Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNl 1977 29 Einar Jónsson —Minningarorö F. 7. 7. 1918 D. 31. 5. 1977 Skjótt hefur brugðið sól á sumri. Þessi orð komu upp í huga mér er ég heyrði lát frænda míns og vinnufélaga Einars Jónssonar sem varð bráðkvaddur að kvöldi þrítugasta og fyrsta maí. Einar Jónsson fæddist í Gerðum í Garði 7. júlí 1918. Foreldrar Einars voru Jónina S. Jónsdóttir frá Galtavík Akraneshreppi og Jón Þórarinsson frá Steinboga Garði Gerðum. Einar var næst elstur af fimm systkinum, Axel Gunndal sem nú er látinn, Jón Vignir, Vilhelmína og Gísli Hvanndal. Einar lærði prentmyndasmíði hjá Ólafi J. Hvanndal og var hann einn af elstu prentmyndasmiðum og var kosinn heiðursfélagi I Prentmyndasmíðafélagi íslands sem hefur verið sámeinað Offset- prentarafélagi íslands og heitir nú Grafíska sveinafélagið- Einar var sá eini sem kosinn hefur verið heiðursfélagi félagsins. Einar vann lengst af hjá Litróf. Mér sem skrifa þessar línur, finnst eins og önnur hönd mín hafi verið tekin frá mér því Einar var vandvirkur á allt sem hönd hans fór um. Einar var eins og við öll þekktum hann alltaf hress í anda og létt yfir öllum þar sem hann var. Einar giftist árið 1947 Hjördísi Jósefsdóttur en þau slitu samvist- um. Einar hefur búið með Helgu A. Halldórsdóttur i 18 ár og hefur Helga reynst honum mjög vel í veikindum hans. Það var alltaf gott að heimsækja þau að Lauga- vegi 67. Helgu og systkinum Einars votta ég innilega samúð mina og fjölskyldu minnar. Vinnufélagar kveðja Einar og þakka honum samveruna. Og nú að leiðarlokum eftir okk- ar langt og gott samstarf segi ég: Far þú í friði og friður Guðs þig blessi. Haf þökk fyrir allt og allt. Jens Stefán Halldórsson. Er ég frétti um lát föðurbróður míns, Einars Jónssonar, eða Einsabó eins og hann var nú yfir- leitt kallaður af okkur i fjölskyld- unni, varð mér hugsað til þeirra fáu en þó skemmtilegu stunda sem ég átti með þessum góða frænda. Það var alltaf eitthvað spennandi við að fá Einsabó i heimsókn. Hann sýndi manni allt- af einstaka blíðu og kærleika og hafði gjarnan eitthvað gott í poka- horninu sem gladdi hjarta ungs drengs. Þar sem hann bjó lengi vel einn, þótti honum afar vænt um að fá einhvern i heimsókn og gerði ég þvi nokkuð af þvi, mér ei síður til ánægju, að skreppa upp á Arnarhraun þar sem hann þá bjó og heila upp á frænda. Það var alltaf eitthvað skemmtilegt að rabba um og ýmislegt að skoða og sjá. Nú er liðin nokkuð langur tími síðan ég sá Einsabó siðast, og auðnaðist mér þvi miður ekki að sjá hann áður en lát hans bar að, en engu að siður á ég minningarn- ar enn og þær mun ég geyma í hjarta mínu alla tíð. Far þú I frtði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Jón Þór Gfslason. Einar Jónsson varð bráðkvadd- ur að heimili sinu að kvöldi 31. maí síðastliðinn. Oftast virðist dauðinn fjarlæg- ur en þó svo nálægur þannig var með Einsa frænda eins og við kölluðum hann. Að okkur setti tómleika og gegnum hugann flugu minningar, þó svo að við vissum að hann gekk ekki heill til skógar nú siðustu ár, þá kom hann okkur ætíð eins fyrir sjónir, kátur og hress og gerði að gamni sinu, og hafði meiri áhyggjur af heilsu annarra en sjálfs sín, ætíð var Einar til- búinn að gera fóiki greiða og hjálpa