Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 14
1 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNl 1977 Jimmy og móðir hans Billy bróðir Ruth Stapleton Skyldmenni Carters græða á bróðurnum 0 Jimmy Carter Bandarikjafor- seti hefur með réttu fengið lof fyrir að hleypa nýju og fersku lofti inn í bandarísk stjórnmál, hann er um margt óvenjulegur maður sem kærir sig lítt um fast- ar hefðir eða formfestu og kýs að fara sínar eigin götur. Hann hef- ur lagt töluverða áherzlu á að nauðsynlegur sé sparnaður i opin- berum útgjöldum og meðal ann- ars eru nú ekki á boðstólum sterk- ir drykkir í Hvíta húsinu, aðeins létt vin. „Enginn vínandi?" spurði blaðamaður sem þar kom í heimsókn. „Aðeins andi vináttu,“ var svarið. Spurt var hvort þetta væri gert af trúarástæðum. En svarið var að það væri í sparn- aðarskyni. En þó er því nú svo farið að meira að segja Cartermenn hafa ekki staðizt það að sjá möguleika á því að mata krókinn á því að vinna annaðhvort hjá forsetan- um, eða það sem albezt er, að vera tengdir honum. Þannig hafa níu starfsmenn Carters hækkað laun sín nýlega um ellefu þúsund doll- ara, og það áður en þeir höfðu í raun og veru tyllt niður tá við nýja skrifborðið sitt. Sumir þeirra starfsmanna sem Carter hefur ráðið í þjónustu sína hafa nú fer- föld laun á við það sem þeir höfðu áður. Og er þá að víkja að fjölskyldu forsetans, sem hefur séð gullvægt tækifæri til að afla fjár. Billy Carter, bróðir forsetans hefur nú ráðið til sín blaðafulltrúa og tekur hvorki meira né minna en fimm þúsund dollara fyrir að koma fram. Hefur hann að sögn auðgast um stórfé síðan hann fann upp á þessu þjóðráði. Systir Carters Ruth Stapleton er að skrifa ævi- sögu Billys. Fyrri bók hennar „The Gift of Inner Healing“ seld- ist mjög vel og það meira að segja áður en hún varð forsetasystir. En til að tryggja að hún haldi áfram að seljast hefur verið prentað framan á nýjustu útgáf- una að bókin sé eftir systur for- setans og er talið að bókaútgáfan muni selja um milljón eintök af bókinni. Önnur systir Carters, Gloria, er að safna saman i bók bréfum sem móðir hennar, Miss Lillian, eins og hún er kölluð, hefur skrifað! Verður þetta gefið út í bók á sjötugasta og níunda afmælisdegi gömlu frú Carter. Þá telst Gloria og til hóps í Plains í Georgiu sem er að selja land þar á okurverði. 0 Þó er önnur fjölskylda sem virðist græða enn meiri pen- inga á forsetaembættinu, þar sem er Fordfjölskyldan, nánast eins og hún leggur sig. Fyrrver- andi blaðafulltrúi Fords Gerald terHorst, sem lét af starfi þegar Ford náðaði Nixon, hefur ný- lega birt eftir sig heldur nötur- lega grein í bandarísku tímariti sem ber titilinn „38. forsetinn okkar er til sölu". Fréttir um fjáraflagerðir Fords og fjöl- skyldu hans höfðu að vísu verið I fréttum, en þó bætti terHurst þar um betur og fræddi lesend- ur um ýmislegt sem ekki hafði verið sagt frá. Þegar Ford flutti búferlum í Hvíta húsið í ágúst 1974 var hann nánast auralaus með öllu. Nú er hann á leiðinni með að verða vellauðugur. í forseta- eftirlaun fær hann um eitt hundrað þúsund dollra og auk þess sjá skattborgararnir til þess að hann geti haldið sig vel og rausnarlega og geti haft bílstjóra og þjónustufólk þar sem við þessa upphæð bætast um sex hundruð þúsund dollar- ar. Aukin heldur fær hann enn þar fyrir utan margs konar hlunnindi, svo sem ókeypis ferðir í flugvélum fyrir sig og sína þegar honum dettur í hug, ókeypis læknisþjónustu og hvaðeina slíkt. Fyrir nú utan að honum er séð fyrir ókeypis jóla- kortum ! ótakmörkuðum fjölda! Áður hefur verið frá því sagt að Ford og kona hans hafi tryggt sér verulega drjúgar tekjur með ævisagnaritun. Þar við bætist eftirfarandi: 1. Ford fær um eina milljón dollara frá NBC- sjónvarpsstöðinni fyrir tvo heimildarþætti hvert ár, næstu fimm ár. 2. Betty Ford fær hálfa milljón dollara fyrir að koma öðru hverju fram I sjónvarpsþáttum og fjalla þar um helztu áhuga- efni sín, nútímadans, krabba- meinsrannsóknir og geðsjúk- dóma. 3. Steve Ford, sonur Ford hjón- anna, fær hlutverk I TV- Rodeo-kvikmyndinni. 