Morgunblaðið - 11.06.1977, Síða 25

Morgunblaðið - 11.06.1977, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977 25 Norðurlandaráð kynnt á 15 stöðum í tilefni 25 ára afmælis Norður- landaráðs á þessu ári mun Nor- ræna félagið gangast fyrir kynn- ingu á störfum þess 11.—22. júnf á Vesturlandi, Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Sam- komur verða haldnar á 15 stöðum f þessum landshlutum. Erlendi Paturssyni, lögþings- manni frá Færeyjum, hefur sér- Erlendur Patursson staklega verið boðið til Iandsins í tilefni þessarar kynningar og mun hann flytja erindi um Norðurlandaráð og smáþjóðirnar á fyrrnefndum kynningarsam- komum. Þá mun Hjálmar Ólafs- son, formaður Norræna félagsins, flytja erindi er hann nefnir ,,Hug- leiðingar um norrænt samstarf“. Þá verður sýnd kvikmynd frá Færeyjum og myndir frá íslend- ingaslóðum í Kauþmannahöfn. Kynningarsamkomur Norræna félagsins verða á eftirtöldum stöð- um: Akranes 11. júnf kl. 15.00 Borgarnes 11. júnf kl. 21.00 Ólafsvfk 12. júnfkl. 20.30 Grundarfjörður 12. júnf kl. 20.30 Stykkishólmur 13. júní kl. 20.30 Búðardalur 14. júnf kl. 20.30 Patreksfjörður 15. júnf kl. 20.30 Bíldudalur 16. júnf kl. 20.30 Þingeyri 17. júnf kl. 20.30 Bolungarvfk 18. júnf kl. 15.00 ísafjörður 18. júnf kl. 20.30 Hólmavfk 19. júnf kl. 20.30 Hvammstangi 20. júnf kl. 20.30 Blönduós 21. júnf kl. 20.30* Sauðárkrókur 22. júnf kl. 20.30. Frímex 77: Frímerki í 130 römmum AFMÆLISSÝNING Félags frímerkjasafnara, Frímex '77, var opnuð í fyrradag kl. 4 að viðstödd- um mörgum boðsgestum innlend- um sem erlendum. Guðmundur Ingimnndarson, formaður sýning- arnefndar, bauð gesti velkomna með stuttu ávarpi en bað síðan Rafn Júlíusson, póstmálafulltrúa, að opna sýninguna í fjarveru póst- og símamálastjóra. Gerði hann það með stuttri ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir mikil- vægi FF fyrir frimerkjasöfnun í landinu siðustu 20 árin og þeirri ágætu samvinnu, sem væri milli félagsins og íslenzku þóststjórnar- innar. Síðan gengu gestir um sýn- ingarsalinn, en þar getur að líta margs konar frímerki og fri- merkjaefni í rúmlega 130 römm- um. Sýningin verður opin í dag frá kl. 17 til 22 og síðan á morgun og sunnudag frá kl. 14 til 22, en þá lýkur henni. Gestir skoða sýninguna. Ljósm. Emilia Sýningu Jóhanns Briem að ljúka N(J ER sfðasta sýningarhelgi yfirlitssýningar Listasafns fslands á verkum Jóhanns Briem. Sýningin verður opin í dag og á morgun frá kl. 1.30 til kl. 22 báða dagana. Fram til þessa hefur sýningin verið mjög vel sótt. Jón Gunnarsson sýnir Jón Gunnarsson iistmálari opnar í dag málverkasýningu að Kjarvalsstöðum og verður sýningin opin fram til 19. júní n.k. Á sýningunni eru 76 myndir, allt vatnslita- myndir. Að sögn Jóns eru flestar myndanna fígúratívar og málaðar á síðustu tveimur árum, en þetta er áttunda einkasýning Jóns. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 22 alla sýningardag- ana til og með 19. júní. Myndin er af Jóni hjá verkum sínum. „Dagur iðnaðarins” á Selfossi DAGANA 13.—20. júní fer fram iðnkynning á Selfossi og fimmtudaginn 16. júnf verður „Dagur iðnaðarins“ en þá verður opnuð sýning f gagnfræðaskóla Selfoss. Þar munu 25 fyrirtæki á Selfossi kynna framleiðslu sína og þjónustu. Lýkur þeirri sýningu á sunnu- dagskvöld 19. júní. Meðan á iðnkynningunni stendur verða íslenzkar iðnaðarvör- ur kynntar í verzlunum á Selfossi. Iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, og frú Vala Ásgeirs- dóttir Thoroddsen heimsækja Sel- foss ásamt nokkrum forystu- mönnum íslenzks iðnaðar og munu gestirnir árdegis á fimmtu- dag skoða nokkur fyrirtæki. Við oþnun sýningarinnar á Sel- fossi kl. 13.30 mun Guðmundur Jónsson, skósmiður, flytja ávarp, en kl. 14 hefst fundur i Selfoss- bíói um iðnaðarmál. Ávarp flytur iðnaðarráðherra og ræðumenn verða Bragi Hannesson, banka- stjóri, Óli Þ. Guðbjartsson, odd- viti, og Einar Elíasson, fram- kvæmdastjóri. 1 tilefni iðnkynn- ingarinnar verður gefin út Iðn- skrá Selfoss og verður henni dreift í öll hús á Selfossi, en þar er að finna upplýsingar um iðn- fyrirtæki og iðnmeistara. Sú nýbreytni veröur tekin upp á iðnkynningunni á Selfossi, að veitt verður viðurkenning til iðn- fyrirtækja fyrir snyrtimennsku og góða umgengni á athafna- svæði. Hefur Junior Chamber- klúbburinn á Selfossi gefið far- andbikar, sem afhentur verður í fyrsta sinn á „Degi iðnaðarins" fimmtudaginn 16. júní. Bnmavarðamóti lauk í gær í GÆR lauk norrænu bruna- varðamóti, sem staðið hefur yfir hér á landi. í gær skiluðu starfshópar áliti fyrir hádegi í hádeginu í gær var slökkvistöð- in i Reykjavík skoðuð og eftir hádegi var rætt um launamál og fleira. Mótinu var slitið seinnipartinn í gær og i gær- kvöldi. Sátu norrænu brunaverðirnir hóf Birgis ísl. Gunnarssonar borgarstjóra. Brunavarðamótið hefur þótt heppnast mjög vel og hápunkturinn var ferð til Vestmannaeyja á miðvikudag- inn. Var meðfylgjandi mynd þá tekin. Ljósm. Jóhannes Long á tréverk í garði og húsi.CUPRINOL viðarvörn sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa. I Slippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og 33414

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.