Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977
25
Útför
EINARS JÓNSSONAR
prantmyndasmiSs
fer fram frá Dómkirkjunni I Reykjavik fimmtudaginn 9. júni kl. 10.30.
Jarðsett verður ( Hafnarfjarðarkirkjugarði.
Heiga Halldórsdóttir
Vilhelmina Jónsdóttir Páll Pálsson
Jón Vignir Jónsson Soffla Jónsdóttir
Gfsli Hvanndal Jónsson Jóna Glsladóttir.
t
Móðir mtn
ÞJÓÐBJÖRG J. PÁLSDÓTTIR
Týsgötu 3.
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju f dag þriðjudaginn 7. júnf kl.
1.30 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Júlíus Sigvaldason.
t
Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu.
SIGURRÓSAR RÓSINKARSDÓTTUR,
Efstasundi 65,
verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. júnl kl. 3 e.h
Guðmundur Bjarnason
Aðalheiður Lydla GuSmundsdóttir Björn Asgeirsson
Ema Jóhanna GuSmundsdóttir Einar Ágústsson
GuSmunda Inga Guðmundsdóttir Bjöm V. Þórðerson
Svanfrlður Guðrún Guðmundsdóttir Gunnar Jónasson
Ægir Þór Guðmundsson
og barnaböm
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall sonar
mlns
GESTSJÓNSSONAR
EskifirSi.
Fyrir mlna hönd, systkina og annarra vandamanna hins látna,
Maren Jónsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra sem hafa veitt okkur huggun og styrk og
ómetanlega hjálp vegna fráfalls
INGIBJARGAR BJÓRNSDÓTTUR,
(frá AuSkúlu)
Glóru,
HraungerSishreppi.
Þórarinn Sigmundsson,
GuSrún, Bjöm, Kristfn. Ólafur,
tengdaböm og barnaböm.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra. sem auðsýndu okkur vinsemd og
hluttekningu viðandlát
SIGURÐAR GUOMUNDSSONAR.
garðyrkjumanns,
frá Skáholti.
Anna Biering
Moritz W. SigurSsson, AuSur SigurSardóttir.
GuSmundur SigurSsson. SigurSur Þórir SigurSsson.
tengdabörn og barnaböm.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
BarmahlfS 9.
Bragi Ólafsson
Kristfn Bragadóttir Sveinn Magnússon
Bragi Ertendsson Asa NorSdahl
Jón SigurSsson
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar
móður okkar, tengdamóður. fósturmóður, ömmu og langömmu,
INGUNNAR ÁRNADÓTTUR
frá Stóra-Hrauni
Sérstakar þakkirfærum við læknum, hjúkrunarkonum og öllu starfsliði
á deild 3C á Landspltalanum fyrir frábæra aðhlynningu og vináttu
henni sýnda I langri dvöl hennar þar Þá þökkum við vinkonum hennar
og öðrum fyrir heimsóknir til hennar og vináttu.
Elfn Kristjánsdóttir
Ámi Kristjánsson Kristine Eide Kristjánsson
Áslaug Sigurðardóttir GuSmundur Árnason
Elsa Pátursdóttir Einar Benediktsson
og barnabörn
Oddsteinn Almar
Jónsson - Minning
F. 1. október 1957.
D.29. maf 1977.
Fáar leiðir eru styttri en leiðin
milli lífs og dauða. Það syrti í lofti
þegar hringt var til okkar hjóna
og tilkynnt að hann Oddsteinn
hefði látist af völdum bifreiða-
slyss aðfararnótt hvítasunnudags.
Við slika frétt setur að manni
kuldahroll jafnvel þó sól skíni i
heiði og vor sé i lofti, ekki sist
þegar ungur sveinn I blóma lífs-
ins á i hlut.
Sannarlega var Oddsteinn vor-
maður I bestu merkingu þess
orðs.
Oddsteinn Almar Jónsson hét
hann fullu nafni — var fæddur 1.
okt. 1957 og þvi tæpra 20 ára er
hann féll. Hann var sonur hjón-
anna Sigríðar Ragnheiðar Odd-
steinsdóttur og Jóns Halldórs
Gunnarssonar bifreiðastjóra,
Eyjabakka 1, Reykjavik.
Hann átti einn eldri bróður,
Guðjón Rúnar, sem kvæntur er
Sesseliu Bjarnadóttur, en þau
eiga eina dóttur, Eyrúnu, sem var
mikið eftirlæti Oddsteins heitins.
