Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1977 Verðbólga í OECD: Við höldum forystunni Briissel 8. júní — NTB. ENN ER mikil verðbólga I iðn- ríkjunum og mest er hún á ís- landi, 34.5%, samkvæmt nýrri skýrslu OECD. í Danmörku er verðbólgan sfðustu tólf mánuði 9.4% en verðhækkanir þar I landi námu 1 % að meðaltali. Verðhækkanir urðu 0.7% v apríl í Finnlandi en 12% síðasta árið, en samsvarandi tölur fyrir Svíþjóð eru 1.2% og 10% fyrir Noreg 0.7% og 9%. Síðustu tólf mánuði fram að maíbyrjun var verðbólga 21% á ítaliu, 17.5% í Bretlandi en minnst í Sviss, 1.1%. Meðalverð- bólga í OECD-löndunum siðasta 12 mánaða tímabil var 9.1 %. Sáttafundur með sjómönn- um á morgun SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu út- vegsmanna og sjómanna hefur verið boðaður á morgun, föstu- dag, klukkan 14 í húsakynnum sáttasemjara ríkisins í Toll- stöðvarhúsinu. Eru þá nákvæm- lega þrjár vikur frá því er sfðasti fundur aðila var haldinn. Engin hreyfing hefur verið á sjómanna- samningunum. Neyðarkall- ið var gabb NU ÞYKIR næsta öruggt, að neyðarkallið, sem heyrðist á Fax'aflóa í fyrradag hafi verið gabb. Ólíklegt er að takist að finna þann, sem leikið hefur þennan ljóta leik. Aðalfundi BÍ frestað AÐALFUN'DUR Blaðamanna- félags íslands, sem boðaður hafði verið laugardaginn 11. júní nk., hefur verið frestað fram til mánu- dagskvöldsins 13. júní, þar sem í Ijós hefur komið að fundartfminn á laugardag kemur illa við knatt- spvrnuáhuga þorra blaðamanna en knattspyrnulandsleikur við N- íra verður einmitt á laugardag. Fundurinn hefst kl. 8 á mánu- dagskvöld f þess stað og er fundarstaður Blái salurinn, Hótel Sögu. — Mannréttindi Framhald af bls. 1 réttindahreyfinguna, undirrita þessa síðustu yfirlýsingu, sem send var tékkneska þinginu 30. maí og birt erlendum blaðamönn- um í gær. I yfirlýsingunni segir meðal annars, að ekki sé of mikið sagt þó því sé haldið fram, að rétturinn til að vinna í Tékkóslóvakiu sé umb- un fremur en réttindi og að þeirri umbun sé hægt að svipta hvern sem er i hegningarskyni. Segir að þetta sé ekki í samræmi við stjórnarskrána og gildandi lög. Segir í yfirlýsingunni, að upp- sagnir hafi verið með tvennum hætti, annaðhvort hafi menn ver- ið reknir án fyrirvara eða með þriggja mánaða fresti, samkvæmt lögum. Aðrir hafi verið neyddir til að hætta störfum fyrir að hafa neitað að undirrita yfirlýsinguna þar sem mannréttindayfirlýsing- in er fordæmd. Með yfirlýsingunni er listi yfir þá sem sviptir hafa verið störfum eftir að hafa undirritað mannrétt- indayfirlýsinguna, sem hvetur til þess að full mannréttindi verði viðurkennd í Tékkóslóvakíu. Tékknesk stjórnvöld hafa á undanförnu vikum svarað mann- réttindayfirlýsingunni með mik- illi áróðursherferð og lagt að sum- um stuðningsmönnum yfirlýsing- arinnar að flytjast úr landi. — Reyna sættir Framhald af bls. 1 morgun er talið að afstaða beggja aðila kunni að hafa breytzt. Akvörðunin um fundinn var tekin þegar Andreas van Agt dómsmálaráðherra hafði rætt við milligö gumennina sem eru báðir frá Suöur-Mólúkkaeyjum, frú Josina Soumokil, ekkju þjóðernis- sinna sem Indónesar tóku af lífi fyrir 19 árum, og dr. Hassan Tan, fyrrverandi „heilbrigðisráð- herra“ í útlagastjórn Suður- Mólúkka i Hollandi. — Spánverjar Framhald af bls. 1 í Barcelona var 27 ára gamall maður stunginn með hnífi þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að vopnaðir menn rifu niður veggspjöld kommúnista og sósíal- ista. öfgasinnaðir menn i Baskahér- uðunum skora á fólk að taka ekki þátt i kosningunum, en flestir flokkar Baska hundsa áskoranir þeirra. Svipuð barátta og nú er hafin í baskahéruðunum