Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 Vltt> MORÖdK/- KAFF/NU Ég ætla að fá poka af þessum blómaáburði. Það getur verið, að þér þyki blaðran þín skemmtilegri en sú sem ég er með? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Endalaust má gefa góð ráð til bridgespilara og verður sá askur víst seint tæmdur. í heilræðasam- keppni, sem alþjóðasamtök bridgefréttaritara og Bols- stórfyrirtækið gangast fyrir, kom bandaríski stærðfræðiprófessor- inn Jeff Rubens fram með heil- ræði, sem var mjög athyglisvert. Hann sagði; Reyndu að passa, að félagi þinn geri ekki villur. Rubens tiltekur þetta dæmi. Suður gefur, allir á hættu. Norður S. 96 II. KG5 T. DG1086 L.1086 Austur S. Á832 II. 972 T. 43 L. G753 Suður Vestur S. K10754 II. D643 T. Á2 L. K9 Mamma, mamma! Hann Lilli elskar mig ekki lengur. Neitar að fara út í öskutunnuna með draslið! Ekkert er nýtt undir sólinni „Ekki vil ég verða til að spilla gleði Velvakanda yfir þeim sóma sem hann hefur nú fengið að njóta að fá bréf frá skáldinu i Gljúfrasteini. Sú var tíðin að þessi nafni minn skrifaði fremur i önnur blöð en Morgunblaðið en hvaðeina hefur sinn tima. Nú veit ég ekki hvað skáldið meinar með þessu tilskrifi. Það er nefnilega svo að enda þótt það bryti montgleraugun sín i utan- förinni 1919 sýnist mér það lengstum með einskonar mont- gleraugu þegar það kemur á vit blaðamanna, — sé að sýnast og látast og gera sig til. En hvað um það. Við tökum þetta eins og það er talað. Og hér var nú skáldið að verja sinum dýrmæta tima til að endursegja með skýringum þýska blaðagrein um bjór. Þar segir m.a. orðrétt: „Orðrétt kemst læknirinn svo að orði.“Af þeim kaloriufjölda (hitaeiningum), að meðaltali 24000 kaloríur, sem manni er er nauðsyn í daglegum matar- skammti, fást aðeins 150 kaloríur úr einni flösku öls, en það er ekki nema sjötti hluti daglegrar kaloriuþarfar mannslikamans; þó daglegur skammtur sé einn litri öls veitir slíkur skammtur aðeins 19% af nauðsynlegum kaloríum. Prófessor Tropp kemst svo að orði i skýrslu sinni að konur þurfi sfst að óttast um „línuna" þó þær neyti bjórs i þvi magni sem rann- sóknir staðfesta um bjórneyslu kvenna eins og er.“ Þegar Nóbelskáldið les í þýsku blaði að haft er eftir þessum Tropp að 150 sé sjötti hluti af 24000 varður það svo gagntekið af hrifningu að það biður Velvak- anda að birta nú islenskum al- menningi þessi vísindi. Þá finnst Velvakanda að sér hafi hlotnast mikill heiður. Mér reiknast að 19% af 24000 sé 4560. Séu 19% af 24000 hitaein- ingum i litranum en 150 f flösku sýnist mér að ættu að vera fullar 30 flöskur í lftra. Hafi þetta hins vegar verið prentvilla og átt að standa að 1500 hitaeiningar væru í flösku er það þó ekki sjötti, heldur sextándi hluti af 24000. Undarleg prentvilla ef sjötti verð- ur sextándi þegar bókstafir eru notaðir svo sem hér var. Um þýsku greinina er annars það að segja að við vissum fyrir að næringarefni eru i bjórnum. Hins vegar er gaman að þvi að fyrst er lögð áherzla á hve miklu kjöti, brauði og mjólk bjórlítrinn jafn- gildi næringarlega en svo er í lokin sagt að öll þessi næring, — allar þessar kaloríur, — þurfi alls ekki að vera fitandi þegar þær eru teknar inn í bjór. Heilsan, dýrmæt- asta eign okkar” Velvakanda hefur hlotnast sá brýna glæp allar götur sfðan árið heiður að fá sent bréf frá Nóbels- 1915. Sú umsögn sem ép^ýði hér skáldi okkar, Halldóri Laxness, og 1 stendur á ábyrgð ^^^''^jsmála- fjallar hann hér um deilumál, ritstjóra dr. sem verið hefur nokkuð ofariega Nicol^ á baugi í vetur. 0 Heilsan, dýrr- asta eign „Undi; rakst dáli Zeitv apríl fyrir v í Þýskv mennfn ^^*«*gfeinar innar se. fjallar um bjór í he **0tftarskyni. Fróðlegt ' er að heyra hverju hlutgeingir Imrnn í hniAh—ééMéé^^— -.U svefn“, inanna stofni 'lffi í voða.sakir í'svefnlyfja“. Óskynsam- ^lfferni er aðalorsök svefn- leysis. A sýnfngu handa skólum sem nú hefur verið opnuð og á að standa til 27unda júnf á vegum „des Naturkundlichen Bildungs- zentrums**, og er til húsa f ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Barnt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir S. DG II. Á108 T. K975 L. ÁD42 Suður opnar á sterku grandi, sem verður lokasögnin. Vestur spilar út spaðafimmi, sexa, ás og gosi. Austur spilar til baka