Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 7. JÚNÍ 1977 — Tilboð VSÍ Framhald af bls. 2 við höfðum samþykkt áður,“ sagði Skúli I samtali við Mbl. Samninganrfnd Alþfðusambands íslands taldi þessa tillögugerð VSÍ algjört hneyksli. Vinnuveitendasambandið sendi frá sér fréttatiikynningu til fjöl- miðla er tilboð þess hafði verið afhent. Þar ber VSÍ saman nýja tilboðið og fyrra tilboð sitt, sem lagt var fram réttum mánuði áð- ur. Upphafshækkun fyrra tilboðs- ins var 8.500 krónur, en hins nýja 12 þúsund krónur. Áfangahækk- anir í fyrra tilboði voru tvær 2.500 krónur er áttu að koma hinn 1. desember og 1. marz 1978. Sam- kvæmt nýja tilboðinu eru áfanga- hækkanirnar þrjár, 3 þúsund krónur hver eins og áður er getið. í gamla tilboðinu er gert ráð fyrir afgreiðslu sérkrafna innan 1% kauptaxtahækkunar, en í hinu nýja innan 2t4%. Þá var sam- kvæmt gamla tilboðinu gert ráð fyrir að vísitölubætur greiddust sem prósentutala á öll laun, en I nýja tilboðinu er gert ráð fyrir að vísitölubætur greiðist sem jöfn krónutala til 1. marz 1978, en pró- senta eftir það. Siðan segir í fréttatilkynningu VSl: „Þá gerir Vinnuveitendasam- bandið tillögur um nokkrar breyt- ingar á visitöluákvæðum í þeim tilgangi að draga úr víxlhækkun- um kaupgjalds og verðlags. Enn- fremur segir i tillögu Vinnuveit- endasambandsins, að tillagan sé gerð í trausti þess, að ríkisstjórn- in vilji stuðla að þvi að aukning kaupmáttar ráðstöfunartekna al- mennings geti tekizt með sem minnstum verðbólguáhrifum og án álaga á atvinnureksturinn um- fram það sem þessi tillaga gerir ráð fyrur og muni því beita sér fyrir skattalækkunum og/eða öðr- um ráðstöfunum, sem auka kaup- mátt launa nokkru meira en skil- yrt fyrirheit voru gefin um 17. maí síðastliðinn.“ Við þetta má bæta, að áfanga- hækkanir vinnuveitenda frá 5. mai síðastliðnum, sem getið var i tilboói þeirra þá, voru verðtryggð- ar, þ.e. að á þær átti að koma hlutfall hækkaðrar veróbótavísi- tölu, en í nýja tilboðinu er ekki unnt að lesa slíkt úr texta tilboðs- ins. Alþýðusamband íslands svaraði tilboði Vinnuveiteridasambands íslands með fréttatilkynningu samdægurs. í fréttatilkynning- unni segir m.a.: „Á fundi aðal- samninganefnda ASÍ og atvinnu- rekenda í dag, lagði Vinnuveit- endasamband íslands fram nýtt „tilboð til lausnar vinnudeilu Al- þýðusambands íslands og vinnu- veitenda", eins og það er nefnt. Rétt er að vekja athygli á þvi, að atvinnurekendur eru klofnir í af- stöðu sinni, þar sem Vinnumála- samband samvinnufélaganna stendur ekki að tillögu þessari. Aðalsamninganefnd ASÍ lýsir yfir furðu sinni á þessari svoköll- uðu „tillögu til lausnar“ á yfir- standandi vinnudeilu. Ljóst er að hún er ekki aðeins mjög langt fyrir neöan umræðugrundvöll sáttanefndar frá 18. maí, heldur einnig langt fyrir neðan fyrsta tilboð atvinnurekenda frá 5. maí síðastliðnum. Aðalsamninganefnd ASl telur þessa tillögugerð algert hneyksli og álitur hana líklega til að spilla mjög fyrir lausn yfirstandandi vinnudeilu. Flest jákvæð atriði, sem áður hafa komið fram i sam- bandi við vísitöluna, eru með til- lögunni dregin til baka og það svo mjög að kaupmáttur skerðist sam- kvæmt tilboðinu um 5 til 6%. Þá má benda á, að þótt tillaga Vinnuveitendasambandsins hljóði upp á sömu launahækkun og umræðugrundvöllur sátta- nefndar, þá er hún dreifð á lengri tíma og í raun tekin aftur með skerðingu vísitölunnar. Einnig er samningstími sam- kvæmt tilboðinu tvö ár, en á lengri samningstima en einu ári hefur ASÍekki ljáð máls.