Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 37
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI QL Þaó er ekkert nýtt I því að áfengi sé talið dágott svefnmeðal. Streita, taugaspenna, lifsleiði er mótlæti og bilun sem erfitt er að lækna með pillum og sprautum og drykkju og hefur margur farið flatt á því að ætla að bæta þar úr með áfengi. Mun það eiga sinn þátt í þeirri bitru lífsreynslu sam skáldið i Gljúfrasteini lýsir svo i siðustu bók sinni.: „Og á bak mörgum góðum vin hef ég orðið að sjá i helvíti alkóhólsins." En i sambandi við áfengi sem læknis- dóm má minna á það að einn af vinum og velgerðamönnum Halldórs Kiljans Laxness kallaði það „úrelt svikalyf“. Það var Vil- mundur Jónsson landlæknir, maður sem ég treysti drjúgum betur en skáldinu þegar kemur að hagnýtum heilbrigðisfræðum. Laxness hefur ekki gleypt við öllu sem kemur frá þýskum og er það sfst að lasta. Hins vegar hefði hann stundum mátt hlusta betur á Svia, sem raunar hafa sýnt hon- um mestan sóma. Árið 1936 trúði hann í saklausri einfeldni á mála- ferlin i Moskvu. Hann sagði þjóð sinni sitt af hverju um misferli og glæpi hinna dæmdu manna. Tveimur áratugum siðar sagði hann aftur á móti að Sviar hefðu séð þetta allt saman betur og rétt- ar. Sumir eru svo barnalega ein- faldir f hrekkleysi sinu að þeir eiga erfitt með að skilja að brugg- arar og eiturlyfjasalar hafa marga þjóna og kosta ir.iklu til auglýsinga. Það er ekki alveg víst að sérhver sá sem náð hefur doktorsnafnbót í Þýskalandi segi alltaf allan sannleikann og ekkert nema sannleikann. Og þó að Laxness gefi einhverju blaði suð- ur i Múnchen siðferðisvottorð er kannske valt að treysta því að stórbruggarar eigi þar hvergi inn- angengt með sina þjónustumenn. Frómar sálir kunna að trúa þvi í blindni líkt og ævintýrunum frá Moskvu 1936. Sennilega þarf Halldór Laxness nú á gamals aldri ekki skcmmri tíma en áður til að átta sig á því að sænskir, sem búnir eru að fá nóg af bjórnum og banna hann frá næstu mánaðamótum, sjá þetta betur og réttar en prófessorinn þýski, sem heldur að sex sinnum 150 sé 24000. En við skulum þó vona að skáldinu góða endist ald- ur til að taka þessi bjórfræði sin til endurskoðunar svo að þetta þýska lap verði ekki svanasöngur þess i þeim efnum. Ilalldór Kristjánsson." Þessir hringdu . . . • Ahyggjuspjall Ein atvinnulaus: „Lítill finnst mér mann- kærleikurinn vera hjá þeim, sem ekki þurfa að hafa áhyggjur af næsta degi. Ég hef unnið hjá stóru fyrirtæki, sem virðist gera það mjög gott, en ég er svo óhepp- in að vera með skerta vinnugetu, þó að það hefi ekki komið niður á þeSsu starfi minu, þvi ég fékk fremur þökk fyrir en hitt. En svo þurfti að fækka og þá var mér sagt upp. Þó hafði ég enga fyrir- vinnu og er með börn á mínu framfæri. Síðan var ráðin gift kona í mitt starf og hef ég komist að því að hennar maður er vel launaður, en sennilega hefur hún verið ráðin á lægra kaupi. Þessi herra var ekki að setja sig inní það að ég hefði misst mann minn og þyrfti að mennta börnin, en þau eru komin yfir þann aldur að ég fái nokkuð frá tryggingunum með þeim. Mér hefða fundizt að SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum I fyrra kom þessi staða upp I skák Berezuk, sem hafði hvítt og átti leik, og