þeim er minna máttu sín. Einar var systursonur Ólafs J. Hvanndal sem var brautryðjandi prentmyndagerðar á íslandi og lærði Einar iðn sína hjá honum og starfaði við þá iðn þar til hann var svo skyndilega burt kallaður. Hann var mjög eftirsóttur starfskraftur enda var oft til hans leitað þegar um vandasamari verk var að ræða. Einar fæddist í Steinboga í Garði hinn 7. júli 1918. Og var hann þvi tæplega 59 ára er hann lést. Til Hafnarfjarðar fluttist hann með foreldrum sinum árið 1922. Foreldrar Einars voru hjónin Jón Þórarinsson verksj. Akur- gerði og Jónína Jónsdóttir frá Galtarvík í Innri Akraneshreppi, og eru þau bæði látin. Foreldrar Einars eignuðust fimm börn: Axel bifreiðastj. Keflavík, sem er látinn; Einar, sem hér er minnst; Jón Vignir Framkvæmdarstj. Hafnarfirði; Vilhelminu húsfrú, Hafnarfirði; Gísla Hvanndal bifreiðastj., Hafnarfirði. og lifa þau bróður sinn. Einar kynntist góðri konu Helgu Halldórsdóttur og reyndist hún honum góður vinur í blíðu og stríðu til hinstu stundar og flytj- um við henni innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja hana í hennar miklu sorg. Einar eignaðist ekki börn, en var þó sérstaklega barngóður og kom fram við systkinabörn sin sem væru þau hans eigin börn. En nú er komið að leiðarlokum, sumarið er tími lifsins og þar byrjar hann nýtt líf í æðra heimi, þar lifir hann áfram og þar hafa farnir ástvinir tekið á móti hon- um og einnig mun hann taka á móti ástvinum sínum þegar kallið kemur. Blessuð sé minning hans. Kolbrún. Einar Jónsson fæddist í Gerð- um í Garði 7. júlí 1918. Foreldrar hans voru Jónína Jónsdóttir frá Galtalæk f Akraneshreppi, dáin 1958, og Jón Þórarinsson verk- stjóri og fiskmatsmaður frá Stein- boga í garði, dáinn 1969. Alltaf er maður óviðbúinn harmfregn, svo var með mig er mér var sagt að vinur minn Einar Jónsson prentmyndasmiður hefði látist kvöldinu áður, eða 31. maí s.l. og ekki síður kom mér þetta á óvart, þar sem mér hafði borist, með systur minni, kveðja hans þann sama dag, og að hann ætlaði að drífa sig í fjörðinn mjög fljót- lega og heilsa upp á okkur. Nú þegar leiðir skilja í bili verð- ur mér orðfátt, tómleika og sökn- uð setur að mér. Ég vissi þó vel að hann hafði um nokkurra ára bil átt við van- heilsu að stríða, en að svo stutt væri að leiðarlokum óraði mig ekki fyrir. Leiðir okkar Einars lágu fyrst saman árið 1942, nokkru eftir að ég hóf nám í prentmyndagerð i Leiftri h.f. Hann vann þá í prent- myndagerð Ólafs J. Hvanndals, en Ólafur var móðurbróðir hans. Það var á allra vitorði í stéttinni að Einar var góður fagmaður, vandvirkur, röskur og samvisku- samur, hann var einstaklega vel látinn af vinnufélögum sínum, enda einstakur vinnufélagi sjálf- ur, og aldrei heyrði ég nokkurn hinna mörgu félaga hans hall- mæla honum, nema þá e.t.v. í augnablikinu ef hann varð undir um stund í átökum sinum við bakkus. Við Einar unnum saman i mörg ár þar af nokkur í Litrofi, um skeið hjá Ólafi Hvanndal, en lengst í prentmyndagerðinni í Hafnarfirði u.