slíks ríkis og „Pax Sovietica" sem Rússar
mundu tryggja. Þar með fengju Rússar
einnig mikilvæga aðstöðu fyrir her sinn og
flota. ekki aðeins í Berbera. heldur einnig í
eþíópísku hafnarbæjunum Assab og
Massawa við Rauðahaf og þar að auki í
Djibouti þegar Frakkarfara.
Fidel Castro gegndi því hlutverki að fara á
milli Mogadishu og Addis Ababa og sann-
færa alla hlutaðeigandi leiðtoga um gildi
slíks „marxistabandalags." En andstæðingar
Rússa í þessum heimshluta hafa sameinazt
gegn slíku sambandsríki við Rauðahaf undir
verndarvæng Rússa. Þeir hafa boðað til ráð-
stefnu í borginni Taiz í Norður Jemen til að
kanna aðra áætlun og boðið til hennar ráða-
mönnum Sómalíu. Súdan, Norður— og
Suður-Jemen. í raun og veru standa Saudi-
Arabar á bak við ráðstefnuna. en þeir kjósa
að láta lítið á sér bera. Fréttir eru um að
Saudi-Arabar hafi hert tilraunir sínar til að fá
Sómala og Suður-Jemena til að hafna
rússnesku áætluninni og samþykkja í staðinn
stofnun „Rauðahafs-bandalags".
FIMM SVÆÐI
ZAusturhorn Afriku er hins vegar aðeins
eitt fimm svæða i Afriku þar sem Rússar
seilast til áhrifa
Enginn vafi virðist leika á þvi að Rússum
verði boðið að gegna þýðingarmiklu hlut-
verki I sunnanverðri Afriku ef vesturveldun-
um tekst ekki að leysa vandamál Rhodesiu
og Suðvestur-Afriku (Namibiu) og fyrsta
skrefið yrðu vopnasendingar og þjálfun
skæruliða I Mozambique Stórn Mozambique
vill öflugan bandamann til að koma I veg
fyrir árásir Rhódesiuhers inn fyrir landamær-
in og afstýra hættu á þvi að Suður-
Afrikumenn geri slika árásir siðan
Mozambique hallaði sér að Klnverjum áður
en landið fékk sjálfstæði. ekki Rússum En
skæruliðar blökkumanna. sem berjast i
Rhódesiu og hafa bækistöðvar I Mozam-
bique, geta komist að þeirri niðurstöðu að
þeir eigi einskis annars úrkosti en að vinna
sigur i baráttunni gegn stjórn lan Smiths Ef
það gerist er liklegt að Rússar muni sjá
skæruliðum fyrir vopnum Það mundi ger-
breyta eðli baráttunnar gegn Suður-Afríku og
Rússar fengju mikilsvert hlutverk
Þriðja hagsmunasvæði Rússa er I Austur-
Afríku Eini skjólstæðingur þeirra þar er Idi
Amin hershöfðingi. sem gæti ekki haldið
uppi stalínistiskri ógnarstjórn nema með
hernaðaraðstoð Rússa Rússar styðja hann af
því hann er eini Afríkuleiðtoginn á þessum
slóðum, sem vill þiggja aðstoð þeirra. og
hann þarfnast hennar mjög Kenyamenn eru
fjandsamlegir Rússum og Tanzania fær
hernaðaraðstoð frá Klnverjum Nyerere for-
seti hefur aldrei verið i miklu uppáhaldi i
Moskvu.
VINIR GADDAFY
Fjórða hagsmunasvæði Rússa er meðfram
strönd Miðjarðarhafs þar sem þeir einbeita
sér að „vináttu" við Alsir og Libýu En bezti
vinur þeirra er sá eindregni andkommúnisti
og múhameðstrúarmaður Gaddafy ofursti.
aðallega vegna þess að báðum er eins illa við
Sadat og Egypta. Jafnframt er þægileg að-
staða fyrir herskip I Tripoli
Fimmta hagsmunasvæði Rússa er með-
fram Atlantshafsströnd Afrlku, þar sem þeir
hafa aðgang að fjórum höfnum: Conakry,
Framhald á bls. 25