varð til þess að 10 pólitískir fangar af baskneskum ættum voru látnir lausir, en 15 fangar eru enn í haldi. Maðurinn ófundinn LEIT er haldið áfram að unga manninum frá Blönduósi, sem saknað hefur verið hátt á aðra viku. Hefur verið leitað á hverj- um degi en án árangurs, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunn- ar á Blönduósi. Maðurinn er 22 ára gamall. Höfuðkúpubrot VÉLIIJÓLAPILTURINN, sem slasaðist mikið á höfði i umferð- arslysi f Hafnarfirði í fyrradag, liggur nú á gjörgæzludeild Borg- arspítalans. Er hann höfuðkúpu- brotinn og Ifður honum eftir at- vikum. Myndabrengl A bls 4. í Morgunblaðinu í gær urðu þau mistök í myndatextum, að undir mynd af Hallgrfmi Jón- assyni stóð Ragnar Asgeirsson og öfugt. Eru viðkomandi beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. — Á rölti Framhald af bls. 3 flaug og flaug en lenti svo til jarðar á stærðar steini sem fór í sundur við höggið og það var heppilegt að jörðin hreinlega klofnaði ekki Þetta var nú meira. Ég lét gullsmiðinn, hérna hann Sigmar Ó. Marfusson, hafa mola úr steininum og hann mældi hörkuna 6,5 í honum. Það þarf hörku til að kljúfa svona berg " „Meiddir þú þig ekkert?" Það rifnaði svolítið höfuðleðrið en þeir saumuðu það listilega strákarnir á Slysadeildinni Þess vegna varðég að fá mér stutta sportklippingu, en það er líka ágætt þegar maður er f vorskapi Ég er svo léttur á mér og hárið mitt er komið í pensla og skeggið líka, þetta var svo mikið Ég bjó alveg miskunnarlaust til pensla úr þessu fína efni og það eru ekki margir málararnir í heiminum sem hafa pensla úr eigin hári. En nú er mikið að gera hjá mér, ég þarf stóra fjallasali til þess að mála myndir mínar f og sýna í enn stærri fjallasölum " „Bý um islenzka skartgripi fyrir sölu". í Lækjargötunni hittum við unga Reykjavíkurmey, Gunnhildi Þórarinsdóttir. Hún var að njóta sólarstunda ,,Ég vinn á skartgripa- verkstæði Bjarna og Þórarins við að setja skartgripi I öskjur og sitthvað fleira kemur tíl. Dunna, en svo er Gunnhildur kölluð, kvaðst sem sagt sjá um að gera vöruna klára fyrir sölu, allt handsmiðað íslenzkt. „Þetta er mikið af galdrastöfum og islenzkum rúnum, sem útlendir ferðamenn eru sólgnir i Ennig eru venjulegir stafir og draumstafir sem óbrigðult er að gefa góða drauma ef þeir eru settir undir koddann fyrir nóttina Fólk ætti bara að reyna og lengja skemmtilegt lif með góðum draumum." Dunna kvaðst hafa lokið skjótt við það sem þurfti að klára I dag og því hefði henni gefist timi til að spranga um í sólinni, enda kvaðst hún vera sólarmegin i lifinu með sumarið sem áningarstað á milli skóla Þræsinn til hafs en allt í áttina Við renndum einnig á Ægissíð- una. einn af stórkostlegustu stöðum Reykjavikur. Króarhjallarnir dorm- uðu á sínum stað, hænurnar göluðu og gæsirnar römbuðu um Bátar lúrðu á fjörukambinum og einstaka grásleppukarl var að koma að landi Bjössi á Ægissiðunni kvaðst hafa veitt vel i túrnum, ekkert svo sem til að hæla, en sæmilegt, nærri full- fermi. „Það er svo sérlega gott veðr- ið núna, þetta er allt i áttina" sagði Bjössi og kvaðst ekki viðræðuhæfur eins svangur og hann væri orðinn Gunnar I Guðjónsson var að gera að i flæðarmálinu og einn var að lenda báti sinum „Hann var anzi þræsinn fyrir utan bauju," kallaði sá sem var að koma að, „maður tommaði ekki á móti straumi " „Þetta var ágætt þegar maður var búinn að loka augunum og henda sér út í þetta," kallaði Gunnar á móti, og svo hélt lífið áfram sinn vana gang i flæðarmálinu nema hvað hundurinn Kyrja kom þarna aðvifandi, brá sér i 50 metra sund til hafs og gerði hænurnar siðan laf- hræddar með gelti sínu og irafári. —á.j. — Þorskblokk hækkar Framhald af bls. 40 stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sagði i samtali við Morg- unblaðið í gær, að salan á 5 punda neytendapakkningum á Banda- ríkjamarkaði væri nú svipuð og síðustu mánuði síðasta árs, en menn hefðu gert sér vonir um, að söluaukning yrði einnig á þessu ári. