Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 FRÍMEX 77 verða á sýningunni, en þau éíu þegar fáanleg í frímerkja- verzlunum. Þá hefur verið gef- in út sýningarblokk, en upplag hennar er aðeins 500 eintök. Þá hefur F.F. látið gera sérstaka postulinsplatta með merki sýn- ingarinnar. Verður hluti upplagsins, sem er aðeins 150 stk., notaður til verðlauna á sýningunni, en það, sem af gengur, verður selt. Svo sem tfðkast á mörgum frímerkjasýningum, hefur á Frímex ’77 verið komið upp svonefndum veiðipotti, þar sem gestir geta fyrir hóflegt gjald reynt heppni sina. Má fullyrða, að allir fái einhverja veiði og sumir þann stóra! F.F. 20 ára 11. júní Eins og oft hefur komið fram að undanförnu í frfmerkjaþætti Mbl., er Frimex ’77 haldin af því tilefni, að Félag frímerkja- safnara verður 20 ára 11. júní nk. — eða nú á laugardaginn. Þann dag fer fram veglegt frfmerkjauppboð, og verður það haldið í Víkingasal Hótel Loftleiða og hefst kl. 14. Frá þessu uppboði var sagt allræki- lega i sfðasta þætti, svo að eng- in þörf gerist að endurtaka það hér. Öhætt er að fullyrða, að jafnfjölskrúðugt frímerkjaupp- boð hefur aldrei áður verið haldið hér á landi og fer því vel á, að það sé haldið í tengslum við afmæli F.F. Að sjálfsögðu minnist stjórn F.F. þessara timamóta í sögu ÞA ER sú stund að renna upp, að afmælissýning Félags fri- merkjasafnara, Frimex ’77, verði opnuð, en það gerist f dag kl. 17. Þessi sýníng er haldin I Álftamýrarskóla og stendur fram til sunnudagskvölds. Verður hún opin i dag til kl. 22 og á morgun frá kl. 17—22. Hins vegar verður hún opin frá kl. 14—22 á laugardag og sunnudag. Frímex ’77 er samkeppnis- sýning, og taka þátt i henni bæði innlendir og erlendir safnarar. Hún nýtur viðurkenn- ingar Landssambands islenzkra frlmerkjasafnara í umboði Al- þjóðasambands frimerkjasafn- ara (F.I.P.). Er þetta mjög mikilvægt atriði fyrir sýn- endur, þvf að þeir, sem hljóta silfurverðlaun hið minnsta fyrir efni sitt, öðlast rétt til að sýna það á alþjóðasýningum er- lendis. Félag frimerkjasafnara var stofnað 11. júni 1957. Þegar á fyrsta starfsári þess var ákveð- ið að efna til frímerkjasýn- ingar, Frímex ’58, hinnar fyrstu, sem haldin var hér á margt af því að kynna sér þetta sýningarefni nákvæmlega. Sýn- endur verða um 40, og er tæpur helmingur þeirra Islendingar. Hér gefst ekki rúm til að minn- ast nema á fátt eitt af efninu, enda má segja, að sjón sé sögu ríkari. Hér verða almenn söfn frá Islandi, Færeyjum, Græn- landi, Englandi og Lettlandi en svo margs konar efni úr þrengra sviði. Má þar nefna rannsóknarsafn af Geysis- merkjum 1938—47, sem sænsk- ur safnari sýnir. Þá sýna ýmsir landar hans margs konar stimplasöfn. Bandariskur safn- ari og tslandsvinur, Wayne C. Sommer, sýnir númerastimpla- safn i fjórum römmum. Þá verða sýnd stimpilmerki og jólamerki og svo íslenzk spjald- bréf í fimm römmum. A sýningunni verður starf- rækt pósthús alla sýningardag- ana, og verða notaðir fjórir mis- munandi stimplar, einn fyrir hvern dag, Var birt mynd af þessum stimplum i siðasta þætti, 28. f.m. Sýningarnefnd hefur látið gera sérstök umslög, sem seld Stjórn F.F. á fundi F.F. einnig með afmælishófi. Verður það i Víkingasal Hótel Loftleiða á laugardagskvöldið og hefst kl. 21. Þar verða flutt stutt ávörp, veitt verðlaun og viðurkenningar til sýnenda á Frímex '77. Ýmiss konar skemmtan fer þar enn fremur fram, eftir þvi sem föng verða á. Aðgöngumiðar að þessu hófi kosta samkv. tilkynningu frá F.F. 1500 krónur fyrir mann- inn, en í því verði eru veitingar innifaldar. Miðar að hófinu verða seldir i söludeild Frímex ’77, en fást auk þess í Frí- merkjamiðstöðinni