“ Morgunblaðið spurði í gær Skúla Pálmason, formann Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna, hvers vegna samtök hans hefðu ekki samþykkt tillögu Vinnuveitendasambands íslands og átt aðild að henni. Skúli sagði: Við gátum ekki tekið þátt í henni vegpg þess að við erum búnir að samþykkja umræðugrundvöll sáttanefndarinnar og í því felst að við samþykkjum þar þá þær krónutöluhækkanir, sem þar er gert ráð fyrir, bæði upphafshækk- unina 15 þúsund krónur og eins 6 þúsund krónurnar 1. janúar, einnig samningstímann og yfir- leitt að mestu þá útfærslu, sem felst f þessari hugmynd sátta- nefndarinnar. Þetta tilboð er tölu- vert lakara og þvf getum við ekki boðið niður fyrir okkur," sagði Skúli J. Pálmason. Tilboð VSÍ var lagt fram á fyrsta fundi aðalsamninganefnda í Hamrahlíðarskólanum, eftir að samninganefnd ASÍ hafði gengið út af sáttafundi, þar sem henni fannst sér gróflega misboðið. Þetta gerðist á fimmtudagskvöld, 2. júní. Þá lýstu forystumenn ASÍ að þeim hefði verið lofað fyrir þann fund að menn tækju að ræða aðalkröfur samninganna og hlé yrði gert á sérkröfum. Fund- urinn átti að hefjast klukkan 21, en klukkan 23 gengu samninga- nefndarmenn ASÍ af fundi. Vinnuveitendur sátu þrátt fyrir það á fundi fram á nótt eða til klukkan um 02 og ræddu þróun- ina í kjaramálunum. — Átök við Brauðbæ Framhald af bls. 2 Bjarna kvað sér þá hafa runnið í skap og hann reynt enn að brjóta sér leið f gagnum hópinn, en menn hafi þá keyrt hann niður og þannig hafi málum verið komið þegar lögreglan kom á vettvang. Bjarni sagði, að hann hefði ver- ið í fullum rétti að vera við af- greiðslu í fyrirtæki sinu, og tók fram að þegar átökin hafi brotizt út hafi hann ekki ögrað verkfalls- vörðum á einn eða neinn hátt með því að vera við steikingar, en helzta viðbára verkfallsmanna fyrir vörzlunni hefði verið sú að hann væri að fara inn á verksvið þeirra. Hjá formælandi Alþýðusam- bandsins fékk Mbl. þær upplýs- ingar um þessi átök, að þar hafi starfsfólk talið að eigandinn væri að fara inn á verksvið þeirra og þvi staðið vörzlu við húsið. Hafi aðallega verið um orðahnippingar að ræða mílli eiganda og verk- fallsvarða, en málin leystst þegar Dagsbrúnarmenn hefðu komið að og gert eigananum ljóst að þeir gætu stöðvað alla aðdrætti til fyr- irtækis hans, ef hann Iéti ekki af stifni sinni. — Loðna í hundamat Framhald af bls. 40 spærlingi eða kolmunna, þannig að enn á eftir að framleiða upp f 90 tonn á samningnum. Loðnan sem var flutt út í vor, var þurrkuð f þörrungavinnslunni að Reyk- hólum og gekk þurrkunin mjög vel, en í þurrkun léttist loðnan um fjóra fimmtu þannig að um 500 tonnum af loðnu upp úr sjó fást 100 tonn af þurrkaðri loðnu. Óttar Yngvason framkvæmda- stjóri íslenzku ' útfiutningsmið- dtöðvarinnar sagði í samtali við Morgunblaóið í gær, að í þeim samningi sem þeir hefðu gert á þurrkuðum fiski í hundamat, væri gert ráð fyrir að nota mætti loðnu, spærling og kolmunna. Kolmunnann þyrfti sennilega að hausa og slógdraga, en nýlegar tilraunir hefðu leitt i ljós, að þess þyrfti ekki með spærlinginn. Þá væri ekki hægt að nýta þessar fisktegundir í þessu skyni, nema rétt eftir hrygningu, þegar fiskur- inn væri sem megurstur og lifur sama og engin. Loðnuna, sagði Óttar, er ekki hægt að þurrka beint úr skipi nema 10 — 15 síðustu daga loðnu- vertíðarinnar, en þá fyrst er hún orðin nægilega mögur til þessa. Hins vegar er sá möguleiki að frysta mikið magn af henni á þessum tima, um leið og hrygnan er fryst á Japansmarkað. Siðan mætti