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefði framleiðsla á þessum pakkningum aukizt um 36% á ís- landi. Á hinn bóginn var Morgunblað- inu sagt af einum af forráða- mönnum Iceland products, fyrir- tækis Sambandsins i Bandarikj- unum, að þar vantaði þá flök og gætu enn selt meir ef þeir hefðu meira af 5 punda pakkningum til ráðstöfunar. — Ottast innrás Framhald af bls. 1 Rene forseti neitaði þvi að Rússar hefðu staðið á bak við byltinguna en sagði að nýja stjórnin mundi sveigja til vinstri þar sem fyrri stjórn hefði sveigt of langt til hægri. Nokkrir þeirra 200 manna sem gerðu byltinguna vopnað- ir 60 rifflum höfðu fengið þjálfun i Tanzaníu. Sex hundr- uð lögreglumenn eyjanna eiga að fá „sjálfviljuga endurþjálf- un“ til að berja niður hvers konar gagnbyltingartilraun. Rene kvaðst vona að Sey- chelle-eyjar yrðu áfram í brezka samveldinu og að sendi- herra landsins í London, George Rasool, sæti ráðstefnu samveldisins þar fyrir þess hönd. Seinna sagði útvarp eyja- skeggja að Rasool hefði verið sviptur störfum þar sem hann hefði óskað þess í bréfi til Rene að vera leystur frá störf- um. Rene sagði hins vegar að Mancham fyrrum forseti hefði skrifað bréfið sem væri því falsað. — Silfurmunir Framhald af bls. 2 kirkjumuni, sem Matthías Þórðarson gerði um 1915, en það hefði vakið mikla athygli sína hve marga stimpla væri að finna á mununum hér, áður óþekkta í Danmörku. Þá væri það einnig eftirtektarvert að sjá hvernig smekkur íslendinga endur- speglaðist í mörgum hlutunum, en fjölmargir hlutir voru smíðaðir skv. óskum og fyrirsögn þeirra. Krog sagði að störf hans hér á íslandi í ár yrðu aðeins í 5 vikur, en áætlað væri að hægt yrði að Ijúka verkinu á tveimur mánuðum á næsta ári. Lét hann í Ijós þakklæti fyrir frábært samstarf og stuðning Þjóðminja- safnsins hér, en það mun fá myndir og skýrslur um alla munina, sem hér verða skráðir og sömuleiðis danska þjóðminjasafnið Það er Politikenfor- lagið í Kaupmannahöfn, sem gefur bókina út, en menntamálaráðuneyti íslands og Danmerkur hafa veitt styrk til starfsins. svo og menningar- sjóður Danmerkur, Dansk-lslandsk fond, Dansk-lslandsk samarbejdes- fond og danski bankinn SDS Þá hefur Þjóðminjasafnið hér látið í té bifreið og aðstoðarmann, Þorvald Friðriksson, og starfsaðstöðu. Ole Krog sagði að kannanir sínar hefðu leitt í Ijós að dansksmíðaða silfurmuni væri að finna í um helm- ingi allra kirkna hér á landi, og margir þeirra eftir íslenzka silfur- smiði, sem lært hefðu og starfað í Danmörku, en mjög auðvelt er að finna hvaða ár hver munur var smíð- aður því að frá 1608 voru allir silfursmiðir í Danmörku skyldaðir til að skipta um stimpla einu sinni á ári, til að hægt væri að skrá og fylgjast með munum þannig að ef nauðsyn krefði, gæti konungur látið bræða þá upp til að nota í mynt- sláttu. Krog sagði að skrá væri til yfir 2500 gull- og silfursmiði í Dan- mörku allt frá miðöldum og úr þeirra hópi væru 32 taldir bera höfuð og herðar yfir hina og einn þeirra væri íslendingurinn Sigurður Þorsteins- son. — Óviðunandi Framhald af bls. 18 eigi siðar en í næsta mánuði eftir innlegg. 