Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1977 sem á heiðríkju himinsins að leiðarljósi og varðveitir í hjarta sínu gnótt hugsjóna til að lifa fyrir. Dr. Richard Beck er skáld gott, eins og margoft hefur komið fram í ljóðum hans. Þegar hann hafði verið gerður að heiðursfélaga Þjóðræknisfélagsins á Akureyri, flutti hann gestum sínum kvæðið, sem hér fer á eftir. Það lýsir vel hug þessa áttræða íslandsvinar til ættjarðar sinnar: Þið brúið djúpið tungu og tryggð, sem tengja oss fastar ættarbyggð. Um langa vegu Ijúfar kveðjur berið frá landi feðra. Blessuð komin verið. Hér sumarauki er í dag og íslenzkt hljómar gleðilag sem bergmál hlýtt frá bláum ættlandstind- um er bjart úr sævi rfs f töframyndum. Oss tungan fagra hitar hug, og honum eykur vænjaflug, en málsins undirspil og strengjaóður er ástarþel frá vorri gömlu móður. Sem strjúki vanga vorsins blær sá varmi innst til hjartans nær. Þótt lægju sporin burt frá bernskuslóðum, býr falinn eldur djúpt f ræktarglóðum. Þið brúið djúpið tungu og tryggð, sem tengja oss fastar ættarbyggð. Við heitum þökkum brúum djúpið breiða og blessum móðurjörð fráströnd til heiða. Pétur Sigurgeirsson. — Ágúst á Hofi Framhald af bls. 23 hrjáðu sauðfé hér á landi, atvik- aðist það svo, að Ágúst aðstoðaði Níels Dungal, prófessor, við rann- sóknir á fé og sitthvað þar að lútandi og ferðaðist hann um landið í þágu þeirra rannsókna í nær þrjá tugi ára til að skoða sauðfé. Starf þetta var bæði erfitt og vandasamt og hefði verið á fárra leikmanna færi, einnig af því að sumir bændur vildu ekki leyfa að fé sitt væri skoðað, en með lipurð og hyggindum hafði Ágúst sitt fram. Kom það sér þá stundum vel, að hann er mannþekkjari góður, vel skapi farinn og vit- maður í besta lagi. Eftirfarandi setningar eru orð- rétt teknar úr fyrri bók Ágústs: ,,Já, ég er nokkuð mannblendinn, og það hefir ávallt verið mér salt lifsins að kynnast fólki og blanda geði við það. Ef mér hefði ekki tekist sæmilega að komast af við menn í þessum ferðum, hefðu þær reisur aldrei orðið margar. Ég hefði ekki unað því að fara um byggðir í ófriði við fólkið.“ En Ágúst hefir áhuga á fleiru en fólki og fénaði. Hann gefur gaum að bústangi fugla og jurtum vallarins. Slikt er að visu eðlilegt um bónda. Hann þekkir líka vel hinn alkunnu seyð heiða og óbyggða og hefir manna oftast farið í göngur, oft sem gangna- stjóri og ævinlega sem duglegur og snjall leitarmaður. Sannarlega er Ágúst einnig líkur föður sínum, mjög svo hægrisinnaður og virkur í pólitik, frábær fjármaður og duglegur stórbóndi eins og hann. Það sem vakti fyrst eftirtekt mína, er ég kynntist Ágústi var það, hversu sanngjarn hann var í dómum og tali um pólitiska and- stæðinga sína. Á honum sannast visuorð St.G. St: ,,Að hata að eilifu málstað eins manns, en manninum sjálfum þó bjarga.“ Hann er vel máli farinn í ræðu- stóli, en þó skemmtilegastur í fámennum kunningjahópi og rit- fær vel. En hvernig gat hann verið stór- bóndi og átt myndarlegt heimili og verið þó svona mikið af bæ? Hann átti slíka búsýslukonu, að ekkert fór úrskeiðis á heimilinu, þótt húsbóndinn væri langdvölum víðs fjarri. Hún hét Ingunn, og var dóttir Hallgríms stórbónda í Hvammi og Sigurlaugar konu hans, sem orð fór af fyrir mann- kosti. Ingunn á Hofi var atorku- söm, forsjál og stjórnsöm. Hún var gerðarkona í sjón og raun og hafði mikinn persónuleika. Þó þau hjón væru að ýmsu ólík, þá farnaðist þeim vel saman, voru, sem að