Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 18
T g MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. ASalstræti 6. stmi 10100. ASalstræti 6. sími 22480 Utanríkisstefna Carters Drög að nýrri stjórnarskrá í Sovét: Kommúnistaflokkur- inn ráðandi afl á öll- um sviðum þjóðlífsins Moskvu, 6. júní Reuter AP. í DRÖGUM þeim að nýrri stjórnar- skrá Sovétrfkjanna, sem birt voru um helgina, er þvf afdráttarlaust lýst yfir, að kommúnistaflokkur landsins sé ráðandi afl á öllum sviðum þjóðlffsins. Þar kemur einnig fram að allir Sovétborgarar skuli þjóna rfkinu, og að þau rétt- indi sem borgurunum séu tryggð f stjórnarskránni megi ekki nota á þann hátt sem skaðað geti þjóð- félagið eða rfkið. Drögin eru um 9 þúsund orð og hafa þau verið rækilega kynnt í blöðum, sjónvarpi og utvarpi um helgina Sovézkir fjölmiðlar leggja mikla áherzlu á frásagnir af hlý- legum viðtökum, sem stjórnarskrár- drögin hafi fengið hjá almenningi. Stjórnmálaskýrendur í Moskvu telja, að drögin feli í sér ákvæði, sem beinlínis séu sett til að auð- velda Leonid Brezhnev að setjast í forsetastól, en Nikolaj Podgorny, núverandi forseti, var rekinn úr stjórnmálanefnd kommúnista- flokksins í síðasta mánuði, og er talið að hann eigi nú skammt eftir í forsetaembætti. Segir í stjórnar- skrárdrögum, að auk núverandi for- setaembættis og 15 varafor- setaembætta verði um að ræða embætti fyrsta varaforseta Er talið að í raun þýði þessi tilhögun, að Brezhnev taki við forsetaembættinu á næstunni, og mun annar maður um leið taka við embætti fyrsta varaforseta, og muni sá annast dag- lega stjórnun. Orðalag stjórnarskrár- draganna er talið bera því ótvírætt vitni, að héðan í frá muni formaður kommúnistaflokksins um leið verða æðsti valdamaður ríkisins. Leonid Brezhnev veitti sjálfur for- stöðu nefnd þeirri, sem samdi Kínverjar boða aukna hervæðingu Brezhnev stjórnarskrárdrögin Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að hann líti á drögin, sem mesta afrek sitt á vettvangi stjórnmála, enda eru drög- in í daglegu tali kölluð ,,Brezhnevstjórnarskráin." Þetta er fjórða stjórnarskrá Sovét- ríkjanna frá árinu 1918, og hófst undirbúningur að samningu hennar árið 1959, þegar Nikita Krúsjeff hafði töglin og hagldirnar í landinu. Drögin eru nú lögð fram til opin- berrar umræðu, en afar sjaldgæft er, að breytingar séu gerðar á opin- berum skjölum í Sovétríkjunum eftir að Vau hafa einu sinni verið birt almenningi Er talið víst að stjórnar- skrárdrögin verði afgreidd sem lög þegar Æðsta ráð Sovétríkjanna kemur næst saman, sem verður í Október næstkomandi á 60 ára af- mæli byltingarinnar. Á sama hátt og í þeirri stjórnar- skrá, sem enn er í gildi frá því á Stalínstímunum, er réttur Sovél- borgaranna til málfrelsis, prentfrels- is og stofnunar félaga og samtaka enn háður „hagsmunum hinna vinn- andi stétta og eflingu sósíalísks þjóðskipulags" Athafnafrelsi á sviði lista, vísinda og tækni er tryggt í „samræmi við hið endanlega tak- mark hins kommúníska kerfis". Þá er ákveæði, sem á að tryggja mönn- um frelsi til trúariðkana, um leið og tryggður er réttur guðleysingja til að útbreiða skoðun sína. Það ákvæði í gildandi stjórnarskrá sem tekur til aðskilnaðar rfkis og kirkju er áfram við lýði, en túlkun sovézkra dóm- stóla á því ákvæði hefur yfirleitt miðað að því að hefta starfsemi trúfélaga: Sovézk yfirvöld hafa á liðnum árum haft mjög á orði að í stjórnar- skrár vestrænna ríkja vanti ákvæði sem tryggi ýmis mannréttindi, svo sem rétt manna til vinnu, ókeypis læknishjálpar, hvíldar og heimilis, en ákvæði um allt þetta er að finna í drögunum að hinni nýju sovézku stjórnarskrá. Þá eru Sovétborgurunum lagðar á hendur ýmsar skyldur í drögunum Borgarinn skal „standa vörð um hagsmuni sovézka rfkisins og efla mátt þess og vald", um leið og tekið er fram að þeir skuli vinna vel og ötullega. Þeir skulu jafnframt skyldaðir til herþjónustu. Þá er lögð mikil áherzla á skyldur borgaranna og