spaðatvisti, drottning, kóng- ur og nía. Hvernig á vestur síðan að skipuleggja vörnina? Hann sér, að vörnin getur feng- ið sjö slagi, þ.e. fimm á spaða, tígulás og laufkóng. En austur verður að spila laufi áöur en suð- ur pínir út tígulásinn. Annars fær suður sjö slagi, þ.e. fjórir á tígul, tveir (hugsanlega þrír) á hjarta og laufás. Er hægt að koma austri í skiln- ing um þetta með því að spila spaðafjarkanum? Ef til vill. En er ekki mun sennilegra, að hann spili spaðanum áfram — í hugs- unarleysi. Vestur mun þá hafa betur f umræðum, sem fylgja en suður mun vinna spilið. Tryggara er þó, að spila spaða- sjöunni og geyma fjarkann. Þá mun austur hugsa sitt mál og sjá, að vestur vill ekki taka alla spaða- slagina strax. Og að skipta í lauf liggur beint við. En hugsi austur ekkert, þá læt- ur hann lágt í sjöið og fær síðan næsta slag á áttuna. Og þar sem hann á þá ekki fleiri spaða hlýtur hann að spila laufi — sama hversu hugsunarlaust hann spil- ar. 32 — Hjá vini mlnum. IIún horfði út 1 nóttina. Vangasvipurinn bar við hvítan gluggakarminn. Mjúkur, barns- legur vangasvipur, Ktil haka uppbrett nef, hvelft enni. — Á ég að segja þér frá bréfunum? spurði hún skyndi- lega. — Eiginiega áttu ekki skilið ég segi þér neitt fyrst þú ert svona ofsalega tortrygginn maður. — Upp á hverju er hún nú að finna, hugsaði hann. Kannski las hún hugsanir hans, altént sagði hún: — Nú hugsarðu með þér að ég hafi verið að búa til sögu. Það væri alveg eftir þér. Þú berð ekkert traust til mfn, yfir- leitt berðu alls ekki traust til nokkurs manns. Sem stendur ber ég það heldur ekki til þfn. Ég treysti þér, en þú eyðilagðir það. Eg er ekki viss um hvort mér Ifkar við þig lengur. Hann kenndi til undan atlögu hennar, en sagði ekkert. — Ég skal segja þér að Victor sagði mér, að hann hafði fengið bréf frá föður mfnum. Ég bað um að fá að lesa bréfið, en Victor neitaði mér um það. Þú verður bara reið, sagði hann. Én ég heyrði að pabbi hafði ekki verið blfður f bréfinu og hafði kallað hann hórkarl. Peter fékk sting f brjóstið. — Ég spurði Victor hvort hann gæti ekki bara lamið pahha. Það er alveg voðalegt að láta sér detta svona andstyggi- lega hluti f hug. Victor hefur aldrei beðið mig að koma, hann hefur aldrei krafizt neins af mér. Hann hefur bara gefið mér húsuskjól þegar mig hefur vantað þak yfir höfuðið. Og meira en það. Hann hefur f raun og veru gefið mér heimili og það hef ég ekki átt fyrr. Hjá foreldrum mfnum var ég eins og f fangelsi. Victor hló að mér þegar ég stakk upp á þvf að hann lemdi pabba. Ég lem ekki fólk, sagði hann, og allra sfzt virðurlega sóknarpresta. Pabbi hefur Ifka skrifað mér. Það var með herkjum ég nennti að lesa bréfið, ég kunni utan að hvað stóð f þvf. Sál mín að elífu glötuð! Það er ótrúlegt hvað honum getur dottið f hug. Ilafi ég sál hefur hún orðið til eftir ég flutti að heiman. Þar var ég eins og dýr, hrædd og þrjózk. Ég vissi ekki hvað það var að vera manneskja meðan ég var það. Ég varð manneskja eftir að ég kvnntist Frede og kom hingað. Victor hefur sál. Ef ein- hver í öltum heimi hefur sál þá er það hann. II ún þagnaði snögglega. — Ilvers vegna er ég að segja þér þetta? Til að réttlæta sjálfa mig. Ég skil ekki af hverju ég legg mig niður við þaðf Þú ert ekki ósvipaður pabba. Hann er alltaf reiðubúinn að trúa þvf versta, hefur ekki traust á neinu né neinum. Hann treyst- ir sennilega ekki sjálfum sér heldur. Einhver innri spenna virtist hafa gagntekið hana. Hann fann hún titraði. — Pabbi er veiklundaður maður. Það eru hinir veiklund- uðu sem vilja ráða. Ánnars geta þeir ekki afborið að lifa. Þeir þola ekki óöryggið, þeir verða að hafa einhvern undir sinni stjórn. Ég held þú sért svo- leiðis. Þú ert veikgeðja og tortrygginn. Þú vilt stjórna gerðum mfnum og helzt hugs- unum. Án þess þú myndir nokkurn tfma viðurkenna það. Þú gætir orðið harðstjóri. Ilvcrs vegna sleppirðu ekki fram af þér beizlinu? Hvers vegna viltu ekki opna þig? Ilamingjan góða, af hverju er ekki fleira fólk eins og Victor. Þvf að hann er svo öðruvfsi en allir aðrir. — Fyrirgefðu, sagði hann lágt. — Fyrirgefa hvað? sagði hún. — Að þú treystir mér ekki? Pabbi hefur ekki traust á mér. Hann hefur Ifka stundum beðið mig fyrirgefningar. Éftir að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.