Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 13 farist 0 Einn þekktasti og litríkasti vis- indamaður þessarar aldar, efna- frœSiprófessorinn Linus Pauling. situr þessa viku f Reykjavlk um- hverfismálaráðstefnu um hagvöxt án vistkreppu og ýmsan þann vanda sem manninum er búinn á jörSinni. Er hann I forsæti ráS- stefnunnar. Linus Pauling er nú 76 ára að aldri og virðist sanna með útliti sinu og lifsþreki kenn- ingu sina um a8 fæðuval og rffleg- ur aukaskammtur af C-vitamini haldi við heilsunni. Þegar blaða- maður Mbl. ræddi vi8 hann og konu hans á hótelherbergi þeirra, kvaSst hann enn starfa a8 rann- sóknum. bæSi læknisfræSilegum og eins varSandi uppbyggingu mólekúlanna. sem hann var8 raunar fyrst frægur fyrir 1949. eftir a8 hann ritaSi bók um árang- ur rannsókna sinna. Þá var þetta nýtt og ekki vitaS um neinn sjúk- dóm. sem stafaSi af þeim sökum, nú eru yfir 300 þekktir, ekki þó allir jafn stórvægilegir sagSi hann. Pauling sagði, að hann hefði eink- um á seinni árum unnið að rannsóknum á áhrifum fæðunnar á heilsuna og aukaefna. svo sem C- vitamlns. Það væri ekki aðeins vörn gegn venjulegu kvefi, eins og mest hefði verið eftir honum haft, heldur til bóta fyrir heilsuna almennt og gegn fleiri sjúkdómum. svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum o.fl. þetta væri i rannsókn, en a.m.k. væri hægt að bæta heilsu krabba- meinssjúklinga með aukinni C- vítamingjöf. Sjálfur kvaðst hann taka daglega inn 10—13 mg. af C-vitamini, og hefði gert lengi. í fyrstu hefði hann aðeins tekið 3 mg., sem þó væri 1 7 sinnum meira en læknar venjulega ráðlegðu Linus Pauling á að baki langan og árangursrikan visindaferil og hann hefur komið viða við Árið 1954 hlaut hann Nóbelsverðlaun fyrir að „Séu ekki teknar réttar ákvarðanir nú, getur mann- kynið NóbelsverdlaunahafinnLinus Pauling í viðtali við Morgunblaðið finna upp byggingu eggjahvítusam- eindanna. Og 1962 friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir tak- mörkun á notkun kjarnorkunnar. Við lá að hann hlyti þriðju Nóbelsverð- launin fyrir að finna lykil erfða- sambandanna DNA, þegar vísinda- mennirnir Watson og Crich í Bret- landi urðu á undan honum að leysa vandann. Hefur Watson skrifað um það kapphlaup í bók. Er blaðamaður Mbl drap á þessi þriðju Nóbelsverð- laun, sem Pauling varð af, hélt hann fyrst að átt væri við þriðja viðfangs- efnið í sambandi við mólekúlin, en er áréttað var hvað við væri átt og spurt hvort hann hefði verið nærri þvf að leysa verkefnið, þegar hinir urðu á undan, sagðist hann ekki hafa hugmynd um það — Vegna þess að ég leysti það ekki, sagði hann. Og meðan lausnin er ekki fundin, veit maður ekkert um það Af minni hálfu var um ekkert kapp- hlaup að ræða En ég hefi eins og aðrir lesið um að þeim hafi verið mjög í mun að verða á undan, bætti hann við og brosti sínu hlýja brosi. Pauling kvaðst hafa stundað hrein visindastörf framan af ævinni, en smám saman fengið áhuga á hag- nýtri notkun vísindanna, fyrst þeim sjúkdómum sem áttu rætur í því sem hann var að fást við og svo fólkinu sjálfu og mannkyninu yfir- leitt. Upp úr því tóku félagsleg mál og þjóðfélagsleg að koma inn í myndina Kona hans hafði lengi unnið að slíkum málum og það hafði áhrif á hann, sagði hann. Eftir að kjarnorkusprengjunni var varpað á Nagasaki og Hirosima tók hann að hafa áhyggjur af áhrifum geisfavirkni á mannkynið, og 1945 gaf hann út bókina No more War! 1 946 kvaðst hann hafa verið í nefnd með Albert Einstein, sem miðaði að því að kynna fólki áhrifin af geislun, í þeim tilgangi að fá það til að vinna gegn því að nota kjarnorkuna og vinna að friði í veröldinni. Þá var hann í hópi þeirra, sem mótmæltu hástöfum, sem ekki var mjög vin- sælt — En hvað finnst honum