Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 40
'(íLÝSINCiASÍMINN EK: 22480 B'oTfjunblntiiíi AUíiLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JWorövmblnöiti FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 Þótt ekki sé liðið langt á sumar eru endurnar þegar komnar í gönguferð með ungana sina, eins og sést á þessari mynd. Þessi önd fór í fyrradag í gönguferð með 6 unga með fram Vonarstræti og ekki ber á öðru en hersingin taki sig vel út. Ljósm Mbl.: Ól K.M pakkningum en á síðastl. ári MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað að fyrir skömmu hafi orðið um 10 centa hækkun á þorsk- og ýsu- blokk á Bandaríkjamark- aði, þannig að verðið fyrir hvert pund af blokk hækk- aði úr 95 centum í 105, og er þetta langhæsta verð sem fengist hefur fyrir Nýjar ítalsk- ar kartöflur í verzlanir NÝJAR ítalskar kartöflur eru væntanlegar í verslanir í Reykjavík nú fyrir helgina. Voru þær væntanlegar til landsins í gærkvöldi með Múlafossi en hann lestaði um 200 tonn af kartöflum í Kaup- mannahöfn. Að undanförnu hafa verið á boðstólnum hér í verslunum hollenskar kart- öflur og hefur talsvert borið á skemmdum í þeim, sem að sögn Grænmetisverslunarinn- ar stafa af löngum geymslu- tíma. Útsöluverð á þessum nýju ítölsku kartöflum hafði í gær ekki verið ákveðið en þær eru nokkru dýrari í innkaupi en hollensku kartöflurnar. Ákvörðun um útsöluverð kart- aflanna er tekin af land- húnaðarráðuneyt inu. Gert er ráð fyrir að framhald verði á kaupum á kartöflum frá Ítalíu sem undanfarin ár um þetta leyti árs. Frá í september í fyrra og þar til nú hafa verið flutt inn 2000 tonn af kartöflum frá Póllandi, Hol- landi og nokkur tonn frá Dan- mörku. Uppskera á íslenskum kartöflum frá í haust er um það bil á þrotum. Að undan- förnu hefur Grænmetisversl- unin selt verulegt magn af út- sæði og hefur þar bæði verið um að ræða íslenskt stofnút- sæði og innflutt útsæði frá Hollandi. blokk á þessum mikilvæga markaði. Ástæðan fyrir þessari hækkun á blokk- inni mun vera að almenn hækkun varð á þessari teg- und á markaðnum. Tíu centa hækkun á hvert blokkarpund þýðir væntan- lega um 40 þús. króna hækkun til útflytjenda á tonn. Sala á 5 punda neytendapakkn- ingum á vegum Coldwater á Bandaríkjamarkaði hefur að mestu staðið í stað það sem af er þessu ári miðað við s.l. ár, en á síðastliðnu ári var aukning í sölu allt árið um kring. Hins vegar hefur framleiðsla neytenda- pakkninga aukizt mikið á íslandi og afskipanir á þessum pakkning- um eru því ekki jafn örar og áður. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for- Framhald á bls. 22 Endatafl samningavið- ræðnanna að hefjast? „ENDATAFLIÐ er að hefjast," sagði einn sáttanefndarmanna á Loftleiðahótelinu í gærdag, er veilt var kvöldverðarhlé frá sáttafundi og ákveðið að menn hittust aftur klukkan 21. Einn af samningamönnum í viðræðunefnd ASt sagði, er hann heyrði þessi ummæli, að oft væru óglögg skil milli miðtafls og endatafls — en hvað um það, af viðræðum sem Morgunblaðið átti við samningamenn út hópi Alþýðusambands- manna og vinnuveitenda, var augljóst, að hreyfing virtist vera að komast á kjarasamningaviðræðurnar. Björn Jónsson, forseti ASÍ, sagðist ekkert vilja tjá sig um stöðu málanna í gær, en f Morgunblaðinu í gær sagði hann að hann liti svo á að VSt væri fallið frá sfðasta tilboði sfnu. Fulltrúar Vinnuveitendasam- bandsins voru þó ekki á sama máli og Jón H. Bergs sagði f gær f viðtali við Morgunblaðið að aðilar hefðu náð samkomulagi um að reyna að nálgast umræðugrundvöll