4. Susan Ford mun selja mynd- ir sem hún tók I Hvíta húsinu bandaríska ritinu Good House- keeping og fá fyrir vænan skilding. 5. Annar sonur Fordhjónanna mun vera að semja við timarit um greinaskrif. Það er athyglisvert hvað Ford og Carter hefur tekizt vel upp. Hér áður fyrri var það forsetum Bandarikjanna hinn mesti fjárhagsbaggi að takast á hendur starfið. Jefferson og Washington töpuðu báðir tekj- um I forsetaembættinu. Ekkja Lincolns varð að selja eignir hans að honum látnum. Truman tókst aldrei að verða meira en rétt bjargálna. Verður Friðrik kosinn næsti forseti FIDE? Forseti FIDE Núverandi forseti FIDE dr. Max Euwe, hefur nú ákveðið að draga sig í hlé og víkja fyrir yngri manni í forsetastól FIDE. Euwe varð 75 ára á síðasta ári og hefur gegnt forsetaembætt- inu í 2 kjörtímabil, en hvert kjörtímabil er 4 ár. Hann tók við af Svíanum Folke Rogard, sem hafði gegnt embættinu í fjölda ára. Dr. Euwe herur nú farið þess á leit við Friðrik Ólafsson, að hann gefi kost á sér í þetta embætti á næsta aðalfundi FIDE, sem verður á næsta ári í íran, þar sem næsta Ólympíumót í skák verður hald- ið. Friðriki er sýndur mikill heiður með þessu boði og sýnir i hversu miklu áliti hann er í skákheiminum, því þetta em- bætti er bæði erfitt og vanþakk- látt og á undanförnum árum hefur gagnrýnin orðið æ há- værari á störf þess og gerðir. Víst er um það, að þessu starfi fylgir mikil ábyrgð og skyldur. Næsta og brýnasta verkefni FIDE verður að sætta hin ýmsu öfl innan sambandsins, en eins og menn rekur minni til klofn- aði skákheimurinn í tvær and- stæðar fylkingar á síðasta ári sem tefldu hvor á sínu Ólympíumótinu. Spáðu margir því þá, að FIDE gæti varla stað- ist slíkt mótlæti, en raunin varð önnar og aðildarsamböndin, sem eru á tfunda tug talsins, gera nú tilraun til að finna sér leiðtoga sem stuðlað getur að friði og einingu, þannig að stjórnmál og kynþáttadeilur valdi ekki meiri misklíð hjá friðsömum skákmönnum. Þetta verkefni býður Friðriks verði hann kosinn næsti forseti FIDE, og til mikils er að vinna, en að mörgu þarf að huggja og skal hér drepið á nokkur atriði. Aðalstöðvar __________FIDE____________ Aðalstöðvar og skrifstofuhald FIDE eiga samkvæmt stofnskrá þess að vera í heimalandi for- setans. Yrði Friðrik kosinn flyttust skrifstofur hingað til íslands. Ennfremur segir í stofnskránni að bæði aðalritar- inn (sem er nokkurs konar framkvæmdastjóri) og gjald- kerinn skuli vera frá sama skáksamhandi og forsetinn. Skáksamband íslands yrði með öðrum orðum að tilnefna til kjörs í samráði við Friðrik báða þessa starfsmenn. Núna gegnir aðalritarastarfinu röskleika- kvenmaður; Ineke Bakker, sem er hollenzk. Hefur hún getið sér mjög gott orð og verið pott- urinn og pannan í skrifstofunni á undanförnum árum. Hún tal- ar jöfnum höndum ensku og frönsku reiprennandi og ef til vill fleiri tungumál, það er ekki lítið atriði þegar hafa skal sam- skipti við marga aðila sem tala mismunandi tungur. Gjaldker- inn var einnig hollenzkur, P. Smit að