stjórnvalda í því skyni að koma í veg fyrir að rfkið sé hlunnfarið I stjórnarskrárdrögunum er sér- stakur bálkur um utanríkismál. Þar er ftrekaður vilji Sovétríkjanna til að stuðla að friði og vinsamlegum sam- skiptum við önnur ríki, svo og af- skiptaleysi af innanríkismálum ann- arra ríkja og að valdi skuli ekki beitt f milliríkjasamskiptum Ræða sú, sem Carter Bandaríkjaforseti flutti fyrir skömmu við Notre Dame há- skólann í Bandaríkjunum um utanríkismál hefur vakið athygli víða um heim. Ræða Carters staðfestir þá skoðun, sem rutt hefur sér til rúms undanfarna mánuði að eitt meginmarkmið Bandaríkja- stjórnar sé að endurheimta þá siðferðilegu forystu, sem Bandaeíkjamenn höfðu á al- þjóðavettvangi áður en Víet- nam og Watergate komu til sögunnar. Við upphaf Kennedy- tímabilsins höfðu Bandaríkja- menn ótvíræða forystu í sínum höndum í baráttunni fyrir bættum heimi. Ungt fólk um heim allan leit til Kennedys og Bandaríkjanna sem forystu- manns og forystuafls fyrir lýð- ræði og frelsi og betri veröld. Þetta traust og þessi tiltrú til Bandaríkjanna varð fyrir alvar- legu hnjaski eftir því sem leið á styrjaldarátökin í Víetnam og síðan bættist Watergate- hneykslið við Með þeim stjórnarskiptum, sem urðu í Bandaríkjunum í janúarmánuði sl., er bersýni- legt, að Bandaríkjamenn eru staðráðnir í að endurheimta fyrra hlutverk sitt Þannig segir Carter: ,,í of mörg ár höfum við verið reíubúnir að aðhyllast óvönduð sjónarmið og meðul andstæðinga okkar og þá stundum fórnað okkar verð- mætum fyrir þeirra. Við börð- ust gegn eldi með eldi án þess að hugsa út í það, að eldur verður betur slökktur með vatni. Þessi aðferð brást og Víetnam var bezta dæmið um andlega og siðferðislega fá- tækt. En gegnum mistök höf- um við ratað aftur til okkar grundvallarsjónarmiða og verð- mæta og við höfum öðlazt traust að nýju." Meginþáttur í viðleitni Cart- ers til þess að endurheimta siðferðilega forystu Bandaríkja- manna í heimsmálum er bar- átta hans fyrir auknum mann- réttindum, sem vakið hefur gífurlega athygli víða um heim Sú barátta snýr að mörgum þjóðum í mörgum heimshlut- um. Athygli er beint að hlut- skipti fólksins ! hinum svo- nefndu sósíalísku ríkjum A- Evrópu, þar sém einræði ríkir og mannréttindi eru að engu höfð, en þar hefur Carter veitt andófsmönnum ómetanlegan stuðnmg. Mannréttindabar- áttan beinir spjótum sínum líka að Suður-Afriku og nú er orðið Ijóst, að alger stefnubreyting hefur orðið í Bandaríkjunum í málefnum S-Afríku. Banda- ríkjastjórn hefur lýst þeirri ein- dregnu skoðun sinni, að meiri- hlutastjórn hljóti að taka við völdum í S-Afríku, sem að sjálf- sögðu virði minnihluta eins og tíðkast í lýðræðisríkjum. Þetta er meiriháttar stefnubreyting, sem mun ráða miklu um fram- vindu mála í S-Afríku á næstu árum og stuðla að því, að blökkumenn fái þann rétt, sem þeir eiga. Mannréttingastefna Bandarikjastjórnar beinist líka að rikjum Mið- og Suður- Ameríku, þar sem Bandaríkja- menn hafa lengi verið ásakaðir um stuðning við einræðisriki og herforingjastjórnir og þá ekki sizt að ástandinu í Chile, þar sem mannréttindi hafa litt verið í heiðri höfð frá herforingjabylt- ingunni. í samræmi við þessa afstöðu til mannréttinda hefur Carter vakið sérstaka athygli á hlutskipti hinna húngruðu þjóða heims og lagt rika áherzlu á nauðsyn þess að bæta hlut þeirra þjóða sem búa við fátækt og skort Þessi barátta Carters mun vafalaust hafa viðtæk áhrif um alla hiemsbyggðma á næstu árum og áratugum. Hún stuðlar að því, að unnendur lýðræðis og frelsis og mann- réttinda líti á ný til Banda- ríkjanna sem forystuafls fyrir betri heimi. Annar meginþáttur i utan- ríkisstefnu Carters er stórefling á varnarmætti Atlantshafs- bandalagsins. Lundúnafundur leiðtoga Atlantshafsbandalags- rikjanna markar tímamót i starfi bandalagsins hin síðari ár og hefur hleypt nýju lífi í varnar- samstarf frjálsra þjóða. Á Lund- únafundinum lagði Carter áherzlu á nauðsyn þess að efla mjög