sáttanefndar. „Með þvf hugarfari hefur verið ræðzt við f dag,“ sagði formaður Vinnuveitendasambandsins og bætti þvf við að nú gætti meiri samningsvilja hjá aðilum en áður f þessum viðræðum. Sáttanefndin kallaði á sinn fund í gær klukkan 14 nokkra menn úr hvorum hópi til við- ræðna. Fundinn sátu auk sátta- nefndarmanna frá vinnuveitend- um: Jón H. Bergs, formaður VSÍ, Gunnar Guðjónsson, varaformað- ur VSÍ, Ólafur Jónsson, forstjóri Ný hassmál í rannsókn; Þrír menn settir í gæzluvarðhald FÍKNEFNADEILD lögreglunnar hefur nú til rar nsóknar ný fíkni- efnamál. Þrír menn hafa verið úrskurðaðir i gæzluvarðhald á síðustu dögum, sá síðasti í gær. Að sögn starfsmanna ffkniefna- deildarinnar eru málin á algjöru byrjunarstigi og engar upplýsing- ar hægt að veita að svo stöddu. Mennirnir eru allir á þrítugsaldri. Sá fyrsti þeirra var handtekinn á laugardaginn og úr- skurðaður í gæzluvarðhald. Ann- ar maðurinn var handtekinn á þriðjudaginn og úrskurðaður sama kvöld og sá þriðji var úr- skurðaður í gæzluvarðjald síðdeg- is í gær. Þeir voru allir úrskurðað- ir í allt að 30 daga gæzluvarðhald. Ekki liggur ljóst fyrir hvort mál þessara manna tengjast og þá hve mikið, ekki er heldur vitað hvort um er að ræða nýlegan innflutn- ing á fíkniefnum, en fikniefna- deildin mun hafa náð í sína vörzlu einh'. erju magni fíkniefna. VSÍ og framkvæmdastjórar VSÍ þeir Barði Friðriksson og Baldur Guðlaugsson. Frá Alþýðusam- bandi íslands sátu fundinn: Björn Jónsson, forseti A Sí, Snorri Jóns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna og Ás- mundur Stefánsson, hagfræðing- ur ASÍ. Samningafundur var síðan boð- aður klukkan 16. Samninganefnd ASÍ sat siðan á fundi, þar sem viðræðunefndin gerði grein fyrir viðræðunum hjá sáttanefnd fyrr um daginn, i um þrjár klukku- stundir. Að þeim fundi loknum var ákveðið að aðilar hittust aftur klukkan 21, þar sem ASÍ myndi gera grein fyrir afstöðu sinni til tilhögunar framhaldsviðræðna. Þennan fund var gert ráð fyrir að sætu fremur fámennar nefndir. Einn samninganefndarmanna ASl kvaðst hafa trú á því að við- ræðurnar væru nú að opnast fyrir alvöru og alveg eins mætti búast við því að fundir stæðu fram á nótt. Á þessum þriggja klukkustund- ar fundi ASl-nefndarinnar í gær, ræddu samninganefndarmenn hvernig vinnubrögð af þeirra hálfu yrðu og hvernig heppilegast væri fyrir þá að haga störfum sínum. Niðurstaða fundarins var að leggja áherzlu á umræður um vísitöiuna, koma henni á fastan grundvöll og ljúka samkomulagi um hana. Siðan leggur ASÍ einnig áherzlu á að komandi kjara- samningar gildi frá 1. maí síðast- Iiðnum, en eins og kunnugt er hafa vinnuveitendur lagt á það áherzlu að samningurinn gildi frá undirskriftardegi. Meðal samninganefndarmanna ASÍ munu þó vera talsvert skiptar skoðanir um þetta atriði og telja sumir óhagkvæmt að samningar gildi frá 1. maí, ef búvörufrá- drátturinn verður með sama hætti og verið hefur. Myndi því hækkun launa koma mun fyrr fram í búvöruverði og virka því Framhald á bls. 28 Helmut Schmidt vænt- r anlegur til Islands MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnaö að Helmut Schmidt kanslari Vestur- Þýzkalands sé væntan- legur til íslands um miðjan júlí n.k. Schmidt mun hafa við- komu á ísiandi á leið sinni til V-Þýzkalands úr heimsókn tii Kanada. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um hve Iengi kansiarinn mun dveija hérlendis. Þorskblokk hækkar um 10 cent á Bandaríkjamarkaði Minni söluaukning á neytenda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.