þýða loðnuna upp og þurrka hana í hundamat. Sagði Óttar, að samkvæmt þeim út- reikningum sem geróir hefðu ver- ið gæfi þurrkaða loðnan meira af sér pr. tonn úr sjó í gjaldeyri en bezta hrygnihgarloðnan. Hins vegar bæri að gæta þess, að kostn- aður við þurrkunina væri nokkur, fyrst og fremst vegna þess að loðnan missti fjóra fimmtu af upphaflegri þyngd sinni við þurrkunina. Ekki sagðist Óttar geta sagt hve mikill markaður væri fyrir hendi á Norðurlöndum fyrir hundamat sem þennan, en ljóst væri að óhætt ætti á vera að framleiða 200 — 400 tonn, sem þýddi 1500 — 2000 tonn upp úr sjó, og að sjálf- sögðu væri hið háa verð sem feng- ist eini grundvöllurinn fyrir þessu en það væri yfir 300 kr. fyrir kílóið. r — Oformlegar viðræður Framhald af bls. 40 eru minni en í hinu eldra og um- ræðugrundvelli sáttanefndar. Kaupmátturinn er að vísu minni á árinu 1978 en í fyrri tillögu, en það er bein afleiðing þess að reynt er að draga úr verðbólgu- áhrifum. í því sambandi vil ég undirstrika það, að við beinum því til ríkisstjórnarinnar, að hún auki kaupmátt launa án verð- bólgu. Þannig mælumst við til að til viðbótar þeirri kaupmáttar- aukningu, sem við gerum tillögu um að komi úr kauphækkunum, gefi rfkisstjórnin rýmri fyrirheit en hún þegar hefur gefið í þeim efnum.“ Baldur Guðlaugsson kvað þessa afstöðu Vinnuveitendasambands- ins vera í fullu samræmi við þá stefnu, sem sambandið hefði haft frá því er þessi samningsgerð hófst, sem sé, að affarasælast sé fyrir efnahagslíf landsmanna, að kaupmáttaraukningu sé komið í kring í sem ríkustum mæli með opinberum aðgerðum. „Það er bezta leiðin, ef menn vilja halda verðbólgu í skefjum og treysta rekstrargrundvöll atvinnuveg- anna,“ sagði Baldur Guðlaugsson. — Sprengjualda Framhald af bls. 1 fannst einnig sprengja á þaki frægrar gotnoskrar dómkirkju í Galiciu. 1 Madrid skipaðí dómari að sleppt skyldi úr haldi gegn trygg- ingu, manni og konu, sem sökuð voru um aðild að morðum fjög- urra kommúnistalögfræðinga og aðstoðarmanns þeirra í janúar sl. Sagði dómarinn að ekki væri sannað að þau hefðu átt beina aðid að morðunum. Stjórn Spánar hefur sakað hægrimenn um að hafa staðið að morðunum vegna vinnudeilu, sem lögfræðingarnir höfðu með að gera. — Vinstrisinnuð Framhald af bls. 1 anna, er þær hlutu sjálfstæði frá Bretum í júní á sl. ári, var í Lund- únum til að sitja leiðtogafund samveldislandanna, er byltingin var gerð. Hefur hann verið sakað- ur um glaumgosalíf og að hafa ætlað að fresta kosningunum, sem fram eiga að fara á næsta ári, um 5 ár og stefna að þvi að verða lifstíðarforseti. Allt var með kyrrum kjörum á Seychelleseyjum í dag, en þús- undir erlendra ferðamanna héldu sig innan dyra skv. skipun nýju valdahafanna, en þeim hefur ver- ið tjáð að þeir hafi ekkert að óttast. Seychelleyjar muni áfram leggja áherzlu á að stórauka ferðamannastrauminn. Byltingin var gerð með því að 200 manna hópur kom inn í höfuðborgina Viktoríu í dögun á sunnudagsmorgun og náði á sitt vald tvemur lögreglustöðvum og útvarpsstöðinni. Féll einn bylt- ingarmaður og einn lögreglumað- ur í skotbardaga. Allir 500 lög- reglumenn eyjanna hafa nú svar- ið hinni nýju stjórn trúnaðareið og herma fréttir að engin hætta sé á frekari átökum. Hin nýja stjórn er sögð vinstri- sinnuð, en Rene forseti sagði i viðtali við fréttamenn að enginn þyrfti að hafa áhyggjur af að Rússar næðu ítökum á eynni, hlutleysisstefnu yrði fylgt. — Allsherjar- verkfall Framhald af bls. 40 lýðsfélögum á Suðurnesjum, sem starfa á vegum varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, lögðu ekki niður vinnu, þar eð verkfall var ekki talið þjóna tilgangi þar vegna ákvæða um að hermenn megi ganga inn í þau störf í slíkum tilfellum og einnig lögðu vöruflutningabíl- stjórar í Árnessýslu ekki niður vinnu og var mjólk því sótt til bænda þar um slóðir. Að þvi er mjólkurbússtjórinn tjáði Morgunblaðinu var að öðru leytiekkert unnið í mjólkur- búinu í gær en vinnsla átti að hefjast á miðnætti og hafði þá fengist undanþága fyrir nokkra menn frá yfirvinnu- banni til að losa mjólkurbil- ana. — Frekari tak- markanir Framhald af bls. 40 samt er nauðsyn á góðu samstarfi í þessum efnum, þvi þær varða framtíðarhagsmuni okkar allra. Náið samstarf hefur verið við Hafrannsóknastofnunina og Fiskifélag íslands um allar þessar friðunaraðgerðir og tel ég að tek- ið hafi verið fullt tillit til allra tillagna fiskifræðinga um friðun- araðgerðir, annarra en að setja hámarkskvóta á þorskaflann. Ég treysti mér ekki til þess að setja slíkan hámarkskvóta á árinu 1976, á sama tima og brezkir tog- arar fóru ránshendi um smáfiska- miðin, og að stöðva islenzka flot- ann til þess eins að auðvelda út- lendingum veiðarnar, fannst mér ekki koma til mála. Nú er það hins vegar ljóst, að þrátt fyrir það að brezkir togarar eru ekki lengur á íslandsmiðum og þrátt fyrir hin- ar margvíslegustu aðgerðir til að draga úr þorskveiðinni, þá verður ekki komizt hjá því að setja innan skamms enn frekari takmarkanir á þorskveiðar.“ — Tyrkland Framhald af bls. 1 Aðeins 2 menn létu lífið í átökum í gær, en 60 manns biðu bana í átökum í kosningabaráttunni sl. mánuð. Ecivit var að þvi spurður hvort Tyrkland myndi segja sig úr NATO ef Bandaríkjamenn afléttu ekki vopnasölubanninu og hann sagði að það myndi hafa áhrif á framlög vegna þróunar eigin varna án þess þó að öll tengsl við NATO yrðu rofin. 21. milljón manna hafði kosn- ingarétt, 40% þeirra ólæsir og óskrifandi, og neyttu 60% at- kvæðisréttar síns. Báðir stóru flokkarnir bættu við sig um 9% atkvæðamagns frá kosningunum 1973 og var það á kostnað litlu flokkanna. Demirel viðurkenndi i kvöld ósigur sinn og sagði að flokkur sinn myndi virða dóm kjósenda. — Umhverfis- málaráðstefna Framhald af bls. 3 væri verið að keppa að því að einstakl- ingar framtíðarinnar gætu lifað góðu Iffi. eins og þeir ættu rétt á. Við hefð- um ekki rétt til að svipta þá þeim fæðingarrétti. En þar með segði hann ekki að gott líf væri að hafa allt. Hann sagði að menn þyrftu föt til að klæðast, mat til að lifa á, tækifæri til að mennta sig og þroska og til að geta farið um og njóta þess sem jörðin hefði upp á að bjóða En sumir gætu ekki notið þess af því að þeir hefðu ekki vinnu og peninga til þess, aðrir ynnu svo mikið — bættu á sig eftir- og aukavinnu — að þeir gætu heldur ekki notið þess sem jörðin og Iffið hefðu að bjóða Vinnu og fé þyrfti því að skipta jafnar til að allir gætu notið. Þá var byrjað að kynna erindi, sem lágu fyrir fundinum, og síðan er sá háttur á hafður að þrír sérfræðingar ræða erindið og fundarmenn leggja orð í belg. í gærmorgun voru flutt tvö slík erindi. Það fyrra eftir próf Jan Tinbergen og próf Donald J Kuenen, sem kynnti það, þar sem Nóbelsverð- launahafinn Tmbergen hafði ekki getað komist til fundarins. Fjallaði það um hagvöxt og lífríki I umræðuhópnum um það var m.a. Guðmundur Magnús- son prófessor. Þá var á dagskrá erindið „Hvert stefnir með lofthjúpinn og lofts- lagið á jörðinni", sem þjðverjinn Her- mann Flohn kynnti. í umræðuhópnum um