3. Taka þarf lána- og verðlagsmál landbúnaðarins til endurskoðunar. Af- urða og rekstralán með hliðsjón af vaxandi rekstrafjárþörf vegna dýrtiðar. Lánamál frumbýlinga þola enga bið til lagfæringar sem ekki eru i nokkru samræmi við gildandi verðlag og tor- veldar þvi eðlileg kynslóðarskipti i stéttinni. Þó margt þurfi endurskoðunar i verðlagsmálum er fjármagnskostnaður verðgrundvallar e.t.v. óraunhæfast af öllu. 4. Niðurgreiðslur á frumstigi fram- leiðslunnar leistu mikinn vanda varð- andi rekstrafjárþörf 5 Vegna þess hvað bændur eru illa settir með frídaga. miðað við aðrar stéttir, sérstaklega mjólkurframleið- endur, sem verða að sinna störfum alla daga ársins, er mjög brýnt að ráðin verði bót á því sem allra fyrst, með ráðningu afleysingamanna " — Sinfóníu- tónleikar Framhald af bls. 10 sem skærast í íslenskri þjóðarsál. Þakklæti mitt og annarra Hólmara verður sterkast 1 þeirri bæn og ósk um að landsmenn megi um árin efla slika hljómlist sem að framan hefir verið lýst, sem flytur gróandi þjóðlífi þann vaxtarvökva sem heilbrigð framtið verður að þróast með. Meðan slikir hljómar vaka i voru landi og fólk um byggðir lands veitir þeim viðtöku fjarar bjartsýni is- lenskrar þjóðarsálar ekki út. Allir voru að hljómleikum Sinfóniuhljómsveitarinnar loknum þakklátir fyrir kvöldið. Hljómsveitar- menn voru einnig ánægðir með við- tökurnar og luku lofsyrði á félags- heimilið og hversu hljómburður allur var fyrsta flokks þar. Var það okkur einnig mikill ánægjuauki og þvi horf- um við til fleiri tækifæra i list um landið. Svona ætti að vera hvert einasta kvöld. orkti Þorsteinn Ef- lingsson. Þótt svo verði ekki þá fagna Hólmarar næstu komu sveitar- innar sem vonandi er ekki of fjarlæg. í lok hljómleikanna ávarpaði sveit- arstjórinn komumenn með þökk og virðingu, og ég vil i lok þessara skrifa minna taka undir þau orð og flytja minar bestu þakkir. Megi far- sæld fylgja veglegri hljómsveit. Árni Helgason — Minning Einar Framhald af bls. 29 var honum mjög góð, hvernig sem á stóð og fylgdist alltaf náið með honum. Hann sagði oft við mig árin sem við unnum saman i Hafnarfirði: „Ég þarf að hringja í Villu syst- ur,“ eða : „Ég þarf að koma við hjá Villu systur“. Það sagði sína sögu. Eins og hér var sagt kom Einar oft til systur sinnar og manns hennar, Páls Pálssonar. Oft fór hann með þeim í lengri eða skemmri ferðalög, t.a.m. einu sinni með Gullfossi til Evrópu- landa, sem var honum ógleyman- leg ferð eins og hann sagði sjálf- ur. Einar hafði mikla ánægju af ferðalögum og átti þess kost all- mörg seinni árin að ferðast til útlanda og gerði það nokkrum sinnum auk þeirra tveggja utan- landsferða, sem hér voru nefndar. Han tók mikið af ljósmyndum í þessum ferðum sínum, sem gaman var að skoða, enda náði hann góðum árangri þar og hafði næmt auga fyrir ljósmyndum. Á þessari stundu er mér efst i huga þakklæti til Einars fyrir samfylgdina, allar ánægjustund- irnar og trausta vináttu hans i minn garð og Heiðu konu minnar og dætra, og fólksins á efri hæð- inni. Ég veit líka um fjölmarga kunningja hans hér í nágrenni sem vildu færa honum sömu þakkir að leiðarlokum. Ég færi Helgu Halldórsdóttur, systkinum og venslafólki, sem sjá nú á bak einstökum dreng og ástkærum vini og bróður dýpstu samúðarkveðjur. Sigurbjörn Þórðarson. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðar- kjördæmi efna til almennra stjórnmála- fundar sem hér segir: ísafjörður laugardaginn 1 1. júnl að Uppsölum kl. 16. Súðavík laugardaginn 1 1. júní i sam- komusal Frosts kl. 21. Bolungarvík sunnudaginn 12. júni i Félagsheimilinu kl. 16 Flateyri sunnudaginn 12. júni í sam- komuhúsinu kl. 21 Þingeyri mánudaginn 13. júní i sam- komuhúsinu kl. 21 Suðureyri þriðjudaginn 14. júni i Félagsheimilinu kl. 21 Allir velkomnir, fleiri fundir auglýstir síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.