nú um öll kjarnorkuverin, sem eru að rísa víða um lönd? — Ég er algerlega á móti þeim, sagði Pauling að bragði. Og mér finnst það ætti að þurrka út þau sem þegar eru komin. í staðinn eigum við að nýta þá orku, sem endurnýjar sig, svo sem jarðhita og sólarorkuna í margvíslegri mynd, þar meðtalið það afl sem sólin veitir, svo sem vinda og flóð. Við eigum ekki að bruðla með efni sem hægt er að kjarnakljúfa, svo sem úraníum og plútóníum, heldur geyma þau kyn- slóðum framtíðarinnar, sem geta notað þau á betri hátt. Þetta eru dýrmæt efni í heiminum, sem ekki ætti að brenna upp á þennan hátt. Enda er hættan alltof mikil við að nota þau eins og við gerum nú Slysahættan er fyrir hendi, enda hafa orðið slys, þó ekki hafi þau orðið af stærstu gerð enn Og geisl- unin er hættuleg fólki. Sama er með Nóbelsverðtaunahafinn Linus Pauling Myndin var tekin utan við Loftleiðahótelið í gær, þar sem hann situr ntí alþjóðlega umhverfis málaráðstefnu. úrgangsefnin Framtíðarkynslóðir þurfa að eyða geysilegum upphæð- um í að bæta það, sem við erum nú að geyma þeim. Er Pauling var spurður hvort hann væri bjartsýnn á framtið mannkyns- ins eða í hópi svartsýnismannanna, eins og oft væri komið inn á á ráðstefnunni, sagði hann — Ég held að við munum dragast í gegn um þetta Ég hugsa þó að við fáum yffir okkur stórfelld áföll á næstunni Kjarnorkustyrjöld væri auðvitað eitt af skelfilegustu áföllun- um. Þá getur svo farið að við eyði- leggjum oionlagið i lofthjúpnum með ofnotkun á útblásandi efnum Afleiðingin yrði í fyrstu aukning á húðkrabba og siðan eyðing á plönt- um og fleiru vegna loftslagsbreyt- inga og það gæti haft áhrif á allt lif á jörðinni Almenn hungursneyð riður áreiðanlega yfir jörðina, ef við get- um ekki ráðið við mannfjölgunar- vandann nokkuð fljótt Við lifum á barmi hungurs. framleiðum rétt það sem við þurfum Og ekki þarf mikla plágu eða breytingu til þess að verði óskaplegt hungur í heiminum. En fyrr eða siðar mun mannfjölgunin stöðvast Það ætti bara fremur að verða af okkar eigin frjálsa vilja, en að slíkri stöðvun verði neytt upp á okkur með sjúkdómum, hungurs- neyðum eða öðrum plágum. Við ættum að geta takmarkað fjölgunina sjálf og hagað okkur þannig að fólk geti lifað góðu lifi á jörðinni Og þegar ég segi góðu lifi, þá á ég ekki við að hver maður geti fengið hvað sem hann girnist. Er hann þá fylgjandi því að stöðva hagvöxtinn? — Ég held að hagvöxt- urinn eigi ekki að vaxa á þann hátt að hann miði allur að þvi að gera fólkið að meiri neytendum. Við ætt- um t.d að spara orku, þó við notum hana. Mikið af orku er eytt i fram- leiðslu á ómerkilegum hlutum, og i hluti. sem endast skammt. Rolls Roys bilarnir eru t.d framleiddir til að endast heila mannsævi, en flestir bilar til að fleygja þeim fljótt Sama er með isskápa og flesta aðra hluti, sem gerðir eru þannig að þeir séu ódýrir og um leið ónýtir. í þetta er notað miklu meira efni og orka en með þarf í rauninni ætti að leggja mesta skatta á þann varning, sem ætlað er að endast stutt og síðan stigminnk- andi eftir endingu Sama er með flutningatækin Járnbrautir og skip nota miklu minni brennsluefni en flugvélar. En járnbrautir aka nú hálftómar meðan flugferðum fjölgar. Ef fólk væri ekki alltaf í þessu lífsþægindakapphlaupi og hefði meiri frístundir, þá hefði það tima til að ferðast með farar- tækjum, sem nota minni orku, og framhald á bls. 17 u íleiklnis London er sannarlega lífleg borg. Leikhússtarfsemi 1 miklum blóma, nýjustu kvikmyndimar í hverju bíói, konsertar færustu listamanna og hvaó eina. Þaó leiöist engum í London. London — ein flölmargra staöa í áætlunarflugi okkar. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR /SLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.