það var Hlynur Sigtryggsson. Fjall- aði erindi Flohns um loftslagsbreyting- ar sem hann sagði ekkert nýjar. Orkan frá sólinni sem rekur veðrið, sé talin um 1000 tetrawatt. En af fyrri reynslu mætti gera ráð fyrir að 100—300 tetrawatta orka sé breytingum háð af náttúrulegum orsökum. Sveiflan sé 10% og við henni megum við búast. En þar við baettust svo e.t.v. breytingar sem við yllum sjálf með aukningu á carbondioxidi í lofthjúpinn o.fl. Síðdegis var fjallað um tvo mála- flokka: Hvert stefnir í vistfræði jarðar- innar og vistkerfum, eftir dr. Raymond Fosberg frá Bandaríkjunum, Don Gill frá Kanada og dr. Norman Nyers frá Kenya. Og síðasta erindið var um vatn- ið og mengun þess, flutt af dr. Barton Wortington frá Bretlandi, en höfundar auk hans voru dr. Letitia E. Obeng frá Ghana og Kenya og próf. Arthur D. Hasler, sem kynnti sinn hlufa. — Nýfundnaland Framhald af bls. 40 sig utan við fiskveiðilögsöguna, en þar sem skipin leggja upp á Nýfundnalandi og eru á vegum fyrirtækis í St. Johns fengu þau heimild til veiða innan fiskveiði- lögsögunnar. í fyrra var reynt að fá þetta leyfi en tókst ekki. Morgunblaðinu var tjáð i gær, að lágmarksverð sem skipin fengju fyrir kílóið af loðnunni væri kr. 5.80. — Drottningin Framhald af bls. 17 sem opnir verða á þriðjudag — aðallega ritstjórnir dagblaða í Fleet Street — verða að gefa upp fyrirfram nöfn allra, sem þar verða staddir. Þar sem vitað er að mikið verður um troðning á gangstétt- unum, hefur brezka lögreglan varað gesti við vasaþjófum og ráðlagt mönnum að bera sem minnsta fjármuni á sér þennan dag. — Tónlist Framhald af bls. 5 reglum. sem rekja má til mjög gamalla frumhugmynda. Indverski flautuleikarinn Tublu Banarjee er snillingur. Bambusflautan sem hann leikur á er áreiSanlega mjög erfiS I allri meðferð, en þess gætti ekki I leik hans. Sú takmörkun. sem hvert Raga er þróun tónhugmynda. veitir hljóðfæraleikaranum vissa möguleika. Hvert tónverk er leikið I sömu tóntegund allan tlmann og ekki þarf að stuðla verkið við ákveðna hljómaröð. Tónfesta þessi gerir það að verkum að tón- málið verður sefjandi og i ráttu umhverfi er fklegt að áhrifin geti orðið mjög sterk. Fyrsta Raga sem Tublu Banarjee lák var samtóna við náttúru moll og nefndi hann það Hádegisraga og var stemning þess gleiðileg og full með sólar- Ijósi. Annað verkið var I sérkenni- legum Raga, svipuðu tartarmoll. þó þar sem sjötta tóninum var sleppt. Þetta var nefnt Sólrisu- raga og var alvarlegt að blæ. í næstu verkum var leikið R:ga sorgarinnar, kvöldsins, virðuleik- ans og slðast regnsins, en I þvl verki var Ragaröðin sú sama og i lýdisku tóntegunginni, sem ís- lendingar hafa eignað sér og tvf- söngurinn er grundvallaður á. Til að skilja og njóta slfkrar tónlistar, sem hér var á boðstólnum, þarf að hlustandi, eins og reyndar gagn- vart allri klassfskri tónlist, að kynna sér aðliggjandi menningar- þætti, þvf tónlist er tengd öllum mannlegum umsvifum, heims- skoðun, tilfinningum og hegðun, eins og til gamans mætti benda á. kemur skýrlega fram f svo nefndri popptónlist. Tónlist er gædd galdri og með henni er hægt að draga fram og efla margvfslega þætti f tilfinningalffi manna, þannig að forn átrúnaður, að tónlist geti bæði verið siðbætandi, afsiðandi og geti jafnvel sundrað og við- haldið jafnvægi náttúrunnar, allt eftir irmihaldi sfnu, er f fullu gildi, þvf það er maðurinn, í þvf hugar- ástandi sem hann er hverju sinni, sem ræður mestu um framvindu mála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.