Izhnin. Sfðasti leikur svarts h7 — h5 var afdrifarík mistök og nú var honum sýnt í tvo heimana á eftir- minnilegan hátt: 15. Rc7+!! — Dxc7, 16. RxeG! — De5, (Eða 16... fxe6, 17. Dxe6+ og mátar) 17. Re7+! — Dxc7, 18. De2+ — Re5, 19. Dxe5+! — Be7, (Eftir 19... Dxe5, 20. IId8 er svartur mát) 20. Dxc7 — Bxg5+, 21. Kbl — 0-0, 22. Dxb7 og hvítur vann létt. Skák sem allir vildu hafa teflt! hægt hefði verið að spyrja mig hvort ég vildi halda starfinu þó svo að kaupið hefði kannski lækk- að, það hefði' a.m.k. verið mann- legra. Sjálf er ég á örorkubótum vegna skertrar vinnugetu. Nú ætl- aði ég að sækja um atvinnuleysis- styrk og þegar ég sagðist vera á örorkubótum þá var svarið nei- takk. Ég hafði ekki rétt á neinu, því ég var á örorkubótum. Mér finnst þetta óréttlátt eins og margt annað, sem maður rekst á þegar maður er orðinn einn og óstuddur. Ég hef verið að vona að ég fengi starf við mitt hæfi, því ég hef sótt um víða, en það virðist ekki vera hægt. Ékki hugsa þessir menn, sem hafa með atvinnu- rekstur að gera, að þeim geti ver- ið kippt út úr lífinu af heilsufars- ástæðum, eða fyrir fullt og allt. Mér finnst þetta lifsþæginda- kapphlaup orðið ógeðfellt, hálfu verra en þegar þjóðin hafði úr litlu að spila. Ég man ekki betur frá minni æsku en foreldrar mín- ir hefðu vikið einhverju að þeim, sem voru sveltir, en það er eins og þessi þáttur sé að hverfa úr hug- um fólks með þessu verðbólgu- æði, og eignakapphlaupi. Það er því ekki skrítið að manni sviði þegar ætlast er til að þeir ein- staklingar, sem mega sin minna, eigi að standa sig á öðrum sviðum til jafns við alla aðra. Ágirnd vex með eyri hverjum.“ HÖGNI HREKKVÍSI Tanngaröarnir? — Tanngarðarnir mínir? Hvar í f j...? Ilögni vann fyrstu verðlaun fyrir breiðasta brosið! TOYOTA Til sýnis og sölu Crown 2000 '72 Crown 2300 '71 Crown 2300 '67 Corona 2000 MK 1 1 H.T. '74 Corona 1900 MK 11 '72 Carina 1 600 '73 Corolla Coupé '72 Corolla Coupé '71 Ford Cortina 1 600 XL '74 TOYOTA-umboðið hf. Nýbýlaveg 8. Kópavogi S. 44144. Lækkid hitakostnadinn med Danfoss ofnhitastillum Sparið 20% af hitakostnaði með Danfoss ofnhitastillum Setjið Danfoss hitastilla á miðstöðvarofnana og nýtið ókeypis orkugjafa. Umfram- hiti er fyrir hendi í öllum íbúðum og kemur frá Ijósum, útvarpi, sjónvarpi, heimilis- tækjum, fólki og sól. Aðferðin er einföld: Aðeins Darf að stilla hitastil- linn á óskað hitastig, stillir hann herbergishitastigið Dá sjálfvirkt. HÉÐINN vélaverzlun - sími 2 42 60 Seljavegi 2, fteykjavik. Hann opnar fyrir hitann áður en kólnar og lokar að nýju áður en verður of heitt. Með fáum orðum sagt, hann stjórnar rennsli heita vatns- ins og sparar pannig sjálf- virkt 20% eða meira af hita- kostnaðinum. Setjið Danfoss í hús yðar - Danfoss stjórntæki eru fáan- leg til stillingar, hvort sem er á miðstöðvarhitun eða hitaveitu. Ofnhitastillir af gerð RAVL- tryggir stöðugt herbergis- hitastig og lægsta mögu- legan upphitunarkostnaö. Mismunaprýstijafnari af gerð AVD- tryggir stöðugan prýst- ing og hljóölausa starfsemi i hitakerfinu. Sérstakir hitaveituventlar af gerðunum FJVR- FJV- og AVTB- tryggja stöðugt frá- rennslishitasfig hitaveitu- vatnsins og stuðla að lágum 39030***

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.