Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 40
ai<;iasin<;asiminn er: 22480 au<;lVsin<;asíminn er: 22480 ÞRIÐJUDAGUR 7. JUnI 1977 Sjómannadagurinn var haldinn hátfðlegur f öllum sjávarplássum landsins á laugardag og sunnudag og var dagskráin vfða fjöl- breytt að vanda. Þessa mynd tók Ragnar Axelsson Ijósmyndari Mbl. f Nauthólsvfk á sunnudag þegar koddaslagurinn fór fram þar, en hátfðahöldin þar voru f jölsótt. Sjá bls. 12 og 13 f blaðinu f dag. Sjávarútvegsráðherra í sjómannadagsræðu: „Frekari takmark- anir á þorskveið- ar innan skamms,, Alftaungarnir fjórir f fylgd foreldra sinna á Reykjavfkurtjörn f gær en nú er mikil gróska f f jölskyldulffi Tjarnarbúa. Ljósmynd Mbl. RAX. Um 300 kr. fyrir kílóið af loðnu í hundamat I VOR voru flutt til Norðurlanda milli 10 og 11 lestir af þurrkaðri loðnu f hundafóður. Líkaði mjög vel við þessa vöru og fengust yfir 300 krónur fyrir hvert kfló. Það var íslenzka útflutningsmiðstöð- in sem stóð fyrir þessum útflutn- ingi og samdi upphaflega um sölu á 100 lestum af þurrkaðri loðnu, Framhald á bls. 24. Verð á tómötum lækkar SÖLUFELAG garðyrkju- manna hefur ákveðið sumarverð á tómötum og sam- kvæmt því kostar hvert kíló af tómötum í fyrsta verðflokki 475 krónur i heildsölu, en kost- aði fyrr í sumar 675 krónur. Að sögn Þorvalds Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags- ins, verður heildsöluverð tómatanna því lægra nú í sumar en í fyrrasumar, því þá var heildsöluverð hvers kílós 485 krónur. Fyrir nokkru var ákveðið sumarverð á gúrkum og kostar hvert kíló af þeim 400 krónur í heildsölu. Álagn- ing á grænmeti er, sem kunn- ugt er, frjáls en sé miðað við samsvarandi álagningu og var á tómötum í verzlunum fyrr í sumar má gera ráð fyrir að útsöluverð hvers kílós út úr búð verði nú um 640 krónur. Fátt af öðru grænmeti en gúrkum og tömötum er enn komið á markað en helzt eru það steinselja og salat. ATHYGLI auglýsenda er vakin á því, að auglýsingar, sem birtast eiga í Morgun- blaðinu næstkomandi sunnudag, þurfa að hafa borizt auglýsingadeild eigi sfðar en klukkan 17 næst- komandi fimmtudag, 9. júnf. 4 álftaungar í Tjarnarhólma ÞAÐ voru stolt álftahjón sem rás- uðu r gær um Tjörnina me8 ung- ana slna fjóra sem þau komu upp f litla hólmanum á norSurtjörninni. AS undanförnu hefur álftamóSirin leg>8 þolinmóS og róleg á hreiSri sfnu, en á laugardagsmorgun var farinn a8 færast fótur og litlir álftahnoSrar voru komnir ur eggjunum. Á laugardag fór fjöl- skyldan f fyrstu könnunarferSina út á Tjörnina til þess a8 kynna fjórburana fyrir öSrum fbúum Tjarnarinnar og ekki einu sinni svartbakurinn raskaSi ró þeirra þvf þau sómahjón telja sig eiga f fullu tré vi8 þá varga. VafalftiS hafa svartbakarnir þó fengiS vatn I munninn þegar þeir sáu öskugráa álftaungana synda örugga f návist stoltra foreldra. A8 lokinni hring- fer8 um Tjömina var aftur haldiS f litla hólmann þar sem hreiSriS er og ungarnir sofa á nóttinni. Álfta- pabbinn gaf stöku sinni frá sér hóandi blásturshljóS „hú-hú-hú" en álftin er sem kunnugt er háværust allra svana. Samningafundirnir í gær: í SJÓMANNADAGSRÆÐU Matt- hfasar Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra vék hann að nýjum regl- um og aðgerðum í fiskverndar- málum og ræddi ráðherra þá sér- staklega um þorskveiðar við land- ið, en f ræðu sinni lýsti ráðherra þvf yfir að innan skamms yrði að setja enn frekari takmarkanir á þorskveiðar. í Sjómannadags- blaði Morgunblaðsins s.l. sunnu- dag fjallar Jón Jónsson forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar- innar um stöðu þorskstofnsins og segir hann m.a. um eðlilega nýt- ingu á þorskstofninum: „Raun- hæfasta leiðin til þess að ná þessu marki, er að setja hámark á afla þann, sem taka má á ári hverju. Hafrannsóknastofnunin hefur þegar Iagt fram tillögur um að hámarksþorskafli á þessu ári verði 275 þús. tonn, en verði sókn- in ekki takmörkuð er áætlað að