Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 Dr. Richard Beck próf. áttræður Prófessor Richard Beck verður áttræður þann níunda júní i ár. Æviferill hans hefur verið vand- lega rakinn í kunnum ættfræðirit- um og ekki unnt að bæta þar um í stuttri afmæliskveðju. Hann ólst upp við sjóróðra á austanverðu íslandi, varð bátsformaður ungur að árum og ýtti úr vör i þungum sjó við klettótta strönd. Þegar syrti í álinn áttu hásetar það til að fórna höndum í örvæntingu, en formaður lét þá engan bilbug á sér finna, greip sjóvettling og barði kjark í áhöfnina, enda náði bátur hans landi úr hverjum róðri heill og óskemmdur. Er skemmst frá því að segja, að á unglingsárunum hafði Richard þrek og hita úr þóftu og hlunni. Við sjóinn mótuðust lífsviðhorf hans og venjur. Æ síðan hefur hann gengið að störfum dag hvern, rétt eins og hann væri að leggja í kappsiglingu á miðin. Hann tekur daginn snemma, þetta um tveimur eða þremur klukkustundum áður en venju- legt fólk fer að rumska. Hann ann sér aldrei hvíldar og er svo snar i hreyfingum að ekki er heiglum hent að fylgjast með honum um lárétta götuslóða, hvað þá ef leið- in liggur upp i móti. íslandsferð- irnar voru löngum orlof hans, en sér eru nú hver orlofin. í hverri heimsókn til ættlandsins flutti hann tugi fyrirlestra um landið þvert og endilangt. Undirritaður tók að sér dreif- ingu barnablaðsins Æskunnar í sinni sveit sjö eða átta vetra gam- all. Nöfn útsölumanna birtust ár- lega i blaðinu, og var sá dálkur lesinn upp til agna. Eitthvað siað- ist þó inn af öðru efni, þar á meðal grein um Richard Beck. Stafurinn c, sem kemur tvisvar fyrir í nafni hans, olli útsölu- manni í Viðvíkursveit talsverðum heilabrotum, þar sem hann vissi ekki hvers konar framburður hæfði því tákni (hafði heyrt mann á næsta bæ . bera fram commander sem sommander). Þeim mun ljósara var að prófess- orinn i Ameriku hlyti að vera maður „æskunnar" og þeirra mál- efna sem hana vörðuðu. Mörgum árum síðar,. eða um miðbik aldarinnar, kom Richard Beck til Islands brennandi í and- anum með bjargfasta trú á landið, tunguna, bókmenntirnar og bind- indishreyfinguna. Hann var ötull stuðningsmaður skógræktar, en hugstæðast var honum þó sam- band íslenzka þjóðarbrotsins í Vesturheimi við heimaþjóðina. Honum varð tíðrætt um störf Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, enda ekki vanþörf að fræða almenning um þá stofn- un því að yngri kynslóðin ruglaði henni gjarna saman við Þjóðvina- félagið eða íslandsvinafélagið. Aldamótaskáldin voru þá einmitt komin úr kallfæri við fólk og skógræktarhugsjónin draumsýn ein í þeim sýslum landsins sem nærðu ekki nema stöku tré í skjóli við húsvegg (þegar veggur- inn var fjarlægður, visnaði tréð). Hallormsstaðarskógur var þá lítt þekktur utan Austfirðingafjórð- ungs. Ungmennafélögin voru á greinilegu undanhaldi,, og margt benti til þess að góðtemplarar ættu í vök að verjast. Sú grun- semd varð ásækin að íslenzk þjóð- rækni í annarri heimsálfu hlyti að eiga erfitt uppdráttar. Inn í þessa hringiðu efasemd- anna barst rödd Richards Becks áþekk brýningu skáldsins um bræðrabandið, ættjarðarástina og traust á landinu sjálfu. Af þeirri rót var öll hans