Oddsteinn var fljótt tápmikill
unglingur, viljasterkur og ákveð-
inn i skoðunum, en þó ætíð hlý-
legur og glaðlyndur án þess að
neitt gervi væri þar á. Lund hans
var hlý og einlæg þó skapfesta og
viljastyrkur væru honum í ríkum
mæli gefin. Hann var barngóður
og hændust börn og unglingar að
honum í starfi og leik.
Nám veittist Oddsteini létt í
skóla, þó átti ekki fyrir honum að
liggja að fara I langskólanám, til
þess var starfslöngun hans og
starfsvilji of rikur. Hann vildi
taka virkan þátt í hinum fjöl-
mörgu viðfangsefnum sem blöstu
allsstaðar við honum. Hann var
góður vinnufélagi, hjálpsamur,
fljótur að rétta hjálparhönd og
verkglaður, þó var eins og þrá
hans út í dreifbýlið (sem hann
hafði þó ekki alist upp í) væri
alltaf fyrir hendi.
Hann fór í kaupavinnu austur i
Árnes- og Rangárvallasýslu. Síð-
astliðinn vetur var hann við
vetrarstörf austur í Biskupstung-
um. Með þessum störfum sínum
hafði hann betri ástæðu til að
sinna sinu stærsta áhugamáli,
hestum. Hann átti hesta og hafði
af þeim mikla ánægju, eins og svo
margir sem eyða tima og fyrir-
höfn i að sinna þeim. Oddsteinn
var heimakær þótt sveitin og störf
í landbúnaði heilluðu hann, en
heimili foreldra hans var honum
kær griðarstaður, sem hann undi
sér vel á.
Elsku Lilla og Nonni. í dag þeg
ar Oddsteinn er til moldar borinn
veit ég að sorg ykkar er þyngri en
tárum taki á þessum degi, en það
er huggun harmi gegn að eiga
fagra minningu um góðan dreng
og vita að leiðinni er ekki lokið,
því að handan við móðuna miklu
er meira verkefni en hér, því við
trúum því að þeir sem guð elskar
deyi ungir.
S.H.
— Hvað eru Rússar
Framhald af bls. 16
höfuðborg Guineu, og Guineu-Bissau, fyrr-
verandi nýlendu Portúgala, KongóBrazza-
ville, sem þeir notuðu sem bækistöð til
aðgerða I Angola og I Luanda, höfuðborg
Angola Rússar gætu líka með góðu móti
notað Angola til að beita Suður-Afrikumenn
þrýstingi um Namibiu. Rússar hafa lagt fast
að suðvestur-afrisku alþýðusamtökunum
Swapo að binda enda á aðstoð Kinverja
Swapo er óháð hreyfing og hefur hingað til
ekki bitið á agnið, en ef Suður-Afríka gerir
alvöru úr þvi að lýsa yfir sjálfstæði Namibiu
verður Swapo líklega ókleift að vísa Rússum
á bug Ef Mozambique þiggur rússneska
hernaðaraðstoð vegna Rhódesiu gætu
Rússar hafið tangarsókn gegn Suður-Afriku
Rússar gegna samskonar heimshlutverki
og vestrænu heimsveldin á sínum tima En
rangt væri að ætla að Rússar fylgdu árásar-
stefnu í Afríku í þeim skilningi. að þeir væru
fúsir að hætta á hernaðarárekstra við Vestur-
veldin Aðaláhugamál þeirra er að fylgja fram
Gorshkov-kenningunni: að koma Kinverjum i
opna skjöldu og hagrtast á mistökum Vestur-
veldanna, hvar sem færi gefst
FRAMLEGÐ
námskeið fyrir frystihús, á
Akureyri, ísafirði og
Hallormsstað
Nýtingareftirlrt
Rekstrartækni s.f. gengst fyrir námskeiði í notkun aðferða og eyðu-
blaða, sem notuð hafa verið með góðum árangri í daglegu nýtingareftir-
liti frystihúsa.
Þjálfun
Námskeiðið er þjálfun í notkun einfaldra aðferða, en kennslugögnin má
síðan nota sem fyrirmynd í raunverulegu starfi.
Leiðbeinendur
Gísli Erlendsson, tæknifr.
Már Sveinbjörnsson, tæknifr.
Staður og tími
Hótel Edda, ísafirði, 9 og 1 0 júní n.k.
Sumarhótelið, Hallormsstað, 1 4 og 15 júní n.k.
Þátttaka og upplýsingar
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma (91) 37850 eða (91) 37330.
rekstrartækni
Skipholti 70 — Sími: 37850 - 37330