á Skóla- vörðustfg og Frimerkjahúsinu i Lækjargötu. Vil ég hvetja félagsmenn F.F. og aðra vel- vildarmenn þess til að fjöl- menna á þennan fagnað og gleyma auðvitað ekki að taka maka sina með. Er enginn vafi á, að menn munu geta átt þar ánægjulegt kvöld i hópi safnara viðs vegar að. Ég segi viðs vegar að, þvi að margir erlendir safnarar eru staddir hér á landi í sambandi við Frímex ’77, enda margir þeirra þátttakendur i sýningunni. Munu flestir þeirra verða á þessu afmælis- hófi, og þeir hafa örugglega hug á að kynnast sem flestum islenzkum söfnurum. Þeir búa líka yfir mikilli þekkingu á ís- lenzkum frímerkjum og ís- lenzkum stimplum, og veit ég það sjálfur af eigin raun. 10. landsþing L.l.F. Næstkomandi sunnudag verður 10. landsþing Landssambands islenzkra frimerkjasafnara haldið i Álftamýrarskóla og i beinu sambandi við Frímex ’77. Hefst það kl. 9 um morguninn. Segja má, að þetta þing marki sérstakt spor í sögu L.I.F., þvf að nú mun F.F. gerast aðili að þessum samtökum. Er engum vafa undirorpið, að innganga þess í Landssambandið mun Sýningarblokk Frfmex ’77 landi. Arið 1964 efndi F.F. til annarrar sýningar, Frímex ’64. Þessar tvær fyrstu sýningar voru samkeppnissýningar. A 10 ára afmæli félagsins var efnt til sýningar á úrvali úr Hans Hals safninu, sem er í eigu Póst- og sfmamálastjórnarinnar. Nefnd- ist sú sýning Filex ’67. Tveimur árum síðar hélt F.F. enn sýn- ingu, Frímex ’69, og var hún kynning á starfsemi félagsins og frimerkjasöfnun almennt. Frimex ’77 er þvi fimmta sýn- ing á vegum F.F. og jafnframt hin langstærsta. A sýningunni verða rúmlega 130 rammar og með mjög fjölbreyttu sýningar- efni, sem skipt er í þrjár deildir. I heiðursdeild sýnir Póst- og sfmamálastjórnin og eins Þjóðminjasafn Islands. 1 samkeppnisdeild sýna safnarar frá fslandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Sérstök dómnefnd dæmir sýn- ingarefni þeirra. Verður um margs konar verðlaun að keppa. Þriðja deildin er kynn- ingardeild. Sýna þar meðal annars nokkrir ungir safnarar. Ég hef átt þess kost að sjá skrá yfir sýningarefnið og get þvf fyllyrt, að það er hið marg- breytilegasta. Er enginn efi á, að íslenzkir safnarar geta lært eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Unnið við Islandiu '73 FRÍMEX 77 491 i5 N * m m 5 ^ * + f \ C 9,^ Frímerki verða frímerkjasöfnun hér á landi til mikils ávinnings, þvi að nú eru öll frímerkjafélög landsins loks setzt við sama borð. Við inngöngu F.F. í L.Í.F. verða gerðar nokkrar veiga- miklar breytingar á stofnskrá sambandsins. Hér eftir munu aðildarfélög þess eiga fulltrúa á þingi eftir höfðatölureglu, og eins þurfa tillögur, sem upp verða bornar, ekki lengur að fara fyrir tvö þing til þess að öðlast samþykki. Er þetta hvort tveggja að mfnum dómi til mik- illa bóta frá þvi, sem verið hef- ur, og raunar eðlileg þróun og sjálfsögð. Samkv. fréttatilkynningu frá L.Í.F. munu um 40 fulltrúar eiga rétt til þingsetu næstkom- andi sunnudag auk stjórnar og áheyrnarfulltrúa. Stjórn Landssambandsins skipa nú Sigurður H. Þorsteinsson sköla- stjóri, sem er forseti þess og hefur verið frá upphafi. Sigurður P. Gestsson er vara- forseti, Hartvig Ingólfsson rit- ari og Kristján Friðsteinsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Bolli Daviðsson, Jón Halldórs- son og Sigurður Agústsson. Ætlunin er, að hið sameigin- lega málgagn F.F. og L.