ræða, stefnuföst, einlæg og skýr. í Vesturheimi hefur hann og ávallt skilgreint íslenzkar érfðir sem ísland, guð þess, tungu landsmanna og það sem af henni er fætt. Um þau efni ræðir hann af trúarlegum eld- móði svo að jafnvel harðsviruð- ustu menn fá ekki í móti mælt. Við Richard Beck vorum nágrannar og starfsbræður tals- vert á annan áratug. Landamæri Kanada og Bandaríkjanna lágu að visu á milli húsa, en við urðum ekki þeirrar merkjalínu varir. Oftlega skiptumst við á heimsókn- um, bréfum og simtölum. Þegar vel viðraði, brugðum við undir okkur betra fæti, fórum veizlum um íslendingabyggðir og skiptum með okkur verkum þannig að Riehard flutti ræðurnar, en ég ók bílnum. Hvar sem við komum voru mannfundir með viðhafnar- brag, og andi íslenzkra sveit sveif þar yfir vötnum. „Þú bláfjalla- geimur" og „Frjálst er í fjallasal" vöktu þá sín bergmál á Sléttunni, að vísu með ljúfsáru ivafi þvi að þeim fylgdu hugboð um að senn væru gamlir og góðir tímar á enda runnir, tímar sem kæmu aldrei aftur. Rómantísk þjóðrækni var þá enn með greinilegu lifsmarki hér vestra. Bændur komu á kvöld- samkomur af akrinum, veður- teknir og hraustlegir. Þeir töluðu firnagóða íslenzku og notuðu gömul orð eins og skjaldan. Sögð- ust vera ættaðir úr Múlasýslum eða af Norðurlandi, kunnu sögur og vísur. Konurnar báru fram kaffi og aðrar góðgeróir svo sem pönnukökur, tertur og brauð með íslenzku áleggi. Allt þetta fólk þekkti Richard Beck og hafði um- gengizt það áratugum saman. í huga flestra var island þá enn eins konar draumaland úr sögum gamals fólks. Tiltölulega fáir höfðu komið þangað, en menn vildu engu að síður fræðast um land feðranna og gengi þjóðarinn- ar, hlýddi með athygli á fyrir- lestra um þau efni og þurfti margs að spyrja. Á þessum vett- vangi gegndi Þjóðræknisfélagið uppfræðingarhlutverki víða um byggðir með prófessor Richard Beck í farabroddi. Þjóðbrotamenning vestra er öðrum þræði ærið íhaldssöm, klukkan ekki orðin alveg eins margt og í löndum gamla heims- ins. Tímamunurinn hefur vafizt fyrir mörgum, en nauðsynlegt að átta sig á honum vilji menn skilja þjóðrækni Vestur-íslendinga. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi bar löngum svip af sjálfstæðisbaráttu íslendinga á nitjándu öld og hlúði einmitt að þeim menningarþáttum sem eru greinarmörk íslenzks þjóðernis. Sumir töldu að stefnuskrá félags- ins stefndi að þjóðernislegri og menningarlegri einangrun, en höfundar hennar og fulltingis- menn litu svo á að norðuramer- ískt þjóðfélag væri ofið mörgum þáttum sem styrkja bæri í þágu heildarinnar og að trúin á yfir- burði engilsaxneskra erfða væri engan veginn einhlít til sáluhjálp- ar. Því er þjóðræknismálanna getið hér að saga þeirra verður naum- ast greind frá ævistarfi prófess- ors Richards Becks. Hann hefur öllum öðrum lengur og ötullegar starfað í anda fornrar og sígildrar þjóðrækni hérna megin hafsins. Við kollegarnir ökum nú ekki lengur um Sléttuna miklu, og Þjóðræknisfélagið er komið í bland við þotuöldina og boðar til funda ýmist vestur á Hawaii- eyjum eða í háloftum skýjum of- ar. Er þvi nokkur furða þó að við hinir öldruðu berum hönd fyrir auga og spyrjum um klukkuna? í öllu þessu veraldarinnar umróti