þ.b. i 14 ár. Einar var hlédrægur maður, tranaði sér aldrei fram, hann var brosmildur og léttur í lund. Hann hafði til að bera mikla frásagnar- hæfileika og átti auðvelt með að lífga upp og segja skemmtilega frá, jafnvel litlu, sem borið hafði fyrir hann á förnum vegi. Vinátta Einars við mig og mitt fólk var mér mikils virði, hún var traust og einlæg, ég minnist þess ekki, öll þessi ár að þar félli skuggi á. Þau ár sem við Einar unnum saman í Hafnarfirði var hann næstum daglega gestur á heimili okkar hjóna, eða systkina minna á efri hæðinni, og var eins og sólargeisli færðist yfir í hvert sinni þegar hann birtist með bros sitt og hógværa glaðværð. Þó Einar væri karlmenni og þéttur á velli, þá hafði hann svo undur viðkvæma lund, og mátti ekkert aumt sjá. Hann var þakk- látur öllum vinum sínum og þeim sem sýndu honum hlýhug, enda held ég að hann hafi metið þann eiginleika manna öðrum kostum fremur. Þegar ég nú staldra við, finn ég svo vel að það var margfalt meira sem ég og margir vinir hans þáð- um frá honum án endurgjalds og ættum að vera þakklátir fyrir. Einar giftist Hjördísi Jósefs- dóttur 1947. Þau slitu samvistum eftir fárra ára sambúð. Frá þvi um 1960 bjó Einar i farsælli sambúð með Helgu Á. Halldórsdóttur. Fyrir tveimur árum fóru þau saman i mikið ferðalag til Bandaríkjanna og dvöldu þar hjá hennar fólki. Róm- aði Einar mjög þá ferð alla, og þær alúðlegu viðtökur sem þau fengu þar. Eins og mörgum góðum dreng þótti honum einstaklega vænt um móður sína og var henni sérlega góður. Hann átti líka hjarta henn- ar, það sá ég. Mér þótti þau um margt lík, svo sem hlýhug, trú- mennsku, fágaða framkomu og einstaka snyrtimennsku. Systkini Einars voru fjögur. Axel Gunndal var búsettur í Garð- inum, lést 1972. Eftirlifandi eru Jón V. Jónsson verktaki, Vilhelm- ína húsmóðir, Gísli Hvanndal verkstjóri, öll búsett í Hafnar- firði. Oft kom Einar til Jóns bróður síns og fór þá stundum með þeim hjónum, Jóni og konu hans, í nærliggjandi sveitir, sem hann hafði yndi af. Hann talaði oft um börn systkina sinna og með hlýjum hug. Honum þótti vænt um þau öll. Eina systir hans Vilhelmína, Villa, eins og Einar kallaði hana alltaf, var perlan í hugskoti hans. Er mér kunnugt um að honum þótti mjög vænt um hana. Hún Framhald á bls 22 SÖLUAÐILAR UM LAND ALLT FYRIR GOODpÝEAR HJÓLBARÐA REYKJAVIK: Hjólbarðaþjónusta Heklu H/F Laugav. 170—172. Simar 21240 — 28080 Gúmmívinnustofan Skipholti 35 Sími 31055 Hjólbarðav. Sigurjóns Gíslas. Laugav. 171,simi 15508. BORGARNES: Guðsteinn Sigurjónsson Kjartansgötu 12, sími 93-7395. ÓLAFSVÍK: Maris Gilsfjörð bifreiðarstjóri, simi 93-6283. GRUNDARFJÖRÐUR: Hjólbarðav. Grundarfj. simi 93-861 1. TÁLKNAFJÖRÐUR: Fákur H/F, sími 94-2535 AKUREYRI: Hjólbarðaþjónustan Glerárgötu 34, simi 96-22840. Bilaþjónustan S/F Tryggvabraut 1 4, sími 96-21715. HOFSÓS: Bilaverkst. Páls Magnússon- ar.sími 96-6380. ÓLAFSFJÖRÐUR: Bilaverkst. Mólatindur, sími 96-621 94 DALVÍK Bilaverkst. Dalvíkur, sími 96-61 122. ESKIFJÖRÐUR: Bifreiðav. Benna og Svenna, simi 97-6299 REYÐARFJÖRÐUR: Bifreiðav. Lykill,' simi 97-41 99 STÖÐVARFJÖRÐUR: Svemn Ingimundarson. VESTMANNAEYJAR: Hjólbarðastofa Guðna, v/ Strandveg, s. 98-1414. EGILSSTAÐIR: Véltækni S/ F simi 97-1455. SEYÐISFJÖRÐUR: Jón Gunnþórsson, sími 97-2305. NESKAUPSTAÐUR: B if rei ða þjón usta n, sími 97-7447. GRINDAVÍK: Hjólbarðav. Grindavíkur,. c/o Hallgrimur Bogason. HAFNARFJÖRÐUR: Hjólbarðav. Fteykjavíkurv. 56. simi 51 538

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.