heildarþorskaflinn geti orðið um 360 þús. tonn. Þegar sjávarútvegsráðherra vék að þeim friðunaraðgerðum í fiskveiðum sem búið er að fram- kvæma og þeim sem eftir á að framkvæma, þá sagði hann m.a.: „Sjómenn og útgerðarmenn þekkja allar þessar aðgerðir, enda bitna þær oft hart á þeim í minni afla og auknum tilkostnaði, en Framhald á bls. 24. Öformlegar viðræð- ur forystumannanna SAMNINGAFUNDIR aðila vinnumarkaðarins stóðu f hálfa þriðju klukkustund f gær og hef- ur nýr fundur verið hoðaður í dag klukkan 16. Samkvæmt upplýs- ingum Björns Jónssonar, forseta ASÍ, gerðist Iftt markvert á fund- inum i gær, en hann átti óform- legar viðræður við formann Vinnuveitendasambands íslands, Jón II. Bergs, að viðstöddum sáttasemjara rfkisins, Torfa Hjartarsyni. Þar voru viðhorf kjaramálanna rædd og var samn- inganefndunum sfðan gerð grein fyrir þeim. Samkvæmt upplýsing- um, sem Mbl. fékk f gær, mun sáttasemjari hafa lagt rfka áherzlu á að aðilar færu nú að nálgast á einhvern hátt sáttahug- myndir sáttanefndar frá 17. maf. Björn Jónsson, forseti ASÍ, kvaðst ekkert vilja segja um til- boðið, sem VSÍ lagði fram á sunnudag, en vísaði á fréttatil- kynningu ASÍ frá í gær um tillög- una. Baldur Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri hjá Vinnuveitenda- sambandi íslands, sagði, að þessi tillaga VSÍ. væri öðru vísi upp byggð en sú fyrri, til að mynda gengi hún lengra i launajöfnunar- átt. „Annað megineinkenni tillög- unnar er," sagði Baldur, ,,að upphafshækkun kaupsins er nú hærri en í fyrra tilboðinu og er kaupmátturinn þar af leiðandi fyrir þá lægst launuðu og meðal- tekjufólk talsvert hærri á þessu ári. Þá gerir Vinnuveitendasam- bandið tillögu um breytingar á vísitölumálunum, sem þýðir að verðbólguáhrif nýja tilboðsins' Framhald á bls. 24. Allsherjar- verkfall nyrdra í dag ATHAFNALÍF á Norðurlandi verður að miklu leyti lamað f dag, en þá verður þar í gildi þriðja landshlutaverkfallið sem Alþýðusamband íslands hefur boðað og spannar það allt svæðið frá Hvammstanga að vestan til Raufarhafnar að austan, samkvæmt upplýsing- um Vinnuveitendasambands- ins. Mun innanlandsflug Flug- félags íslands til staða norðan- lands m.a. liggja niðri af þess- um ástæðum. í gær var í gildi verkfall í öllum starfsgreinum innan ASÍ á Suðurnesjum, Árnes- sýslu, Vestmannaeyjum og Rangárvallasýslu. Hafði það m.a. þau áhrif að allt milli- landaflug héðan féll niður, engin mjólkurframleiðsla var í Mjólkurbúi Flóamanna og vinna lá niðri við Sigöldu, svo að eitthvað sé talið. Að sögn formælanda ASÍ voru þau frá- vik helzt frá þessum verkfalls- aðgerðum að félagar í verka- Framhald á bls. 24. Farnir að fá loðnu yið Nýfundnaland ÍSLENZKU loðnuskipin tvö, sem eru að veiðum við Nýfundnaland lönduðu f fyrsta sinn á sjómanna- daginn f bænum Catalina, sem er fyrir norðan St. Johns, en þá lánd- aði Grindvfkingur GK 160 tonn- um og Harpa RE 60 tonnum. Grindvíkingur fékk loðnuna um leið og skipið kom á miðin á laug- ardag, en Harpa var þá búin að vera nokkra daga á miðunum. Loðnuna fengu skipin 30—40 míl- ur austur af Catalina, en þau hafa leyfi til að fiska allt uppundir land. Þau skip, íslenzk sem áður hafa verið á Ioðnuveiðum við Ný- fundnaland, hafa þurft að halda Framhald á bls. 24. Fingratap í garð- sláttuvélum UNDANFARNA daga hafa nokkrir menn f Reykjavfk misst fingur þegar þeir voru að fást við vélknúnar garð- sláttuvélar f görðum sfnum og einn missti 4 fingur þrátt fyrir 10 ára reynslu með garðsláttu- vél sína. Samkvæmt upplýs- ingum Leifs Jónssonar, læknis á Slysadeild Borgarspftalans, hefur einnig verið nokkuð um rafmagnsbruna f sambandi við notkun garðsláttuvéla, og hvað hann sérstaka ástæðu til þess að vara menn við og sýna fyllstu aðgát f meðferð þessara tækja. Undanfarin vor hefur ávallt verið nokkuð um alvar- leg slys vegna óvarkárni í með- ferð garðsláttuvéla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.