hefur Richard Beck enn haldið stefnunni óbreyttri. Ungur sigldi hann snekkju sinni gegnum brim- garðana við Austurland, beindi heni síðan I vesturátt og litur nú áttræður yfir hljóðlát sævarlón Kyrrahafsins. Á mælikvarða tíma og rúms er sigling hans mjög í lengra lagi, en hitt er þó athyglis- verðara að kjölfarið mega þeir glöggt greina sem um ókomnar tiðir láta úr islenzkri höfn með hag þjóðar sinnar einan í huga. Prófessor Richard Beck og konu hans frú Margréti sendum við hugheilar árnaðaróskir. Haraldur Bessason. Attræður íslandsvinur Forfeður okkar hafa tvisvar numið land, er þeir íestu rætur og líf þeirra varð að blómlegri grein á þjóðmeiðnum. ísland námu þeir á 9. öld og Nýja tsland á 19. öld. Atlantsáiar skifta löndum, og tslendingar heita þeir bæði aust- an hafs og vestan. Árið 1975 voru hundrað ár iiðin frá landnáminu vestra. Á bökkum Winnipegvatns festu landar okk- ar fyrst byggð 1875. Á aldaraf- mælinu var þess víða minnzt í Vesturheimi, hve ríkan þátt íslendingar eiga í uppbyggingu samfélags hinna mörgu þjóðar- brota, er Norður-Ameríku byggja. Margt manna fór héðan að heim- an vestur um haf um sumarið til að taka þátt í hátíðahöldum aldar- afmælisins. Þann 19. júli vorum við hjónin í hóp þeirra, er sóttu heim dr. Richard Beck og konu hans frú Margrétu (fædd Brandson) vest- ur á Kyrrahafsströnd. Dr. Richard Beck er einn þeirra Vest- ur-íslendinga, sem staðið hafa dyggan vörð um arfleifð íslend- inga og ávaxtað þann arf í farsælu ævistarfi. Heimili þeirra hjóna er á frið- sælum og fögrum stað syðst á Vancouver eyju i bænum Viktoriu, sem er höfuðstaður fylkisins British Columbia. Þar stendur hús þeirra við Marlboroughstræti 28. Heimilið er umvafið sumargróðri, sólar- birtu og veðurbliðu við hafið kyrrt og himinblátt. í gestahópn- um voru stjórnarmenn og full- trúar frá Þjóðræknisfélaginu á Akureyri, vinafélagi Vestur- íslendinga, og erindið var að gera dr. Beck að heiðursfélaga þess. Þarna var fundur settur, og for- maður félagsins Árni Bjarnarson bóksali á Akureyri afhenti honum skrautritað skjal, þar sem því er lýst yfir, að dr. Beck sé gerður að heiðursfélaga vinafélags Vestur- íslendinga. Dr. Richard Beck hefur hlotið margan heiðurs- og virðingarvott um ævina. Hann á allan heiður skilið. Af dæmafáum dugnaði og skarpskyggni hefur hann helgað líf sitt „alefling andans". Hann á hugsæi, (tankens klare blik) sem gerir honum kleift að sjá langt inn í heim andans og kanna svið hinna háu hugsjóna, er vísa veg inn í framtíðarlöndin. Kunnastur er dr. Richard Beck fyrir fræðimennsku sína. Hann var prófessor í Norðurlandamál- um við ríkisháskólann i Grand Forks í Norður-Dakóta, þar til hann lét af störfum fyrir elli sakir og fluttist vestur til Kyrrahafs- strandar. Dr. Beck hefur lagt gerva hönd á mörg verkefni. Þeirra tala er legió. Félags- og menningar málum sinnar samtið- ar hefur hann sinnt flestum bet- ur. Þau málefni, sem hann hefur látið sig varða, er ekki unnt að rekja í litilli blaðagrein. Samskifti íslendinga austan hafs og vestan eru honum hug- leikið áhugamál enda hefur hann gert sitt til að þau skifti og vin- áttutengsl geti verið sem best og varanlegust. Hann hefur með ferðum