líkum lætur, hjúsæl og heimili þeirra var viðbrugðið fyr- ir myndarskap, gastrisni og veislur góðar. Ingunn á Hofi lést á Land- spítalanum 4. mars 1951. Þrjár dætur eignuðust þau Hofshjón, þær eru: Valgerður, gift Sigurði Þor- björnssyni á Geitaskarði, og bjuggu þau þar við rausn og frá- bæra snyrtimennsku á fjórða tug ára, en létu þá jörðina að nokkru af hendi við son sinn og tengda- dóttur. Brá þá Valgerður sér til Reykja- • víkur í sjúkraliðanám, og nú starfar hún á héraðshælinu á Blönduósi. Hún hefir mjög tekið að erfðum ýmsa kosti föður sins. Vigdís, gift Gisla Pálssyni frá Sauðanesi, og búa þau á Hofi. Ragna, matráðskona á hjúkrunarheimilinu Sólvangi i Hafnarfirði. Hún var gift Birni Bjarnasyni málarameistara, en missti hann eftir stutta sambúð. Allar eru þessar systur atorku- samar og merkar konur. Ágúst á Hofi hefir verið gæfu- maður, farsæll í einkalífi sínu og þess umkominn, er fáum hlotn- aðist af samtíðarmönnum hans, að geta helgað sig áhugamálum sínum, kynnst fólki og fénaði, ferðast um vort fagra land og aukið með þvi þekkingu sína og víðsýni, og eins og að likum lætur unnið margt i þágu sveitar sinnar og héraðs. Það yrði of langt mál að telja hér upp öll þau ábyrgðarstörf, er honum hafa ver- ið falin um dagana. „Á vorin uni ég hvergi nema heima á Hofi,“ sagði hann eitt sinn við mig. Vonandi verður hann svo hress, að hann geti nú sem fyrr farið heim að Hofi að njóta vorsins en þó svo verði ekki mun hann hvorki æðrast eða kvarta, til þess er sjálfsþótti hans of mikill. Ágúst kvartar ekki þótt eitt- hvað sé öndvert. Hvers virði væri líka lífið, ef alúrei væri mótbyr, aldrei neitt til að sigra? Ekki er mér grunlaust um, að hann hafi verið talsvert lífsþyrst- ur fyrir eina tíð, og þeim þorsta hafi kannski ekki verið að fullu svalað, en gat það ekki líka verið gæfa? í hinum ágætu og fróðlegu bókum sínum hefir Ágúst reist sér (að sjálfsögðu með aðstoð Andrésar Kristjánssonar) óbrot- gjarnan minnisvarða, því að „bók- stafurinn blífur“. Ég árna honum allra heilla á áttatíu og fimm ára afmælinu og votta honum virðingu mina og hollustu. Hulda Pálsdóttir. Stórkostlegt tilbob á framköllun A___________ örugglega þaö bezta _ 2 Ný litfilma fe X INTERCOLOR II: Myndaalbúm Me8 hverri framköllun fáíS þér án nokkurs Og hér er aukabónus: Þér fáiS I hvart sinn aukagjalds nýju Intercolor II litfilmuna mjög skemmtilegt vasamyndaalbúum án sem tryggir bjartari og betri litmyndir en, aukagjalds. nokkru sinni fyrr. Allar myndir framkallaðar á PrfPatt nýja matta papplrinn sam atvinnuljós- myndarar nota til aS tryggja bezta árang- ur. Sjáið verðlistann: ViS bjóSum ySur örugglega beztu kjörin og beztu þjónustuna. Og viS ábyrgjumst þaSl Framköllun 20 myndir. VerSlisti meS litfilmu og vasamynda- albúmi innitaliS: Venjulegt búðarverð: 2 890 OKKAR VERÐ: 2.450 Verzlið hjá okkur, það borgar sig Ur9re/. ÁSTÞÓR" Hafnarstræti !7og Suðurlandsbraut 20 Ódýrt- einfalt- fyrir unglinga á öllum aldri. I /AAAAA _ Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. I I I Ivl I I ri lHiir Hringbraut 121 Sími 10600 Nýjasta nýtt! og aðeins í J.L. húsinu. Thorex - pakkaraðhúsgögn. Húsgögn, sem hver maður getur raðaö aö eigin vild og flutt og breytt eftir þörfum. Thorex-pakkaradhúsgögn, hönnuð af Siguröi Karlssyni. Sófi, stólar, hillur, borð, bekkir, skrifborð, skápar, hjónarúm. Fást lökkuð eða ólituð, þér getiö ráðið litnum sjálf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.