Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 15 Betty og Gerald Ford Og ekki má gleyma Kissinger... Enn einn er vill fá sinn skerf er Henry Kissinger. Ter Horst segir að hann muni hafa haft um sex milljónir dollara upp úr krafsinu þegar öll kurl eru komin til grafar. Kissinger er nú að svipast um eftir íbúð í New York fyrir þau Nancy og hefur hann að vísu sett það skilyrði að hún megi ekki kosta meira en u.þ.b. hálfa milljón dollara. Kissinger Tónlist til sállækninga Fyrirlestur um hagnýtingu tón- listar til sállækninga verður hald- inn í Norræna húsinu föstudag- inn 10. júní kl. 20.30 i Norræna húsinu og verður fyrirlesarinn Helen Bonny, sem er einn af brautryðjendum á þessum svið- um í Bandaríkjunum. Þar eru tónlistarlækningar ört vaxandi sérgrein í heilbrigðisþjónust- unni. Jafnframt fyrirlestrinum verð- ur sýnd stutt kvikmynd — Tónlist og sálarlíf: lykill að sköpunar- krafti, og mun Helen Bonny skýra efni myndarinnar og fjalla um sögu sállækninga með tónlist. 1 framhaldi af fyrirlestrinum verður haldið námskeið kl. 10—18 helgina 11. til 12. júní og þann 13. og 14. júní. Stjórnandi námskeiðs- ins ásamt hinum bandaríska sér- fræðingi verður Geir Vilhjálms- son sálfræðingur, forstöðumaður Rannsóknastofnunar vitundar- innar, en Helen Bonny er einn af ráðgjöfum stofnunarinnar. Júní selur í Þýzkalandi SKUTTOGARINN Júnf frá Hafnarfirði er nú á leið til V- Þýzkalands, en þar á togarinn að selja á föstudag. Verður þetta fyrsta sala fslenzks fiskiskips í Þýzkalandi um hríð. Júní er með alls 220 lestir, þar af eru um 100 lestir ufsi, en ann- ars er skipið með blandaðan fisk og nokkuð mikið af karfa og ýsu, en allt er þetta fiskur sem þykir heppilegur á Þýzkalandsmarkað. Ekki er vitað með vissu um sölu- útlit á föstudag, nema að vitað er að v-þýzkir togarar hafa fiskað frekar lítið að undanförnu. Garðabær Sími afgreiðslunnar í Garðabæ er 44146 og 10100 Happdrættisskuldabréf íJflokki eru nær uppsetd. Dregið verður 15.júní. Tryggið ykkur bréf. SEÐLABANKI ÍSLANDS ÁÆTLUNARFLUG T/L EFTIRTALINNA STAÐA Á LANDINU Bíldudalur, Blönduós, Búðardalur, Flateyri, Gjögur, Hvammstangi, Hólmavi'k, Hellissandur, Ólafsvík, Reykhólar, Siglufjörður, Stykkishólmur, Suðureyri, Tálknafjörður LEIGUFLUG, VÖRUFLUG, SJÚKRAFLUG, ÚTSÝNISFLUG, HVERTÁ LANDSEMER. ... ... VÆNGIRHF. Oryggi, þægindi, Reykjarvffairflugvelli vængir h/f símar26060,26066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.