nafni, en hann lézt fyrir rúmu ári og við tók Wales- búi, Clues að nafni, sem geymir alla sjóði í heimalandi sínu, Wales. Clues er endurskoðandi og tók að sér að yfirfara reikn- inga FIDE og koma með sparn- aðartillögur, en fjárhagurinn hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarin ár og hefur starfsemin verið rekin með tapi. Verður það væntanlega eitt af verkefnunum að rétta samtökin við fjárhagslega. í stjórninni eru ennfremur 3 varaforsetar og 4 aðalmenn. Helztu verkefni FIDE. Ólympíumótið í skák verður að teljast höfuðverkefni FIDE og eitt hið þýðingarmesta á verkefnaskránni eins og reynsl- an hefur sýnt. Þessi mót eru orðin svo stór í sniðum bæði hvað snertir fjölda og kostnað að erfitt getur reynst að halda þau svo vel fari í framtíðinni. Annað af aðalverkefnum FIDE er að skipulegjja heimsmeist- arakeppnina með svæðismót- um, millisvæðamótum og ein- vígjum og semja keppnisreglur sem allir geta unað við. Eins og flestum er kunnugt er fyrrver- andi heimsmeistari, Róbert Fischer, fjarverandi frá keppni vegna óánægju með keppnis- reglur. Ymsar nefndir eru starfandi á vegum FIDE eins og t.d. laganefnd, sem er sífellt að fjalla um ný vandamál sem skjóta upp kollinum. FIDE ann- ast útnefningu á stórmeistur- um og alþjóðlegum meisturum, skákdómurum o.fl. Bandarfkja- maðurinn dr. Elo hefur annast skráningu á frammistöðu skák- manna í alþjóðlegum skákmót- um og reiknað út stigafjölda þeirra samkvæmt kerfi sem kennt er við hann og höfð eru til viðmiðunar. FIDE annast út- gáfu á ítarlegu fréttabréfi sem sent er öllum skáksamböndum Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON Friðrik Ólafsson Dr. Max Euwe reglulega með fréttum á helztu viðburðum í skákheiminum hverju sinni. Dr. Euwe hefur á undanförnum árum ferðast mikið um Asíu og Afríku og kynnt vanþróuðum ríkjum skák með fyrirlestrum og fjöl- teflum. Hefur hann í þvi skyni stofnað sjóð, svokallaðan Euwe- sjóð, sem á að verja til frekari starfsemi í þessum ríkjum. Hefur áhugi á skák farið sívax- andi í þessum álfum og má benda á t.d. miklar framfarir í Filipseyjum og Kina. Verkefni FIDE eru óþrjótandi og fara sífellt vaxandi með sífellt meiri umsvifum og fjölgun aðildar- sambanda. Fleiri hafa áhuga Arið 1974, þegar síðast var kosið í stjórn, bauð sig fram til forseta verkfræðingur frá Puerto Rico, Rabell Méndes að nafni. Hann var þá varaforseti og stefndi markvisst með mikl- um áróðri að ná kjöri. Bauð hann gull og græna skóga i Puerto Rico og hafði á reiðum höndum gjaldkera og aðalrit- ara. Mátti merkja mikinn áhuga fulltrúa frá þriðja heim- inum á að flytja aðalstöðvarnar í annan heimshluta. Var þá ljóst hversu þýðingarmikið þessi riki töldu það að hafa með höndum yfirstjórn allra skák- mála i heiminum. Hefði hann náð kjöri er fullvist að þróun skákmála hefði orðið á annan veg. Júgóslavar hafa ákveðið að bjóða fram sem fulitrúa sinn hinn þekkta skákmann og stór- meistara Gligoric. Gæti svo far- ið að spennandi kosning færi fram á milli tveggja eða þriggja manna. Að sjálfsögðu gæti reynst örð- ugt fyrir Friðrik að tefla í al- þjóðlegum mótum í jafnríkum mæli, en þó ætti starfið ekki að hindra hann í að tefla í stórmót- um þó i minna mæli væri. Hvað viðvíkur íslenzku skáklífi myndi aðild í stjórn þessara heimssamtaka marka tímamót og örugglega verða landi og þjóð til mikilla hagsbóta. Er það eflaust von flestra áhuga- manna að þetta spor verði stig- ið og með sameiginlegu átaki gætum við axlað þessa ábyrgð með sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.