sínum, bréfaskriftum og blaðaskrifum verið sívakandi i því að treysta vináttuböndin. Dr. Beck hefur bréfasamband við þrjú til fjögur hundruð manns á Norðurlöndum og víðar og blaða- greinar hans um islenzk efni og bókmenntir eru nær óteljandi. Bókvísi hans er mikil og fornar dyggðir er honum fremd að rækja. Þjóðrækni og trúrækni eiga einn og sama farveg í lífs- skoðun hans. Þjóðræknisfélag íslendinga i Vesturheimi og kirkj- an vestra hefur notið krafta hans og brennandi áhuga. Guðsástin og trúin á ættlandið einkennir skrif dr. Becks í bundnu og óbundnu máli. Ættjarðarástin og guðssam- félagið er af einni og sömu rót í huga hans. Lif hans helgast af góðvilja og ósérplægni til manna og málefna, og það vekur undrun og aðdáun hverju hann hefur afkastað um dagana. Dr. Beck er hin mesta hamhleypa að hverju sim hann gengur, og glöggt má kenna kraft- inn og eldmóðinn í návist hans. Það er eins og hann eigi tíma til alls, því að honum hefur heppnast svo vel að virkja viljann og koma hugmyndum sínum á framfæri. Til þeirra hluta hefur hann m.a. notið góðrar heilsu og starfs- krafta. En er hann hress i anda og fullur starfsvilja. Sjóndepra hef- ur ágerzt nokkuð og háir honum mikið við lestur og skrift. í dag er 9. júní, og það er í tilefni, þess sem þessar linur eru ritaðar. Það er áttræðisafmæli þessa mikla íslandsvinar. .Dr. Richard Beck er fæddur 9. júní 1897 að Svínaskálastekk i Reyðar- firði. Grein þessari er ekki ætlað að vera upptalning á æviatriðum eða verkum afmælisbarnsins, heldur hitt, að þakka honum og senda honum hlýjar kveðjur yfir hafið frá okkum hjónum, og ég veit að við mælum fyrir hönd margra, er við berum fram hug- heilar afmælisóskir og þakkir til hans og frú Margrétar á þessum merku timamótum. Það andar hlýtt til þeirra á þessum degi úr öllum áttum Níundi júní er dagur sumars og sólar hér heima í landi elds og ísa. Sá dagur ber ekki síður blóma sinn í skauti þeirra náttúrugæða, sem umverfja hús og heimili Dr. Becks á Vanvouver eyju. En fegurstur og beztur er andans gróður í sál þess manns, LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR Sumarferð Varðar UM SUÐURLANDSUNDIRLENDI, AÐ GUNNARSHOLTI — SKÓGUM OG UM FLJÓTSHLÍÐ SUNNUDAGINN 26. JÚNI 1977. KELDUM - 0 Eins og undanfarin ár mun Landsmáiafélagið Vörður efna til sumarferðar. Farið verður um suðurlandsundirlendi, að Gunnarsholti — Keldum — Skógum og um Fljótshlíð. Fargjald fyrir fullorðna er kr. 3.200 — en fyrir börn kr. 1.600. — . Innifalið í verðinu er hádegisverður og kvöldsnarl. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu, Bolholti 7 kl. 8:00 árdegis og ennfremur frá Hafnarfirði kl. 07:40 og úr Breiðholti (Fellaskóla) kl. 07:45. 0 Til að auðvelda undirbúning, m.a. matarpantanir og útvegun á langferðabifreiðum, óskast þátttaka tilkynnt sem fyrst í síma 82900. 0 Ath. að í fyrra urðu fjölmargir frá að hverfa vegna geysimikillar eftirspurnar. 0 Miðasala hefst mánudaginn 1 3. júní í Valhöll, Bolholti 7. £ Allir velkomnir í Varðarferðina. Úr einni af hinum fjölmennu og vinsælu varðarferðum. Varðarfélagið mun gera allt til þess, að ferðin megi verða hin ánægjulegasta. Stjórn Varðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.