í. F., tímaritið Grúsk, sem hóf göngu sina fyrr á þessu ári, komi út i annað sinn um þessar mundir. Er þetta tölublað að mestu helgað þessum tímamótum i sögu samtakanna. Ný frímerki Ekki má svo með öllu Ijúka þessum þætti, að ekki sé minnzt örfáum orðum á þau tvö fri- merki, sem út verða gefin næst- komandi þriðjudag, 14. júni. Annars vegar er um að ræða frímerki, sem kemur út í sam- bandi við Votlendisár Evrópu, og er verðgildi þess 40 kr. Hins vegar er svo 60 króna frfmerki til að minnast 75 ára afmælis Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, sem var fyrr á þessu ári. Ekki verður að þessu sinni fjöl- yrt um þessi væntanlegu frí- merki, en e.t.v. gefst síðar tæki- færi til þess, enda ekki vanþörf á að mínum dómi. — Stórstígar framfarir Framhald af bls. 12 nú stendur fullbúið þó enn vanti frágang á Ieiksvæði þar. Einnig verður i dag tekin i notkun ný borðstofa fyrir starfsólkið i Gamla spítalanum endurbyggð- um. Við, sem vinnum hér á staðn- um metum mikils starf þeirra, sem lagt hafa hönd á plóginn við að koma þessum byggingum áleið- is og kunnum þeim bestu þakkir fyrir. Lokaorð. Þó oft hafi blásið á móti og okkur hafi þótt rnálefni geðsjúkra mæta takmörkuðum skilningi hefur jafnan verið mikill fjöldi, sem hefur reynt að stuðla að framgangi þeirra með ýmsu móti. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir. Vil ég sérstaklega nefna núna Kiwanis klúbbana á íslandi, Kvenfélagið Hvítabandið og síðast en ekki sist alla fyrrver- andi og núverandi starfsmenn spitalans. Þeir hafa jafnan sýnt mjög mikla samheldni og staðið einhuga um allt sem horft hefur til bóta fyrir skjólstæðinga okkar, Áhugi þeirra og rryggð við spítalann og sjúklinga hefur stuðlað að sífellt betri meðferð og sifellt betri árangri af starfinu. Þrátt fyrir að flest störf við spítalann séu illa launuð hefur spítalinn alla tið átt mikilli hjúa- sæld að fagna. Fjöldi starfsmanna hefur unnið hér i meira en 20 ár og yfír 200 af þeim rúmlega 300, sem nú eru í starfi við spítalann, hafa unnið hér í meira en 2 ár. A þessum tímamótum. vil ég færa öllu starfsfólki hans bestu árn- aðaróskir og þakkir fyrir vel unn- in störf, góða samvinnu og vin- áttu. Einnig vil ég flytja ýmsum aðilum utan spítalans, bestú þakkir fyrir gott samstarf og jafn- framt vil ég fyrir hönd spítalans óska eftir að framhald megi verða á því um ókomna tíð. — Endatafl Framhald af bls. 40 v verulega til frádráttar í kaup- máttaraukningu, sem kauphækk- unin hefði í för með sér. Viðræðunefndirnar, sem ræða áttu saman eftir kvöldverðarhlé í gærkveldi, voru þannig skipaðar. Frá vinnuveitendum: Jón H. Bergs, Gunnar Guðjónsson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Kristján Ragnarsson, Ólafur Jónsson, Barði Friðriksson, Baldur Guð- laugsson og Skúli J. Pálmason. Frá ASÍ: Björn Jónsson, Snorri Jónsson, Kolbeinn Friðbjarnar- son, Guðmundur J. Guðmunds- son, Magnús Geirsson, Björn Þór- hallsson og Ásmundur Stefáns- son. Ýmsir hópar vinna enn að sér- kröfusamningum og standa við- ræður yfir annað slagið. í gær luku matreiðslumenn við sér- kröfusamkomulag innan marka 2'A% kauptaxtahækkunar og síð- astliðinn sunnudag tókst ramma- samkomulag við 20 félög tré- smiða. Er það mat manna að það rammasamkomulag hafi verið mjög mikilvægur áfangi í sér- kröfumálunum og ekki sízt fyrir það, hve rammasamkomulagið er víðtækt meðal trésmiða. Eftir er þá að raða sérkröfum trésmið- anna innan ramma 2!4% kaup- taxtahækkunar og var búizt við tillögum trésmiðafélaganna um þetta á hverri stundu í gær. Eftir er þá að fá samþykki fél- aga innan Málm- og skipasmiða- sambandsins til þess að sam- þykkja 2'á% regluna, rafvirkja, netagerðarmenn, mjólkurfræð- inga o.fl. Sagt er að þessir hópar sem yfirleitt hafa ekki uppmæl- ingartaxta bíði og sjái hver þróun- in verður í þeim málum innan Sambands byggingarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.