Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1977 3 Umhverfismálaráðstefnan: Heillaóskir W aldheim fylgdu henni úr hlaði fyrrv. forseta Sviss og allt að því þjóð- hetju, eins og hann orðaði það Forseti ráðstefnunnar er Nóbelsverðlaunahaf- inn Linus Pauling, sem stjórnaði fyrsta hluta fundarins. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra setti ráðstefnuna og bauð gesti vel- komna. Hann gat þess að fyrir sex árum hefði verið efnt til fyrstu alþjóða- ráðstefnunnar i þessum flokki og hún reynst árangursrik. Nú hefur orðið að ráði að efna til 2. fundar og halda hann hér á íslandi og ég get ekki annað en fagnað áhuga forráðamanna ráðstefn- unnar á Norðurlöndum við val sitt á fundarstað fyrir svo marga af kunnustu umhverfisfræðingum veraldar, sem hér eru samankomnir I dag, sagði forsætis- ráðherra. Ennfremur sagði hann: Dag- skrárefni þau, sem verða til umræðu hér á ráðstefnunrii á næstu dögum spanna vítt svið og eru fjölþætt En þeim er það allt sameiginlegt að þau eru tímabær umræðuefni og snerta beinlinis sambúð mannsins við um- hverfi sitt. Áður en gengið var til fundarstarfa var kjörin nefnd til að vinna drög að ályktun fyrir ráðstefnuna, sem lýkur á laugardag og mun sú ályktun liggja fyrir þá Dr. Linus Pauling tók þá við fundar- stjórn og sagði að á þessari ráðstefnu Framhald á bls. 24. Við opnun umhvorfismálaráðstofnunnar. Lengst til hægri er stjórnandi ráðstefnunnar og frumkvöðull, próf Nicholas Polunin, þá forseti hennar Nóbelsverðlaunahafinn Linus Pauling og lengst til vinstri dr. Gunnar G. Schram, framkvœmdastjóri hennará íslandi. MARGIR af kunnustu umhverfis- fræðingum veraldar eru meðal hinna 70 útlendu gesta á alþjóðlegu um- hverfismálaráðstefnunni „Hagvöxtur án vistkreppu", sem Geir Hallgríms- son forsætisráðherra setti I gær- morgun á Hótel Loftleiðum. Frumkvöðull ráðstefnunnar og drif- fjöður, próf. Nicholas Polunin, sagði við opnunina að hún væri þegar orðin þekkt sem Reykjavíkurráðstefnan. í upphafi ráðstefnunnar tilkynnti hann að borist hefðu heillaóskir og hvatning- arorð frá 30—40 stofnunum og fræg- um einstaklingum og las upp fjórar þeirra, frá Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, frá frú Indiru Ghandi, frá Wilhelm Barton, forseta Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna og frá Frederick Wahlen, Umhverfismálaráðstefnuna sitja 50 erlendir sérfræðingar, margir af kunn- ustu vísindamönnum á sviði umhverfismála í heiminum, og auk þess margir íslenzkir vlsindamenn. Myndin er frá opnun ráðstefnunnar I gærmorgun. Matthías Bjarnason sjávarútvegsrádherra leggur hornstein að Hrafnistu í Hafnarfirði. Ljósm. Rax Hornsteinn lagður að Hrafnistu í Hafnarfirði: Sjómannasam- tökin alltaf notið gjaf mildi HVÍLDAR- og dagheimili fyrir aldraða sjómenn og aSra. sem á slíku heimili þurfa aS halda. Hrafnista f HafnarfirSi, var vfgS s.l. laugardag og var lagður horn- steinn aS byggingunni að viS- stöddum gestum. LúSrasveit HafnarfjarSar lék undir stjórn Hans Ploder Franssonar og Pétur Sigurðsson flutti ávarp og las hornsteinsskjal og sfSan lagði Matthfas Bjarnason heilbrigSis- og tryggingaráSherra hornstein og flutti ávarp. Að þvf loknu söng kirkjukór Hafnarfjarðar sálm undir stjórn Páls Kr. Pálssonar og biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti vfgsluorð og bæn. Að lokum lék LúSrasveit Hafnar- fjarSar þakkargjörð eftir Sigfús Halldórsson, sem hann tileinkaSi sjómannadeginum 1972. í hornsteinsskjalinu er rakin ©ornstein DteilfftjrimíU itliffiiími sioniamiu Hrafnistu IfJaíJi.trfUöl l.tijöi é'í.iUiiníWtijsrii&hm.t auijias Pjarnason á>iomannaDaainn 5.Hnn W7 1 Hornssteinsskjöldurinn byggingarsaga Hrafnistu í Hafnar firði og saga sjómannasam- takanna í Reykjavík og Hafnar- firði. Segir þar m.a. að þegar horn- steinn hafi verið lagður að Hrafn- istu f Reykjavík hafi fjölmargar gjafir borizt, hafi þær numið um 4 milljónum króna eða um 100 milljónum, sé reiknað á núgildandi verðlagi en sjómannasamtökin hafi alltaf notið mikillar gjafmildi fólks. Hafi allar gjafir verið skrá- settar