verulega hernaðarstyrk og þar með varnarmátt aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins. Nú er stefnt að því að auka framlög aðildarþjóðanna til varnarmála um 3% af þjóðar- framleiðslu að raungildi. Jafn- framt verður tekin upp nánari samvinna milli iðnfyrirtækja beggja vegna Atlantshafsins um þá framleiðslu, sem nauð- synleg er til þess, að þvi marki verði náð Loks lýsti Carter í Notre Dame ræðu sinni yfir stuðningi við ..slökun" í sambúð Banda- ríkjanna og Sovétrikjanna En hann lagði áherzlu á, að sú slökun yrði að vera víðtæk og gagnkvæm og ná til allra heimshluta. Carter sagði: ,,Við getum ekki haft friðsæld í ein- um hluta heims en vaxandi átök í öðrum." Þetta er bersýni- lega orðsending til Sovét- manna um, að Bandarikja- menn muni ekki sætta sig við ,,slökun" í Mið-Evrópu á meðan Sovétrikin auki pólitisk og her- naðarleg umsvif í öðrum heimshlutum. Þegar á heildina er litið er Ijóst, að utanríkisstefna hins nýja Bandaríkjaforseta byggir á því, að með vaxandi varnar- mátt að bakhjalli geti frjálsar þjóðir heims hafið á ný sókn fyrir bættum'heimi og auknum mannréttindum. Verður þvi ekki annað sagt, en að ferskir og jákvæðir vindar blási nú um heimsbyggðina frá Washing- ton. HELZTU blöð f Kína, þar á meðal Dagblað alþýðunnar í Peking og málgagn kfnverska hersins, hafa skýrt frá þvf að Hua Kuo-Feng formaður og Yeh Chien-yin vara- formaður kommúnistaflokksins hafi krafizt þess að „Frelsisher þjöðarinnar“ verði efldur mjög og búinn nýtízku vopnum eins fljótt og auðið sé. Segir í forystu- grein í málgagni hersins að með öðrum hætti sé ekki unnt að berj- ast gegn heimsvaldasinnum og tryggja þannig alræði öreiganna í Kina. Þá segir i greininni að valdatog- streita stórveldanna — Sovétrikj- NORSKA stjórnin hefur lýst yfir 200 mflna fiskveiðilögsögu við Svalbarða. Sagði Knut Fryden- lund utanrfkisráðherra er hann skýrði frá útfærslunni að ákvörð- un um hana hefði verið tekin svo að unnt væri aö grípa til nauðsyn- legra friðunaraðgerða á miðunum f kringum Svalbarða. Sagði Frydenlund, að útfærslan gerði Norðmönnum kleift að setja kvótareglur vegna allra fiskteg- unda á þessum slóðum. Norðmenn og Sovétmenn hafa anna og Bandarikjanna, verði æ ískyggilegri og aukist hætta á byltingum og styjöldum i sífellu. Sérstaklega sé ástæða til að gaum- gæfa að hin tryllingslega met- orðagirnd sovézkra endurskoðun- arsinna sé ekki á undanhaldi, og þeir stefni að því að undiroka Kinverja. Að lokum segir að Kin- verjar verði að b.úa sig undir að bráðlega geti komið til stórátaka, og þvf sé óhjákvæmilegt að kfn- verski herinn verði eins vel undir þau búirTn og kostur sé, jafnhliða því sem áfram verði unnið að efnahagslegri uppbyggingu í landinu. komið sér saman um leyfilegan hámarksafla á þorski í Barents- hafi, sem er 810 þúsund tonn ár- lega. Af þvi magni mega önnur rfki en Noregur og Sovétrikin veiða 150 þúsund tonn. Eivind Bolle, sjávarútvegsráðherra Nor- egs, hefur lýst því yfir, að ákvörð- un um aflakvóta verði tekin að undangengnum viðræðum við all- ar þær þjóðir, sem eiga fiskveiði- hagsmuna að gæta á miðunum við Svalbarða, fyrst og fremst þó Efnahagsbandalagsríkin og So- vétríkin. í Kína eru nú 2.5 milljónir manna undir vopnum. Rosselini látinn R6m, 6. júnl, AP. ÍTALSKI kvikmynda- stjórinn Roberto Rosse- lini er látinn 71 árs að aldri. Hann var helzti frumkvöðull hinnar nýju raunsæisstefnu í kvikmyndagerð á árun- um eftir síðari heims- styrjöldina. Rosselini hafði orð á sér fyrir að vera mikill kvennamað- ur. Ástamál þeirra Ing- rid Bergman, er þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar „Stromboli", drógu dilk á eftir sér. Þau giftust árið 1950 og skildu tíu árum síðar. Rosselini var formað- ur dómnefndar í kvik- myndahátíðinni í Cannes og var nýkominn þaðan er hann lézt. Talið er að banamein hans hafi verið hjartaslag. 200 mílur við Svalbarða Osló, 6. júní. NTB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.