I sérstaka bók, sem sé í vörslu samtakanna. Þá er greint frá Happdrætti D.A.S , sem einnig hóf starfsemi slna 1954 og segir að tekjur happdrættisins fari ört minnkandi m.a. vegna mikillar samkeppni við önnur hliðstæð happdrætti. Þá er rakin saga Hrafnistu I Hafnarfirði, en fyrstu skóflu stungu tók Gísli Sigurbjörnsson 9 júní 1974. Forráðamenn samtak anna höfðu kynnt sér það nýjasta í byggingum aldraðra i Evrópu og byggðu á þeirri reynslu, auk reynslu hérlendis, teikningar að hinu nýja dvalarheimili. í þessum fyrsta áfanga af þremur i Hrafn istu er gert ráð fyrir að 87 manns geti dvalið í eins og tveggja manna Íbúðum. Á jarðhæð er að staða til heilsugæzlu, æfingar salur, nudd, Ijós og fleira þess háttar, en mikil áherzla er lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn öldrunarsjúkdómum. Að siðustu er Í hornsteinsskjalinu getið um helztu verktaka við bygginguna og greint frá stjórn Sjómannadags ráðs og aðildarfélögum. MA BJÓÐA ÞÉR ÞAÐ BESTA SEM TIL ER PORTONOVA LtJXUSÍBÍJÐIR KONUNGLEURA GESTA Þessar fbúðir eru í algjörum sér- flokki, þær glæsilegustu sem sést hafa á Spáni. Loftkæling. Nýtfzku lúxus húsgögn. Stofa, eldhús, baðog eitt eða tvö svefnherbergi. Fullkom- in hótelþjónusta. Glæsilegt útivist- arsvæði með sundlaugum. 2 þjónustuskrifstofur Sunnu eru nú á MALLORCA. Barnagæsla og leik- skóli í umsjá fslenzkrar fóstru. Ókevpis þjónusta, fyrir Sunnugesti. Brottfarardagar: 12. júnf fáein sæti laus. 3. júlf, 24. júlí, 31. júlf, 7. ágúst fá sæti laus. 14. ágúst uppselt. 21. ágúst fáein sæti laus. 28. ágúst fáein sæti laus. 4. sept. nokkur sæti laus. 11. sept., 18. sept., 25. sept. "COSTA BRAVA TRIMARAN GLÆSILEGAR tBtlÐIR Þetta er staðurinn sem býður upp á hvort tveggja, spennandi skemmt- analff fyrir unga fólkið og rólega og fagra baðströnd, sannkallaða Para- dfs fyrir fjölskyldu- og barnafólk. Glæsilegar fbúðir í fögru umhverfi rétt við baðströndina. Frábærlega vandaðar fbúðir með fullkomnum eldhúsum og baðherbergjum, sól- svölum og einu eða fleiri svefnher- bergjum. Trimaran er eina fbúðarhótelið f Lloret de IVIar á Costa Brava með einkasundlaugum fyrir gesti sfna. Kynnið ykkur hin sérstaklega hag- stæðu kjör fyrir fjölskyldur. Auk þess sérstakar fbúðir og hótel ein- göngu fyrir ungt fólk. LA CAROLINA, hótel f sérflokki. Leikskóli og barnagæsla ókeypis fyrir Sunnugesti. Brottfarardagar: 12. júní uppselt. 3. júlí. 24. júlf. 31. júlf. 7. ágúst. 14. ágúst. 21. ágúst. 28. ágúst. 4. sept. 11. sept. PLAYAMAR LÚXUXtBCÐIR í SERFLOKKI PLAYAMAH fbúðirnar eru 21 stór- hýsi með loftkældum lúxusfbúðum, með stóru útivistarsvæði, görðum sundlaugum (þeir stærstu á Costa del Sol), leiksvæðum, veitingastöð- um, kjörbúðum o.fl., alveg við beztu baðströndina, skammt frá miðborg Torremolinos. Glæsilegar stofur með harðvíðarinnréttingum, full- komnum eldhúsum, böðum og einu eða tveimur svefnherbergjum. Auk þess býður Sunna á Costa del Sol fleiri fbúðir og hótel og raðhús með einkasundlaugum f Nýju Anda- lúsfu, Marbella. Leikskóli og barna- heimili fyrir Sunnugesti. Brottfarardagar: 17. júnf uppselt. 8. júlí. 29. júlí. 5. ágúst. 12. ágúst. 19. ágúst. 26. ágúst. 2. sept. 9. sept. 16. sept. 30. sept. Sannkölluð sumarparadts. Aldrei kalt — aldrei ofsa- hiti. Vegna hagstæðra samninga á heilsársgrund- velli getum við nú boðið sumarferðir til Kanarfeyja með dvöl á eftirsóttum tbúðahótclum s.s. KOKA, CORONA ROJA, CORONA BLANCA og SUN CLUB á svipuðu verði og 2ja vikna ferðir til meginlands Spán- ar og Mallorca. Brottfarardagar: 17. júnf. 8. júlf. 29. júlf. 19. ágúst. 9. sept. 30. sept. GRIKKLAND Nýjung sem margir hafa beðið eftir. Loksins bjóð- ast tslendingum skipulagð- ar Grikklandsferðir frá aprfllokum til október- loka. Glæsileg hótel og fbúðir á Aþenuströndum og á eynni Krft. Grikklandsferð er ævintýri sem aldrei gleymist. Sunnuþjónusta með þjálf- uðum fararstjórum á staðnum. KAUPMANNA- HÖFN Alla mánudaga f sumar: Verð frá kr. 47.000,- FEMMSKRIFSTOFAN SUNNA UEHJARGOTU 2 SIMAR 16400 12070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.